Morgunblaðið - 15.12.1999, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLADIÐ
LISTIR
I am er fyrsta plata Selmu Björnsdóttur, kom út hér á Sigurður Bragason syngur Mozartaríur við undirleik Baltnesku Hey Johnny! er fyrsta plata hljómsveitarinnar Mínus, sem
landi í nóvember og kemur út. erlendis eftir áramót. fílharmóníunnar í Lettlandi undir stjórn Guðniundar Emilsson- vann Músíktilraunir Tónabæjar fyrr á árinu.
Skífan með
á fimmta tug
nýrra titla
Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson leika
saman á tvö píanó og á plötunni eru upptökur
frá 1975-79.
Sögur 1980-90 er
með 34 lögum Bubba
og fylgir aukaplata
tekin upp á þessu ári.
Með sínu nefi og Dans
gleðinnar eru með
söng Vilhjálms Vil-
hjálmssonar.
PLÖTUÚTGÁFU Skífunnar
er nú fyrir jólin skipt niður
á útgáfumerki fyrirtækis-
ins þannig að þau eru rekin
sem aðskildar einingar; Skífan,
Spor, Dennis, Sproti, Islenskir tón-
ar, Fjólan, Vitund og Pottþétt. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Steinari
Berg ísleifssyni eru nýir titlar milli
40 og 50, en heildarútgáfan á annað
hundraðið þegai' endunltgáfur eru
taldar.
Skífan
Skífan er útgáfumerki sem sinnir
nýrri íslenskri útgáfu í popp/dægur-
tónlist og barnaefni.
Gunni og Felix - Landkönnuðir er
þriðja plata þeirra félaganna Gunna
og Felix. Á þessari plötu gerast þeir
félagar landkönnuðir og hefja ferð-
ina á Þingvöllum, en fara þaðan með
TF-Hugarflugi til framandi heima
og feta í fótspor frægra landkönn-
uða.
Þjóðleikhúsið - Rent er plata með
tónlist úr sýningu Þjóðleikhússins á
söngleiknum Rent. Söngleikurinn
var frumsýndur á Broadway árið
1996 og fjallar um unga, fátæka lista-
menn í New York, sem berjast fyrir
draumum sínum í hörðum heimi
stórborgarinnar.
Leikfélag Reykjavíkur - Litla
hryllingsbúðin er tónlist úr sýning-
unni í Borgarleikhúsinu.
Söngleikurinn Litla hryllingsbúð-
invar frumsýndur á Islandi fyrir um
15 árum og þessi nýja uppsetning
LR hefur fengið góða dóma.
SSSól - 8899
Hér eru tekin saman bestu lög
Sólarinnar, en einnig eru fjögur ný
lög á þessari tvöföldu safnplötu.
Geirmundur Valtýsson - Dönsum.
Þessi plata var tekin upp á þessu
ári undir stjórn Magnúsar Kjartans-
sonar .og skartar úrvali íslenskra
söngvara og hljóðfæraleikara s.s.
Páli Rósinkranz, Guðrúnu Gunnar-
sdóttur, Rúnari Júlíussyni, Ara
Jónssyni og Helgu Möller.
Ýmsir - íslandslög 4. Fremstur
meðal jafningja á þessari plötu fer
Björgvin Halldórsson sem framleiðir
og stjórnar verkinu. Flytjendur á
plötunni auk hans eru m.a.: Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson, Guð-
rún Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens,
Sigríður Beinteinsdóttir og Álfta-
gerðisbræður.
Spor
Spor er útgáfumerki sem sinnir
nýrri íslenskri útgáfu í popp/dægur-
tónlist og barnaefni. Einnig endurút-
gáfur frá Steinum.
Selma -1 am er fyrsta plata Selmu
Björnsdóttur. Platan kom út á ís-
landi í nóvember en um alla Evrópu í
byrjun næsta árs á vegum Univer-
sal-útgáfunnar. Þoiwaldur Bjarni
Þorvaldsson sér um lagasmíðar og
útsetningar. Á plötunni er m.a. lagið
All out of luck, ásamt 11 öðrum lög-
um. Platan var hljóðrituð á íslandi
og hljóðblöndun fór fram í London
og Stokkhólmi.
Sálin hans Jóns míns - 12. ágúst
99. Eins og nafnið gefur til kynna var
þessi plata hljóðrituð hinn 12. ágúst
sl. á tónleikum Sálarinnar í Loft-
kastalanum. Sálin lék þar „óra-
fmagnaðar" útgáfur margra sinna
vinsælustu laga en einnig fengu tvö
ný lög að fljóta með.
Land og synir - Herbergi 313.
Þessi önnur plata Lands og sona var
hljóðrituð á tímabilinu frá mars til
september á þessu ári. Hljóðblöndun
fór fram í Puk Studios í Danmörku.
Á plötunni eru m.a. lögin Lending
407 og Allt á hreinu ásamt níu öðrum
nýjum lögum.
