Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 47
r MORGUNBLAÐIÐ ____________________________ÞRIBJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 47 MINNINGAR + Kristinn Reyr rithöfundur, tón- skáld og listmálari fæddist í Grindavík 30. desember 1914 og ólst þar upp og í Keflavík. Hann lést 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 17. ágúst. Fyrstu kynni mín af Kristni Reyr voru ópersónuleg, þau fólust í kynnum mínum af leikritum hans, ljóðun- um og lögunum þjóðkunnu og vin- sælu og sem sjómaður á yngri árum hafði ég og hef enn og að vonum ætíð gaman af „Sailorinn". Það mun vera það ljóð og lag sem einna oftast hef- ur verið flutt í útvarpi og ekki að undra. Þar er ein þehTa mörgu hliða á Kristni sem ég kynntist svo vel síð- ar í fari hans við persónuleg kynni, tóngáfan og gamansemin. Eg bið lesandann að virða mér til vorkunnar að ég birti þennan skemmtilega brag í heild: Þá var eg saiior á Sankti Kildu og sigldi kúrsinn, ef ekki rak og hærri öldur en Himal^ja sér helltu útí manns koníak. Þá var eg sailor á Sankti Kildu og sagður glíminn og hnefafær, víðkunnur sailor á sjó og landi, charmör frá hvirfli og niður í tær. Eg man á knæpu í Casablanca, að kvinnur drukku mín töfraorð. Og dansað gat eg og duflað meira en dátar þoldu við næstu borð. Þeir sóttu að mér frá aust og norðvest og aust og suðvest með loppumar. En kvinnum bauð eg að komast undan til Kildu minnar og striplast þar. Svo tók ég krusið. Og kreppti báða og kýldi móðinn úr þeirra her og komst að lokum í Kildugeimið með knæpuskriflið á herðum mér. II. Þessi bragur ber vott miklu næmi í fari manns sem aldrei stundaði sjó, en var hinsvegar kominn af sjó- mönnum í báðar ættir og sjómann- ssonur og andrúm verstöðvarinnar honum því í blóð borið. En Kristinn átti fleiri strengi í hörpu sinni, miklu fleiri, óskoraða samúð með lítil- magnanum og djúpa alvöru. Afi hans í föðurætt átti fimm syni og þrír þeirra drukknuðu í róðri á sama degi. Um þann atburð orti Kristinn ljóðið „Þann apríldag": Útvarhorft oguppisegl undan Gerðistöngum himinninn var kólgugrár hugsa eg til þess löngum. Útvarhorft ogekkertsegl undan Gerðistöngum himinninn var sagnafár hugsa eg til þess löngum. Ogenginnsá hvaðafamínum innifyrirbjó þann apríldag eráttihann synitvoálandi ogsyniþrjá ísjó. bók Halldórs, Barn náttúrunnar, og mælt- ist svo: Þú sagðir ein- hverntíma Halldór að við byrjuðum allir sem leirskáld, og vil ég nú biðja þig að árita þessa fyrstu bók þína. Hall- dór kunni að taka gamninu og brá hand- fljótur penna sínum: Asko, þú hefur lög að mæla og njóttu heill. IV. Sigfús Halldórsson, tónskáld og málari, hélt einu sinni sýningu í Keflavík í hús- næði bókabúðar Kristins Reyrs, sem Sigfús kvað þá réttilega hafa verið prímus mótor í menningarlífi staðar- ins. Og ég opnaði sýninguna með pomp og prakt og gaf meira að segja kokkteil, sagði Sigfús og hélt áfram: En enginn gaf mér neitt. Gestirnir héldu hver um sig að búið væri að hlaða mig heimboðum langt umfram magafylli. Ég ráfaði því um plássið einn og yfirgefinn með afganginn af kokkteilnum uns mér hugkvæmdist að kveðja dyra á heimili Kristins fremur en að verða úti þarna suður með sjó. Kristinn fékk hláturskast við sögu mína um píslargönguna í kulda og trekk og bauð mig og flösk- una hjartanlega velkomin og við settumst að kokkteilnum. Og ég held að ég hafi aldrei kynnst skemmti- legri manni, botnaði Sigfús sögu sína. Ég get svo sannarlega tekið í streng með Sigfúsi um stórskemmti- legar orðræður við Kristin. Við skiptumst á heimsóknum meðan heilsa hans leyfði og tókum síðan upp regluleg samskipti í síma og það voru óralöng símtöl og andlegur heilsubrunnur fyrir mig. Svo yfir- máta orðsnjall var