Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 55 HESTAR almennt viðui’kennt að íslenski hrossastofninn er enn í dag, þrátt fyrir framfarir í ræktun, of gang- samur. Til þess að ganga á stinnu og hreinu tölti þurfa býsna mörg hross utanaðkomandi hjálp, til dæmis með þyngri fótabúnaði að framan en aft- an. Á það ekki síður við um þegar kunnáttu eða getu knapans eru tak- mörk sett. Hestamenn verða einnig að spyrja sig einnar grundvallar- spurningu áður en þeir taka afstöðu í þessum málum. Ef hestur er góður og auðveldur á tölti til almennra út- reiða sé hann með tíu millímetra þykkar skeifur að framan og þynnri skeifur að aftan en nærri skeiðtölti og vandriðnari sé hann á jafnþung- um skeifum framan og aftan. Hvers vegna skyldi knapinn þá ekki nota seinni kostinn? Fækkun keppenda og fjöldi hesta úr keppni Staðreyndin er sú að á meðal ís- lenskra hesta er verulegur fjöldi sem fellur undir þessa lýsingu og þessi spurning því mjög brennandi. Með því að þrengja svigrúmið með fóta- búnað í keppni er verið að gera hin- um svokölluðu frístundareiðmönnum mun erfiðara fyrir í keppni og má þvi ætla að sá mikli almenni áhugi íýTÍr keppni myndi dvína með slíkum ráð- stöfunum. Annað sem einnig myndi gerast er að óþekktur fjöldi hrossa myndi falla út úr keppni þar sem þeir þættu ekki eins spennandi kost- ur og fyrr. Þessi tvíþætta þróun yrði sjálfsagt mjög samtvinnuð og telja margir hana geta haft mjög skaðleg- ar afleiðingar fyrir framþróun hesta- mennskunnar á íslandi. Færri kepp- endur sem þýddi hægari framfarir í reiðmennsku, sölumöguleikar á stór- um hópi hesta rýrðust ásamt því að þeir lækkuðu í verði. Heiðarleiki og svikin vara Nú kann einhver að spyrja hvort það sé ekki verið að selja svikna vöru ef hesturinn þurfi þyngri fótabúnað að framan eða aftan? Svarið er hiklaust nei segja margir og bætt er við að ef kaupandinn fær vitneskju um hvern- ig upplag hestsins sé og hvernig meðhöndla skuli hann og á það að sjálfsögðu við um margt fleira en járningu og fótabúnað. Einn viðmæl- anda segir að ef íslenskir hestar eru markaðssettir sem fullkomlega hreingengir náttúrutöltarai' sem þurfi alls enga hjálp með fótabúnaði er að sjálfsögðu ekki farið með rétt mál. Við höfum töluverðan fjölda hrossa sem stendur undir þessari fullyrðingu en við eigum ennþá nokkuð í land með að geta sagt að frávik frá henni sé undantekning. Annað sem vert er að geta í þessu Órækur vitnisburður um rétta stefnu í ræktun er sá stöðugt vaxandi fjöldi hrossa sem fer vel á kynbótahlífunum en betur má ef duga skal. Hér fer Þöll frá Vorsabæ og Magnús Trausti Svavarsson á kynbóta- sýningu á Gaddstaðaflötum. Gangurinn hreinn og lyftir vel, einmitt það sem stefnt er að. sambandi er sá mikilvægi hlekkur í mai-kaðssetningu á íslenskum hest- um sem er fræðslan um það hvernig við notum hann og hvaða möguleika hann býður þá upp á. Meðan ekki eru framleiddir fleiri náttúrutöltarar verður fræðsla um fótabúnaðinn að fylgja með í pakkanum. Ef menn ætla að vera heiðarlegir í viðskiptum verða þeir fyrst að vera heiðarlegir gagnvart sjálfum sér og því sem þeir eru að gera og skynja hið raunveru- lega umhverfi sem þeir búa við og haga sér samkvæmt því. Flestir virðast sammála um að æskilegast sé allra hluta vegna að ríða hrossum við sem minnstan fóta- búnað en á það er bent eins og ástandið er í dag sé langt í frá tíma- bært að afnema allt svigrúm sem í dag er leyft í keppni utan kynbóta- sýninga. Almennt séu hross í dag járnuð á 8mm skeifur framan og aft- an séu engin sérstök vandamál við að glíma í ganglagi. Kunnátta og þekking í meðferð þessara hjálpar- tækja sé orðin með þeim hætti að lít- il hætta sé á misnotkun eins og