Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 55 UMRÆÐAN Til hvers er hús- næðiskerfíð? UM síðustu áramót tilkynntu borgaryfir- völd í stórri veislu að Reykjavík yrði á kom- andi ári ein af menn- ingarborgum Evrópu. Varla var nema vika liðin af menningarár- inu þegar sýslumaður bar útúr íbúð sinni konu með þrjú börn að kröfu sömu borgaryf- irvalda. Konan sem er 75% öryrki var borin út vegna fátæktar að kröfu sveitarfélags síns. Önnur kona með tvö börn fékk útburði frestað vegna veikinda annars barnsins. Alls fengu 50 heimili samskonar jólakveðju frá yfirvöldunum og enn bíða a.m.k. 30 fjölskyldur eftir útburðarúrskurði þegar þetta er skrifað. Leigjenda- samtökin hafa ráðið Lúðvík Kaaber lögmann til að verja fólkið fyrir Húsnæðismál Markaðsstefnan í hús- næðismálum sem hér ríkir og hefur alla tíð gert hefur, að mati Jóns Kjartanssonar, reynst öryrkjum og öðru fá- tæku fólki dýr. héraðsdómi ef til kemur. Það er vel við hæfí að tengja þennan dæmalausa útburð við menningarstefnu, því í honum kristallast fráhvarf frá samfélagi menningar og samhjálpar til ofríkis villimennsku og ójafnaðar. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag látið bera út skjólstæðinga sína með þessum hætti og verður látið reyna á lög- mæti þess fyrir rétti. Sveitarfélög og samfélagið í heild hefur skyldum að gegna við fátækt fólk samkvæmt lögum og stjórnarskrá og þeim mannréttindasáttmálum sem við erum aðilar að. Skipulag og fram- kvæmd húsnæðismála er samfé- lagsverkefni en ekki einkamál. Húsnæðismálin eru hluti af velferð- arkerfinu og hafa verið það allstað- ar frá upphafi, þar sem slíkt kerfi er á annað borð til. Húsnæði er mannréttindi Ráðamenn hér á landi hafa aldrei haft mikinn áhuga á félagslegum húsnæðisrétti almennings, fremur en öðrum félagslegum réttindum. Auk húsnæðisstefnunar birtist þetta harla skýrt í bók próf. Stef- áns Ólafssonar íslenska leiðin útg. 1999. Ég skal ekki auka mál mitt með löngum tilvitnunum í þá bók, enda er hún tiltæk þeim sem vilja. En á bls. 174 er skýrsla um heildar- útgjöld vegna elli- og örorkulífeyris á Norðurlöndum árið 1995. Niður- staða; Danmörk 15,8 Finnland 15,1 ísland 7,7 Noregur 13,0 og Svíþjóð 17,5. Á bls. 177 er fjallað á sama hátt um heildarútgjöld vegna fjöl- skyldubóta á Norðurlöndum sama ár. Niðurstaða; Danmörk 4,0 Finn- land 4,2 ísland 2,4 Noregur 3,8 og Svíðþjóð 4,0. Heildarniðurstaða á bls. 148 hljóðar svo; „Það virðist því engum blöðum um það að fletta að íslendingar verja litlum fjármun- ! um til almannatrygginga og opin- berrar velferðarforsjár samanborið við aðrar vestrænar þjóðir.“ Auk þess eru almenn laun mun lægri hér, vinnutími lengri og ýmis rétt- indi stórum rýrari, m.a. þurfa ör- yrkjar að greiða úr eigin vasa stór- an hluta af lyfja- og lækniskostnaði. Markaðsstefna í húsnæðismálum Það er að mínu áliti nokkur galli i á bók próf. Stefáns að húsnæðis- þáttinn vantar og einnig skuldasöfnun- ina sem oftast fylgir. Þetta hefði gert hlut íslands mun svartari. Markaðsstefnan í hús- næðismálum sem hér ríkir og hefur alla tíð gert, öfugt við önnur Evrópulönd, hefur reynst öryrkjum og öðru fátæku fólki dýr og valdið öryggisleysi og félagslegum vand- ræðum. Félagslega húsnæðiskerfíð sem hófst hér 1965, þegar Reykjavík var orðin stærsta fátækrakverfi á Norðurlöndum, hefur nú verið lagt niður og höfuðborgin selt leiguíbúðir Félagsþjónustu sinnar og hækkað leiguna. Húsaleigubæt- ur sem loksins komu fyrir þremur árum eru skattlagðar að fullu og skerða auk þess sumar aðrar bæt- ur. Meðan aðrar þjóðir lögðu áherslu á félagslegar leiðir og leigumarkað með niðurgreiddri leigu, ráku ís- lendingar rándýra Húsnæðisstofn- un sem þjónaði nær eingöngu íbúð- areigendum og markaðskerfínu. Hámarki náði vitleysan á 9. ára- tugnum er lánsfé var vísitölubund- ið. í áratug mátti fólkið búa við óða- verðbólgu, okurvexti, verðtryggingu, stórfellda niður- færslu á launun, bótum og skatt- leysismörkum, sem enn hefur ekki verið leiðrétt hvað sem ráðamenn segja. Skuldirnar hlóðust allstaðar upp, t.d. skulduðu 10.000 heimili í Verkamannabústöðum meira en 3 afborganir af lánum sínum og margir miklu meira. Ekki var þó krafist útburðar en reynt að leysa málið eftir öðrum leiðum og enginn talaði um að fólkið vildi ekki borga. Er