Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ LISTIR I am er fyrsta plata Selmu Björnsdóttur, kom út hér á Sigurður Bragason syngur Mozartaríur við undirleik Baltnesku Hey Johnny! er fyrsta plata hljómsveitarinnar Mínus, sem landi í nóvember og kemur út. erlendis eftir áramót. fílharmóníunnar í Lettlandi undir stjórn Guðniundar Emilsson- vann Músíktilraunir Tónabæjar fyrr á árinu. Skífan með á fimmta tug nýrra titla Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson leika saman á tvö píanó og á plötunni eru upptökur frá 1975-79. Sögur 1980-90 er með 34 lögum Bubba og fylgir aukaplata tekin upp á þessu ári. Með sínu nefi og Dans gleðinnar eru með söng Vilhjálms Vil- hjálmssonar. PLÖTUÚTGÁFU Skífunnar er nú fyrir jólin skipt niður á útgáfumerki fyrirtækis- ins þannig að þau eru rekin sem aðskildar einingar; Skífan, Spor, Dennis, Sproti, Islenskir tón- ar, Fjólan, Vitund og Pottþétt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Steinari Berg ísleifssyni eru nýir titlar milli 40 og 50, en heildarútgáfan á annað hundraðið þegai' endunltgáfur eru taldar. Skífan Skífan er útgáfumerki sem sinnir nýrri íslenskri útgáfu í popp/dægur- tónlist og barnaefni. Gunni og Felix - Landkönnuðir er þriðja plata þeirra félaganna Gunna og Felix. Á þessari plötu gerast þeir félagar landkönnuðir og hefja ferð- ina á Þingvöllum, en fara þaðan með TF-Hugarflugi til framandi heima og feta í fótspor frægra landkönn- uða. Þjóðleikhúsið - Rent er plata með tónlist úr sýningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Rent. Söngleikurinn var frumsýndur á Broadway árið 1996 og fjallar um unga, fátæka lista- menn í New York, sem berjast fyrir draumum sínum í hörðum heimi stórborgarinnar. Leikfélag Reykjavíkur - Litla hryllingsbúðin er tónlist úr sýning- unni í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn Litla hryllingsbúð- invar frumsýndur á Islandi fyrir um 15 árum og þessi nýja uppsetning LR hefur fengið góða dóma. SSSól - 8899 Hér eru tekin saman bestu lög Sólarinnar, en einnig eru fjögur ný lög á þessari tvöföldu safnplötu. Geirmundur Valtýsson - Dönsum. Þessi plata var tekin upp á þessu ári undir stjórn Magnúsar Kjartans- sonar .og skartar úrvali íslenskra söngvara og hljóðfæraleikara s.s. Páli Rósinkranz, Guðrúnu Gunnar- sdóttur, Rúnari Júlíussyni, Ara Jónssyni og Helgu Möller. Ýmsir - íslandslög 4. Fremstur meðal jafningja á þessari plötu fer Björgvin Halldórsson sem framleiðir og stjórnar verkinu. Flytjendur á plötunni auk hans eru m.a.: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson, Guð- rún Gunnarsdóttir, Bubbi Morthens, Sigríður Beinteinsdóttir og Álfta- gerðisbræður. Spor Spor er útgáfumerki sem sinnir nýrri íslenskri útgáfu í popp/dægur- tónlist og barnaefni. Einnig endurút- gáfur frá Steinum. Selma -1 am er fyrsta plata Selmu Björnsdóttur. Platan kom út á ís- landi í nóvember en um alla Evrópu í byrjun næsta árs á vegum Univer- sal-útgáfunnar. Þoiwaldur Bjarni Þorvaldsson sér um lagasmíðar og útsetningar. Á plötunni er m.a. lagið All out of luck, ásamt 11 öðrum lög- um. Platan var hljóðrituð á íslandi og hljóðblöndun fór fram í London og Stokkhólmi. Sálin hans Jóns míns - 12. ágúst 99. Eins og nafnið gefur til kynna var þessi plata hljóðrituð hinn 12. ágúst sl. á tónleikum Sálarinnar í Loft- kastalanum. Sálin lék þar „óra- fmagnaðar" útgáfur margra sinna vinsælustu laga en einnig fengu tvö ný lög að fljóta með. Land og synir - Herbergi 313. Þessi önnur plata Lands og sona var hljóðrituð á tímabilinu frá mars til september á þessu ári. Hljóðblöndun fór fram í Puk