Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 72

Morgunblaðið - 15.12.1999, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 MIÐVTKUDAGUR 15. DESEMBER 1999 A----------------------------- FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur RITHÖFUNDURINN JOSEPH HELLER LÁTINN Forvitnilegar bækur Hvað er heilbrigft í geðveikri veröld? Joseph Heller á ljósmynd frá árinu 1961. Drauga- saga frá Lissabon Requem, skáldsaga eftir Antonio N Tabucchi. 111 bls. kilja í stóru broti. Harvill gefur tít. Kostaði um 800 kr. í bókaverslun í Lundtínum. SÍÐUSTU misseri hafa menn fengið æ meiri mætur á skáldinu portú- galska Fernardo Bessoa, sem telja má með merkustu skáldum aldarinn- ar. Pessoa lét eftir sig grúa ljóða í ól- íkum stíl undir ýmsum dulnefnum og eitt verk í óbundnu máli, Bók ógleð- innar, sem sumir vilja telja sjálfsævi- sögulega. Pessoa hefur haft áhrif á marga ' nútímahöfunda og þar á meðal An- tonio Tabuechi, höfund bókarinnar Requem, sem hér er gerð að umtals- efni. Tabucchi hefur skifað fjölda bóka, skáldsögur og smásagnasöfn, aukinheldur sem hann hefur þýtt portúgalskar bókmenntir ylir á ít- ölsku, þar á meðal Ijóð Pessoa. Með- al helstu bóka Tabucchis er Sosteine Pereira, sem komið hefur út á ensku unduir nafninu Pereira Declares, en sú bók gerist í Lissabon á tímum Salazars. Requem gerist einnig í Lissabon á óræð- , um tíma, en svo vill til að Tabucchi skrifaði bókina á portúgölsku. í inn- ■►gangi að sögunni segist hann hafa gert það öðrum þræði vegna þess að slíka sögu sé aðeins hægt að skrifa á portú- gölsku, einnig sé sagan hylling Portúgals og íbúa þess, auk þess sem hann hafi ekki treyst sér að skrifa sálumessu á latínu eða ítölsku. Requem segir frá því er sögu- hetjan, „ég“, held- •ur af stað til að hitta náunga sem er mesta skáld tuttugustu aldar- innar og fer ekki á milli mála að ná- unginn er Pessoa. A leiðinni á stefnumótsstaðinn gerist ferðin æ ótrúlegri og líkist æ meir draumi eða ofskynjun, sem og Tabucchi reyndar kallar bókina í undirtitli hennar. Sögumaður hittir fyrir lifendur og látna, fólk úr nútíð og fortíð, og einn- ig fólk sem aldrei hefur verið til en birtist meðal annars í verkum Pes- ,soas. Matur er fyrirferðarmikill í bókinni ekki síður en vangaveltur um lífið og listina sem allar eru sett- ar fram með beittri kímni. Sálumessa Tabucchis er merkileg bók og stór í sniðum þótt ekki séu síðurnar margar. Hún er þess eðlis að best er að lesa hana í einni lotu og sjálfsagt gera margir eins og ég, lesa ,jaana aftur um leið. Árni Matthíasson RITHÖFUNDURINN Joseph Hel- ler sein vakti athygli með fyrstu skáldsögu sinni „Catch 22“ lést tír hjartaslagi á heimili sínu í East Hampton í New York-fylki síðast- liðinn sunnudag 76 ára að aldri. Hann hafði nýlega lokið við ritun síðustu skáldsögu sinnar, „A Portrait of the Artist, As an Old Man“ þar sem hann vísar með nafn- inu í þekkta skáldsögu írska skáld- jöfursins James Joyce og má btíast við að bókin verði gefin tít á næstu mánuðum. Stríð í nýju ljósi „Catch 22“ kom tít árið 1961 og var htín án efa vinsælasta bók Ilel- lers og hefur selst í meira en tíu milljónum eintökum ef aðeins er litið til sölu í Bandaríkjunum. Bók- in fékk þó misjafna dóma þegar htín kom tít og á ineðan sumir gagnrýnendur hófu hana til skýj- anna og