Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 50

Morgunblaðið - 15.12.1999, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ * tyBBjingBYi)Timrtiumm. im iiim nll liidiœanteM Vola blöndunartæki hafa verið margverðlaunuð fyrir sérstakan stíl og fágun, en hönnuðurinn er hinn þekkti danski arkitekt Arne Jacobsen, sem öðlaðist heimsfrægð fýrir framúrskarandi arkitektúr. Tækin eru fáanleg í litum, krómuð og í burstuðu krómi. Vola - Dönsk hönnun T€fl©l r—iiii»"iihm.■■ Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax*. 564 1089 Y aldbeiting meirihlutans ser. 3. desember lagði Kolbrún Hall- dórsdóttir það til í umhverfisnefnd Alþingis að háttsettir fulltrúar Norsk Hydro yrðu kallaðir á fund nefndarinnar til að kveða upp úr um Síðasti vindill Jóns Sigurðssonar Hetjunum hefur yfír- sést eitt í hamagangin- um, segir Elísabet Jök- ulsdóttir: Síðasti vindill Jóns Sigurðssonar ligg- ur enn óreyktur uppi á Þjóðminjasafni. ill Jóns Sigurðssonar liggur enn óreyktur uppi á Þjóðminjasafni. Og þegar þingsályktunartillagan verður keyrð í gegn geta hetj- urnar safnast saman í dimmu skoti og látið vindilinn ganga á milli. Þær geta notað hann við öll hugs- anleg tækifæri eftir það: undir- skrift samninga, skóflustungur og þótt vindillinn verði löngu uppur- inn geta hetjurnar samt haldið áfram að reykja hann. Hetjugreyin geta nefnilega talið sjálfum sér trú um allt. Allt til að reisa hamingu- samasta álver í heimi. Höfundur er rithöfundur. NÚ ER það ljóst að ekki verður orðið við óskum þingmanna Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs um að fá hingað til lands háttsetta full- trúa frá Norsk Hydro AS, til að fá tekin af öll tvímæli um afstöðu fyrirtækisins til mats á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar og mögulegrar seinkunar framkvæmda NOR- AL-verkefnisins. Til að rekja söguna í tím- aröð hafa mál gengið þannig fyrir sig: 2. desember sl. kvaddi Kolbrún Halldórsdóttir sér hljóðs á Alþingi í tilefni af yfirlýsingum forsvar- smanna Norsk Hydro, þess efnis að fyrirtækið myndi ekki tapa áhuga á þátttöku í byggingu álvers á Reyð- arfirði, þó Alþingi ákvæði að Fljóts- dalsvirkjun yrði gert að sæta lög- formlegu mati á umhverfisáhrifum. í ljósi þessara yfirlýsinga fyrirtæk- isins óskaði Kolbrún eftir því að umhverfisnefnd Alþingis yrði veitt- ur rýmri frestur til að skila iðnaðar- nefnd umsögn sinni um þingsálykt- unartillögu iðnaðarráðherra um stuðning Alþingis við framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun, enda hefur iðnaðarráðherra beitt þeirri röksemd helstri fyrir tíma- pressunni sem hvílir á Alþingi við vinnslu málsins, að standa verði við áætlun þá, sem undirrituð var að Hallormsstað 29. júní sl. og Norsk Hydro er aðili að. Umræða um beiðni þingmannsins stóð í 20 mín- útur og tóku 7 þingmenn til máls auk flutningsmanns. Að umræðunni lokinni kvaðst forseti Alþingis, Halldór Blöndal, hafa hlýtt á um- ræðurnar og komist að þeirri niður- stöðu að ekki væri tilefni til að veita nefndinni frekari frest til að skila af Árni Steinar Jóhannsson afstöðu fyrirtækisins til mögulegr- ar frestunar framkvæmda vegna lögformlegs umhverfismats. Enda hefðu verið höfð misvísandi ummæli eftir forsvarmönnum fyrirtækisins í íslenskum fjölmiðlum síðustu daga. 4. desember tilkynnti formaður umhverfisnefndar, Ólafur Örn Har- aldsson, á fundi nefndarinnar, að ekki hefði reynst unnt að verða við ósk um að fulltrúar Norsk Hydro yrðu kallaðir fyrir nefndina. Þar sem tíminn væri of naumur og ljóst væri að frestur nefndarinnar til að skila niðurstöðu yrði ekki fram- lengdur, væri ekki svigrúm til að kalla fleiri gesti að málinu. 6. desember skrifaði Arni Steinar Jóhannsson, fulltrúi Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í iðn- aðarnefnd Alþingis, bréf til for- manns nefndarinnar og óskaði eftir því að háttsettir fulltrúar Norsk Hydro yrðu kallaðir á fund þeirrar nefndar, enda ætti hún ekki að skila af sér fyrr en 10. desember. 