Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 45
Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475
í Kolaportinu
Ótrúlegi úrwal csf
nýjum geisla-
diskum a kr. 300,-
Mikið af tónlist sem ekki hefur
sést óður hér á landi. Einnig
falleg veggteppi á góðu verði.
Ótrúleat úrwal af
II 9 r | »
Sjosum, lompum
og heimilistækjum
Sjónvörp og hljómtæki á
frábæru verði. Einnig verkfæri,
hnífasett og ýmis gjafavara.
Ótrúlegt úrval af
Tilboð á ofnpottum. Verð frá
kr. 1990. Frábærvara. Kaffi-
könnur og fleira á góðu verði.
Ótrúlegt úrval af
gjafavöru og
*»•»?:; -•• C3"
* I ^ ^ ** ■ '
Fjarstýrðir bílar á kr. 1 500 og
úrval af loðdýrum. Töskur
frá kr. 1200. Urval af glervöru.
Ótrúlegt úrval af
handofnum tepp-
um og hornsófum
Hornófarfrá kr. 69.000 og
svefnsófar frá kr. 99.000.
Persnesk teppi á góðu verði.
Pétur Rotherford er Ótrúlegt úrval af postulíni, kristal, matar-
-j- -* °9 kcffistdlum (m.a. Saxisk Bing og
mæTTlir meo aHTIKIO Grönda|); borðlömpum, kirkjuijósakrónum
góða frá Danmörku og mikið magn af fallegri koparvöru.
OPIÐ ALLA DAGA *VáUf »9
|ík*»st
Markaðstorg
KOLAPORTIÐ
15.-17. Des. kl. 12:00-18:00
18.-19. Des. kl. 11:00-21:00
20.-23. Des. kl. 12:00-21:00
UMRÆÐAN
Draugarnir
dansa á ný
ORÐIÐ virðing ei-
eitt af þeim sem kemur
upp í hugann þegar at-
burðarásin varðandi
umhverfísmat á Fljóts-
dalsvirkjun er skoðuð.
Er það virðing fyrir ís-
lenskri náttúru að hún
njóti ekki þess
lágmarksvafa að vera
metin með sömu að-
ferðum og tíðkast í sið-
menntuðum löndum,
lögformlegu umhverf-
ismati, áður en henni er
fómað? Ber það vott
um virðingu fyrir kjós-
endum að leyfa ekki
málinu að hafa þann
sjálfsagða framgang? Sýna þessar
aðfarir flokksráðenda á Alþingi virð-
ingu fyrir þinginu, fyrh- þingmönnum
og lýðræðinu? Já, kannski í því felist
gífmieg virðing og upphefð fyrir alla
þingmenn með tölu að þeir séu gerðir
að umhverfissérfræðingum, með því
að fá þá til að dæma svokallað um-
hverfismat þess aðila sem mestra
hagsmuna á að gæta, Landsvirkjun-
ar. Upphefð hlýtur það að vera, úr
því þeir ætla flestir að þiggja þessa
heiðursnafnbót. Hér má rifja upp að
einræðisherrafrú Ceaucescu, hár-
greiðslukona að mennt, var gerð að
doktor í eðlisfræði og fleiri greinum.
Maðurinn hennar lét líka hækka töl-
ur um hitastig í Rúmeníu til þess að
þegnunum þætti vera notalegra í
vetrarhörkum.
Eitthvað í afstöðu og orðanotkun
íslenskra flokksráðenda sem vilja
ekki leyfa náttúrunni að njóta vafans
minnir ískyggilega á gamla tíma fyrir
austan tjald. Sama máli gegnir um
hinai' sprenghlægilegu og hræsnis-
fullu auglýsingar Landsvirkjunar,
ætlaðar til þess að turna íslending-
um til stóriðjutrúar. Græn orka á
þeirra tungumáli er þá sú orka sem
er fengin með því að sökkva græn-
ustu gróðurvin á hálendinu, Eyja-
bökkum. Græn orka fengin með því
að útrýma grænu umhverfi og
gi'ænni ímynd Islands. Og það heita
heimsborgarar á tungumáli Lands-
VLrkjunannanna sem vilja að Islend-
ingar veiti loftmengun yfir heiminn, á
undanþágu, og eyðileggi ómetanlega
náttúru og landslag í leiðinni.
Við eigum aðeins eitt land og eitt
hálendi. Og ekkert því líkt er til á
jörðinni. Það verða aldrei neinir aðrir
Eyjabakkar ef þessir fara undir vatn.
Eru það virkilega heimsborgarar
sem heimta ómetanlegar umhverfis-
fórnir í þágu misskilinnar byggða-
stefnu, í þágu frumstæðra og meng-
andi atvinnugreina eins og stóriðju?
