Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 15

Morgunblaðið - 30.11.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 15 LANDIÐ OAT*l O 200 ljósa 1.990 kr. Grýlukertá Mikið úrval af ljósaseríum, aðventuljósum og perum í ýmsum gerðnm HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is s Attræður og marka- glöggur Borgarnesi - Ásmundur Eysteins- son frá Högnastöðum í Þverárhlíð er markaglöggur mjög. Hann hefur unnið í áratugi sem markaeftirlits- maður við sláturhúsið í Borgarnesi og starfaði þar sl. haust. Hann varð áttræður 23. október sl. og er trú- Iega með elstu starfsmönnum slát- urhúsa hér á landi. Ásmundur er heimilismaður á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. FuIIvíst má telja að hann mæti í sláturhúsið næsta haust svo framarlega sem líf og heilsa leyfir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Börnin tóku vel á móti kvenfélagskonunum og fögnuðu gjöfinni, Á myndinni eru standandi Eygló Aðal- steinsdóttir, leikskólastjóri, Iðunn Gísladóttir, Heiðdís Gunnarsdóttir, Alda Alfreðsdóttir, Sandra Silfá Ragnarsdóttir, Sigríður Rósa Björgvinsdóttir, formaður Kvenfélags Selfoss, og Þórdís Frímannsdóttir. Kvenfélag Selfoss með gjöf til fyrsta leikskólans KVENFÉLAG Selfoss afhenti ný- lega leikskólanum Glaðheimum á Selfossi sjónvarpstæki að gjöf. Kvenfélagið hefur alla tíð stutt við bakið á öllu því sem lýtur að velferð barna og unglinga en frá upphafi byggðar á Selfossi og frá stofnun félagsins hefur megináhersla þess Iegið á þessum málaflokki. Það var Sigurveig Sigurðardótt- ir, formaður kvenfélagsins til margra ára, sem afhenti tækið. Hún hefur einnig verið í for- ystusveit kvenfélaganna á Suður- landi. I ávarpi við afliendinguna rifjaði Sigurveig upp sögu leikskól- anna á Selfossi og gat þess að í framhaldi af áherslum félagsins á leikvelli fyrir börnin hefði komið fram þörfin á leikskóla. Fyrsti leik- skólinn sem kvenfélagið beitti sér fyrir var starfræktur í barnaskól- anum 1963 með Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur sem leikskóla- sljóra. Þessi starfsemi þótti takast það vel að farið var að huga að bygg- ingu leikskóla og árið 1966 var samþykkt teikning af fyrsta leik- skólanum. Hann var síðan tekinn í notkun 1. apríl 1968. Kvenfélagið átti 15% hlut í húsinu en félagið gaf öll húsgögn og leikföng til starfseminnar. Félagið annað- ist síðan rekst- ur skólans með bakstuðningi frá hrepp- snefnd fram til ársins 1977 að sveitarfélagið tók við rekstr- inum. Fyrsti leikskólastjór- inn í Glaðheim- um var Heiðdís Gunnarsdóttir og með henni starfaði Iðunn Gísladóttir sem leikskólakenn- Sigurveig Sigurðardóttir með fyrstu leikskólakenn- urunum í leikskólanum Glaðheimum á Selfossi, Ið- unni Gísladóttur og Heiðdfsi Gunnarsdóttur, ásamt Eygló Aðalsteinsdóttur, núverandi leikskólastjóra. *_ ATVR opnar verslun í Grindavík Islensk lömb kosta ekki undir 80 þús. krónum í Ameríku Bdk og bjdr í konuríki Grindavík - ÁTVR opnaði 24. nóvember verslun í Grindavík í Eyja- og Miklaholtshreppi - Sauð- fjársæðingastöð Vestui-lands hélt al- mennan fund fyrir sauðfjárbændur á Snæfellsnesi 23. nóvember sl. Ráðu- nautarnii- Lárus G. Birgisson og Jón Viðar Jónmundsson kynntu þá hrúta sem verða til noktunar í vetur. Ráðunautamir fóru yfir það helsta sem er að gerast í sauðfjárræktinni hérlenids, aðallega hvað varðar fram- farir í ræktun á kjöti sem hentar markaðnum þ.e. ræktun á sauðfé þar sem kjötmagn eykst en fitumagn minnkar. Einnig var minnst á markaðsmál. Þar kom m.a. fram að íslenskt sauðfé í Ameríku er mjög dýrt, venjulegt lamb á fæti er selt á um 80.000 kr. en þau dýrustu eru seld á allt að 250.000 ki'. Eru þau dýrustu forystulömb, móbotnótt og lömb sem eru með sjaldgæfan lit. Dálítið hefur verið selt af hrútasæði til Ameríku til að við- halda og framrækta íslenska stofninn þar. Sauðfjársæðingastöð Vesturlands og Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hafa gefið út í sameiningu veglegt rit þar sem allir hrútar eru kynntir í máli og myndum. Er þetta hið glæsileg- asta rit og mikill fengur í því fyrh' alla þá sem áhuga hafa á ræktunarstarfi. Morgunblaðið/Daníel Sauðfjárbændur á Snæfellsnesi ræða málin. samvinnu við Bókabúð Grinda- víkur. Eftir margra ára bið eru Grindvíkingar komnir með áfeng- isverslun í bæinn en þessi versl- un er sú þrítugasta og önnur hjá ÁTVR. í „opnunarteiti“ sem haldið var af þessu tilefni hélt Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, örlitla tölu og kom fram í máli hans að hann er óhress með umræðuna um þessar mundir um áfengis- útsölu; að látið sé að því liggja að hægt sé að aðskilja sölu á léttum vínum og bjór frá því sterka. „Það er ekki nema um 10% af þeim 11 milljón lítrum sem við áætlum að selja á þessu ári sem er sterkt vín þannig að ef taka á bjór og léttvín út úr rekstrinum er ekki neinn grundvöllur fyrir þesskonar verslun," sagði Hösk- uldur. Hann sagði einnig: „Hér hefur tekist vel til með alla hluti og vonandi þjónar þessi verslun Morgunblaðið/Garðar Páll Höskuldur Jónsson afhenti Helgu Emilsdóttur lyklana að áfengis- versluninni. Grindvíkingum vel.“ Helga Em- ilsdóttir verslunarstjóri þakkaði hlý orð og sagði jafnframt frá því að þennan opnunardag væri 15 ára afmæli Bókabúðar Grindavík- ur. „Þessi búð verður konuríki því hér ráða konur ríkjum,“ sagði „ríkisstjórinn", Helga Emilsdótt- ir, um leið og hún tók við lykla- völdunum úr hendi Höskuldar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.