Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 43 + Baldur Sigurðs- sou fæddist á Eyrarbakka 20. jan- úar 1906. Hann lést á Landakotsspítala 18. nóveniber síðastlið- inn. Baldur var sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar, f. 26.11. 1878, d. 22.5. 1976, kaupmanns og síðar bankastarfs- manns, og konu hans, Sigríðar Ólafsdóttur, húsmóður, f. 5.3. 1886, d. 12.8. 1986. Systkini Baldurs: Guðmundur, f. 1907, látinn, Ást- ríður, f. 1910, Hlíf, f. 1912, látin, Ólafur, f. 1915, látinn, Páll, f. 1916, Geirmundur, f. 1918, Garð- ar, f. 1922, Ingibjörg, f. 1924, Sól- rún, f. 1928. Baldur kvæntist 5.10.1946 Ingi- björgu Heiðdal, f. 10.5. 1915. Hún Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfmn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hann Baldur okkar hefur nú kvatt okkur. Eftir mikil veikindi síðustu mánuðina var það honum líkn að fá að fara. Við sem eftir sitjum skiljum það, en það fylgir því samt alltaf mik- ill söknuður að kveðja góðan og ná- inn vin og það var hann Baldur okk- ur svo sannarlega. Baldur var giftur móðusystur minni, henni Imbu frænku, en hann var mér, og seinna líka minni fjöl- skyldu, svo miklu meira en bara maðurinn hennar Imbu. Imba og Baldur giftust 5. október 1946. Þá var Baldur nýbúinn að byggja Skipasund 59. Ég fæddist í húsinu hans í Skipasundinu og alla tíð áttum við mikið hvor í öðrum. Skipasund 59 var alveg sérstakur staður og griðastaður margra, sér- staklega í minni móðurætt, sem þar fengu inni í lengri eða skemmri tíma. Þar var líka staðurinn sem börnin okkar nutu að koma og láta hjónin góðu dekra við sig. Afi og amma bjuggu þar lengst af með Imbu og Baldri og var Baldur alveg sérlega góður og ræktarlegur við tengdafor- eldra sina. Sjálfur átti ég margar góðar stundir í Skipasundinu hjá Imbu og Baldri. Baldur var alltaf eitthvað að dunda enda iðinn með af- brigðum. Það var viðhald hússins, garðvinna, bílaviðgerðir eða lagfæra og jafnvel búa til eitthvað handa okk- ur krökkunum. Hann var alveg sér- lega vinnusamur og strákpollanum mér fannst hann geta allt. Imba og Baldur bjuggu í Skipa- sundinu í 39 ár og voru það nokkur tímamót þegar þau seldu þar og keyptu sér íbúð við Akraland. Þar fékk Baldur stóran og góðan bílskúr og þar átti ég með honum margar góðar stundir. Á þessum árum fóru Imba og Baldur nánast á hverjum morgni í sundlaugarnar í Laugardal og var Baldur þá enn á Dusternum sínum. Þegar Baldur hætti að keyra fóru þau að velta fyiúr sér íbúða- kaupum á Dalbrautinni því þá yrði stutt að ganga yfir í laugarnar. Um haustið 1994 keyptu þau svo draumaíbúðina á Dalbraut 20 en ekki entist honum heilsa til að njóta dvalarinnar þar lengi; í desember sama ár fékk hann blóðtappa við heila og varð aldrei samur eftir það. Baldur hafði hlýjan og góðan húm- or og laumaði oft gullkornum inn í samræðurnar. Hann var ljóðelskur og ágætlega lesinn, tranaði sér ekki fram en skemmtilegur í frásögnum og sjaldan kom maður að tómum kof- anum hjá honum. Eins og áður hefur komið fram var hann bæði verklag- inn og hjálpfús og ávallt reiðubúinn að miðla af sinni þekkingu og reynslu og fórst það vel úr hendi enda alltaf sérlega þolinmóður og rólegur. er dóttir hjónanna Sigurðar Heiðdal, rithöfundar og skól- astjóra, og konu hans, Jóhönnu Jörg- ensdóttur Heiðdal, húsmóður. Ungur fór Baldur að starfa til sjós og lands. Á fjórða ára- tugnum ók hann áætlunarbifreiðum hjá Steindóri. Hann rak síðan í nokkur ár leigubifreið, sem hann átti við annan mann, en um miðjan fimmta áratuginn hóf Baldur störf í Stálsmiðjunni í Reykjavík og starfaði þar alla tíð síðan eða þar til hann lét af störfum kominn vel á áttræðisaldur. Útför Baldurs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég man alltaf eftir þegar Baldur kom heim til mín á Laugarnesveg- inn, setti spýtna- og járnarusl í poka og tók með heim til sín. Ég var u.