Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.11.1999, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HARALDUR BRAGI BÖÐVARSSON + Haraldur Bragi Böðvarsson fæddist í Hafnarfírði 4. júlí 1960. Hann lést á Landspítalan- um 21. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Böðvar Bragason, lögreglu- stjóri í Reykjavík, f. 4.10. 1938, og Gígja Björk Haraldsdóttir, húsfreyja og banka- starfsmaður í Reykjavík, f. 13.1. 1938. Systir Har- aldar er Ragnheiður Ólöf,f. 25.11.1972. titför Haraldar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þegar ég sest niður til að setja niður örfá orð um hann Halla vin minn, nú þegar hann er lagður af stað í síðustu ferðina sína, eru svo ótalmargar góðar stundir sem rifj- ast upp. Það er ekki ætlunin með þessum skrifum að rifja þær upp hér, þetta eru fjársjóðir sem ekki j.verða bornir á borð fyrir alþjóð. Mig f langar bara með nokkrum fátækleg- um orðum að reyna að koma því til skila að hann Halli vinur minn var alveg einstaklega góður maður. Það er ein af gæfum mínum í líf- inu að hafa fengið að kynnast Har- aldi Braga Böðvarssyni og notið okkar einlæga vináttusambands sem hófst fljótlega eftir að við kynntumst fyrir um sjö árum síðan. Halli var afskaplega blíður og til- finninganæmur, en oft var þetta hul- ið undir hrjúfri skel sem hann brynj- aði sig með. Það voru aðeins hans nánustu ættingjar og vinir sem fengu að kynnast og njóta hans eins og hann var undir hrjúfri skelinni. Haraldur var búinn að vera heilsulítill um nokkurt skeið og var að jafna sig eftir sjúkrahúslegu í sumar þegar heilsan gaf sig. Ekki óraði mig fyrir því að ég væri að njóta síðustu samverustundanna með honum þá viku sem hann var hjá mér í Þýskalandi áður en hann varð skyndilega veikur örfáum dög- um eftir heimkomu. Eins og alltaf spjölluðum við mikið saman og hann var fullur bjartsýni á framtíðina, búinn að taka upp heilsusamlegra líferni, sáttur við sjálfan sig og til- veruna og fullur af ferskum hug- * mvndum og framtíðaráformum. Halli var alltaf boðinn og búinn að aðstoða vini sína og hann var ófeim- inn við að sýna væntumþykju þeim sem voru honum kærir, hann var vinur sem var gott að leita til. Hann var vinur sem gott var að njóta þagnarinnar með, hann var líka vin- ur sem gerði góða stund betri og var oft hrókur alls fagnaðar. Maður kom ekki að tómum kofanum hjá honum heldur, stálminnugur og vel lesinn. Það var sama hvort fréttirnar voru innlendar eða erlendar, Haraldur fylgdist með öllu. Hann var líka einn Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. af þeim sem komst vel að orði, gæddur sér- stakri kímnigáfu og ekki stóð á að koma með hnyttin svör. Hann hafði oft sín eigin nöfn og tilvitnanir um menn og málefni og sagði frá á lifandi og skemmtilegan hátt. Börnin mín og nánustu vinir voru líka svo gæfusöm að kynnast Haraldi vel og það var samnefnari með öllum sem raunverulega kynntust honum, hversu fjarskalega þeim þótti vænt um þennan öðling. Honum sárnaði mikið hversu miskunnarlaust hann var dæmdur af fólki sem ekkert þekkti til af eigin raun og var bæði leiður og sár þegar hann ræddi við mig þær persónulegu árásir og ása- kanir sem hann mátti þola. Guð gefi að þær raddir séu nú þagnaðar og að fjölskyldunni og minningu þessa unga manns sem nú hefur verið tek- inn frá okkur sé virðing sýnd. Þeir sem þekktu Harald og fengu að njóta hans einstaka persónuleika og miklu vináttu og hlýju eru ríkir á eftir, hans er sárt saknað og minn- ingin um þennan ljúfa og góða vin mun lifa að eilífu. Fjölskyldunni, ættingjum og vinum hans votta ég mína innilegustu samúð. Þakka þér allar góðu stundirnar, traust þitt, einlægni og hlýju, elsku Halli. Eg veit þú lifir í ljósinu. Fanney Gisladóttir. María sveipar mild og fól í mýksta skýjalín drenginn sinn en döggin svöl dreyrg í grænum stakki skín og rósum fríöum roðna þyrnar um hljóða nótt. Sól er á hlíðum sofðu rótt. Bamsins blundi þýðum bregða mun fyrr en varir skjótt, heims af harmi stríðum