Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ I ranni gaflara MYIVDLIST Hafnarborg/Kaffi- slofa/gangur/Apötek LJÓSMYNDIR LÁRUS KARLINGASON HRÖNN AXELSDÓTTIR Opið alla daga frá kl. 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 13. desember. Að- gangur 200 krónur f allt húsið. í TILEFNI fertugsafmælis síns stendur einn fremsti auglýsingaljós- myndari landsins, Lárus Karl Inga- son, fyrir ljósmyndasýningu í kaffi- stofu og hliðargangi Hafnarborgar. Hann hefur haldið þrjár sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis til hliðar við aðalstarf sitt. Sýnishornið eru nokkrar svart- hvítar myndir frá Kleifarvatni og að auki liggur frammi í afgreiðslunni bók sem út kom á síðasta ári og nefnist Ljósið í hrauninu og er fjórða bókin sem Lárus Karl sendir frá sér. Bókin er einnig til í enskum og þýskum útgáfum við hlið íslenzka textans, hann er verk Þóru Kristín- ar Asgeirsdóttur, sem hefur dregið ýmsar nytsamar heimildir fram í knöppu máli. Þetta tvennt er því nokkurt tilefni að vekja athygli á framtakinu á staðnum, yfirsýn líka til muna auðveldari en víðast annars staðar þótt svo gestir sitji við borð, til viðbótar liggur óvíða jafn mikið að listtímaritum frammi. Ljósmynd- irnar á kaffistofunni eru allar í svart-hvítu og skoðandinn verður strax er inn er komið var við að hér er um þjálfaðan ljósmyndara að ræða með drjúga tilfinningu fyrir viðfangsefnum sínum. Þannig slær myndin Strádans (9) flestu við á sýningunni og virkaði á rýninn sem þrumuskot inn í bókmenntaarfinn, í öllu falli komst hann strax í andríkar hugleiðingar, í þá veru geta afmörk- uð smáatriði úti í guðs grænni nátt- úrunni lýst upp sálarbúið. Myndin er einnig mjög vel tekin og unnin, hrein og klár, jafnframt því sem grátónaskalinn er blæbrigðaríkur og lifandi. Þess sama sér einnig Hönnun Ólafs Gunnars Sverrissonar einkar vel stað í myndunum Helga- fell frá Búðardal (2), sem og Mó- bergsskúti (4), raunar fleiri en ég staðnæmdust einkum við þessar þrjár. Sjálf bókin er í mjög hand- hægu broti og vel að henni staðið, hönnun er verk Sigríðar Bragadótt- ur og Lárusar Karls, en prentun hefur annast Steindórsprent-Guten- berg ehf. Um er að ræða myndbrot úr sögu Hafnarfjarðar og stendur að allri gerð vel undir nafni, en slík myndbrot má auðvitað nálgast frá mörgum hliðum og þessi eru einkum þau sem beinast blasa við. Eldri myndir t.d. frá stríðsárunum eru af- ar gild viðbót, en þar sem þær voru teknar fyrir daga Lárusar Karls hefði verið rétt að geta ljósmynda- ranna í texta undir myndunum, en úr því er bætt með myndaskrá aft- ast. Einnig hefðu ártöl undir mynd- um þar sem því var komið við gert framsetninguna skilvirkari. Mestu máli skiptir að sýning og bók gefa í sameiningu góða hugmynd um ljós- myndarann og varpa ljósi á lífið í Hafnarfirði. KVENFÓLK OG HREINAR MEYJAR í Apótekinu inn af Sverrisssal LISTIR Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Gömlu bæjarhúsin í Straumi eru tvímælalaust stflfegurst húsa í Hafnar- firði og nágrenni og eins og samgróin landslaginu. Bygging ljósmynd- arinnar í meistaralegu jafnvægi líkt og vel hugsað landslagsmálverk. Menn taki sérstaklega eftir því hvemig skálínurnar í himni og jörð vinna saman. hefur Hrönn Axelsdóttir komið fyrir allnokkrum ljósmyndum sem hún tók í Mexíkó. Hún nam ljósmyndun við Roehester Institute