Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 39 . STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFLUM GRUNNRANN SÓKNIR STJORNVÖLD taka rannsóknarvinnu ekki alvarlega," er sú ályktun sem einn af reyndustu vísindamönnum okkar, Guðmundur Eggertsson, prófessor í sameindalíf- fræði við Háskóla Islands, dregur af viðureign sinni við skilningssljótt kerfið í gegnum árin. Ennfremur segir hann í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag: „Grunnrannsóknir á Islandi eru í algeru svelti og stundað- ar af vanefnum. Islenskir vísindamenn eru hins vegar þrautseigir og gefast ekki upp. Aftur á móti er hætta á að úrvalsfólk sæki fremur í störf í útlöndum." Orð Guðmundar eru hörð en engar ýkjur. Eins og fram kom í áðurnefndri grein blaðsins hafa grunnvísindi þurft að líða fyrir skilningsleysi og vantrú stjórnvalda hér á landi undanfarin ár. í grunnvísindum er, eins og nafnið bendir til, lagður grunnur að frekari vísindarannsóknum og framförum á hverju sviði, þau eru með öðrum orðum grunnurinn að hagnýtum rannsóknum og þróunarstarfi. í nýrri skýrslu Ingu Dóru Sigfúsdóttur félagsfræðings og Pórólfs Pórlindssonar, prófessors við Háskóla íslands, kemur fram að framlög til rannsóknastarfs hafa aukist hérlendis á síðustu árum en áherslan hefur verið á hagnýt- ar rannsóknir. Framlag til grunnrannsókna hefur dregist saman um 10% frá því að vera um 30% árið 1977 í 20% ár- ið 1997. Er ástæða þessa talin sú að atvinnufyrirtækin, sem standa að mestu undir þeirri aukningu sem orðið hef- ur á framlögum til rannsókna, sjá sér frekar hag í að fjár- magna hagnýtar rannsóknir og þróunarstarf en grunn- rannsóknir. A sama tíma hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu til að auka framlag sitt til grunnrannsókna, þvert á móti hefur raungildi styrkja í Vísindasjóði Rannsóknarráðs Is- lands minnkað, en hann er annar tveggja meginsjóða sem fjármagna grunnvísindi í landinu. Bilið milli ráðstöfunarfjár Vísindasjóðs og heildarfjár- hæðar umsókna vísindamanna hefur breikkað mikið und- anfarin ár og fyrir vikið hlýtur ekki nema helmingur þeirra umsókna, sem hljóta fyrstu einkunn fagráða, styrk. Pað gefur augaleið að þarna er verið að kasta gríðarlegum auði og tækifærum á glæ. Pjóðfélagið hefur lagt geysilegt fé í uppbyggingu góðs menntakerfis á öldinni. Það er að kosta ungt fólk til náms, bæði hérlendis og erlendis, með almannafé. Avöxtun þessarar fjárfestingar er hins vegar takmörkuð vegna þess að stjórnvöld hafa ekki lagt fram fé til að virkja og nýta þekkinguna sem aflast hefur. Pessu verður að breyta. Allt bendir til þess að á kom- andi öld verði þekkingin sú auðlind sem sker úr um af- komu og samkeppnishæfni þjóða. Náttúruauðlindir eru af skornum skammti og sífellt verður erfiðara að ná sátt um nýtingu þeirra eins og dæmin sanna. Islensk stjórnvöld verða því að hafa hugrekki til þess að horfa til langs tíma, lengra en kjörtímabilið nær, því að árangur af fjárfestingu í vísindalegum rannsóknum mun ekki skila sér á allra næstu árum. Pað er skynsamlegt að grípa tækifærið nú þegar íslenskt hagkerfi stendur traustari fótum en oftast