Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 1
286. TBL. 87. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MÍRAFLÖRtS 'CÖ'Ctó
PANAMA CANAL
Reuters
Bandaríkjamenn afhenda Panamaskurð
BANDARÍKJAMENN afhentu
stjórnvöldum í Panama yfirráð
yfir Panamaskurðinum við hátíð-
lega athöfn í gær. Meðal þeirra
sem viðstaddir voru athöfnina
voru Mireya Moscoso, forseti
Panama, Jóhann Karl Spánarkon-
ungur og Jimmy Carter, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna. Sá
síðastnefndi gerði samkomulag
við Omar Torrijos, einræðisherra
í Panama, árið 1977 um að yfir-
ráð yfir skurðinum skyldu afhent
stjórnvöldum í Panama. Form-
lega mun yfirráðum Banda-
ríkjamanna ljúka um áramótin en
ástæða þess að athöfnin fór fram
í gær er sú að ráðamenn vildu
forðast að hún stangaðist á við
hátíðahöld sem fyrirhuguð eru
vegna árþúsundaskiptanna.
A myndinni sjást starfsmenn
við undirbúning athafnarinnar í
gær.
Iiinflutningsbann á nautakjöti
Frökkum veitt-
ur lokafrestur
Brussel. AP, AFP, Reuters.
BRESKIR fulltrúar á þingi
Evrópusambandsins, ESB, gripu í
gær tækifærið þegar nýtt hús
þingsins í Strassborg var tekið í
notkun við hátíðlega athöfn og
gengu út til að mótmæla innflutn-
ingsbanni Frakka á bresku nauta-
kjöti. Gerðist þetta er Jacques
Chirac, forseti Frakklands, hóf
ávarp sitt. Nokkrir þingmenn
skildu eftir styttu af kú sem
skreytt var breska fánanum.
„Setja verður Frökkum stólinn
fyrir dyrnar í Evrópusambandinu
þar til þeir læra að fara að lögum,“
sagði leiðtogi breskra íhaldsmanna
í þinginu. Hann bætti við að fram-
ferði Frakka hlyti að valda miklum
efasemdum um að þeir verði færir
um að taka við forsæti sambands-
ins í júlí á næsta ári.
Framkvæmdastjórn sambands-
ins gaf í gær Frökkum fimm daga
frest til að svara athugasemdum
vegna bannsins sem sambandið
ákvað að fella úr gildi í ágúst sl.
David Byrne, sem fer með málefni
heilbrigðis- og neytendamála í
framkvæmdastjórninni, sagði að
afléttu Frakkar ekki banninu áður
en fresturinn rynni út myndu þeir
verða dregnir fyrir dómstól ESB í
Lúxemborg.
Jospin óttast
almenningsálitið
Frakkar segjast ekki ætla að
hvika en þeir telja að Bretar hafi
ekki tryggt nógu vel að kjötið sé
laust við kúariðu. Lionel Jospin
forsætisráðherra sagði að sér hefði
komið á óvart að matvælaeftirlitið
franska skyldi ekki telja óhætt að
aflétta banninu en að ákvörðun
þess gerði ókleift fyrir hann að
fara að fyrirmælum ESB.
„Við hefðum gert út af við mat-
vælaeftirlitið og síðan hefði
franskur almenningur krossfest
okkur. Ég vil fremur að breskur
almenningur geri það ef ég á val,“
sagði ráðherrann.
Vísindanefnd ESB úrskurðaði í
október að breskt nautakjöt væri
jafnhæft til neyslu og annað nauta-
kjöt.
Rússar vilja ræða hlutskipti óbreyttra borgara í Grosní
Vollebæk býður
milligöngu ÖSE
iskvu, Alkhan-Júrt, Grosní. AFP, AP.
Japanskur
héraðsstjóri
Milljóna-
sekt fyrir
kynferðis-
lega áreitni
Tókýó. AP.
HÉRAÐSSTJÓRINN í Osaka í Jap-
an, Knock Yokoyama, hefur verið
dæmdur í sem svarar átta milljóna
króna sekt fyrir áreitni við unga
stúlku. Talsmenn kynjajafnréttis í
landinu segja að um tímamót sé að
ræða þar sem hefð sé fyrir því að
karlar megi beita kynferðislegri
áreitni óátalið.
„Þetta er stórt skref fram á við
fyrir réttindi kvenna,“ segir Haru-
eko Kato, prófessor í kvennafræðum
í Tókýó.
Yokoyama er fyrrverandi
skemmtikraftur og nú einn af þekkt-
ustu stjórnmálamönnum landsins.
Hann hefur margsinnis vísað ákær-
unni á bug en mætti ekki þegar mál-
ið var tekið fyrir í réttinum. Um-
rædd stúlka vann fyrir hann í
kosningum í vor og sakaði hann um
að hafa káfað á sér í bfl en falið á
meðan hendumar undir teppi. Stúlk-
an er 21 árs en héraðsstjórinn 67 ára.