Studios í Danmörku. Á plötunni eru m.a. lögin Lending 407 og Allt á hreinu ásamt níu öðrum nýjum lögum. Ýmsir - Jabadabadúúú! er barna- plata fyrir fólk á öllum aldri með vin- sælum lögum úr teiknimyndum frá undanförnum árum og áratugum. Flytjendur eru Hreimur Örn Heim- isson (Land og synir), Selma Björns- dóttir, Stefán Karl Stefánsson, Atli Rafn Sigurðarson, Margrét Eir, Grímur Gíslason, Bergsveinn Ari- líusson (Sóldögg) og Páll Rósin- kranz. Papar - Ekkert liggur á. í þetta sinn róa Papar á frumsamin mið í bland við þá írsku slagara sem þeir eru hvað þekktastir fyrir. Dan Cassi- dy semur flest lög plötunnar en með- al textahöfunda eru Friðrik Sturlu- son og Davíð Þór Jónsson. Haukur Heiðar Ingólfsson og fé- lagar - Á ljúfum nótum. Læknirinn Haukur Heiðar er löngu landsþekkt- ur píanóleikari, m.a. fyrir samstarf sitt með Ómari Ragnarssyni. Á þess- ari plötu nýtur hann aðstoðar Árna Scheving, Vilhjálms Guðjónssonar og fleiri. Dennis Hjá Dennis er helst að fínna ný- gróður í íslenskri rokk eða danstón- list. Ensími - BMX er ný plata frá Ensími, sem var valin bjartasta von ársins 1998 á íslensku tónlistarverð- laununum í fyrra.Upptökustjórinn Steve Albini leggur línurnar á þess- ari nýju plötu. Mínus - Hey Johnny! er fyrsta plata rokkhljómsveitarinnar Mínus, sem vann Músíktilraunir Tónabæjar Sproti Hjá Sprota er helst að finna nýgr- óður í íslenskri rokk- eða danstónl- ist. Maus - I þessi sekúndubrot er fjórða plata hljómsveitarinnar Maus, en fyrir þá síðustu hlutu þeir félagar níu tilnefningar til Islensku tónlist- arverðlaunanna og voru kjörnir hljómsveit ársins. Að auki komust 6 lög af plötunni inn á Islenska listann. Páll Borg og Daníel Ágúst Haralds- son stjórnuðu upptökum á nýju plöt- unni í félagi við Mausara. 200.000 naglbítar - Vögguvísur fyrir skuggaprins. Á plötunni eru m.a. lögin 200.000 naglbítar, Lítill fugl, Toksík Allah og Lítil börn. Það var Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem hljóðblandaði en laga- og textasmíðar eru sem fyn’ í höndum Vil- helms Antonar Jóns- sonar. Gus Gus - This is normal er önnur plata Gus Gus. Hljómsveitin hefur haldið tvenna tónleika hér á landi og ferðast víða til að fylgja plötunni eftir. íslenskir tónar Islenskir tónar er endurútgáfumerki. Ferilsplötur ákveð- inna listamanna eða safnplötur með þema- tísku innihaldi. Is- lenskir tónar endurút- gefa einnig þær plötur sem upprunalega komu út undir merkj- um Fálkans og SG Hljómplatna. Bubbi Morthens - Sögur 1980-1990. í þessari útgáfu eru 34 lög á tveimur plötum og með fylgir svo aukaplata sem Bubbi tók upp fyrr á þessu ári. Pálmi Gunnarssön - Séð og heyrt er tvö- föld safnplata með mörgum af þekktari lögum Pálma. Björgvin Halldórsson og gestir - Bestu jólalög Björgvins er tvöföld plata með jólalögum og eru flytjend- ur ásamt Björgvini m.a. þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Helgi Bjömsson, Eyjólfur Kristjánsson, Bjarni Ara- son, Svala Björgvinsdóttir og Ruth Reginalds. Vísnaplatan II - Út um græna grundu er síðari plata þeirra Björg- vins Halldórssonar og Gunnars Þórðarsonar, en þeir gerðu saman vísnaplötuna Einu sinni var, sem hefur nú selst í yfir 30.000 eintökum. Ýmsir - Icelandic folk favourites er plata með lögum, sem hafa verið eftirlæti íslensku þjóðarinnar, og eru flytjendur einsöngvarar, tríó og kór- ar. Karlakór Reykjavíkur - Hraustir menn er úrval laga með Karlakór Reykjavíkur. Upptökurnar eru frá árunum 1953-1975 og komu upp- runalega út undir merkjum SG hljómplatna. Meðal laga eru Hraust- ir menn, Svanasöngur á heiði, Á