áður og leggja traust sitt á þá þekkingu sem þjóðin hefur aflað með ærnum tilkostnaði og vinnu. Nágrannaþjóðir okkar hafa þegar stigið þetta skref og eru Finnar senni- lega nærtækasta dæmið um það hvernig snúa má vörn í sókn. Þeir hafa sýnt að með hugarfarsbreytingu og mark- vissri stefnumótun má ná gríðarlegum árangri í þekking- ariðnaði á tiltölulega skömmum tíma. NÁTTÚRAN OG ARÐSEMISMAT Staale Navrud, einn þekktasti umhverfishagfræðingur á Norðurlöndum, vakti athygli á því í fróðlegu samtali hér í blaðinu í fyrradag, að hagfræðingar leggi nú stór- aukna áherzlu á að meta efnahagslegt gildi náttúrunnar og að þær aðferðir séu notaðar bæði í Evrópu og Bandaríkj- unum og raunar víða um heim. í Ijósi þeirra deilna, sem hér standa yfir um Fljótsdals- virkjun, leggur hinn norski sérfræðingur til, að við Islend- ingar látum gera arðsemismat á þeim kostum, sem fyrir hendi eru. Petta er skynsamleg tillaga, sem ríkisstjórn og Alþingi ættu að taka upp og fylgja eftir. Það gæti verið af- ar fróðlegt fyrir landsmenn alla að sjá hvað út úr slíku arðsemismati kæmi. Búist við tugþúsundum mótmælenda í Seattle vegna ráðherrafundar WTO F: i IULLTRUAR 135 aðildar- "ríkja WTO, þar á meðal ís- lands, sækja ráðherrafund stofnunarinnar sem hefst í Seattle í dag, þriðjudag. Innan þess- ara 135 ríkja búa þrír fjórðungar mannkyns. Að auki sitja fundinn áheyrnarfulltrúar 30 ríkja, sem von- ast til að fá aðild á næstunni, þar á meðal Kína. Loks eru svo um eitt þúsund áheyrnarfullti’úar ýmissa hagsmunasamtaka og stofnana. Bú- ist er við að mikill tími fari í að ræða landbúnaðarmál, en á því sviði eru aðildarríkin fjarri því að vera á einu máli um tilhögun tolla. Fundurinn markar upphaf nýrrar samninga- lotu, sem búist er við að taki allt að þrjú ár, þar sem mótuð verður frí- verslun og tollareglur milli aðildar- ríkjanna á næstu öld. Heimsviðskiptastofnunin, World Trade Organisation, tók til starfa í ársbyrjun 1995 og er arftaki GATT. Sá er hins vegar munurinn á arftak- anum og forveranum, að úrskurðir WTO í deilum milli aðildarríkja um viðskipta- og tollamál eru bindandi. Það ríki sem bíður lægri hlut verð- ur því að breyta reglum sínum, eða sæta hærri tollum. Reglur GATT voru hins vegar leiðbein- andi, ekki bindandi, og þar af leiðandi stundum hunsaðar. WTO fjallar um tolla á ýmsum framleiðsluvör- um, þ.á m. landbúnaðar- vörum, bannar aðildar- þjóðum að hindra inn- flutning með tollum til verndar innlendri fram- leiðslu og stefnir að því að útrýma „kvóta“ á inn- flutning. Reglur WTO gera aðildarríkjum einnig skylt að leyfa er- lendar fjárfestingar í bankakerfi landanna, tryggingafyrirtækjum og fjarskiptafyrirtækjum. WTO leggur áherslu á verndun höfundarréttar milli landa, setur reglur um hvaðeina sem snertir matvæli, allt frá notkun skordýraeiturs við ávaxta- og grænmetis- ræktun upp í að fjalla um erfðabreytt matvæli. Þá banna reglur WTO yfir- völdum landa að hygla innlendri framleiðslu við kaup á vöru og þjónustu, Frá því að WTO tók til starfa hafa alþjóðavið- skipti aukist um 37% og líkur eru á að enn bætist þar við. Þar mun líklega muna mest um aðild