hjartað gerist þungt og mótt. Sólerafhlíðum sofðu rótt. (ÞorsteinnVald.) Ég mun alltaf varðveita góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig. Elsku Gígja, Böðvar og Ragn- heiður, megi kærleikur Guðs gefa ykkur styrk og okkur öllum sem syrgjum góðan dreng. Guðmunda Hrönn. Fréttir af fráfalli vinar míns Har- alds Braga Böðvarssonar voru mér þungbærar. Ég kynntist Halla í Há- skóla íslands 1981, þegar ég var að byrja á viðskiptafræðinni en Halli byrjaði þar áður en hann fór að nema lögfræði. Tókust með okkur góð vináttubönd sem héldust. Halli var vinur vina sinna og alltaf var hann fús til að hjálpa og gefa góð ráð. Eins og Kahlil Gibran í Spá- manninum segir „að gefa af eignum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér“. Halli var tilfinningamaður, gædd- ur góðum mannkostum, kímni og prúðmennsku. Alltaf var gaman að hitta hann því Halli var léttur í lund og alltaf stutt í brosið. Hann var skarpgreindur og þótti mér miður að hann skyldi ekki hafa sinnt lög- fræðinni að fullu. Halli hafði gaman Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. af tæknimálum og tileinkaði sér allt- af nýjustu tækni í fjarskiptageiran- um. A ferðalagi erlendis í fyrra með Halla komst ég að því hversu vel upplýstur hann var varðandi tækni- mál og hvað hann hafði brennandi áhuga á nýjustu tækjum í þeim geira. Halli stofnaði fyrirtækið Lög- afl og vann hann að lögfræðistörfum um árabil. Hann var klár og beinsk- eyttur lögfræðingur og var gott að hafa hann sér við hlið í flóknum samningagerðum. Hæfileikar hans komu þar best í ljós. Síðustu árin rak Halli meðal ann- ars listdanshúsið Vegas sem reynd- ist honum þungur baggi. Sá ég mikl- ar breytingar á Halla síðustu þrjú árin vegna mikils umtals og ágangs fjölmiðla. Kahlil Gibran í Spámann- inum segh': „Þið eruð vegurinn og vegfarendur og þegar einhver ykkar fellur, þá fellur hann fyrir þá, sem á eftir ganga, og varar við steininum í götunni. Já, og hann fellur vegna þeiiTa, sem á undan gengu og fótvissari voru, en ruddu ekki stein- inum úr vegi. Þið getið ekki greint hinn réttláta frá hinum rangláta og hinn góða frá illvirkjanum, því að þeir standa saman hlið við hlið fyrir augliti himinsins, samofnir eins og hvítir og svartir þræðir. Og þegar hinn svarti þráður slitnar, verður vefarinn að bæta allt klæðið og vef- stólinn." Því miður var Halli verstur sjálf- um sér og eins og hann sagði oft: „Ö1 er böl.“ Sárt mun ég sakna góðs vin- ar og sendi ég fjölskyldu hans alla mína samúð og hlýhug. Guð gefi þeim stjrk í sorg sinni.^ Bárður Jdsef Agústsson. Ég vil trúa því að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru aðeins komnir á undan. Jafnframt vil ég trúa því að skilnaðarstundin sé dag- ur samfunda í himnasal. Haustið kom fljótt í lífi vinar míns hans Haraldar B. Böðvarssonar eða Halla eins og ég kallaði hann jafnan. Það er sagt að dauðann skiljum við þá fyrst er hann leggur hönd sína á ein- hvern sem við unnum. Mig setti hljóðan er ég frétti það að Halli lægi alvarlega veikur á gjör- gæslu Landspítalans. í kjölfarið fylgdi andlátsfregn. Tilviljanir í lífinu eru oft skrýtnar. Ég kynntist Halla fyrir u.þ.b. 20 ár- um. Það var að vorlagi að ég var á leiðinni heim í strætisvagni. Vék þar að mér ungur maður í lögreglubún- ingi. Hann þóttist þekkja mig úr fé- lagslífinu úr Verzlunarskóla Is- lands. Hann fór að ræða við mig um heima og geima. Eftir stutta stund fannst mér eins og ég hefði þekkt hann alla ævi. í beinu framhaldi bauð ég honum heim til mín í kaffi og héldum við samtalinu áfram. Hann hafði þá nýlega lokið stúdentsprófi og var kominn í starf sem afleysingamaður í lögreglunni í Kópavogi, frekar en í Hafnarfirði. Hann hlakkaði til sumarsins og þeirra ævintýra sem hans biðu. Síðar vann ég við afleysingastörf í lögreglunni í Reykjavík en Halli á Seltjarnarnesinu. Um tíma vorum við samferða í lagadeildinni í Há- skólanum og héldum góðum tengsl- um á þeim tíma og í framhaldi. Með- an Halli var í sambúð