7. desember óskaði formaður nefndarinnar, Hjálmar Árnason, eftir atkvæðagreiðslu um erindi Árna Steinars og fór hún á þann veg að stjórnarmeirihlutinn felldi tillöguna og hafnaði því að gestir Kolbrún Halldórsdóttir Lýðræðið þýðir ekki bara, segja Árni Steinar Jóhannsson og Kolbrún Halldórsdóttir að meiri- hlutinn ráði, heldur líka að minnihlutinn eigi réttindi. frá Norsk Hydro kæmu á fund nefndarinnar. Þann sama dag kvaddi Árni Steinar sér hljóðs á Al- þingi um störf þingsins og mót- mælti harðlega þessari málsmeð- ferð og gat þess að fá dæmi væru um að þingmönnum væri neitað um að kalla gesti fyrir þingnefndir og benti einnig á fordæmi fyrir því að gestir frá erlendum álfyrirtækjum væru kallaðir fyrir iðnaðarnefnd Alþingis. Talsverð umræða skapað- ist í þinginu og kvöddu alls tíu þing- menn sér hljóðs. Málum lyktaði þannig að ákvörðun iðnaðarnefndar varð ekki haggað. Opnum fundi hafnað Þingmenn Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs höfðu, nokkru áður en upp komu þessar óskir um fund með forsvarsmönnum Norsk Hydro, lagt áherslu á að staðið yrði við loforð iðnaðarráðherra varðandi aðkomu almennings að málinu. I því sambandi höfðu þingmennirnir Ár- ni Steinar Jóhannsson og Kolbrún Halldórsdóttir óskað eftir því í um- hverfisnefnd og iðnaðarnefnd að haldinn yrði opinn fundur nefnd- anna tveggja, þar sem valdir gestir, sem þegar hefðu hitt nefndirnar, sætu ásamt nefndarmönnum og færu yfir rök málsins og gæfu al- menningi kost á að spyrja spurn- inga eða koma með athugasemdir. Þessari beiðni var fálega tekið í nefndunum. Að því kom að formað- ur umhverfisnefndar, Ólafur Örn Haraldsson, lagði beiðni um slíkan fund fyrir forseta Alþingis, Halldór Blöndal. Beiðninni var hafnað af forseta og þeim boðum kom for- maður umhverfisnefndar til þing- mannanna. Hinn 3. desember rit- uðu Kolbrún Halldórsdóttir og Árni Steinar Jóhannsson bréf til forseta þingsins og óskuðu rökstuðnings. 6. desember barst svar frá forseta þar sem greint var frá því að beiðnin hefði verið formlega borin undir at- kvæði í forsætisnefnd Alþingis og þar hefði henni verið hafnað með þremur atkvæðum gegn einu. í bréfinu segir svo: Rétt er að minna á að þingsköp Alþingis eru í endur- skoðun. Sjálfsagt er að sérstaklega verði fjallað um það álitaefni hvort nefndarfundir skuli vera opnir eða ekki eða í hvaða tilvikum það skuli gert. Hlýtur þá jafnframt að koma til athugunar hvaða reglur skuli gilda um slíka fundi, þar á meðal til- efni þeirra, fundarsköp, kostnað o.fl. Þess má geta að í þingsköpum Al- þingis, sem hafa lagagildi, segir svo um aðgang að nefndarfundi: Fundir nefnda skulu lokaðir öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum þeirra nema nefnd ákveði annað. Sá sem valdið hefur Hér hefur verið rakin barátta tveggja stjórnarandstöðuþing- manna fyrir því að framfylgt sé þeim sjálfsögðu reglum lýðræðisins að minnihlutinn eigi sanngjarna að- komu að málum og að allra sjónar- miða skuli gætt við meðferð mála. Lýðræðið þýðir ekki bara að meiri- hlutinn ráði heldur líka að minni- hlutinn eigi réttindi. Höfundar eru alþingismenn. strauoorð auðveldar þér vinnuna 1. Helmingi styttri strautími 2. Loftsog í strauborði 3. Fer vel með viðkvæmt efni 4. Með aukabúnaði breytir þú tækinu í gufuhreinsitæki SKEIFUNNI 3E-F • 128 REYKJAVlK SÍMI 581 2333 • FAX 568 0215 ...eftirleikurinn verður auðveldur www.boksala.is ÞAÐ eru enn til hetjur á Islandi. Þess- ar hetjur munar ekki um neitt. Þær gefa sig út fyrir að vera sannkallaðar sjálf- stæðishetjur en fara með hamagangi um landið og bjóða auð- æfi þess fyrir slikk. Nú vilja þær setja lög um þennan hama- gang. Og þó að birtan á íslandi, þessi töfra- birta úr annarri ver- öld, sem þeim finnst sjálfsagt ekki nothæf nema í skáldskap, sé í húfi og verði ekki lengur sjálfstæð, heldur gul og sjúk af mengun, þá munar þær ekki um að eyðileggja þessa birtu. Ó nei. Hvað með einhverja birtu, hér er alltaf svartasta skammdegi, stynja hetjurnar. Og hvað með skáldskapinn, hann er ekki not- hæfur nema á 17. júní og öðrum tyllidögum. Skáldskapur er ekki hluti af lífi fólks, stynja hetjurnar og eru eiginlega komnar í fýlu. Skáldskapur er bara fyrir skáld. Fólk er ekkert að pæla í þessari Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Á hvaða tungumáli eru gefín út flest dagblöð? www.tunga.is birtu eða sýna börn- unum sínum himininn. Eru þau ekki öll í tölvuleikjum og vant- ar rafmagn? Já, stynja hetjurnar og kunna ekki að búa til ósýnilegt rafmagn, eitthvað sem liggur í loftinu. Getum við fengið frið? Við viljum bara frið, stynja hetjurnar, við erum svo þreyttar, svo þreyttar, við fáum ekki að vera hetjur í friði, alltaf einhver mótmæli og svona. Og svo liggja þær þvers- um yfir landakortið og segja: Mal- bikum Dimmugljúfur, setjum krana á Dettifoss, sökkvum Eyja- bökkum. Okkur munar ekkert um það. Við erum svo miklar hetjur, hvað munar okkur um einn Detti- foss, hvað munar okkur um ein Dimmugljúfur, þegar hetjuskapur okkar er í húfi. Og svo skrifa hetjurnar undir, rétt einsog þær séu að skrifa íslendingasögurnar uppá nýtt. En hetjunum hefur yf- irsést eitt í öllum hamaganginum. Það er semsagt þetta: Síðasti vind- Elísabet Jökulsdóttir Stóriðja Umhverfisáhrif

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.