Ef íslendingar vildu kalla sig heims-
borgara væri þeim nær að standa
vörð um lífríki jai'ðar og lífríki eigin
lands. En með auglýsingum Lands-
virkjunar er gefið í skyn að það sé
sveitó að vilja verja það sjaldgæfasta
og dýrmætasta sem íslensk náttúra
hefur að geyma. Kannski næsta
auglýsing Landsvirkjunar verði um
sveitavarginn
Reyndar þekki ég engan í íslenskri
sveit sem verðskuldar það nafn. Hins
vegar vill svo til að íslensku sveita-
fólki sem ég þekki, þar á meðal öldr-
uðu fólki sem lítið hefur lagst í ferða-
lög, og þá ekki inn á Eyjabakka,
rennur til rifja varnarleysi fóstur-
jarðarinnar gegn gróðaprangi
þröngs hóps og ásælni í það að eyði-
leggja fyrir fullt og allt ómetanleg
svæði sem eru sameiginleg eign þjóð-
arinnar og alls heimsins. Hjarta
þessa fólks slær fyrir landið. Það hef-
ur búið lengur í landinu og nær því en
við hin, og ættjarðarást þess er
fölskvalaus. Þetta fólk verður í hópi
þehTa fjölmörgu íslendinga sem
hefja nýtt árþúsund ósáttir, í skugg-
anum af valdníðslu íslenskra flokks-
ráðenda sem hafa kverkatak á peð-
unum sínum.
Á nýju árþúsundi verður þeiira
stjórnmálamanna sem beittu sér
gegn því að Fljótsdalsvirkjun færi í
Steinunn
Sigurðardóttir
lögformlegt umhverfis-
mat minnst fyi'h' and-
lýðræðislega fram-
göngu og í rauninni svik
við land og þjóð í þessu
mesta deilumáli síðari
tíma á Islandi. Þeir
verða dæmdir því harð-
ar þeim mun lengra
sem líður, og ekki að-
eins í eigin landi. Og
ekki aðeins í huga fólks.
Flest rök hníga að því
að aðferðir þeirra eigi
hvorki innlenda né er-
lenda lagastoð. Vinir ís-
lenskrar náttúru eru
tilneyddir að láta á það
reyna fyrir dómstólum,
úr því að allt um þrýtur. Engin mót-
mæli duga, engar fortölur, engin rök.
Það breytir engu að færustu menn
Eyjabakkar
Flest rök hníga að því
að aðferðir stjórnmála-
mannanna eigi hvorki
innlenda né erlenda
lagastoð. Vinir íslenskr-
ar náttúru eru tilneydd-
ir, segir Steinunn Sig-
urðardóttir, að láta á
það reyna fyrir dómstól-
um, úr því að allt um
þrýtur.
reikna út að Fljótsdalsvirkjun sé
óarðbær framkvæmd. Það skal anað
út í stórtækustu náttúruspjöll á Isl-
andi frá upphafi, án þess að skoða
málið grannt og í takt við vinnuað-
ferðir eru notaðar í siðmenntuðum
löndum.
Hernaðurinn gegn íslandi, eins og
Halldór Laxness kallaði það fyrir
hartnær þrjátíu árum (greinin er
prentuð í greinasafninu Yfirskyggðir
staðir) er í algleymingi. Það eru ís-
lendingar, eða fólk sem kallar sig ís-
lendinga, sem fara fram gegn landi
sínu og gersemum þess. Á móti sér
hafa þeir ekki aðeins hug og hjörtu
og vilja landa sinna í stórum hópum
og útlendinga sem til þekkja, heldur
einnig tímann sjálfann, og hann er
óvinur sem enginn stenst snúning.
Einu sinni var háð stríð sem geis-
aði líka hart á íslandi og var kallað
kalda stríðið. Þar voru notuð orð eins
og landvarnir og föðurlandssvik.
Óskandi hefði verið að allt sem
heyrði kalda stríðinu til, orðaforðinn
líka, væri niðurkveðnir draugar. En
fyrir misgjörðir þeirra sem nú
stjórna Islandi öðlast draugarnir
nýtt líf og sundrungin, í nýju sam-
hengi, þegar árið tvö þúsund fer í
hönd.
Höfundur er rithöfundur.
Ert þú aflögufær?
- .
Gfróseðlar liggja frammi í
öllum bönkum, sparisjóðum
og á pósthúsum.
Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti
Gefum bágstöddum von
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
Á hvaða tungumáli eru flestar
kvikmyndir í heiminum?
www.tunga.is