var fyrir tæpum þrjátíu árum. Dýra- læknar sem rætt var við segjast ekki sjá annað en þær reglur sem í gildi eru væru innan skynsemis- og hættumarka. Að sjálfsögðu beri þess þó að geta að það sé margt annað en 1 'um eingöngu smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni Gullsmlöja Hansínu Jens Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 H,- fótabúnaðurinn einn og sér sem hafi áhrif á álag á fætur hrossa og end- ingu eins og fram kom hér að fram- an. Nokkur viðbrögð hafa komið frá Bandaríkjunum vegna þynginga á ís- lenskum hrossum og þykir mörgum viðmælenda það eðlilegt. Þar vestra hafi í áranna rás viðgengist yfirgengi- leg þynging á ýmsum hrossakynjum og má þar sér í lagi nefna American Saddle Bred og Tennessee walking. Sá fótabúnaður sem notaður hefur verið á þessi hross sé ekkert í líkingu við það sem leyft er hér í keppni. Þarna séu notaðar mun efnismeiri skeifúi’ og allt upp í sex eða sjöföld röð af botnum undir framfætur auk hófhlífa. Illa hefur gengið að stemma stigu við þessum öfgum þótt eitthvað hafi áunnist og vel sé skiljanlegt að fólk sem vill hugsa vel um dýrin og horfir upp á þessar hörmungar skuli vera hvekkt á þyngingum. Raun- sæi eða hugsjónaglansmynd Með ströngum fótabúnaðarreglum í kynbótasýningum er stuðlað að ör- ari framförum í ræktun hreinleika tölts og sömuleiðis fótaburðar. Ein- staklingsdómur er ein af undirstöð- um ræktunarstarfsins og það er fyrst og fremst hann sem menn leggja til grundvallar þegar valin era hross til ræktunar. Því telja menn að allt sé gert til hins ýtrasta til að hraða framforam á þessu sviði en öðra máli gegni um íþrótta- og gæð- ingakeppni þar sem hlutirnir snúast meira um reiðmennsku og snilli hvers knapa. Nokkrum sinnum hefur greinar- höfundur fylgst með keppni þar sem fótabúnaður hefur verið í lágmarki. Má þar nefna töltkeppni stóðhesta með 120 gramma þungum hlífum og 8 millímetra skeifúm og svo ung-.^. hrossakeppni þar sem aðeins vora leyfðar 8 millímetra skeifur. Af við- brögðum áhorfenda að dæma var ekki mikil hrifning með útgeislun hrossanna þótt þarna færa prýðis- góð hross. Staðreyndin er sú að erfitt getur reynst að spóla til baka í snarhasti. Hestamenn eru orðnir vanir miklum fótaburði í sýningum og gleggsta dæmið um það hve hár og mikill fótaburður fellur vel í kramið hjá „brekkunni" er hversu mikil og sterk viðbrögð stóðhestur- inn Glampi frá Vatnsleysu fékk á landsmótinu á Melgerðismelum á síðasta ári í keppni B-flokksgæðinga. Það er ekkert launungarmál að fjöld- inn vill hross með háum fótaburði, í sölu skiptir sköpum hvort hrossið lyftir fótum vel eður ei. Á það bæði við um sölumöguleika og verð. Einn viðmælenda sagði það vera glapræði að afnema það hóflega svigrúm sem núverandi reglur leyfðu með þeim hætti eins og reynt var á ársþingi LH í haust. Slíkt yrði að gerast í áföngum að vel athuguðu máli eftir því sem aðstæður leyfðu en málefna- legar umræður væru alltaf góðar. Ef breytingar verða gerðar verða þær að taka mið af raunveraleikanum í kringum okkur en ekki af hugsjó- naglansmynd einhverra einstak- v. linga. Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður til að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi, og er góð leið til þess að láta fara vel um sig við sjónvarpið og slappa af. Siónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli [ báðum endasætum. Sjónvarpsófinn er með niðurfellanlegu baki í miðju sem breytist [ borð með einu handtaki. Sjónvarpssófinn er fáanlegur í mörgum tegundum, áklæðum og litum. Sjónvarpssófinn er húsgagn sem þú vilt ekki vera án. Teg. Journey f|f||P »811.* jpi TTjJMSrl WSm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.