of Techno- logy, NY, og tók þar BFA-gráðu í faginu 1988. Hrönn hefur haldið nokkrar einkasýningar, eina hér- lendis en tvær i New York, og tekið þátt í fjölda samsýninga, einkum er- lendis. Um að ræða svart-hvítar ljós- myndir sem Hrönn tók er hún dvaldi í San Blas í Mexíkó á árunum 1993-95, 15.000 manna bæ inn- fæddra af Zapotec-ættkvislinni í Suður-Oaxaca-fylki. Zapotecar eru tvítyngdir, tala eigin mál ásamt spænsku. Konur vinna mikið til á mörkuðum en karlar sinna nú bú- skap, voru áður sjómenn. Þrátt fyrir fátækt og atvinnuleysi er létt yfir fólkinu sem leggur mikla áherslu á félagsleg tengsl og veisluglaum. Mannlegi og félagslegi þátturinn er þannig í góðu gengi, en hér er helst varpað ljósi á tvær hliðar á sið- venjum og hátterni fólksins. Annars vegar mikilvægi þess að vera hrein mey og endurspeglun þess í samfé- laginu, hins vegar á samkynhneigt fólk og hvernig það svo að segja velst til þess fyrir ytri skikkan nátt- úrunnar og hjátrú. Þannig er það viðtekin trú manna að meybarn sem fæðist með fæturna fyrst verði að samkynhneigðri konu, og með tíð og tíma eiga slík til að verða mjög karl- mannleg í sjón og raun. Þá fer klæðaburður fólksins eftir mjög ákveðnum og mörkuðum reglum, sem eru nú engar ferskar fréttir í heimi þar sem jafnvel útigangsfólk og þeir sem aðhyllast sundurgerð í þeim efnum gera það sömuleiðis. Hér er komið dæmi um ljósmynd- ara sem tekur fyrir ákveðið lífs- mynstur einangraðrar ættkvíslar og gerir það á mjög vestræna vísu, en mjög hefur tíðkast að beina kast- ljósinu að hinu úthverfa og afbrigði- lega á tíunda áratugnum. Jafnframt er hugmyndafræðin á fullu og þótt hvorugt beri að lasta verður þetta fljótt leiðigjarnt ef bein lifun er ekki að baki. Lifunin virðist að vísu vera til staðar, en eitthvað eru myndirnar dökkar og eintóna í heildina. Sumar skera sig þó úr og þá helst myndin af hinni rúmlega tveggja ára gömlu Margarítu (23) á degi Guadalupe- meyjai-, en þá klæðast 2-4 ára gömul stúlkubörn fötum hennar, hreint framúrskarandi mynd í tjákrafti og einfaldleika. Tvær konur við þvotta- snúru (29) er líka mynd sem gestur- inn staðnæmdist við, því hún býr yf- ir sterkri skírskotun, og loks er myndin af Freddy (29) afar klár og myndræn í útfærslu. Spækjur & spreki II á r o g I i s t Strandgöln 39 HANDGERT SKART ÓLAFUR GUNNAR SVERRISSON Til 9. desember. Aðgangur ókeypis. Rétt að geta hér einnig sérstæðr- ar sýningar Ólafs Gunnars Svems- ssonar í hinum óformlega sýningar- sal inn af stofu Halla hársnyrtis, beint gegnt Hafnarborg. Um er að ræða ungan mann sem á sl. ári var við iðnhönnunarnám í Barcelona, og áður hefur komið við sögu fyrir hraustleg og óvenjuleg vinnubrögð í málmsmíði, er annars trésmiður að mennt. Um er að ræða smágert frum- stætt skart, að öllu leyti unnið í höndunum, að sumu leyti eftir frjálsu hugarfluginu, en þó örlar fyrir hlutlægum formum og tákn- rænum vísunum í bland. Ólafur Gunnar er víkingur að vallarsýn og í ljósi fyrri afreka kemur þetta dund- ur á óvart, einhvern veginn býst maður frekar við meiri átökum og slagsmálum við efniviðinn en þessu, og er góða stund að átta sig. Merki- legast við þetta er þó, að það eru smæstu munirnir með inngreyptum hlutum, og aðrir sem helst búa yfir fagurfræðilegum skírskotunum og nálgun sem höfða helst til skoðenda, og þar sýnir Ólafur Sverrir vissu- lega