sögðu bestu skáldsögu sem komið hefði tít í Bandaríkjunum um margra ára skeið fannst öðrum minna til hennar koma. I „Catch 22“ scgir frá söguhetj- unni John Yossarian, sprengjuflug- manni, sem þráir ekkert heitar en að sleppa tír herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni. Titill bókarinnar vísar í þá óleysanlegu stöðu sem Yossarian upplifir í stríðinu og Jos- eph Heller þekkti vel af eigin raun. Kaldhæðnisleg lýsing á stríðinu höfðaði sérstaklega vel til lesenda við upphaf Víetnamstríðsins og telja margir að bók Hellers hafi sýnt stríð frá algjörlega nýjum sjónarhóli. Helsta spurning bókar- innar er „Hvernig bregst maður sem er heill á geðsmunum við geð- veikri veröld?“ Andhetja Hellers, Yossarian, reynir að fá sig títskurðaðan geð- veikan til að losna undan herþjón- ustu. Hins vegar er mál hans metið svo að hver sá sem ber fyrir sig geðveilu til að forðast stríð hljóti að vera andlega heilbrigður eðli málsins samkvæmt. Það er því eng- in undankomuleið í stöðunni eins og nafn bókarinnar gefur til kynna en orðtakið „catch 22“ er ntína skráð í Oxford-orðabókina sem lýs- ing á óleysanlegri stöðu. Rithöfundurinn E.L. Doctorow sagði í gær í viðtali að þegar „Catch 22“ kom tít hafi fólk sagt: „Seinni heimsstyrjöldin var ekki svona. En þegar Víetnamstríðið hófst var hugarfarið sem kemur fram í bókinni hugarfar al- mennings í Bandaríkjunum. Stund- um er sagt að bókmenntir breyti engu en þær geta samt orðað hugs- anir sem lita viðhorf heillar kyns- Ióðar.“ Joseph Heller fæddist 1. maí 1923 á Coney Island í Brooklyn í New York. Hann var sonur inn- flytjenda af gyðingaættum, en missti föður sinn aðeins fimm ára að aldri. Hann fór að vinna 14 ára gamall með skóla og vann ýmis störf þar til hann gekk í banda- ríska flugherinn árið 1942.1 stríðs- lok var hann orðinn liðsforingi og gekk í hjónaband sama ár. Hann fór í háskólann í New York og síð- an í framhaldsnám í Columbia- háskóla. Árið 1949-50 var hann Fulbright sendikennari í Oxoford háskóla í Bretlandi. Þegar heim var komið kenndi hann ensku og skrifaði auglýsinga- texta fyrir tím- arit. Þá var hann byrjaður að skrifa stutt- ar sögur og birtustnokkrar þeirra í blöðun- um Esquire og Atlantic Monthly. Hins vegar áttað Heller sig fljót- lega á að smá- sögur hans væru lítil við- bót við þær sögur sem þeg- ar voru skrifað- ar í Banda- ríkjunum. Það tók Hel- ler átta ár að skrifa „Catch 22“ og hann var 38 ára gamall þegar htín kom tít. Eins og áður sagði voru dómar í Bandaríkjunum misjafnir í fyrstu en í Bretlandi var bókinni líkt við höfuðverk Hómers þegar htín var sögð í The Spectator vera „stírrea- lísk Iliad, með geðsjtíkar skipanir yfirvalds í stað guða og lieigul í stað hetju.“ Kvikmynd var gerð eftir sögu Hellers árið 1970 undir stjórn leikstjórans Mike Nichols sem hafði áður leikstýrt „The Graduate“ og fór Alan Arkin með hlutverk Yossarian en einnig fóru Orson Welles og Art Garfunkel með hlutverk í myndinni. Erfitt að fylgja eftir vinsældum fyrstu bókarinnar Heller tók sér góðan tíina í skrif- in. Eftir mikla velgengni fyrstu bókarinnar heyrðist ekkert frá honum fyrr en árið 1967 þegar hann gaf tít leikritið „We Bombed New Haven“ sem hafði stríðið í Víetnam að yrkisefni. Leikritið var sýnt á Broadway en gekk ekki mjög vel. Fimm ár liðu áður en