Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING + Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Engihjalla 19, Kópavogi, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 23. nóvember, verður jarðsungin frá Árbæjar- kirkju föstudaginn 3. desember kl. 10.30. Valgeir Norðfjörð Guðmundsson, Jónhildur Valgeirsdóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Halldór Bragason, Unnur Marta Valgeirsdóttir, Arne Larsen, Svanhvít Jóhanna Valgeirsdóttir, Peter Rittweger, ' 'í Óskar Halldórsson, Anna Freyja Finnbogadóttir, Valgeir Halldórsson, Snorri Halldórsson, Anders Jon, Daniel Rittweger. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI G. TÓMASSON málarameistari, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 1. desember kl. 13.30. Elíse Tómasson, Guðrún Bjarnadóttir, Karl Helgi Gíslason, Hörður Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ELÍN MAGNÚSDÓTTIR, Skólavörðustíg 22c, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 30. nóvember, kl. 13.30. Skúli Matthíasson, Marta Guðnadóttir, Sólveig Matthíasdóttir, Magnús Matthíasson, Þorbjörg Þorvarðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartanlegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför sambýlismanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINBJÖRNS KRISTJÁNS JOENSEN, Langanesvegi 10, Þórshöfn. Guðný Jósefsdóttir, Gretar Óli Sveinbjörnsson, Ragnheiður Guðbjörg Þorsteinsd., Gunnar Marinó Sveinbjörnsson, Lilja Finnbogadóttir, Margrét Selma Sveinbjörnsdóttir, Friðlaugur Friðjónsson, Angela Rós Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Friðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Regína Sveinbjörnsdóttir, Bylgja Sveinbjörnsdóttir, Steinn Jóhann Jónsson, Kristinn Björgvin Baldursson, Tryggvi Aðalbjörnsson, Sigurgeir Bjarni Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRS GUÐJÓNSSONAR, Hamrahlíð 11. Hildur Halldórsdóttir, Örn Ingvarsson, Sesselja Halldórsdóttir, Daði Kolbeinsson, Guðrún Halldórsdóttir, Magnús Gíslason, afabörn og langafasynir. GUÐMUNDUR AGUST JÓHANNSSON í dag hefði faðir minn, Guðmundur Ág- úst Jóhannsson prent- ari orðið eitt hundrað ára, en hann fæddist á Seyðisfirði 30. nóvem- ber 1899, sonur hjón- anna Jóhanns Ágústs Jóhannssonar og Jón- ínu Bjargar Jónsdótt- ur. Þau hjón fluttu bú- ferlum til Reykjavíkur árið 1902, og ólst faðir minn þar upp. Guð- mundur var næstelstur í hópi fímm alsystkina sem voru, í aldursröð: Rósalinda, Aðalheiður, Samúel og Friðrik. Einnig átti Guðmundur átta hálfsystkin, sammæðra, tvö þeirra létust í æsku en á legg komust, í ald- ursröð: Dagmær, Gyða, Kjartan, Sigurgeir, Ingunn og Vilhjálmur Friðriksbörn. 011 eru þau systkin nú látin. Guðmundur gekk í barnaskóla í Reykjavík, en fór snemma að vinna, eins og algengt var um hans kynslóð, byijaði ungur á saltfiskbreiðslu með móður sinni og systkinum. Formleg bókleg menntun varð aldrei meiri en þessi barnaskólaganga, en allt til hinsta dags var hann „alæta“ á les- efni, einkum fróðleiksbækur og afl- aði sér þannig víðtækrar þekkingar um hin óskyldustu málefni. Faðir minn hóf störf í Félags- prentsmiðjunni 1. október 1914, og nákvæmlega tveim árum síðar komst Guðmundur þar á námssamn- ing í prentun, og var undir hand- leiðslu Steindórs Gunnarssonar til ársins 1918 er Columbia Press í Kanada, sem prentaði Lögberg, auglýsti eftir prentara hér á landi. Hann réðst þangað og lauk þar sveinsprófí 1. október 1919. Á þess- um árum var prentnámi ekki skipt, heldur unnu nemar og prentarar jafnt að setningu og prentun, og kom það föður mínum oft til góða síðar á ævinni. Guðmundur vann síðan við prent- un á nokkrum stöðum í Kanada til ársins 1922, m.a. vann hann við vest- ur-íslensku blöðin Voröld, Heim- skringlu og Wynyard Advance, sem íslenskur maður, Sveinn Oddsson gaf út. Einnig setti Guðmundur nokkur kvæða Stephans G. Steph- anssonar á þessum tíma. Kynni voru nokkur með honum og Stephani G. og þó öllu meiri við annað vestur- íslenskt skáld, Rristján N. Júlíus, Káinn. Seinnihluta ársins 1922 hélt Guð- mundur suður fyrir landamærin til Bandaríkjanna, og þar dvaldist hann til ársins 1931. Fyrst í Chicago þar sem hann starfaði hjá einni stærstu prentsmiðju heimsins, R. Donalli, sem hafði þann merkilega þrifna sið, að þegar ný prentvél kom í hús, þá var vélin rifin til grunna og máluð hvít, og hvít skyldi vélin vera þaðan í frá. Árið 1926 flutti faðir minn sig um set til New York, og ók á eigin bíl L Guðmundur Jónsson J F. 14.11. 