Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 35 milljónir kr. veittar í stækkun hafnarsvæðisins úti á Granda Nú þegar borist umsókn- ír um Grandi ÁÆTLAÐ er að verja 35 milljónum króna í áframhald- andi stækkun gamla hafnar- svæðisins úti á Granda á næsta ári. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jón Þoivaldsson, forstöðu- mann Tæknideildar Reykja- víkurhafnar. Að sögn Jóns hefur verið unnið að stækkun hafnar- svæðisins vestur frá Fiskislóð í nokkur ár, én um er að ræða svæðið út frá aðstöðu Sorpu við Ánanaust. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 hektara uppfyllingu á þessu svæði og mun nýtt land að því loknu teygja sig frá Ánanaustum og út að olíutönkunum á Örfiris- ey- loðir Þessari framkvæmd hefur verið skipt upp í áfanga og sá áfangi sem unnið hefur verið að síðustu ár og veitt hefur verið 35 milljónum í á því næsta, tekur til 3 til 4 hektara svæðis. Jón sagði að þessum fyi-sta áfanga myndi væntanlega ljúka eftir rúmt ár, eða árið 2001, og að þá þegar yrðu um 2 til 3 hektarar byggingar- hæfir. Hann sagði að þegar hefðu borist umsóknir um lóð- ir, en að þau skilyrði væra sett að þarna yrði aðeins um hafnsækna starfsemi að ræða. Þau fyrirtæki sem þegar hafa sótt um að fá lóð á uppfylling- unni eru t.d. Ellingsen ehf., sem nú rekur verslun á Grandagarði 2 og Seglagerðin Ægir, sem nú er með starf- semi sína á Eyjarslóð. RKI losnar við leig’u Hverfisgata REYKJAVÍKURBORG hef- ur afhent Rauða krossi ís- lands til endurgjaldslausra afnota húsið Hverfisgötu 47, þar sem RKÍ hefur frá 1992 rekið Vin, athvarf fyrir geð- fatlaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri RKI, segir þetta viðurkenningu á starfi samtakanna í borginni undanfarna áratugi. Að sögn Jóns Björnsson- ar, framkvæmdastjóra þró- unar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar, hafa leigutekjur borgarinnar af húsinu verið um það bil 800 þús. kr. á ári en við hæfi þótti í tilefni af 75 ára af- mæli RKI að afhenda sam- tökunum húsið til endur- gjaldslausra afnota, svo lengi sem Vin verður rekin þar með núverandi hætti. Jón sagði m.a. litið til þess að starfsemi Vinjar snerti starfssvið borgarinnar. Borgin tilkynnti Rauða krossinum þessa einróma ákvörðun borgarráðs á af- mælisdegi samtakanna síð- astliðinn föstudag. „Við erum afskaplega án- ægð með þetta framlag og finnst það mikil viðurkenn- ing á því starfi, sem við er- um búin að sinna í borginni um árabil,“ sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum mjög þakklát." Morgunb]aðið/í>orkell Ný olíuskipahöfn í Örfirisey verður tekin í notkun í febrúar. Ný leigubflaskýh í miðborgina Miðborgin Á NÆSTUNNI verður sett upp skýli fyrir farþega leigubíla vestanmegin við Kalkofnsveg, á móts við at- hafnasvæði SVR. Um svip- að leyti verður leigubíla- skýlið við Mæðragarðinn við Lækjargötu, á móts við Vonarstræti, tekið niður og annað reist á sama stað. Þessar framkvæmdir eru, að sögn Stefáns Her- mannssonar, borgarverk- fræðings, samkvæmt samningi borgarinnar við fyrirtækið AFA JCDecaux ehf., sem hefur sett upp strætisvagnsskýli, auglýs- ingaskilti og almennings- salerni í borginni. Eins og aðrir samningar við fyrirtækið felur