viðmælandinn. V. Kristinn var maður með eindæm- um harður af sér; hann lét aldrei bil- bug á sér finna þrátt fyrir langvar- andi heilsubrest, og banabeður á sjúki-ahúsi breytti þar engu um. Ékkert var fjær skapgerð þessa manns en hugarvíl. Þarna sem hann lá og beið skapadóms síns sló hann sem fyrr á létta strengi við mig. Hjúkrunarkonurnar luku upp hurð- inni til að kanna hverju sætti sam- ræður á léttum nótum í sjúkrastofu dauðveiks manns. Skömmu áður en hann gaf upp andann vék talinu að hugsanlegu framhaldslífi. Hann spurði þá hvort ég þyrfti einhverja sérlega fyrirgreiðslu hans þegar ég kæmi á eftir honum á eilífðarströnd- ina. Ég bað hann þá að hafa tiltækan stóran kúst. Hann vildi þá vita hvað ég ætlaði að gera við kústinn. Ég kvaðst ætla að sópa með honum burt Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson. útfararstjóri Sími 567 9110 KRISTINN REYR og niður sálartetrum óvina minna þegar þeir skreiddust upþá skör Paradísar. Kristni brást ekki boga- listin, kímdi og spurði hvort ég þyrfti þá ekki jarðýtu! Kristinn var einna best máU farinn allra manna sem ég hef kynnst um dagana. Rómurinn mikill og skýr, enda afbragðs upp- lesari. Eg sá hann einu sinni í hlut- verki fundarstjóra á rithöfundaþingi þegar heitt var í kolunum, og hef ég hvorki fyrr né síðar orðið vitni að glæsilegri né skilmerkilegri fundar- stjóm og starfaði ég þó áratug á Al- þingi. I þessu hlutverki sem öðrum gerði hann ýtrustu kröfur til sín. Ög- unin og vandvirknin að hverju sem hann gekk var aðalsmerki hans. Út- gefin verk hans em hátt í 30 talsins, ljóð, leikrit, sönglög. Svanasöngur hans kom út 1993, 17 Ijóðalög, geis- ladiskur sem geislar af og inniheldur mörg ljóða hans og lög við þau og lög hans við ljóð margra góðskálda. Enn eitt dæmi um fjölhæfni hans er ón- efnt; hann málaði mikið sér til hugar- hægðar. Ráð Kristins, ef eftir var leitað, vom rammlega ígrunduð og voru til vitnis um hörkugreind hans; hann skoðaði mál skipulega, frá öllum hliðum, enda reyndust ráð hans jafn- an hollráð og ekki spillti gamansamt ívaf í bland. Kristinn var meðalmaður á hæð, fríður sýnum, manna best eygður, og fyrirmannlegur í fasi, þannig að minnti á rómverskan senator. En bak við formfast forhliðið, þaðan sem styrkur rómur barst, sló stórt hjarta. Og er þá ónefndur einn þáttur í fari hans, gjafmildin, og fara margar sögur af þeim eiginleika meðal barnabarna hans og var ekki ein- skorðuð við fjölskyldubönd, ef því var að skipta. Daginn áður en synir mínir héldu utan til háskólanáms boðsendi hann umslög til þeirra og innihaldið var hjartahlýjar óskir um fararheill og ríflegt skotsilfur. Við fráfall Kristins Reyrs er á skömmum tíma enn eitt stórt skarð höggvið í þröngan vinahóp minn. Ég bið nú vini mínum blessunar í æðri heimi með þökk fyrir langar og ómetanleg- ar samvistir hér á jörðu. Jóhannes Helgi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — Erfisdrykkjur 6UeHiA9ðhú/ið GftPi-inn Dalshraun 13 S. 555 4477 *555 4424 & h h h h h h h h h h h h h h h h iniiimnnn Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H H m. Persónuleg kynni okkar Kristins hófust fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar við vorum samherjar í átökum út af félagsmálum rithöfunda. Traustari og skemmtilegri samherja hef ég aldrei kynnst. Ein saga tengd þessum átökum, harðvítugri undir- skriftasöfnun, er til marks um gama- nsemi Kristins. Við knúðum þá án þess að boða okkur dyra hjá Halldóri og Auði á Gljúfrasteini og var boðið til stofu og var engu líkara en að Auður hefði sagnaranda um gesta- komu, því að við vorum ekki fyrr sestir í stofu en inn rann hjólaborð með rausnarlegum veitingum, knúið handafli húsfreyju. Þegar við að er- indi