og bjó í Hlíðunum héldum við reglulega til skiptis matarboð með öðrum hjón- um. Dýrindis krásir og framandi réttir voru á boðstólum. Við slík tækifæri naut Halli sín og var höfð- ingi heim að sækja. Við hjónin eig- um góðar minningar með Halla frá þessum tíma. Hin síðari ár skildi leiðir okkar í önnum hversdagslífins. Við fylgclumst þó alltaf hvor með öðrum. Á aðfangadag jóla í gegnum árin hringdi Halli ávallt i mig og óskaði mér og fjölskyldu minni gleðilegra jóla, árs og friðar. Honum þótti þessi leið miklu persónulegri heldur en að senda jólakort. Hann fyrirgaf mér þó að ég notaði þessa aðferð. Ég mun sakna þess að heyra ekki í vini mínum þessi jól og fram- vegis. Halli var áhugasamur um velferð og einkahagi vina sinna og þeim góð- ur. Hann var glaðvær og einlægur. Honum lá hátt rómur, það var eftir honum tekið þar sem hann var í hópi. Nú þegar hann er allur, sakna ég hláturs hans og kveð góðan dreng með söknuði og þakklæti fyrir sam- fylgdina. Sorgin er mikil og sendir fjöl- skylda mín foreldum hans, systur og öðrum aðstandendum dýpstu sam- úðarkveðju. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góðan dreng lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga undir, en alltaf heldur áfram að lýsa. Sveinn Guðmundsson. Látinn er langt um aldur fram Haraldur Bragi Böðvarsson lög- fræðingur vinur minn. Andlát hans bar brátt að og eftir standa vinir hans höggdofa. Haraldur heitinn var dagfars- prúður maður og kom vel fyrir. Hann var léttur í lund, skemmtileg- ur og var ávallt vinum sínum til stað- ar. Sagt er að það sé hvers manns gæfa að eiga góða vini og Haraldur var sannarlega vinur vina sinna. Hans verður sárlega saknað. Halli minn, þetta var svo óraunverulegt þegar ég frétti af veikindum þínum, aldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að kveðja þig núna. í tæpan áratug hefur vinskapur okkar dafn- að og aukist sem mest má vera. Maður sem aldrei skipti skapi, alltaf með bros á vör og eins og ég sagði oftast: Halli, þú ert síðasti herra- maðurinn. Ég veit að þú ert í góðum félagsskap hjá afa þínum sem þér þótti svo vænt um. Eftir sitjum við sem þekktum þig svo vel og söknum þín. Hver er sinn- ar gæfu smiður og það vissir þú vel. Það var sannarlega mín gæfa að hafa getað brallað með þér og átt þessar samverustundir sem ég mun geyma hjá mér þar til við hittumst síðar. Bresta vonir, blika tár á hvörmum, blæða undir, gleðin flúin er; Drottinn veit þú styrk í hörðum hörmum, helju lostinn vinur burtu þá fer. Aðeins getur grætt hin djúpu sárin geisli vonar, trú á Jesúm Krist. Hann vill þerra þungu sorgartárin þeirra, er hafa vini sína misst. (Guðrún Guðm.) Ég óska þér, Haraldur, góðrar vegferðar yfir í veiðilöndin eilífu þangað sem leið allra liggur að lok- um. Foreldrum þínum og systur sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Har- aldar Braga Böðvarssonar. Þorvaldur Örn Kristmundsson. Lífið virðist stundum ótrúlega stutt. Halli vinur minn er dáinn, langt um aldur fram. Það er hræði- lega erfitt að trúa því að hér eftir eigi maður aðeins eftir að eiga hann að í minningunni. Hugsanirnar hrannast upp. Samverustundirnar voru margar hjá okkur vinunum. Oft var glatt á hjalla bæði heima og er- lendis. Margt var brallað heima í Laugarásnum og á þínum heimavelli í Vesturbænum. Þú skipar ríkan sess í lífi okkar hjóna og oft komst þú skemmtilega á óvart. Seint gleymum við heimsóknum þínum til okkar í Englandi. Hvar og hvenær sem við hittumst í seinni tíð urðu ávallt fagnaðarfundir. Við vorum vinir fyrir lífstíð. Elsku vinur, hvíl í friði. Bestu þakkir fyrir allt og allt. Gígja, Böð- var, Ragnheiður og amma Heiða, megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Friðrik Armann Guðmundsson. Kveðja frá útskriftarárgangi úr lagadeild HÍ1989 Með fáeinum orðum viljum við sem útskrifuðumst úr lagadeild Há- skóla íslands vorið 1989 kveðja skólafélaga okkar, Harald Böðvars- son, sem látinn er langt fyrir aldur fram. Nú eru liðin rúm tíu ár frá