fjárfestingarstefnan skynsamleg? Því fer fjarri, þótt einstakir hús- eigendur hafi oft hagnast á þessu. Þessi stefna stórhækkar fram- færslukostnað með tilheyrandi kröfum um laun og bætur, eykur verðbólgu og ógnar rómuðum stöð- ugleika auk þess sem hún bindur óeðlilega mikið fé í húsnæði. Því hærri sem framfærslukostnaður er, því dýrara sem húsnæði er, því meiri er þörfin fyrir félagslega að- stoð. Styrkþegum fjölgar og hver einstaklingur þarf meira. Niður- greiddur leigumarkaður aftur á móti slær á þenslu, dregur úr kröf- um, eykur stöðuleika og bætir hag heimila og þar með þjóðfélagsins. Auk þess bindur sú stefna minna fé í húsnæði því aðeins er lánað einu sinni út á hverja íbúð. Fé bundið í íbúðum er yfirleitt dautt fé sem engu skilar og breytir litlu þótt ein- hverjir græði á veltunni. Þetta kæmi í veg fyrir svarta leigustarf- semi með tilheyrandi skattsvikum. Stundum er sagt að fólk skuli láta húsnæðiskostnað hafa forgang. Þetta er ströng krafa eins og hér er í pottinn búið og getur komið illa niður á barnafólki. Hvernig væri að ráðamenn þjóðfélagsins láti hús- næðismálin hafa forgang og beiti sér fyrir skynsamlegum lausnum sem ekki hafa refsingar í för með sér? Borgin ætti t.d. að skila Fé- lagsþjónustunni aftur íbúðum hennar, lækka leiguna og fella nið- ur skuldirnar svo fólkið geti byrjað með hreint borð að greiða viðráðan- lega leigu. Stofnun Félagsbústaða hf. var góð humynd. Það er brýn þörf á fyrirtæki sem leigir út íbúðir á kostnaðarverði óháð félagsmála- yfirvöldum. Heimskan fellst í því að nota íbúðir Félagsþjónustunnar í fiessu skyni. Það getur ekki gengið. búðir Félagsbústaða hf. yrðu þá viðbót við þær íbúðir sem fyrir eru og það er full þörf á því. Höfundur er formaður Lcigjendu- samtakanna. Jón Kjartansson KAMÍNUR Vandaðar, fallegar. Ótrúlega hagstætt verð. -MDQÐÚRVAL- PFAFF cHeimilishekjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 www.fenger.is kvenfatnaður ! H ;fi7TTTT SJALFSTÆÐUR DREIFINGARAÐILi 895 8225 Ólafur Þór Ólafsson leiöbeinandi námskeið til árangurs *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt m m * r m m m Brian Tracy . Naðu arangri og Phoemx eru frábær námskeið í sjálfsrækf og markmiðasetningu sem færa þér lyklana að þinni eigin velgengi í lífi og starfi Næsta námskeið hefsl miðvikudaginn 23. febrúar kl. 18 á Hótel Loftleiðum www.markmidlun.is ■ markmidlun@markmidlun.is s.896 5407 MARKrriðfw Upplýs. og skráning SlðmniStfiir limínar itKH iiQa sfii i HðimilHi! Njóttu stemmningar við flöktandi eld Viö bjóðum úrval enskra rafmagnskamína með kola- eða viðarglóð og flöktandi kamínuloga. Þær henta hvar sem er; I stofur, sólstofur, forstofur og sumarbústaði. Útvegum einnig viðar- og kolaeldstæði tengd rafmagni, sem setja má í opnar kamínur. Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 « 562 2901 og 562 2900 www.ef.is Friðrik Sophusson forstjóri ||p ' Landsvirkjunar hefur pr kynnst Leiðtogatíglinum. Tfe Hann segir: \ „Ég mæli með þessari þjálfun til að laða fram þá eiginleika sem nauðsynlegir eru í allri stjórnun" Leiðtogaþjálfun fyrir konur Islensk fyrirtæki þurfa á öllum sínum kröftum að halda. Einungis tæp 2% af stjórnunarstöðum eru skipaðar konum. Með því að efla leiðtogahæfileika kvenna og virkja ónýttan mannauð sem býr í konum má styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækjanna. Skref fyrir skref býður sérstakt leiðtoganámskeið fyrir konur sem vilja takast á við krefjandi stjórnarhætti með það að leiðarljósi að íslenskt hagkerfi þarf á hæfileikum kvenna halda. STEPS leiðtogaþjálfun fyrir konur er 200 stunda þjálfun á einu ári. Þátttakendur verða m.a. þjálfaðir í stefnu- og starfsmótun, nýsköpun og myndun tengslaneta, siðfræði í stjórnun, fjölmiðlanotkun og í aðferðum við að stjórna í miklum og hröðum breytingum. Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Skref fyrir skref. Skref fyrir skref hefur fengið einka- leyfi frá Koestbaum Institute um sérleyfi á notkun líkans sem kallast „Leiðtogatígullinn Tígullinn veitir stjórnendum öflugt tæki til að takastá við vandamál og spurningar nýrrar aldar. (Jj kref V *skref Ármúla 5 • 108 Reykjavlk • sími 581 1314 • fax 581 1319 • sfs@skreffyrirskref.is • www.skreffyrirskref.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.