Ýmsir - Jabadabadúúú! er barna-
plata fyrir fólk á öllum aldri með vin-
sælum lögum úr teiknimyndum frá
undanförnum árum og áratugum.
Flytjendur eru Hreimur Örn Heim-
isson (Land og synir), Selma Björns-
dóttir, Stefán Karl Stefánsson, Atli
Rafn Sigurðarson, Margrét Eir,
Grímur Gíslason, Bergsveinn Ari-
líusson (Sóldögg) og Páll Rósin-
kranz.
Papar - Ekkert liggur á. í þetta
sinn róa Papar á frumsamin mið í
bland við þá írsku slagara sem þeir
eru hvað þekktastir fyrir. Dan Cassi-
dy semur flest lög plötunnar en með-
al textahöfunda eru Friðrik Sturlu-
son og Davíð Þór Jónsson.
Haukur Heiðar Ingólfsson og fé-
lagar - Á ljúfum nótum. Læknirinn
Haukur Heiðar er löngu landsþekkt-
ur píanóleikari, m.a. fyrir samstarf
sitt með Ómari Ragnarssyni. Á þess-
ari plötu nýtur hann aðstoðar Árna
Scheving, Vilhjálms Guðjónssonar
og fleiri.
Dennis
Hjá Dennis er helst að fínna ný-
gróður í íslenskri rokk eða danstón-
list.
Ensími - BMX er ný plata frá
Ensími, sem var valin bjartasta von
ársins 1998 á íslensku tónlistarverð-
laununum í fyrra.Upptökustjórinn
Steve Albini leggur línurnar á þess-
ari nýju plötu.
Mínus - Hey Johnny! er fyrsta
plata rokkhljómsveitarinnar Mínus,
sem vann Músíktilraunir Tónabæjar
Sproti
Hjá Sprota er helst að finna nýgr-
óður í íslenskri rokk- eða danstónl-
ist.
Maus - I þessi sekúndubrot er
fjórða plata hljómsveitarinnar Maus,
en fyrir þá síðustu hlutu þeir félagar
níu tilnefningar til Islensku tónlist-
arverðlaunanna og voru kjörnir
hljómsveit ársins. Að auki komust 6
lög af plötunni inn á Islenska listann.
Páll Borg og Daníel Ágúst Haralds-
son stjórnuðu upptökum á nýju plöt-
unni í félagi við Mausara.
200.000 naglbítar - Vögguvísur
fyrir skuggaprins. Á plötunni eru
m.a. lögin 200.000 naglbítar, Lítill
fugl, Toksík Allah og Lítil börn. Það
var Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson sem
hljóðblandaði en laga-
og textasmíðar eru
sem fyn’ í höndum Vil-
helms Antonar Jóns-
sonar.
Gus Gus - This is
normal er önnur plata
Gus Gus. Hljómsveitin
hefur haldið tvenna
tónleika hér á landi og
ferðast víða til að
fylgja plötunni eftir.
íslenskir tónar
Islenskir tónar er
endurútgáfumerki.
Ferilsplötur ákveð-
inna listamanna eða
safnplötur með þema-
tísku innihaldi. Is-
lenskir tónar endurút-
gefa einnig þær plötur
sem upprunalega
komu út undir merkj-
um Fálkans og SG
Hljómplatna.
Bubbi Morthens -
Sögur 1980-1990. í
þessari útgáfu eru 34
lög á tveimur plötum
og með fylgir svo
aukaplata sem Bubbi
tók upp fyrr á þessu
ári.
Pálmi Gunnarssön
- Séð og heyrt er tvö-
föld safnplata með
mörgum af þekktari
lögum Pálma.
Björgvin Halldórsson og gestir -
Bestu jólalög Björgvins er tvöföld
plata með jólalögum og eru flytjend-
ur ásamt Björgvini m.a. þau Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Helgi Bjömsson,
Eyjólfur Kristjánsson, Bjarni Ara-
son, Svala Björgvinsdóttir og Ruth
Reginalds.
Vísnaplatan II - Út um græna
grundu er síðari plata þeirra Björg-
vins Halldórssonar og Gunnars
Þórðarsonar, en þeir gerðu saman
vísnaplötuna Einu sinni var, sem
hefur nú selst í yfir 30.000 eintökum.
Ýmsir - Icelandic folk favourites
er plata með lögum, sem hafa verið
eftirlæti íslensku þjóðarinnar, og eru
flytjendur einsöngvarar, tríó og kór-
ar. Karlakór Reykjavíkur - Hraustir
menn er úrval laga með Karlakór
Reykjavíkur. Upptökurnar eru frá
árunum 1953-1975 og komu upp-
runalega út undir merkjum SG
hljómplatna. Meðal laga eru Hraust-
ir menn, Svanasöngur á heiði, Á
Sprengisandi, Sprettur, Drauma-
landið, Smalastúlkan, Búðarvísur, O,
fögur er vor fósturjörð.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Með
sínu nef. Þessi plata Vilhjálms heit-
ins kom fyrst út árið 1976 með lögum
við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk.
