Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristján
Skrúfan úr togaranum Svani EA frá Hrísey er sú eitthundraðasta sem tekin hefur verið til viðgcröar á skrúfuverkstaeði Slippstöðvarinnar á undan-
förnum tveimur árum. Hér eru þeir Gunnar Gunnarsson og Jónas Jónsson að koma skrúfunni í togarann á ný.
Hluti af
sprengi-
efninu
fannst
Framkvæmdasijóri STAR um niðurstöðu skipulagsstjóra
Ekki útilokað að rir-
skurður verði kærður
Skrúfuviðgerðir
mikilvægur þáttur
hjá Slippstöðinni
Gert hefur
verið við
100 skrúfur
á tveimur
árum
SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hef-
ur rekið sérstakt verkstæði til
viðgerða á skipsskrúfum und-
anfarin tvö ár og í gær voru
ákveðin tímamót, er lokið var
viðgerð á eitt hundruðustu
skrúfunni. Slippstöðin hefur á
þessum tíma verið í samstarfi
við hollenska fyrirtækið Van
Voorden Repair BV og hafa
starfsmenn Slippstöðvarinnar
fengið þjálfun á verkstæði og
rannsóknarstofu hollenska fyr-
irtækisins.
Skrúfuviðgerðir eru mikil-
vægur þáttur skipaþjónustunn-
ar og hefur Slippstöðin með
þessu samstarfi við hollenska
fyrirtækið styrkt mjög stöðu
sína hér á landi.
Auk þess að gera við skrúfur
skipa sem koma til viðhalds í
Slippstöðinni hefur fyrirtækið
fengið verkefni frá dráttar-
brautum víða um land, m.a. frá
Vestmannaeyjum, Njarðvík,
Stykkishólmi, Isafírði og Seyð-
isfírði. Þá bætast við skrúfuvið-
gerðarverkefni frá Stálsmiðj-
unni í Reykjavík, í kjölfar
sameiningar Slippstöðvarinar
og Stálsmiðjunnar nú um ára-
mótin.
Verkstæði Slippstöðvarinnar
er vel tækjum búið til mælinga
og viðgerða og þá eru tveir
starfsmenn með prófskírteini
frá tryggingafélaginu Lloyds í
suðu í skrúfublöð, þeir einu
hérlendis.
Sparar stórfé
í olíukostnaði
Marteinn Hámundarson,
verkefnisstjóri hjá Slippstöð-
inni, sagði viðgerðir á skrúfu-
blöðum hafa gengið mjög vel.
Hann sagði það hafa sýnt sig
mjög áþreifanlega að útgerðir
geti sparað stórfé í olíukostnaði
með því að láta gera við
skrúfublöðin á skipum sínum.
Einnig hefðu slitin skrúfublöð
áhrif á titring í skipum og
ganghraða.
Skrúfublöðin sem hafa verið
til viðgerðar eru af ýmsum
stærðum og gerðum. Stærstu
blöðin til þessa voru úr Húsvík-
ingi ÞH en hvert þeirra er 750
kg að þyngd og 3,60 metrar í
þvermál.
Hluti af
sprengi-
efninu
fannst
HLUTI af sprengiefninu, sem
stolið var úr geymslu við
Hagasmára í Kópavogi fyrstu
helgina í desember, fannst í
ólæstum gámi við Tunguháls í
Reykjavík í gær.
Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá lögreglunni í
Kópavogi, en alls fundust tæp
50 kfló af sprengiefni.
í tilkynningunni segir að
lögreglunni hafi borist ábend-
ing um að sprengiefnið og
hvellhetturnar væru í gámn-
um og að við athugun hefði
svo reynst vera og efnið flutt í
örugga geymslu.
Enn er þó talið að tvær túp-
ur, eða um 3 kíló af sprengi-
efni hafi ekki skilað sér og er
málið enn í rannsókn.
MAGNÚS Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri samstarfsnefndar um
álver í Reyðarfirði (STAR), segir að
ekki hafi verið ákveðið hvort ráðist
verði í frekara mat á umhverfisáhrif-
um álvers í Reyðarfírði eða hvort
úrskurður skipulagsstjóra um frek-
ara mat verði kærður til umhverfis-
ráðherra. Magnús segir að tíma- og
vinnuáætlun íslenskra stjórnvalda,
Landsvirkjunar og Norsk Hydro um
að tekin verði endanleg ákvörðun
um framkvæmdir í byrjun júní á
næsta ári geti vel staðist, hvor leiðin
sem farin verði.
„Við erum ekki búnir að taka
ákvörðun um hvað við gerum. Við
erum að skoða þennan úrskurð
gaumgæfilega. Það er ekki útilokað
að við kærum hann,“ sagði Magnús.