þessi í sér að settar verða auglýs- ingar á leigubílaskýlin og þess vegna kostar upp- setning þeirra borgina ekki krónu, að sögn borg- arverkfræðings. Hann sagði að lengi hefði verið að döfinni að koma upp þessum skýlum, þótt þörfin fyrir þau hafi nokkuð minnkað því ekki myndist jafnlangar biðrað- ir eftir leigubílum og áður nú eftir að reglur um af- greiðslutíma skemmtistaða hafa verið rýmkaðar. „Menn eru samt á því að það sé nauðsynlegt að hafa tvö skýli,“ sagði Stefán. Stefán segir að óánægja hafi verið með gamla skýl- ið við Mæðragarðinn. „Það hefur dregið mikinn fjölda að sér og nágrannar hafa orðið fyrir truflun. Það varð til þess að það var ákveðið að hafa skýlin tvö,“ segir hann. Nýju skýlin verða með sama út- liti og nýju strætisvagna- skýlin; jafnbreið og þau en lengri. Ný olíuhöfn Orfirisey FRAMKVÆMDIR við gerð nýrrar bryggju fyrir ol- íuskip úti í Orfírisey er að Ijúka um þessar mundir. Þetta kom fram í samtali við Jón Þorvaldsson, for- stöðumann tæknideildar Reykjavíkurhafnar, en hann sagðist gera ráð fyrir því að fyrstu olíuskipin myndu fá viðlegu í höfninni í febrúar n.k. Hingað til hafa olíuskipin þurft að liggja við bauju og dæla olíunni í land í gegn- um neðansjávarleiðslu. Framkvæmdir við nýju höfnina hafa staðið yfir frá árinu 1997. Hingað til hef- ur höfnin aðeins þjónað dreifíngu á olíu á ströndina en í febrúar geta tankskip, allt að 40 þúsund tonn að stærð, lagst þar að. Tillaga um að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur kanni lagagrundvöll vegna skuldsetningar Orkuveitunnar Ibúar annarra sveitar- félaga látnir greiða skuldir borgarinnar Hafnarfjörður TRYGGVI Harðarson, bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði, vill að sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur, sem kaupa þjón- ustu af borginni, boði til sam- ráðsfundar með þeim nági-- annasveitarfélögum, sem kaupa þjónustu af veitustofn- unum Reykjavíkurborgar, vegna þeirrar fyrirætlunar borgarinnar að láta veitu- stofnanir sínar yfirtaka 3 milljarða króna af skuldum borgarsjóðs á næsta ári, auk 1 milljarðs á þessu ári. Tryggvi segir þetta óbeina skattheimtu, sem ekki eigi sér lagastoð, og verið sé að láta íbúa nágrannasveitarfélag- anna greiða niður skuldir borgarinnar. Tillaga Tryggva var rædd í bæjarráði í síðustu viku og vís- að til bæjarstjórnar. Tryggvi sagði í samtali við Morgun- blaðið að sveitarfélögin hafi einkaleyfi, samkvæmt lögum, á ákveðnum þjónustuþáttum. Lög geri ráð fyrir að þjónustu- veitur standi undir sér en skili ekki arði enda séu þær reknar í skjóli einokunarvalds. „Sú tilhneiging hefur verið ríkari á síðustu árum að krefjast með einum eða öðrum hætti arðs af þessum þjónustufyrirtækjum sveitarfélaganna," sagði hann. „Með því hefur verið farið út í óbeina skattheimtu í gegnum veitustofnanirnar. Þetta era fyrirtæki, sem eru ekki á markaði og neytandinn á ekki íönurhúsað venda.