á sér nýja og óvænta hlið, minn- ist ég helst nr. 5. En annars fer hann engar hefðbundnar leiðir frekar en fyrrum og hyggja mín er sú að þetta sé einungis hliðarspor og millibils- ástand, logn á undan stormi, en með tíð og tíma geta þessir gripir allt eins orðið að fágæti. Bragi Ásgeirsson Pallborðs- umræður á Súfístanum PALLBORÐSUMRÆÐUR verða á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18, í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20, í tilefni út- komu bókarinnar Kæru félagar - ís- lenskir sósíalistar og Sovétríkin eftir Jón Ólafsson. Valur Ingimundarson sagnfræð- ingur og Árni Bergmann rithöfun- dur ræða við höfundinn um bókina. ♦ ♦ ♦ Aðrir jóla- tónleikar JÓLATÓNLEIKAR Kvennakórs Reykjavíkur verða einnig fluttir í Hallgrímskirkju í kvöld, þriðjudags- kvöld, klukkan 20:30. !am@ö) w Negro Skólavöröustíg 21 a 101 Reykjavík Sími/fax 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is Kvöldvaka Kvenna- sög’usafns Islands ÁRLEG kvöldvaka Kvennasögu- safns íslands verður haldin annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 í veitingastofu á 2. hæð Þjóðarbók- hlöðu. Á dagskrá verða þrír stuttir fyr- irlestrar: Karítas Kristjánsdóttir guðfræðingur flytur erindi um Val- gerði Jónsdóttur (1771-1856) bisk- upsfrú í Skálholti, (Verði á mjer Guðs vilji).Valgerður varð ung ekkja Hannesar Finnssonar bisk- ups og rak Skálholtsbúið af mikill röggsemi í ekkjustandi sínu. Hún giftist síðar Steingrími Jónssyni sem áður hafði verið ritari fyrri manns hennar. Til sýnis verða meðan á kvöld- vöku stendur bréfbækur, sendibréf o.fl. úr fórum Valgerðar. En Karít- as byggði rannsókn sína á þessum gögnum. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræð- ingur veltir fyrir sér hvort Ingi- björg H. Bjarnason, fyrsta þing- kona íslendinga, kallist fremur „eitt besta sverð íhaldsins" en kvenréttindakona. Þá mun Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, ræða um tilurð nýrrar bókar sinn- ar, Stúlku með fingur, sem er sögu- leg skáldsaga, og lesa uppúr henni. Flautukvartett, skipaður stúlk- um úr Tónlistarskólanum í Reykja- vík, flytjur nokkur verk. Aðgangur er ókeypis. Englakór í himnahöll TONLIST II a II g r í m s k i r k j a KÓRTÓNLEIKAR Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur u. stj. Sigrúnar Þor- geirsdóttur. Einsöngvari: Egill Ól- afsson. Þórhildur Björnsdóttir, or- gel/píanó. Sunnudaginn 28. nóvember kl. 20. ÞÁ kvað einu sinni enn komið að þeim punkti á tónlistarannáli ársins er andleg sem veraldleg jólalög skola daglega hlustir manna ýmist til íhug- unar eða eyðslu, Kristi eða kaup- mönnum. Mörgum eru þau ómiss- andi partur af jólahaldinu; öðrum finnst komið nóg jafnvel fyiir að- fangadag. Ef marka má aðstreymi fólks að stærsta guðshúsi landsins, hinni 1.200 sæta himnahöll á Skóla- vörðuhæð, á sunnudagskvöldið var, virtist fyrrtaldi hópurinn í meiri- hluta þá stundina, því ekki er ofsagt að færri hafi komizt að en vildu til að hlýða á Kvennakór Reykjavíkur og Egil Ólafsson. En þó að það kæmi í sjálfu sér ekki á óvart, verður að fenginni reynslu af fullgjöfulum hljómburði staðarins að viðurkenna, að ekki bjóst maður við að söngur og undirleikur skyldi berast jafnskýrt og raun bar vitni, aftan úr kór og alla leið fram í turnenda kirkjuskipsins. Kann þar að skipta sköpum munur- inn á