„Það er ýmislegt í úrskurðinum sem
kemur á óvart,“ bætti hann við.
Kærufrestur til 19.janúar
Frestur til að kæra úrskurð skipu-
lagsstjóra er til 19. janúar 2000.
Samkvæmt reglugerð um mat á
umhverfisáhrifum ber fram-
kvæmdaraðila að meta þá þætti sem
skipulagsstjóri tilgreinir í úrskurði
sínum um nauðsyn frekara mats á
umvherfisáhrifum. Þegar því mati
lýkur skilar framkvæmdaraðili
skýrslu um niðurstöðurnar til skipu-
lagsstjóra og hefst þá önnur athug-
un á matinu af hálfu skipulagsstjóra
og í raun samskonar ferli og þegar
um frummat er að ræða. Skipulag-
sstjóri birtir niðurstöður úr frekara
mati með opinberri auglýsingu inn-
an tveggja vikna frá því að skýrsla
framkvæmdaraðila barst honum.
Hægt er að skila athugasemdum við
frekara mat til skipulagsstjóra innan
fimm vikna frá birtingu auglýsingar-
innar, auk þess sem skipulagsstjóri
skal óska eftir umsögnum frá lög-
boðnum umsagnaraðilum og getur
leitað álits sérfræðinga.
Innan átta vikna frá því að skipu-
lagsstjóri hefur birt niðurstöður
frekara mats á umhverfisáhrifum
skal hann kveða upp rökstuddan
úrskurð þar sem hann getur fallist á
viðkomandi framkvæmd, lagst gegn
henni eða gert kröfu um frekari
könnun einstakra þátta.
Magnús segir að ekki ætti að taka
langan tíma að afla viðbótarupplýs-
inga ef sú leið verði fyrir valinu að
ráðast í frekara mat og ætti niðurs-
taða eða úrskurður skipulagsstjóra
varðandi það að liggja fyrir ekki síð-
ar en í maí.
Vinna miðast við
120 þúsund tonna álver
Magnús benti á að undirbúnings-
vinnan miðaðist við álver með 120
þúsund tonna árlegri afkastagetu,
sem er fyrsti áfangi verkefnisins.
„Núna er verið að undirbúa umsókn
um starfsleyfi fyrir 120 þúsund
tonna álver þannig að þessi vinna
sem framundan er miðar að því. Það
þarf hugsanlega að afla einhverra
viðbótarupplýsinga vegna starf-
sleyfisins. Það er alveg ljóst að það
eru ákveðin vandamál í tengslum við
byggingu 480 þúsund tonna álvers,
enda verður ákvörðun um stækkun
aldrei tekin fyrr en eftir að reynsla
er fengin af fyrsta áfanganum,"
sagði hann.
HOLTACARÐAR
Eftirlitsstofnun EFTA sendir frá sér staðfest álit
OPIÐ í DAG KL»
10-22
Skattfrelsi ríkisverðbréfa
kann að brjóta reglur EES
BONUI FRÁ 12-22
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hef-
ur sent íslenskum stjórnvöldum
staðfest álit þar sem gerðar eru
athugasemdir við ákvæði laga
varðandi eignarskattsfrelsi ís-
lenskra ríkisverðbréfa í saman-
burði við ríkisverðbréf annarra
þjóða á Evrópska efnahagssvæð-
inu. Geir H. Haarde, fjármálar-
áðherra, kynnti þetta á ríkisstjórn-
arfundi í gær, en íslensk
stjórnvöld hafa þrjá mánuði til
þess að bregðast við álitinu.
Geir sagði í samtali við Morgun-
blaðið að málið yrði tekið til skoð-
unar í ráðuneytinu og þeir hefðu
þrjá mánuði til þess að svara því.
Hann sæi í fijótu bragði ekki
ástæðu til þess að breyta ákvæð-
um laga í þessum efnum, en farið
yrði yfir málið innan ráðuneytis-
ins.
Einnig hlutabréf og
hlutdeildarskírteini
í áliti Eftirlitsstofnunarinnar
eru gerðar athugasemdir við 78.
gr. laga um tekju- og eignaskatt
og þar haldið fram að þau ákvæði
sem þar er að finna brjóti í bága
við samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið. Lýtur málið bæði að
greinarmun sem gerður er á
skattalegri meðferð innlendra og
erlendra ríkisskuldabréfa og einn-
ig að mun sem gerður er á hluta-
bréfum og hluddeildarskírteinum í
innlendum félögum og erlendum-
Er talið að hvort tveggja kunni að
brjóta gegn ákvæðum EES-samn-
ingsins um frjálsa fjármagnsflutn-
inga.
f
—'•MRMKP