“ Tryggvi sagði að laga- grundvöllur í þessum efnum væri að ýmsu leyti óljós og misvísandi en hann teldi rétt að sveitarfélögin, sem kaupa þjónustu af borginni, kanni réttarstöðu sína. Lagagrund- völlurinn er m.a. misvísandi, að sögn Tryggva, vegna þess að i sveitarstjómarlögum er almenn heimild til sveitar- stjóma til þess að reikna sér eðlilegt afgjald af rekstri stofnana en hins vegar sé í sérlögum, eins og lögum um vatnsveitur, engin heimild til þess að láta gjöld standa undir meiru en þjónustu, rekstri og framkvæmdum. Lögfræðing- ar sem Tryggvi hefur rætt við segja að sérlögin gangi framar almennri heimild sveitar- stjórnarlaganna. Tryggvi sagði að hvort held- ur rekstri veitustofnana borg- arinnar væri íþyngt með því að þær væru látnar taka yfir skuldii- eða með arðgreiðslum í borgarsjóð væru ekki for- sendur til að halda því fram að um væri að ræða skuldbind- ingar sem stofnað hefði verið til vegna rekstursins eða þjón- ustunnar sem veitt er. Greiða niður skuldir Reykjavíkur og sínar eigin Tryggvi sagði að með því að íþyngja veitufyrirtækjunum með þessum hætti væra íbúar nágrannasveitarfélaganna látnir taka þátt í því að greiða niður skuldir Reykjavíkur, fyrir utan að gi'eiða niður skuldir eigin sveitarfélags. Hann sagðist ekki vita ann- að en að samstaða væri um til- löguna í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Hann sagði að Hafnfirðing- ar teldu sig eiga 30-40 m.ki'. inni hjá Hitaveitu Reykjavík- ur, samkvæmt samningi sem gerður var um þjónustuna á sínum tíma. Þar hefðu verið ákvæði um að færa arður af hitaveitunni yfir ákveðna prósentutölu ætti Hafnar- fjörður rétt á hlutdeild í hagn- aði eftir ákveðinni reiknireglu. Ekki hefði verið látið reyna endanlega á innheimtu þess fjár en viðræður hefðu farið fram þar sem þráttað var um upphæðina án niðurstöðu. Hann sagði að samkvæmt ákveðnum útreikningum, sem gerðir hafi verið, hafi niður- stöður orðið þær að Hafnfirð- ingar greiði borginni 20-30 m.kr. í árlegan arð með kaup- um á heitu vatni en þeir kaupa ekki rafmagn af borginni. Sum sveitarfélög á svæðinu kaupa hins vegar bæði rafmagn og heitt vatn af borginni. Lægri skattheimta? Tryggvi sagði að þótt það væru íbúar Hafnarfjarðar en ekki Hafnarfjarðarbær sem hefðugreitt Hitaveitunni yfir- verðið ætti bærinn aðild að málinu, sem samningsaðili við Hitaveituna. Hugsanlega gæti bærinn nýtt þessa peninga til þess að lækka skattheimtu sína. Tryggvi sagði að nágranna- sveitarfélög Reykjavíkur hefðu af og til rekið upp rama- kvein, t.d. þegar borgin hafi látið greiða kostnað við bygg- ingu Perlunnar út úi' Hitaveit- unni. Hingað til hefði verið lát- ið við það sitja en nú væra þessar upphæðir orðnar það miklar og stórar að þetta væri orðið spurning um nýja skatt- heimtu sem ekki eigi sér stoð í lögum. Eins sé spurning hvort sveitarfélögin hafi sjálfdæmi um gjaldtöku á þjónustu, sem fram fari í skjóli einkaleyfis. „Fyrst og fremst vil ég láta kanna réttarstöðuna. Þetta er lagatæknilega flókið mál,“ sagði Tryggvi. Hann sagði að hann léti það ekki trufla sig að samherjar sínir í Samfylking- unni væru við stjórnvölinn í Reykjavíkurborg. „Þetta er ákveðið prinsíppatriði, hvort menn ætli að viðurkenna það sem skattstofn fyrir sveitarfé- lögin að reka fyrirtæki sem era með einkaleyfi fyrir rekstrinum. Ég lít svo á að þarna sé um sjálftöku að ræða því eðli þess- arar starfsemi með öðrum hætti en hjá fyrirtæki á sam- keppnismarkaði.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.