því við útskrifuðumst saman úr Háskóla Is- lands. Fyrstu árin eftir útskrift var nokkuð nánu sambandi haldið innan hópsins, en eins og gengur leiðir amstur dagsins til þess að samveru- stundum fækkar. Yfirleitt er það þó svo að skólafélagar eru hverjum manni minnisstæðir og þessi gömlu tengsl rofna seint enda þótt pers- ónulegu sambandi sé ekki lengur fyrir að fara. Því var það okkur í þessum hópi áfall að frétta af andláti Haraldar. Haraldur var yfirleitt glaðlyndur og eftir honum var tekið. Minnis- stætt er að Haraldur virtist hafa mörg járn í eldinum strax á skólaár- unum. Skemmtiferð erlendis við námslok nýtti hann t.a.m. jafnframt sem viðskiptaferð. Á meðan lunginn úr hópnum eyddi degi í Lundúnum þrammandi Oxfordstrætið sást á eftir Haraldi á fund einhvers staðar í borginni. Nú þegar þú átt fund við almættið kveðjum við þig, Haraldur, og þökkum þér eftirminnileg kynni. Jafnframt biðjum við góðan guð að veita fjölskyldu þinni styrk á þess- um erfiðu tímum. Jæja, Halli minn, kæri vinur, svo þú ert búinn að kveðja. Ég sit hérna og rita þessar línur eins og ég væri að skrifa þér sendibréf. Þetta er allt svo ótrúlegt, að þú, þessi hressi og skemmtilegi strákur, svo uppfullur af lífsorku og krafti, já hreint út sagt svo ólgandi af lífsfjöri, skulir vera farinn frá okkur, er nokkuð sem ég get varla skilið. Það er svo margt sem ég átti ósagt við þig, svo margt sem ég vildi að við hefðum getað unnið að saman, á þessari dularfullu ferð okkar allra. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég kom fyrst í lagadeild- ina, hvernig þú eins og tókst mig að þér, öldunginn í deildinni, og brúaðir svokallað kynslóðabil á augabragði, þannig að mér, sem var uppfullur af stressi, leið vel og fannst ég strax til- heyra þessum hópi af ungu fólki, sem var þarna við nám. Mér varð fljótt ljóst að þú skarst þig nokkuð úr þessum ágæta hópi að því leyti að þú varst eins og þroskaðri en hinir miðað við aldur, og sannarlega gerð- ir þú mér dvölina þarna alla bæri- legii og skemmtilegri en ég nokkru sinni átti von á. Þetta vil ég að þú og vinir okkar viti. Eftir námið hittumst við margoft og við hjónin kunnum þér einkar góðar þakkir fyrir margvíslega greiða sem þú gerðir okkur og aldrei stóð annað til en að gott framhald yrði á okkar kynnum. Kæri Halli minn, einn sá lífsglað- asti piltur sem ég hef nokkru sinni á ævinni kynnst, ég vil fyrir hönd okk- ar hjóna færa þér innilegar þakkir fyrir vináttu þína í okkar garð, og við biðjum þess að þú fáir góða veg- ferð í þeim heimkynnum sem nú verða þín (ég vona bara að þeir séu hressir þarna, sem þú nú heiðrar með nærveru þinni!). Ég bið svo að heilsa þér, vinur minn, og vona bara að þú takir vel á móti okkur þegar við komum yfir. Foreldrum þínum og systur og vinum öllum sendum við samúðar- kveðjur. Kjartan og Hrafnhildur. Elsku vinur okkar, Haraldur. Við vitum að þú ert búinn að yfirgefa okkar jarðneska líf, en þú lifir áfram í huga okkar og við minnumst þín alltaf sem káts og glaðs vinar, segj- andi skemmtilegar sögur. En okkur langar að þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum með þér bæði hér heima hjá okkur og ekki síst á Grandanum. Jóla- og páskaboðin hennar Fann- eyjar verða ekki sömu og áður án þín. Sonur okkar sem gengur ekki heill til skógar kynntist þínum innra manni mjög vel og reyndist þú hon- um sem kær vinur frá fyrstu kynn- um og á hann nú um sárt að binda eins og fleiri að hafa misst góðan vin og annar sonur okkar sem er meist- ari í sinni íþróttagrein hefur nú misst einn sinn besta stuðningsaðila. Við þökkum þér, Halli minn, fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyr- ir allt það sem þú hefur miðlað okk- ur af reynslu þinni gegnum lífið. Við munum sakna þín og minnast í skötuveislunni og í jólaboðinu. Við vottum foreldrum þínum, systur og þinni bestu vinkonu, Fanneyju, okkar dýpstu samúð. Guð geymi þig, elsku vinur. Olga, Jóhann og synir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.