hálffullu húsi og stútfullu. Upphaf tónleikanna var mjög and- rúmsaukandi. Það hófst með barns- legum einsöng í fornsálminum Nú kemur heimsins hjálparráð, sem svarað var með söng kórkvenna á inngöngu við logandi kertaburð í að virtist 3-4 radda þéttsköruðum kan- on. Það var sjálfsagt að hluta löngum ómtíma kirkjunnar að þakka, en kom afar skemmtilega út, líkt og allur heimur tæki undir með milljóna radda brag. Við tóku Borinn er sveinn í Betlehem (hér nefnt „Hvað flýgur mér í hjarta blítt“) og Imman- úel oss í nátt; bæði í raddsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar. Ave ver- um corpus eftir Mozart í umritun Welcers hljómaði undurþýtt. Á eftir íylgdu Ó, Jesúbarn blítt (Scheidt) og hið hugljúfa Cantique de Jean Raci- ne (Fauré), hið bandaríska Ó borgin helga Betlehem eftir Lewis H. Redner (hér sagt enskt jólalag), Lof- syngið Drottni (Canticorum jubilo) eftir Hándel - íðilhreint og ferskt sungið - og þéttriðnasta verk kvölds- ins, Ave Maria Op. 9b eftir Gustav Holst frá 1900 fyrir tvo fjórradda kvennakóra. Söngurinn verkaði þar örlítið feiminn og ekki alltaf jafn- hreinn, en hæstu nótur í efstu rödd- um hljómuðu skírt í nærri drengja- sópranslegum tærleika sínum. Létt var yfir í dag er glatt í döprum hjört- um, loftbelgslagi snáðanna þriggja úr Töfraflautunni, en leggja hefði mátt aðeins meiri kraft í Þýzkan jó- lagraut („fricassée" eða quodlibet G. Erikssons úr þrem þýzkum sálma- lögum. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni var Egill Ólafsson, sem birtist fyrst í Hvert er það barn? við Greensleeves-þjóðlagið enska, en kom síðar fram í Friður, friður frelsarans (Hark! The herald angels sing) e. Mendelssohn, hinu marg- þvælda Ó, helga nótt (Adam) og enska jólalaginu Á dimmri nótt. Þó að greina mætti stundum að sólist- inn hefði ekki kirkjuflutning á um- ræddu efnisvali að aðalstai-fi, stóð hann sig eins og hetja, þrátt fyrir að raddsvið væri stundum í efra lagi, enda lítil von til að sama tónhæð henti bæði kórsópran og bassabarýt- oni, þótt áttund á milli sé. Að því leyti er einssöngstenór oftast hentugri. I fyrstnefnda laginu trufluðu mann ei- lítið glissöður upp í innkomutóna, unz manni varð hugsað til söngstíls gospeldrottningarinnar nafntoguðu, Mahalíu Jackson, sem kann að hafa vakað fyrir einsöngvaranum. Kvennakórnum tókst mjög vel upp í „hring-hringingar“ þrástefjun- um í Klukknaspili, jólalagi frá Úkra- ínu, og sömuleiðis í dáfallegu lagi Kodálys frá 1935, Englar og hirðar. Meðal annarra hápunkta kvöldsins mætti nefna pólska þjóðlagið Barnið blíða og síðasta atriði prentaðrar dagskrár, Englakór frá himnahöll (með viðlagið Gloria in excelsis Deo), sem haft er fyrir satt að sé elzti helgisöngur kristinnar kirkju, kenndur við Telesfórus Rómarbisk- up árið 129. í heild var margt mjög fallega sungið, og þó að hún væri ekki alltaf upp á hundrað, var inntónun kórsins oftast mjög góð og samhljómurinn jafn og tær. Kraftur og gleði hefði að vísu mátt vera ögn áþreifanlegri hér og þar, en staða Kvennakórs Reykjavíkur undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur sem flaggskip ís- lenzkra kvennakóra þótti manni engu að síður óhögguð. Orgel- og píanóleikur Þórhildar Björnsdóttur var látlaus og öruggur, og tónleika- skráin eiguleg í vönduðum frágangi. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.