1807 D. 21. 3.1865 dí L íf. Qranít HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SIMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is frá Chicago, sem á þeim tímum var meira ferðalag en margan grunar. Ferðafélagi Guð- mundar á leiðinni til New York var æsku- vinur hans Skúli Matt- híasson frá Holti í Reykjavík, sem flust hafði til Vesturheims árið 1919. Þeir voru mjög samrýndir öll ár- in sem faðir minn dvaldi í Vesturheimi. Bjuggu þeir saman allt til þess að Skúli kvænt- ist norskri konu og stofnaði eigin heimili, þar sem faðir minn var heimagangur. Þeir félagar voru einnig í samfloti við aðra Islendinga þar vestan hafs, og tvö sumur voru þeir í hópi íslenskra farandverka- manna, sem elti uppskeruna eins og það er kallað þar vestra. Mátti heyra á þeim báðum á efri árum að það líf hafði verið skemmtilegt og viðburð- aríkt. En meginstarf Guðmundar á þessum ái’um var vinna í ýmsum prentsmiðjum, og var hann eftirsótt- ur starfsmaður, að sögn Skúla, og alltaf reyndi hann að auka færni sína og menntun í prentiðninni. Faðir minn var einn þehra sem varð illa úti er hrunið varð á Wall Street 1929, sparifé hans brann upp í hruni banka og sparisjóða. Nokkr- ar bankabækur hans eru í vörslu minni, og af innstæðum sínum fékk hann greitt innan við eitt sent fyrir Bandaríkjadalinn. Upp úr þessu réðst hann til heimferðar og kom til íslands árið 1931, starfaði hjá Her- bertsprent í um það bil tvö ár, og var hann þá talinn einn fjölhæfasti prentari landsins. í þessari dvöl hér heima kynntist Guðmundur konu- efni sínu, Huldu, dóttur Karólínu Benedikts kaupkonu í Reykjavík og Sigurðar Bjarnasonar útgerðar- manns á Akureyri. Hulda sat síðan í festum, meðan Guðmundur fór aðra ferð til Bandaríkjanna 1933 til 1936. Vann hann þá í ýmsum prentsmiðj- um og kynnti sér m.a. offsetprentun og prentmyndagerð sérstaklega. Einnig var hann sérstakur fréttarit- ari vikublaðsins Fálkans á heims- sýningunni í Chicago 1933. Guðmundur kom alkominn heim árið 1935, með viðkomu í London þar sem hann hitti móður mína. Heimkominn setti hann á stofn prentmyndagerð, Nýju prent- myndagerðina, sem hann starfrækti í tvö ár í Grjótagötu 14a. Hugur hans stóð þó alltaf til þess að innleiða offsetprentun hér á landi, og 1937 var Nýja prentmyndagerðin lögð niður og fest kaup á Multilith 1250 offsetprentvél, sem varð fyrsta off- setprentvélin sem til íslands var flutt. Peningaráð Guðmundar voru ekki mikil og réð hann ekki við inn- flutning vélarinnar einn og leitaði því til félaga síns frá vestanárunum, Einars Þorgrímssonar, og settu þeir árið 1938 á stofn fyrirtækið Litho- prent hf., sem var fyrsta off- setpentsmiðjan á Islandi. Upp úr samstarfi þeirra slitnaði árið 1939 og sneri Guðmundur sér að öðrum verkefnum, en Einar rak Lithoprent áfram. Meistarabréf í prentmynda- gerð fékk Guðmundur 8. desember 1937, en meistarabréf hans í prent- iðn er dagsett 19. júní 1951. Faðir minn vann síðan í ýmsum prentsmiðjum til stríðsloka, en flutti þá inn Intertype-setningarvél og stofnaði eigin setningarstofu, sem með árunum og auknum vélakosti varð að Prentsmiðju Guðmundar Jó- hannssonar sem hann rak til ársins 1975. Einnig starfaði hann á stríðs- árunum hjá bandaríska hernum sem túlkur og þýðandi, og má það teljast merkilegt af manni með barnaskóla- menntun eina að vopni. Guðmundur var menningarlega sinnaður, og gaf út margar bækur, bæði undir eigin nafni og í samvinnu við aðra, og þá oft bækur sem hann bjóst ekki endilega við að öfluðu