Kína, sjöunda stærsta hagkerfis heims, sem líklega fær að- ild á næsta ári. Rússar eru líka í hópi þeirra þjóða sem óskað hafa eftir aðild. Undanfarna fjórtán mánuði hefur verið unnið að því innan WTO að ná samkomulagi um næstu skref í starfseminni, þ.e. hvar skuli næst bera niður til að tryggja aukna frí- verslun. Sú ákvörðun hefði raunar átt að liggja fyrir áður en fundurinn í Seattle hófst, en aðildarþjóðirnar náðu ekki að stilla saman strengi sína. Þó er ljóst að á ------------ fundinum verður m.a. rætt um líftækni, höfund- arrétt á hugviti, landbún- að, skógarhögg og ýmsa þjónustu á borð við bankastarfsemi, trygg- ingar, fjarskipti og viðskipti á Net- inu. Tillögur, sem liggja fyrir fund- inum, miða að því að ýta undir verslun og fjárfestingar með lægri tollum og minni ríkisafskiptum í að- ildarríkjunum. Deilt um Iandbúnað og verkalýðsmál Innan WTO er hver höndin upp á móti annarri. Bandaríkin, Ástralía og fleiri ríki hafa til dæmis krafist þess að Evrópusambandið og Japan Aðildarþjóðir ósammála um hvert skuli stefna Fjölmenn mótmæli ýmissa baráttuhópa munu að líkindum setja meira mark á ráðherrafund Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Seattle í Bandaríkjunum í þessari viku en merkar pólitískar ákvarð- anir. Ragnhildur Sverrisdóttir segir aðildarríkjum WTO hafa geng- ið illa síðustu 14 mánuði að ná samkomulagi um að hvaða sviðum viðskipta eigi næst að beina kröftum stofnunarinnar og ráðherrarnir megi hafa sig alla við, ætli þeir að vinna það verk á fjórum dögum. UM 10.000 manns gengu um götur Parísar á laugardag til að mótmæla áformum um að liefja nýja lotu samningaviðræðna um aukið frjálsræði í heimsviðskiptum og ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar í Seattle í Bandaríkjunum. Hver höndin upp á móti annarri innan WTO láti af miklum ríkisstyrkjum til landbúnaðar, því slíkir styrkir haldi verði lægra en raunhæft sé. Á móti hafa Evrópuríki bent á að Banda- ríkjamenn séu ekki saklausir af slík- um styrkjum, svo þeir geti ekki lagt fram slíkar kröfur. Japan segir ________ Bandaríkjamenn koma í veg fyrir innflutning með því að skýla sér á bak við lög, sem banna sölu á vörum undir kostnaðar- verði. Japan vill gjarnan ““ ræða þau lög í næstu samningalotu, en Bandaríkin segja það ekki koma til greina. Annar ásteytingarsteinn er verkalýðsmál. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa lagt til að gerð verði könnun á áhrifum fríverslun- ar á réttindi verkalýðs í aðildarríkj- unum, en láglaunaríki í Asíu og Suður-Ameríku kæra sig lítt um að blanda verkalýðsmálum við frí- verslunarmál, enda óttast þau að þurfa að sæta refsiaðgerðum, þyki þau brotleg á því sviði. Evrópuríki og Japan vilja að tryggt verði að þau geti hafnað inn- flutningi á erfðabreyttum matvæl- um af umhverfis- og heilbrigðis- ástæðum. Bandaríkin berjast gegn slíkum tillögum með kjafti og klóm, enda hefði slík regla gífurleg áhrif á útflutning Bandaríkjanna á t.d. maís og afurðum úr sojabaunum. Loks má svo nefna mál, sem vafa- laust fær töluverða umfjöllun í Seattle, en það eru viðskipti á Net- inu. Öflug hugbúnaðarfyrirtæki, t.d. Microsoft, vilja