Meðal lagahöfunda eru Gunnar
Þórðarson, Magnús Eiríksson,
Magnús Kjartansson o.fl. Vilhjálmur
Vilhjálmsson -Dans gleðinnar er úr-
val vinsælustu laga Vilhjálms.
Ýmsir - I dalnum, Eyjalögin sí-
vinsælu er plata með þjóðhátíðariög-
um og öðrum lögum sem tengjast
Vestmannaeyjum á einhvem hátt.
Meðal flytjenda eru: Greifarnir,
Skítamórall, Hreimur og Lunda-
kvartettinn, Stuðmenn og Papar.
Mezzoforte - Garden Party Time
Öll bestu og vinsælustu lög Mezzo-
forte á einni plötu. Að auki fylgtr sér-
stök plata sem inniheldur endur-
hljóðblandanir á laginu Garden
Party.
Ýmsir - Óskalögin 3. Árið 1997
kom út fyrsta platan í útgáfuröðinni
Óskalögin en hún innihélt vinsæl-
ustu lög áranna 1955-1965. Nú er
komið að þriðju plötunni sem er með
lögum frá 1965-1975. Flytjendur á
plötunni eru m.a. Hljómar, Ragnar
Bjamason, Geimnundur Valtýsson,
Hljómsveit Ingimars Eydal, Tatar-
ar, Trúbrot, Mánar og Roof Tops.
Fjólan
Fjólan er útgáfumerki sem sinnir
klassíski-i tónlist, djasstónlist og
sambærilegum tónlistarstefnum.
Sigurður Bragason/Guðmundur
Emilsson - Mozart aríur og forleikir
Sigurður Bragason barítonsöngv-
ari syngur aríur eftir Mozart við
undirleik Baltnesku fílharmoníunar í
Lettlandi undir stjórn Guðmundar
Emilssonar.
Gísli Magnússon/ Halldór Har-
aldsson - Ýmis verk. Gísli Magnús-
son og Halldór Haraldsson em
landsþekktir fyrir samleik á tvö pía-
nó. Árið 1979 var gefin út hljómplat-
an Tvö píanó þar sem vom leikin
verk eftir Stravinskí og Lutoslawski.
Þessi verk em meðal annarra á þess-
ari plötu,
Vitund
Vitund er útgáfumerki sem sinnir
nýaldartónlist og heimstónlist.
Human Body Orchestra - High
North er fyrsta geislaplata Human
Body Orchestra, sem byggir tónlist
sína alfarið á líkamshljómum og
röddum. Stofnendur sveitarinnar
era þau Ragnhildur Gísladóttir og
Jakob Frímann Magnússon.
Friðrik Karisson - Hugar Ró. Ár-
ið 1997 sendi Friðrik frá sér plötuna
Lífsins fljót með slökunartónlist og á
þessari nýju plötu.
Pottþétt
Pottþétt er safnplötumerki og gef-
ur út Pottþétt-safnplöturnar ásamt
öðrum safnplötum.
Ýmsir - Sælustundir er sjálfstætt
framhald af Sælustundum sem kom
út á síðasta ári. Á plötunni er að
finna lög með frægum listamönnum.
Ýmsir - Pottþétt popp er safnplata
með úrvali popplaga síðustu missera.
Ýmsir - Pottþétt 18 er safn vin-
sælla laga líðandi stundar.
Ýmsii- - Pottþétt 1998 er safnplata
með vinsælum lögum ársins.
Morgunblaðið/Helgi
Úr leikritinu Þrettándakvöld sem Leikfélag Ólafsvíkur sýnir um þessar mundir.
Shakespeare á
fjölunum á Klifi
Morgunblaðið. Ólafsvík.
HJÁ Leikfélagi Ólafsvíkur hafa staðið yfir
æfíngar frá því í lok október á leikritinu
Þrettándakvöld eftir Shakespeare í þýð-
ingu Helga Hálfdanarsonar og var verkið
frumsýnt um helgina.
Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir, en
aðstoðarleiksljóri cr Kolbrún Þóra Björns-
dóttir. Leikendur cru alls fjórtán, auk að-
stoðarfólks, og koma víðsvcgar að úr Snæ-
fellsbæ. Margir leikenda eru nemar í
Fjölbrautaskóla Vesturlands sem starfræk-
ir deild í Ólafsvík og einnig leika í leikrit-
inu nemendur úr Grunnskóla Ólafsvíkur.
Vegna þátttöku nemendanna er ekki
hægt að hafa margar sýningar.
Leikfélag Ólafsvíkur er yfír 50 ára gam-
alt og er núverandi formaður Kolbrún Þóra
Björnsdóttir.