honum tekna. Má þar nefna: „Kvæð- ið um fangann" eftir Oscar Wilde í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, og „Bhagavad-Gita“ í þýðingu Sörens Sörenssonar úr sanskrít. Einnig gaf hann út tímaritið „Venus“ um margra ára skeið, en erfitt verður nú að telja það til menningar. Vikublað- ið „Vikutíðindi" gaf hann út árið 1951 í samvinnu við Ingvar Gíslason, síðar menntamálaráðheiTa. Bókina „Læknisdóma alþýðunnar" í þýð- ingu vinar hans Gissurar Ó. Erlings- sonar, gaf hann einnig út í nokkrum prentunum. Faðir minn var fagmaður sem lagði metnað sinn í að Prentsmiðja Guðmundar Jóhannssonar skilaði góðu handverki, fljótt, vel og ódýrt. Eg naut þeirra forréttinda að nema hjá honum prentiðn, og unnum við saman á annan áratug, og er ég þakklátur fyrir þann tíma. Faðii' minn var alltaf mikið fyrh- að blanda geði við sér yngri menn, og Prent- smiðja Guðmundar Jóhannssonar var oft nokkurs konar samkomu- staður ungra manna, sem ávallt voru aufúsugestir. Guðmundur var léttlyndur að eðl- isfari og naut sín vel í vina hópi, og einnig innan fjölskyldunnar, en mjög sterk bönd tengdu þau systkin öll. Mér eru sérstaklega minnis- stæðar heimsóknir vina hans frá Vesturheimi, sem að vísu voru strjálar, en alltaf skemmtilegar, það var vakað fram á nótt og sagðar sög- ur. Þar komst ég að ýmsu um veru föður míns þar vestra sem hann vildi ekki allajafna ræða. Fyrir honum var Vesturheimsdvölin liðin tíð, en hún lifnaði í þessum heimsóknum, og eins er við hjónin áttum þess kost að bjóða föður mínum í heimsókn vestur um haf til Skúla Matthíasson- ar árið 1978. Það var mikil upplifun að sjá æskuvinina hittast eftir 40 ár, en ekki virtist hafa fallið úr dagur svo eðlilegir og einlægir voru þeir endurfundir æskuvinanna. Guðmundur faðir minn var víðsýnn maður, og hafði alla tíð vak- andi áhuga á því sem var að gerast í þjóðfélaginu í kringum hann. Hann mætti t.d. á borgarafundi um frjálst útvarp á áttræðisaldri, og þótti fund- arboðendum það svo sérstakt að þeir hringdu í mig til að segja mér af því. Hann var einn af stofnendum Lýðveldisflokksins, sem bauð fram við þingkosningarnar 1953 og skip- aði 7. sæti á lista flokksins í Reykja- víkurkjördæmi. Guðmundur tók mikinn þátt í fé- lagsstarfi prentiðnaðarins, hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum innan þess geira, m.a. var hann til margra ára formaður skiianefndar Bókasalafélags Islands, og fórst það vandasama starf vel úr hendi. Ekki er hægt að minnast föður míns án þess að geta konu hans, svo samrýnd voru þau, en eins og áður segir var hún Hulda Sigurðardóttir kaupkona, f. 14.2. 1905, d. 4.7. 1998. Þau gengu í farsælt hjónaband 26. maí 1936, og voru mjög samhent, bæði til heimilis og við uppbyggingu fyiártækja föður míns allt til hinsta dags. Það tók móður mína þó nokk- urn tíma að átta sig á að faðir minn væri látinn, og saknaði hún hans til æviloka. Þau hjón áttu einn kjörson, undirritaðan sem er kvæntur Þór- unni Kristinsdóttur kennara. Guðmundur vann síðustu æviárin við Intertype setningarvél sína, nokkrar klukkustundir á dag. Hann var vanur því, eins og jafnaldrar hans, að láta helst aldrei verk úr hendi falla. Laugardaginn 10. janúar 1981 vann hann til hádegis, skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnu- dagsins 11. janúai' fékk hann heila- blóðfall sem dró hann til dauða þann 2. febrúar 1981. Ein þeirra setninga sem ætíð er notuð við fráfall manna er: Minning- in lifir. Þessi setning hefur flækst fyrir mér nokkur undanfarin ár, og gerir enn. Minningin lifir nefnilega ekki, nema einhver sýni þessari sömu minningu rækt og alúð. Það eru svo margar sögurnar sem ég hef aldrei heyrt um föður minn, það eru svo margar sögur sem ég er búinn að gleyma, og er engan við að sakast nema sjálfan mig. En ég vona að minningin um góðan og mætan mann lifi, og ennþá hitti ég menn sem telja mér það til tekna að vera sonur Guðmundar prentara. Garðar Jóhann Guðinundarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.