að sett verði afdrátt- arlaust bann við að gjöld verði lögð á þau viðskipti. Talið er líklegt að WTO gangi ekki svo langt, heldur samþykki aðeins að framlengja gjaldalaust tímabil. Þróunarlönd ósátt við sinn hlut Þróunarríki innan WTO hafa látið að sér kveða undanfarið og myndað sterkan hóp innan stofnunarinnar. Ríkin segja að enn eigi eftir að efna ýmis þau loforð, sem WTO hafí gef- ið þeim og þau samþykki ekki áframhaldandi viðræður nema tekið sé á þeim vanefndum. Þau benda á, að útflutningur auðugra ríkja hafi aukist, og um leið innflutningur til þróunarríkja, sem glími við meiri viðskiptahalla en fyrir tíu árum. Þau sjái sér því engan hag í nýrri samn- ingalotu um tollalækkun __________ og fríverslun. Smáríki innan WTO hafa einnig gagnrýnt, að stærstu og auðugustu ríkin innan stofnunarinn- ar leysi ýmis mikilvæg mál sín á milli, án þess að smáríkin fái að taka þátt í ákvörðunum um þau. Vilja reglur um kjör og umhverfismál Framkvæmdastjóri WTO, Mike Moore, sagði nýlega í fréttaviðtali, að stofnunin væri orðin skotspónn allra þeirra sem teldu eitthvað hafa farið úrskeiðis í heiminum undan- farna áratugi. Skemmst er að minn- ast mótmæla franskra bænda við Deilt um verkalýðsmál og umhverfis- vernd Eiffel-turninn í París á fóstudag, en sá háværi hópur óttast að lækkun tolla á landbúnaðarafurðir muni skerða hag þeirra. Fjöldi manna gekk um götur Genfar í Sviss í síð- ustu viku í mótmælaskyni við Heimsviðskiptastofnunina og hópur manna ruddist inn í höfuðstöðvar hennar og hlekkjaði sig þar fastan. Reiknað er með að tugir þúsunda mótmælenda muni ganga um götur Seattle í dag og næstu daga. Þeir era flestir á vegum verkalýðssam- taka og umhverfisverndarsamtaka um heim allan. Mótmælendur segja. WTO einungis hafa hagsmuni stór- fyrirtækja og ríkisvalds í huga og hörð samkeppni í viðskiptalífinu sjái til þess að ekki sé farið að lágmarks- kröfum um aðbúnað og kjör verka- fólks og vernd umhverfisins. Þeir vilja m.a. að ný samningalota miði að því að fastsetja grundvallarregl- ur um réttindi verkafólks um allan heim. Þróunarlönd hafa ekki tekið þessum hugmyndum fagnandi, segja þær ekki hafa fæðst vegna manngæsku heldur séu þær runnar undan rifjum verkalýðssamtaka í auðugum ríkjum, sem óttist samkeppnina við ódýrara vinnuafl þróun- arríkjanna. Umhverfisverndar- sinnar segja reglur WTO koma í veg fyrir að ríki geti gengið eins langt í umhverfisvernd og þau vilji. Eitt dæmi um slíkt er t.d. að Bandaríkja- mönnum var ekki stætt á að hætta að kaupa rækju frá löndum, þar sem veiðarfæri, skeinuhætt sæskjaldbökum, eru not- uð. Þeir, sem vísa mót- mælum verkalýðssam- taka og umhverfisvernd- arsinna á bug, segja WTO ekki rétta vett- vanginn til að vinna að framfórum á þessum sviðum. Gagnrýnendur segja einnig, að WTO grafi undan stjórnvöldum í að- ildarríkjum, sem verði að sæta reglum stofnunar- innar og sveigja lögin í heimalandinu að þeim. Aðrir segja, að þessar gagnrýnisraddir hejTÍst helst frá verkalýðssam- tökum, sem megi ekki til þess hugsa að missa eig- in ítök heima fyrir. Sljórnsýslan þarf að vera gegnsæ Þá hefur stofnunin legið