Morgunblaðið - 15.12.1999, Qupperneq 66
66
5 —
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Hundalíf
Ferdinand
Smáfólk
P0E5 5TANDINÖ IN THE RAIN
WAITIN6 FORTHE 5CH00L EU5 5UOU)
OUR PE5IRE FOR EDUCATION ?
,'NO,IT 5HOU)SHOWOUR ,
1 LIVE5 ARE CONTROLLEPj
BV TH05E INPOWER..
Er þetta þrá okkar eftir menntun að
standa hérna í rigningunni og
híða eftir skólabflnum?
Nei, það sýnir bara að líf Hver Hundar gera
okkar stjórnast af þeim er þín bara það sem
sem hafa viiidin. afsökun? er heimskulegt.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Ölvunarakstur er ekkl okkar einkamál, Sá sem ekur ölvaður
ógnar öllum í krlng um sig.
Bílbelti
og áfengi?
Frá ungum ökumönnum í ökuskóla
Sjóvár-Almennra:
VIÐ erum tveir hópar sem sóttu um-
ferðarskóla Sjóvár-Almennra fyrir
unga ökumenn í október og nóvem-
ber. Við veltum fyrir okkur tveimur
mikilvægum þáttum er snerta ör-
yggi okkar í umferðinni. Það eru bíl-
beltin annars vegar og ölvunarakst-
ur hins vegar.
Við veltum fyrir okkur spurning-
unni: Af hverju bílbelti? Hvað er
hægt að gera til að fá okkur unga
fólkið til að nota þau?
Við erum sannfærð um að bílbelti
auki öryggi okkar ökumanna og far-
þeganna í bílum og að minni líkur
séu á að fólk slasist ef það notar þau.
Beltin þurfa að vera stillanleg til að
þægilegt sé að nota þau. Margir am-
erískir bílar eru með sjálfvirk belti
sem spennast sjálfkrafa þegar sest
er í bílinn. Það væri ekki úr vegi að
fleiri væru með slík belti.
Auka þarf fræðslu um beltin og
þær hættur sem fylgja rangri notk-
un þeirra. Ef við kennum börnunum
að nota beltin um leið og þau setjast í
bíl þá eru meiri líkur til að þau noti
þau þegar þau eldast. Að sjálfsögðu
eiga foreldrai- að vera góð fyrir-
mynd. Okkur finnst of mikið um að
að leikarar í bíómyndum séu ekki í
beltum. Þeir eru oft fyrirmyndir
okkar unga fólksins og ættu því að
nota belti. Við hvetjum íslenska leik-
stjóra til að láta beltin sjást í sínum
myndum. Til að unga fólkið noti belt-
in, þurfa fyrirmyndimar að nota
þau.
Ölvunarakstur
Það er mjög algengt að 17-20 ára
ökumenn prófi að aka undir áhrifum
áfengis og allt að helmingur okkar
hefur prófað þetta einhvern tíma á
þessu tímabili. Við gerðum okkur
ekki grein fyrir hversu alvarlegt það
er að aka ölvaður. Nú höfum við
ákveðið að blanda akstri og áfengi
ekki saman. Því nú vitum við að:
• Afengi skerðir sjónsviðið.
• Það skerðir dómgreind.
• Mikil hætta er á að sofna undir
stýri.
• Viðbragðstíminn lengist.
• Fólk hefur ekki fulla athygli.
• Fjarlægðarskynið skerðist.
• Við tökum meiri áhættu en ella.
• Meiri líkur á alvarlegum mis-
tökum.
• Það getur valdið alvarlegum
slysum, en slys hjá ölvuðum
ökumanni eru yfirleitt alvar-
legri en hjá allsgáðum.
Við minnum alla ökumenn á að
sleppa akstrinum ef þeir hafa
smakkað bjór eða áfengi, sérstak-
lega höfum við áhyggjur af ykkur nú
í desember þegar þið skemmtið ykk-
ur í vinnunni eða farið á jólahlað-
borð. Munið að við erum á ferðinni í
umferðinni og þið viljið ekki skaða
okkur - er það?
Með kveðju frá ungum ökumönn-
um í ökuskóla Sjóvár-Almennra.
EINAR GUÐMUNDSSON,
forvarnafulltrúi
Sjóvár-Aimennra.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.