loknu stóðum upp til að kveðja dró Kristinn uppúr pússi sínu fyrstu LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalist; Íg S.HELGASON HF ISTEIIMSMIÐ J A SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 KRISTINN DAVÍÐSSON + Kristinn Davíðs- son fæddist í Reykjavík 11. maí 1952. Hann lést í Hafnarfirði 21. nó- vember 1999. For- eldrar hans eru Mar- ía Guðmundsdóttir og Davíð V. Erlends- son. Kristinn var elstur fjögurra systkina. Systur hans eru: Anna Guð- rún, gift Gary And- erson, Linda, gift Randy Anderson, og Lísa Björk, gift Giu- seppe Franco Corsaro. Þau eru öll búsett í Bandaríkjunum. Kristinn var ókvæntur og barnlaus. Útför Kristins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Kiddi minn. Mig langar að minnast þín með fáeinum orðum. Ég hugsa með hlýju til allra stundanna sem við áttum saman sem börn. Þú varst stóri bróðir minn sem alltaf gættir mín og hélst yftr mér vernd- arhendi. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir á Ásvallagöt- unni. Við lékum saman í snjónum, fórum oft saman á skauta á Tjörn- inni og í danstímana hjá Hermanni Ragnari. Stundum bauðst þú mér upp því af einhverjum orsökum varst þú alltaf að vernda mig. Þú varst svo klár að dansa og endaðir venjulega í sýningarflokki. Árið 1967 lá svo leið okkar til Bandaríkjanna en þangað fluttum við með foreldrum okkar. í byrjun vorum við ekki ánægð því við sökn- uðum vina okkar á íslandi, en það breyttist fljótt. Vlð áttum saman margar góðar stundir og eignuðumst marga góða vini. Við gengum saman í framhalds- skóla en þangað fékk ég oft far með þér á mótorhjólinu þínu. Síð- an útskrifaðist þú frá Los Altos Highschool árið 1970 með hæstu einkunn og pabbi og mamma voru mjög hreykin af þér. Við áttum svo samarf- margar skemmtilegar stundir á baðströndinni á Huntington Beach. Stuttu seinna skildu leiðir okkar þegar þú fluttir aftur til Islands og bjóst hjá afa og ömmu í Stóragerði 34. Mikið var tómlegt hjá okkur eftir að þú fórst, Kiddi minn. Eitt er það sem ég veit að þú varst góður maður sem vildi öllum vel. Þú varst sérstak- lega gjafmildur. Þú varst alltaf svo góður við Lindu, dóttur mína, þú komst ekki svo í heimsókn að þú færðir henni ekki eitthvað fallegt, enda þótti henni einstaklega vænt um þig og hún saknar þín mjög. Eins vil ég þakka þér fyrir allar Bubba Morthens-diskana sem þú hefur sent mér til Bandaríkjanna. Þú varst svo mikið fyrir tónlist og það eru mörg lög á þeim sem minna mig á þig. Mig langar til að segja fyrir hönd pabba og mömmu, Lindu, dótt- ur minnar, Lindu og Lísu, systra þinna að við elskuðum þig. Við mun- um alltaf sakna þín, en mest af öllu vonum við að þér líði nú vel og þú hafir fundið frið í hjarta þínu og sál. Guð geymi þig alltaf, Kiddi minn. Þín systir, Anna Guðrún. ‘ + Ástkær sonur okkar og bróðir, HARALDUR BRAGI BÖÐVARSSON, Reykjavíkurvegi 35, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum sunnudaginn 21. nóvember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju í dag, þriðjudaginn 30. nóvem- ber, kl. 15.00. Gígja Haraldsdóttir, Böðvar Bragason, Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir. Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HÁLFDAN VIBORG, Hrafnistu, Reykjavík, lést fimmtudaginn 25. nóvember. Jóhanna Viborg, Höskuldur Frímannsson, María Viborg, Ólafur Friðriksson og barnabörn. + Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS SIGURÐSSON fyrrverandi leigubílstjóri, lést á Landspítalanum sunnudaginn 28. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Laufey Sigurðardóttir, Elsa Jónasdóttir, Sigursteinn Kristinsson, Gylfi Jónasson, Guðný Kristjánsdóttir, barnabörn og bamabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.