undir ámæli fyrir að gera ekki skjöl um viðræður og deilur innan stofnunarinnar opinber. Úrskurðir í deilumálum aðildarþjóða eru t.d. ekki gerðh' opinberir. Clinton Bandaríkjafor- seti sagði í síðasta mán- Heimsviðskiptastofnunin hefði allt of lengi verið rekin eins og samkunda sérfræðinga, þar sem al- menningur fengi engan aðgang, þrátt fyrir að honum væri gert að fara eftir reglunum sem settar væru vébanda stofnunarinnar. Svona gætu mál ekki gengið fyrir sig í upplýst- um heimi. Ekki væri hægt að ætlast til að mark yrði tekið á stofn- uninni nema stjórnsýslan yrði gegnsæjari. Aðrir hafa tekið undir þetta sjón- armið og bent á, að hluta þeirra miklu mótmæla, sem starfsemi WTO þarf að sæta, megi rekja til þessarar miklu leyndar. Mótmæl- endur óttist hið óþekkta; leyndin skapi því óþarfa óróleika. Þrátt fyrir að óvíst sé að ráðherr- amir á fundinum í Seattle nái að af- greiða merkar pólitískar ákvarðanir um nýja samningalotu telja ýmsir, að þar verði stigið fyrsta skrefið í þá átt að aflétta þessari leynd. uði, að mnan Þróunarlöndin fái að njóta góðs af friálsum viðskiptum Eftir mánuð verður 20. öldin að baki. Á fýrri helmingi aldarinnar var heimurinn næstum lagður í rúst í stríðsátökum - að hluta til vegna þess að hann skiptist í stríðandi viðskipta- bandalög. Á síðari helmingnum jukust heimsviðskiptin meira en nokki'u sinni fyn' og þau færðu okkur einnig meiri hagvöxt en nokkru sinni áður. Fundur Heimsviðskiptastofnunar- innar í Seattle í vikunni og nokkrir aðrir fundir sem haldnh' verða á næstu árum gætu ráðið úrslitum um það hvort 21. öldin verður eins og fyrri helmingur 20. aldarinnar, aðeins verri - eða eins og síðari helmingurinn, að- eins betri. Eftir heimsstyrjöldina síð- ari lögðu framsýnir stjórnmálaskör- ungar grunninn að efnahagslegri og pólitískri skipan sem ákvarðast af reglum sem gera frjáls viðskipti möguleg og draga þar með úr líkunum á fleh'i heimsstyrj- öldum. Þetta tókst í meginatriðum vegna þess að þetta var tími almennrar samstöðu um hlutverk ríkisins í því að tryggja fulla atvinnu, verðstöð- ugleika og félagsleg öryggisnet - og til voru aðskilin hag- kei'fi ríkja sem gátu stjórnað viðskipta- tengslunum milli þegnanna innan skýrt afmarkaðra landamæra. Efnahagsmálin hnattræn en stjórnmálin staðbundin Núna er heimurinn gjörbreyttur. Framleiðslu- og fjánnálakeðjur hafa losað sig við landamærin og eru orðin hnattræn. En afgangurinn af kerfinu hefur hins vegar dregist aftur úr. Þjóðríkin og stofnanir þeirra geta ekki lengur sett alþjóðlegu viðskiptunum skilmála með því eingöngu að semja sín á milli. Efnahagslífið einskorðast ekki lengur við breiðan ramma sam- eiginlegra gilda og stofnanabundinna venja. Efnahagsmálin eru orðin hnatt- ræn en stjórnmálin era enn staðbund- in. Afleiðingin er sú að þótt haldnar séu frjálsai’ kosningar í æ fleiri i-íkjum telja menn sig ekki geta haft áhrif á ákvarðanir sem móta líf þeirra. Þeim fínnst þeir vera varnarlausir og hjálp- arvana. Þessi tilfinning er að mínu mati á bak við mörg af þeim rökum sem við heyrum nú notuð til að þoka ýmsum góðum málum áleiðis. Þeir sem setja slíkar