Ekkert japanskt orð
yfír hugtakið
Ekki er til japanskt orð yfir hug-
takið kynferðisleg áreitni og nota
þeir því enska heitið. Fyrir þrem ár-
um vann kona er starfaði hjá útibúi
Mitsubishi í Bandaríkjunum mál er
hún höfðaði gegn japönskum yfir-
manni fyrir áreitni og fékk yfir tvö
þúsund milljónir króna í skaðabæt-
ur. Vakti málið mikla athygli í Japan.
RÁÐHERRA neyðaraðstoðar í rík-
isstjórn Rússlands, Sergei Shoigú,
segist ætla að ræða við Aslan
Maskhadov, forseta uppreisnarhér-
aðsins Tsjetsjníu, um hlutskipti
óbreyttra borgara í höfuðborginni
Grosní. Hét Shoigú því að reyna að
ná sambandi við forsetann í dag.
Óljóst er hve margir óbreyttir
borgarar eru enn í borginni. Ráð-
herrann taldi að þeir væru á bilinu
8.000 til 35.000, þeir hefðust við í
úthverfum en miðborgin væri rúst-
ir einar. Að sögn Shoigú verður
enginn lokafrestur settur fyrir
fólkið til að hafa sig á brott eins og
gert var í síðustu viku.
Rússneskir hermenn börðust í
gær við her Tsjetsjena við Severní-
flugvöllinn í austurjaðri Grosní og
heyrðust drunurnar frá stórskota-
liði Rússa vel í bænum Alkhan-
Júrt, um þrjá km frá borginni. Tal-
ið er að nokkur þúsund manns séu í
liði Tsjetsjena í höfuðborginni.
Fullyrt var að rússneskt fótgöngu-
lið hefði tekið borgina Shalí í gær
og er Grosní þá eina borgin í hérað-
inu sem Tsjetsjenar ráða enn yfir.
Rússneskir liðsforingjar segja að
ætlunin sé að nota liðsmenn úi-vals-
sveita og Tsjetsjena, hlynnta
Moskvustjórninni, til að taka
Grosní í áföngum en borgin hefur
verið umkringd rússneskum herj-
um frá því í liðinni viku. Margir
borgarbúar óttast stórskotaliðshríð
og loftárásir rússneska hersins og
kjósa þeir fremur að leita verndar í
kjöllurum og öðrum byrgjum. Er
talið að aðeins rúmlega 2.000
manns hafi flúið Grosní síðustu
daga til grannhéraðanna Dagest-
ans og Ingúsetíu.
Orðrómur er um að margir
óbreyttu borgaranna í Grosní séu
Rússar en ekki Tsjetsjenar. Sök-
uðu talsmenn stjórnvalda í Moskvu
leiðtoga Tsjetsjena í gær um að
stunda „þjóðarhreinsun" og meina
Rússum að yfirgefa borgina.
Knut Vollebæk, formaður Ör-
yggis- og samvinnustofnunar
Evrópu, ÖSE, heimsótti í gær Dag-
estan og kannaði kjör tsjetsjenskra
flóttamanna þar. Sagði Vollebæk
ÖSE myndu geta komið á fundi um
vopnahlé. En aðstoðarutanríkisráð-
herra Rússlands, Alexander
Avdeyenkó, sem var fylgdarmaður
Vollebæks, var lítt hrifinn. „Vopna-
hlé nú myndi gagnast hryðjuverka-
mönnunum,“ sagði hann.
Itar-Tass-fréttastofan hafði eftir
Maskhadov í gær að hann væri fús
að ræða við Rússa hefðu fulltrúar
ÖSE milligöngu.
Reuters
Aftur í
Cavern-
klúbb
Sir Paul McCartney kom í gær-
kvöldi fram í Cavern-klúbbnum í
Liverpool í fyrsta sinn í þrjá ára-
tugi. Hann scst hér æfa sig á sviði
kiúbbsins fræga fyrir tónleikana.
Þegar Bítlamir léku í klúbbnum í
upphafi ferilsins á sjöunda ára-
tugnum fengu þeir greidd fiinm
pund fyrir vikið.
MORGUNBLAÐIÐ 15. DESEMBER 1999
Lifað á Netinu í eitt ár
London. Daily Telegraph.
MAÐUR nokkur í Bandaríkjun-
um, DotComGuy að nafni, ætlar
að halda sig innan dyra að mestu
allt næsta ár til að sýna og sanna,
að hann geti sótt alla sína lífsbjörg
ígegnum Netið.
DotComGuy, 26 ára gamall
tölvufræðingur, sem flestir
þekkja betur sem Mitch Maddox,
ætiar að koma sér fyrir í húsi í
Dallas í Texas 1. janúar nk. og
ekki með annað en ígangsklæðin,
ferðatölvu og kreditkort. Er það
haft eftir talsmanni þeirra, sem
standa fyrir tilrauninni, að hún
hafi verið í undirbúningi í eitt ár
og liður í honum var, að Maddox
lét breyta nafni sínu í DotCom
Guy nú í haust.
Reglurnar eru strangar.
DotComGuy má ganga um í garð-
inum en ekki fara neitt frá nema
einhver í fjölskyldu hans veikist
alvarlega eða látist. Hann má þó
taka á móti gestum.
Talsmaður DotComGuys segist
ekki ráða neinum að fara að dæmi
hans enda sé með tilrauninni að-
eins verið að kanna hvað sé unnt í
þessum efnum.