þ.b. átta ára gamall og hálfvolandi yfir örlögum þessa drasl sem áður hét skíðasleði og var í minni eigu. Nokkrum dögum seinna birtist Baldur aftur með gljáfægðan, rauð- lakkaðan skíðasleða. Þvílíkur kaggi. Mér fannst þetta ótrúlegt. Hann Baldur var algjör galdramaður. Snemma fékk ég að fara með Baldri í vinnuna þegar hann þurfti að keyra pressumar um helgar. Hann vann í Stálsmiðjunni og þar var ævintýraheimur fyrir ungan dreng. Ég fékk að keyra „litla“ vöru- bílinn, hífa á halíukrananum og prófa ýmis tæki og tól. Síðan var alveg sér- stök athöfn þegar kom að kaffinu og við borðuðum samlokurnar hennar Imbu, rúgbrauð á annarri hliðinni og franskbrauð á hinni. Og svo var sturta í lok vinnudags; algjör karl- mannadagur! í gegnum árin þá hefur Baldur rétt mér og minni fjölskyldu mikla hjálparhönd. Það var sama hvort það var við að lagfæra íbúðina eða bílinn alltaf var hann boðinn og búinn. Hann eyddi t.d. miklum tíma með okkur hér í Hvassaleitinu þegar við keyptum og unnum við viðhald, ut- anhúss og innan. Sumarið ’89, þá var Baldur orðinn 83 ára gamall, voram við að skrapa og lagfæra utanhúss til að gera klárt undir málningu. Ég leigði m.a. háþrýstisprautu og réðst til atlögu við gömlu málninguna á húsinu. Eitt sinn þurftum við hjónin að bregða okkur frá. Ég hafði verið að háþrýstiþvo á efri hæð hússins, stóð í stiga, regngallaður og mátti hafa mig allan við að hanga í stigan- um þegar sprautað var. Þegar við komum til baka var Baldur kominn í regngallann, upp í stigann og spraut- aði án afláts þar sem frá var horfið. Honum fannst alveg ótækt að láta slíkt leigutæki liggja óhreyft, ærið væri verkefnið og vinnuafl var jú á staðnum. Nú, þegar hugurinn reikar við leiðarlok, streyma svo margar minn- ingar fram og endalaust væri hægt að rifja upp atvik sem sitja sterk í minningunni. En mál er að skrifun- um linni, minningarnar halda áfram að ylja okkur og upp úr stendur að okkur þótti afskaplega vænt um hann Baldur okkar sem við kveðjum nú í dag. Samúð okkar er hjá henni Imbu frænku. Sigurður H. Hauksson og fjölskylda. Mínar fyrstu minningar eru tengdar Baldri, enda er ég fæddur heima í borðstofunni hjá honum og Ingibjörgu konu hans, sem er móð- ursystir mín. Baldur og Imba eign- uðust ekki börn, en hugsuðu mikið um okkur systkinin þegar foreldrar okkar vora að heiman. Hef ég alla tíð sótt mikið til þeirra hjóna. Þegar ég var smástrákur smíðaði Baldur kassabíl fyrir okkur bræð- urna, og það var enginn hrákasmíð, heldur kassabíll með stýrisvél, teppalagður og mikil völundarsmíð. Hvergi í hvei’finu var til annar eins bfll og var maður öfundaður af slíkri eign. Þegar ég síðan komst á ungl- ingsárin seldi ég bflinn fyrir 500 krónur sem þóttu mikið fyrir kassa- bfl, því þeir gengu ekki kaupum og sölum. Ég hef síðan selt marga bfla, en í dag sé ég líklega ekki eftir nein- um eins og þessum kassabfl og þá sérstaklega vegna þess að hann var smíðaður af Baldri. Á unglingsáram mínum var ég með smábfladellu og þá var gott að eiga Baldur að. Þegar maður kom með bílana heim til hans í mismundi ástandi, þá hughreysti hann mann alltaf og sagði að það yrði nú lítið mál að koma þessum bfl í lag. Með lagni hans og natni tókst það alltaf. Lærði ég mikið af vinnubrögðum Baldurs og mun ég ætíð njóta góðs af því að hafa verið í læri hjá honum svo ung- ur. Baldur var barngóður maður, enda sérlega rólegur og þolinmóður. Þess nutum við systkinin góðs af í uppvexti og síðar þegar böm okkar voru að vaxa úr grasi að þá nutu þau þess engu síður. Ég man eftir því að hafa setið á tröppunum á Skipasundi 59 og hann var að kenna mér að binda skóreimar. Aldarfjórðungi síð- ar horfði ég á hann sitja í sömu tröppunum og kenna syni mínum það sama. Og það era ekki mörg