röksemdir fram láta í ljósi áhyggjur og beyg af afleiðingum hnattvæðingar. Þeir hafa fullgilda ástæðu til að hafa áhyggjur af atvinnleysi, mannrétt- indamálum, barnaþrælkun, umhverf- inu og þeirri tilhneigingu að gera vís- indi og læknisfræðilegar rannsóknir að söluvöru. Þeir hafa fyrst og fremst ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri sáru fátækt sem svo margir í þróunar- löndunum búa við. Menn mega samt ekki nota hnatt- væðinguna sem blóraböggul til að af- saka það sem fer úrskeiðis heima fyr- ir. Iðnvæddu ríkin í heiminum mega ekki reyna að leysa eigin vandamál á kostnað fátæku ríkjanna. Það er sjald- an skynsamlegt að beita viðskipta- hömlum til að leysa vandamál sem eiga ekki rætur að rekja til viðskipta heldur annarra sviða stjórnarstefn- unnar. Með því að auka á fátæktina og hindra efnahagslega þróun í fátæku ríkjunum gera slíkar hömlur vanda- málin, sem þær eiga að leysa, jafnvel enn erfiðari úrlausnar. Reynslan hefur sýnt að viðskipti og fjárfestingar leiða ekki aðeins til efna- Iðnríki heimsins þurfa að opna markaði sína fyrir varningi frá þró- unarlöndunum, skrifar Kofí Annan, fram- kvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sem segir að rétta þurfi hlut fá- tækustu landa heims í viðræðunum um aukið frelsi í heimsviðskiptum. hagslegrar þróunar, heldur einnig meiri mannréttinaa og umhverfis- verndar. Allt þetta fylgir með þegar ríki taka upp rétta stefnu og stjórnar- hætti. Reyndin er sú að íbúar þróun- arlandanna setja markið hærra í þess- um efnum um leið og þau fá tækifæri til þess. Það ætti þvi varla að koma mönn um á óvart ef þróunarríkin eru tortryggin í garð þeirra sem segjast vera að hjálpa þeim með því að setja ný skilyrði eða hömlur á viðskipti. Þeim hefur verið sagt hvað eftir annað að frjáls viðskipti séu góð fyrir þróun- arríkin - að þau verði að opna markaði sína. Og þau hafa gert það, oft með miklum fórnum. Ef tii vill hafa þau ekki staðið sig nógu vel: mörg þeirra halda sig enn við háa tolla, sem tak- marka samkeppnina, torvelda fram- leiðendum þróunarlandanna að verða sér úti um nauðsynlegan varning og hægja þannig á hagvextinum. Hærri tollar á vörur frá þróun arlöndunum Þrátt fýrir þetta er staðreyndin sú að auðugu ríkin hafa lækkað innflutn- ingsgjöldin minna en fátæku ríkin. Svo virðist sem þau geri sig ánægð með að flytja framleiðsluvörurnar að- eins út til annarra iðnríkja. Þau vilja enn aðeins hráefni frá þróunarlöndun- um, ekki fullunnai' vörur. Afleiðingin er sú að meðaltollarnir á framleiðslu- vönir frá þróunarlöndunum eru nú fjórum sinnum hæiri en á vörur sem koma aðallega frá öðrum iðnvæddum ríkjum. Þau nota ekki aðeins innflutn- ingsgjöld, heldur einnig kvóta og refsiaðgerðir gegn „undirboðum“ til að halda varningi frá löndum þriðja heimsins frá mörkuðum iðnríkjanna, einkum í atvinnugreinum þar sem fá- tæku ríkin standa betur að vígi í sam keppninni, svo sem landbúnaði, vefn- aði og fataiðnaði. í sumum auðugu ríkjunum virðist litið svo á að þróun- arlöndin séu ófær um að halda uppi heiðarlegri samkeppni, þannig að þeg- ar þau geta framleitt eitthvað á sam- keppnishæfu