næsta skáldsaga Hellers kom tít, „Something Happened", en þar fjallar Heller um mann sem gengur vel í vinnunni en á í erfiðleikum heima fyrir með fjölskyldunni. í bókinni „Good As Gold“ frá ár- inu 1979 snýr Heller sér að eigin bakgrunni og fjallar um innfiytj- endur af gyðingaættum í Banda- ríkjunum. í „God Knows“ eru trúmál í brennidepli og gagnrýninn andi svífur yfír vötnuin. Joseph Heller skildi við eigin- konu sína, Shirley Held, árið 1984 en þau áttu saman son og dóttur. Hann gekk að eiga Valerie Hump- hries, en hún hafði hjtíkrað honum í langan tíma í gegnuin baráttu hans við Iömunarsjúkdóminn Guillain-Barré eða frá árinu 1981. Eina bók Hellers sem er ekki skáldsaga er „No Laughing Matt- er“ sem hann gaf tít árið 1986 en hann skrifaði hana með Speed Vog- el. I hcnni lýsir hann þeirri reynslu að kljást við Guillain-Barré sjtík- dóminn og þykir írónískur stíll hans njóta sín vel í bókinni. Skáldsagan „Picture This“ kom tít árið 1988. Þar leitar Heller fanga á slóðum fornra heimspek- inga á borð við Sókrates, Plató og Aristóteles. I síðustu títgefnu skáld- sögu Hellers, „Closing Time“ sem koin tít árið 1994, tekur hann upp þráðinn sem frá var horfið í „Catch 22“ og lesendur geta endurnýjað kynnin við andheljuna Yossarian. Umbúða- laus ljótleiki Lord of the Barnyard, skáldsaga eftir Tristan Egolf. Picador í Bret- landi gefur tít. 410 bls. kilja. Kost- aði 1.495 kr. í Máli og menningu. TRISTAN Egolf vakti mikla at- hygli fyrir þá bók sem hér er gerð að umtalsefni, enda þóttust menn sjaldan hafa lesið aðra eins frum- raun ungs rithöfundar, en Egolf var 27 ára gamal þegar bókin kom út á síðasta ári. Ekki var bara að menn dáðust að því hvernig Egolf hafði tekist að setja saman ímyndað sam- félag úrkynjaðra undirmálsmanna, afkomenda þýskra og skandina- vískra innflytjenda vestan hafs, heldur þótti stíllinn á bókinni óvenju vel mótaður og líflegur af svo ungum höfundi. Lord of the Barnyard er saga manns sem tekst á við óyfirstígan- leg öfl, vinnur sigur en lætur fyrir lífið. Vissulega gömul saga og ný, en Egolf nær að gæða hana lífi með því að skapa stórskemmdan ein- stakling sem er þó sá eini í bókinni sem hefur í sér hreinan harðan kjarna sem umhverfið fær ekki sigrast á. Á köflum er sagan hrein goðsögn, enda sögumenn þeir sem eftir lifa og eiga söguhetjunni, John Kaltenbrunner, að þakka að hafa öðlast mannsæmandi líf og sjálf- virðingu. Garrison Keillor hefur skrifað frægar og góðar bækur sem gerast á álíka slóðum og Lord of the Barn- yard, en hann fer aðrar leiðir, fer varfærnari höndum um söguper- sónurnar og umhverfi þeirra. Egolf lætur aftur á móti vaða á súðum, fer slíkum hamförum í stíl og orðfæri að lesandinn gapir iðulega að orða- flauminum og lýsingunum. Sjá til að mynda lýsingu á körfuboltaleik undir lok bókarinnar sem vert er að lesa nokkrum sinnum til að kjamsa á textanum. Lord of the Barnyard er líklega ekki bók fyrir viðkvæma, en þeir sem innbyrt geta ljótleikann um- búðalaust eiga góða daga í vændum í höndum Egolfs. Árni Matthíasson Leikstjórinn Mike Nichols ræðir við Orson Welles við upptökur niyndar- innar „Catch 22“ frá árinu 1970 sem tekin var upp í Mexíkó. AP Þessi mynd af Heller var tekin á síðasta ári á Coney Island í New York.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.