ár síðan hann, þá á níræðsaldri, var í feluleik við dætur mínar og vart mátti á milli sjá hvert þeirra hafði mest gaman af leiknum. Baldur var þúsundþjalasmiður og það var fátt sem hann gat ekki gert enda leitaði fólk mikið til hans. Og það var sama hvort það vora við- gerðir á bílum, húsum, hjólum, leik- föngum, húsgögnum eða einhverju öðra, maður gat alltaf leitað til hans. Baldur var einstaklega góður maður og sagði aldrei neitt ljótt um nokkurn mann og þegar ég hugsa um það held ég að það versta sem ég man að hann sagði var, ja hérna“ og það sagði hann ekki oft. Það var allt- af stutt í kímnigáfuna hjá Baldri og hnittin svör hans og innskot vora með því skemmtilegra sem maður heyrði og nokkuð sem alltaf mun lifa í endurminningunni. Þó svo að hann hafi ekki verið langskólagenginn var hann víðlesinn og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá honum. Hann kunni mikið af ljóðum og vitn- aði oft í skáldin. Baldur var stórkostlegur maður, hæverskur, rólegur, fyndinn, hjálp- samur og umburðarlyndur. Enda held ég að öllum sem kynntist hon- um hafi þótt vænt um hann. Því kveð ég Baldur í síðasta sinn með miklum söknuði en minninguna um hann mun ég varðveita í hjarta mínu og þótt söknuðurinn sé sár er mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær samverastundir sem við áttum saman og þakklátur fyrir allt það sem Baldur gerði fýrir mig og mína fjölskyldu. Knútur G. Hauksson. Ég kynntist Baldri Sigurðssyni þegar foreldrar mínir fluttu til Is- lands frá Bandaríkjunum en þá bjuggum við í kjallaranum hjá hon- um og eiginkonu hans Ingibjörgu Heiðdal í Skipasundinu. Ég á margar bernskuminningar sem tengjast honum því ég var svo oft í pössun hjá þeim. Mér er afar minnisstætt hvað Baldur var hand- laginn en hann gat smíðað nánast allt, ég átti fjöldann allan af leikföng- um sem hann hafði smíðað handa mér. Eitt sumarið tóku hann og faðir minn sig til og smíðuðu sandkassa handa mér. Þetta var alveg dæmi- gert fyrir Baldur, hann var ávallt að gera einhverja hluti fyrir mig. Sjálfur er ég skírður í höfuðið á honum og get ég sagt að ég ber nafn hans með miklu stolti því ef ég mun líkjast honum eitthvað í framtíðinni þá þarf ég ekki að kvíða neinu. Ég veit að Baldur mun vaka yfir mér það sem eftir er af ævi minni og leiðbeina mér áfram. Baldur Knútsson. Að morgni 18. nóvember síðastlið- ins andaðist öðlingurinn Baldur Sig- BALDUR SIGURÐSSON urðsson eftir löng og erfið veikindi. Foreldrar Baldurs vora Sigríður Ól- afsdóttir húsmóðir og Sigurður Guð- mundsson bóksali og lengst af bankastarfsmaður á Selfossi. Eign- uðust þau hjón tíu börn, var Baldur þeirra elstur. Þrjú af systkinunum eru þegar látin. Baldur fæddist á Eyrarbakka og gekk þar í barna- skóla. Eftir fermingu stundaði hann ýmis störf, sem til féllu til lands og sjós. Var hann á veturna við fiskveið- ar á bátum frá Eyrarbakka, Grinda- vík og Sandgerði. Sagði hann undir- rituðum að sjórinn hefði ekki átt við sig, svo hann hefði snúið sér að akstri og tekið meira bflstjórapróf. Réðst hann þá til Bifreiðastöðvar Steindórs og ók áætlunarbifreiðum í mörg ár með farþega milli Reykja- víkur, Hveragerðis, Selfoss, Eyrar- bakka og Stokkseyrar. Var þetta oft erfitt ferðalag um Hellisheiði og Kamba eins og vegimir vora í þá daga. Ef vantaði bifreiðastjóra á Keflavíkurrútumar var Baldur oft sendur á þær í afleysingar. Oft voru þetta erfiðar ferðir á veturna, slæmt veður og vondir vegir sem reyndi mikið á hæfni og þol bifreiðastjór- ans. Komst Baldur klakklaust úr öll- um þeim erfiðleikum. Þegar hann hætti akstri hjá Steindóri fór hann að aka sínum eigin bfl frá BSR í nokkur ár. Þegar hann hætti akstri réðst hann til Stálsmiðjunnar í Reykjavík. Vann hann þar í fjölda- mörg ár við ýmis störf en lengst af sem gæslumaður við loftpressur og