verði eru þau sjálfkrafa sökuð um undirboð. Reyndin er hins vegar sú að það eiu iðnríkin sjálf sem selja matvörur á undirboði á heimsmarkaðnum - vegna offramleiðslu sem á rætur að rekja til niðurgreiðslna að andvirði 250 millj- arða Bandaríkjadala (18.000 milljarða króna) á ári - og ógna þannig lífsvið- ui’væri milljóna fátækra bænda, sem geta ekki keppt við niðurgreiddar inn- flutningsvörur. Það sem við þurfum er ekki að setja nýjar hömlur á heimsviðskipti, heldur þurfa ráðamenn í ríkjum heims að leggja meiri áherslu á að takast vafn- ingalaust á við félagslegu og pólitísku málefnin. Við eigum ekki að taka þróunina í átt að viðskiptafrelsi og réttarríki sem sjálfsagðan hlut. Frjálsi heimsmark- aðurinn, eins og frjálsir markaðir þjóðríkja, þarf að byggjast á sameig- inlegum gildum og hafa áhrifaríkar stofnanir að bak- hjarli. Við þurfum að sýna sömu ákveðnu forystu til*“ verndar mannrétt- indum, réttindum verkafólks og um- hverfinu og við ger- um nú þegar til verndar hugverk- um sem eign höf- undar. Sameinuðu þjóðirnar - með umhverfisverndai'- stofnun sinni, mannréttindafull- trúa og sérhæfðum stofnunum eins og Alþjóðavinnumála- stofnuninni - eiga að þjóna þeim til- gangi. Við getum verið hluti af lausn- inni. Þurfum hjálp fyrirtækja Við þurfum hins vegar hjálp frá einkageiranum. Fjölþjóðleg fyrirtæki hafa notið góðs af hnattvæðingunni á undan öðium. Þau verða einnig að axla ábyrgðina og takast á við afleið- ingarnar. Þess vegna lagði ég til fyrr á árinu að gerður yrði „heimssamning- ur“ milli fyrirtækja og Sameinuðu þjóðanna, sem kvæði á um að við myndum hjálpa fyrirtækjum að starfa í samræmi við alþjóðlega viðurkennd- ar grundvallarreglur um mannrétt- indi, réttindi verkafólks og umhverfis- vernd. Á sama tíma þarf Heimsvið- skiptastofnunin að geta sinnt bi'ýnasta verkefni sínu. í þetta sinn þarf ávinn- ingurinn af frjálsum viðskiptum líka að ná til þróunarlandanna. Að öðrum kosti kann hnattvæðingin að verða fyrir óviðráðanlegu bakslagi. Viðskipti betri en aðstoð Viðskipti eru betri en aðstoð. Ef iðn- ríkin opna markaði sína meira geta þróunarlöndin aukið út flutning sinn um marga milljarða Bandaríkjadala á ári - miklu meira en þau fá nú í aðstoð. Þetta gæti skipt sköpum fyrir margar . milljónir manna og gert þeim kleift að lifa mannsæmandi lífi. Kostnaður ríku landanna yi'ði samt agnarlítill. Staðreyndin er sú að þetta gæti orð- ið iðnríkjunum sjálfum i hag. Evrópu- sambandið eyðir til að mynda 6-7% af vergri þjóðarframleiðslu sinni í ýmsar verndaraðgerðir, samkvæmt nýlegri rannsókn. Enginn vafi leikur á því að ýmsir hópar Evrópubúa njóta góðs af þeim, en það hljóta að finnast ódýrari og skaðlausar leiðir fyrir samborgar- ana til að hjálpa þeim! í þetta sinn þarf að skerða verulega innflutnings- gjöld og aðrar hömlur á útflutnings- ,. vörur þróunai-landanna. Fella þyi'fti algjörlega niður tolla og kvóta á varn- ing frá fátækustu ríkjunum. Ný lota samningaviðræðnanna um heimsviðskipti þarf að vera „þróunar- lota“. Heimurinn þarf viðskiptakerfi sem er bæði sanngjarnt og frjálst. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.