Sprengisandi, Sprettur, Drauma- landið, Smalastúlkan, Búðarvísur, O, fögur er vor fósturjörð. Vilhjálmur Vilhjálmsson - Með sínu nef. Þessi plata Vilhjálms heit- ins kom fyrst út árið 1976 með lögum við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Meðal lagahöfunda eru Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Magnús Kjartansson o.fl. Vilhjálmur Vilhjálmsson -Dans gleðinnar er úr- val vinsælustu laga Vilhjálms. Ýmsir - I dalnum, Eyjalögin sí- vinsælu er plata með þjóðhátíðariög- um og öðrum lögum sem tengjast Vestmannaeyjum á einhvem hátt. Meðal flytjenda eru: Greifarnir, Skítamórall, Hreimur og Lunda- kvartettinn, Stuðmenn og Papar. Mezzoforte - Garden Party Time Öll bestu og vinsælustu lög Mezzo- forte á einni plötu. Að auki fylgtr sér- stök plata sem inniheldur endur- hljóðblandanir á laginu Garden Party. Ýmsir - Óskalögin 3. Árið 1997 kom út fyrsta platan í útgáfuröðinni Óskalögin en hún innihélt vinsæl- ustu lög áranna 1955-1965. Nú er komið að þriðju plötunni sem er með lögum frá 1965-1975. Flytjendur á plötunni eru m.a. Hljómar, Ragnar Bjamason, Geimnundur Valtýsson, Hljómsveit Ingimars Eydal, Tatar- ar, Trúbrot, Mánar og Roof Tops. Fjólan Fjólan er útgáfumerki sem sinnir klassíski-i tónlist, djasstónlist og sambærilegum tónlistarstefnum. Sigurður Bragason/Guðmundur Emilsson - Mozart aríur og forleikir Sigurður Bragason barítonsöngv- ari syngur aríur eftir Mozart við undirleik Baltnesku fílharmoníunar í Lettlandi undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Gísli Magnússon/ Halldór Har- aldsson - Ýmis verk. Gísli Magnús- son og Halldór Haraldsson em landsþekktir fyrir samleik á tvö pía- nó. Árið 1979 var gefin út hljómplat- an Tvö píanó þar sem vom leikin verk eftir Stravinskí og Lutoslawski. Þessi verk em meðal annarra á þess- ari plötu, Vitund Vitund er útgáfumerki sem sinnir nýaldartónlist og heimstónlist. Human Body Orchestra - High North er fyrsta geislaplata Human Body Orchestra, sem byggir tónlist sína alfarið á líkamshljómum og röddum. Stofnendur sveitarinnar era þau Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon. Friðrik Karisson - Hugar Ró. Ár- ið 1997 sendi Friðrik frá sér plötuna Lífsins fljót með slökunartónlist og á þessari nýju plötu. Pottþétt Pottþétt er safnplötumerki og gef- ur út Pottþétt-safnplöturnar ásamt öðrum safnplötum. Ýmsir - Sælustundir er sjálfstætt framhald af Sælustundum sem kom út á síðasta ári. Á plötunni er að finna lög með frægum listamönnum. Ýmsir - Pottþétt popp er safnplata með úrvali popplaga síðustu missera. Ýmsir - Pottþétt 18 er safn vin- sælla laga líðandi stundar. Ýmsii- - Pottþétt 1998 er safnplata með vinsælum lögum ársins. Morgunblaðið/Helgi Úr leikritinu Þrettándakvöld sem Leikfélag Ólafsvíkur sýnir um þessar mundir. Shakespeare á fjölunum á Klifi Morgunblaðið. Ólafsvík. HJÁ Leikfélagi Ólafsvíkur hafa staðið yfir æfíngar frá því í lok október á leikritinu Þrettándakvöld eftir Shakespeare í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar og var verkið frumsýnt um helgina. Leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir, en aðstoðarleiksljóri cr Kolbrún Þóra Björns- dóttir. Leikendur cru alls fjórtán, auk að- stoðarfólks, og koma víðsvcgar að úr Snæ- fellsbæ. Margir leikenda eru nemar í Fjölbrautaskóla Vesturlands sem starfræk- ir deild í Ólafsvík og einnig leika í leikrit- inu nemendur úr Grunnskóla Ólafsvíkur. Vegna þátttöku nemendanna er ekki hægt að hafa margar sýningar. Leikfélag Ólafsvíkur er yfír 50 ára gam- alt og er núverandi formaður Kolbrún Þóra Björnsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.