rafsuðuvélar og sá hann alfarið um allar viðgerðh- á þeim. Margar af þeim vélum sem hann hafði umsjón með vora staðsettar við gömlu Reykjavíkurhöfn þar sem viðgerðir fóra fram á hinum ýmsu skipum. Þurfti hann að fara margar nætur að vetrinum að heiman og niður á hafn- arbakkann til að gæta að vélunum svo ekki frysi á þeim. Allt þetta gerði Baldur af sinni miklu trúmennsku við yfirmenn sína, bára þeir mikla virðingu fyrir manninum, hæfni hans við öll störf og ósérhlífni og treystu honum. Oft kom undirritaður í Stálsmiðjuna til að hitta þennan öðl- ingsmann og ræða við hann og starfsfélaga hans, sem margir vora vinir hans um árabil. Var oft glatt á hjalla í kaffistofunni, átti þá Baldur til að skjóta inn smellnum athuga- semdum. Bára starfsfélagar hans traust og virðingu fyrir þessum góða - félaga. Hinn 5. október 1946 giftist Baldur eftirlifandi konu sinni, Ingi- björgu Heiðdal, foreldrar hennar vora Jóhanna S. Jörgensdóttir, f. 2. júní 1890, d. 27. september 1965, húsmóðir, og Sigurður Heiðdal, f. 16. júlí 1884, d. 17. febrúar 1972, skóla- stjóri, rithöfundur og fangavörður. Var þetta mikið gæfuspor í lífi þeirra hjóna Ingibjargar og Baldurs, því hjónaband þeirra einkenndist af virðingu og trausti svo ekki bar skugga á. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Við hjónin áttum því láni að fagna ’ að vera mikið samvistum við Ingi- björgu og Baldur svo áram skipti og bar aldrei skugga á. Tóku þau hjón miklu ástfóstri við börnin okkar og vora alltaf boðin og búin að taka þau í fóstur þegar Anna konan mín fór í siglingu með mér. Þau hjón vora ekki að telja það eftir sér og höfum við gran um að þau hafi haft nokkra ánægju af þessum stundum með börnunum og börnin ekki síður, því þau hafa sýnt það í gegnum tíðina að þau hafa borið virðingu fyrir gæsku þeirra og góðmennsku. Söknuður verður alltaf við andlát svona góðs og vandaðs heiðursmanns sem Baldur Sigurðsson var, minningar koma fram í huga manns en sárastur verð- ^ ur söknuður ástkærrar eiginkonu hans Ingibjargar og biðjum við góð- an guð að blessa hana í hinni miklu sorg og söknuði. I fimm ár hefur Baldur barist við þann sjúkdóm sem dró hann til dauða og síðustu mánuði og vikur helsjúkur. í þessum veikindum hef- ur Ingibjörg sýnt ótrúlegt þrek við umönnun hans. Baldur lést á öldran- ardeild K-1 á Landakoti, naut hann mikillar og góðrar umönnunar hjá því góða hjúkranarfólki og læknum, sem önnuðust hann þar. Era þeim: öllum færðar innilegar þakkir. Guð blessi minningu góðs manns. Anna Heiðdal, Haukur Dan Þórhallsson. ÞÓRARINN GUÐLA UGSSON + Þórarinn Guð- laugsson fæddist í Fellskoti í Biskups- tungum 11. nóvem- ber 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 17. nóvember síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Skálholtskirkju 27. nóvember. Við systumar kveðj- um afa Tóta með sökn- uði en fyrst og fremst með þakklæti í huga. Afi Tóti tók okkur systrunum eins og sínum eigin barnabörnum og fannst ekkert sjálf- sagðara en að þessar fjórar ákveðnu dömur kölluðu hann afa frá fyrstu tíð. Þær vora þónokkrar stundimar þar sem setið var við eldhúsborðið í Fells- koti og heimsmálin rædd fram og aftur. Þar var hvergi komið c að tómum kofunum, afi Tóti hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og sagði það sem honum bjó í brjósti, hvort sem um var að ræða það sem var efst á baugi í Tungunum eða hugsan- lega inngöngu Islands í Evrópusambandið. Afi Tóti var eina afa- ígildið okkar systranna og við teljum okkur ríkari fyrir vikið. Elsku amma Kata og fjölskylda, við samhryggjumst ykkur. Guðríður, Þórhildur Ólöf, Jóhanna Katrín og Þórey Inga. 1 Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Ktinglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tviverknaÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.