Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 4

Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkurborg úthlutar IE lóð f Vatnsmýrinni Greiða 104 milljónir fyrir lóðina með byggingarrétti BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að gefa Islenskri erfðagreiningu ehf. (IE) fyrirheit um lóð í Vatnsmýrinni til að reisa 10.000 fermetra byggingu fyrir starfsemi fyrirtækisins. Þríhliða samkomulag þess efnis var undirrit- að síðdegis í gær milli Reykjavíkur- borgar, íslenski-ar erfðagreiningar og Háskóla íslands, en lóðin er í eigu Reykjavíkurborgar þótt hún teljist vera á háskólasvæðinu. I samkomu- laginu felst m.a. að ÍE greiði Reykja- víkurborg rúmar 104 milljónir króna fyrir lóðina með byggingarrétti en greiðslunni skal skipt í tvo jafna hluta þannig að annar helmingurinn renni til eflingar Háskóla íslands. í samkomulaginu er þess einnig getið að IE muni láta fara fram lokaða samkeppni um hönnun byggingar- innar og að HÍ fái takmörkuð afnot af fyrirlestrarsal, fundaraðstöðu, að- stöðu til kennslu og aðstöðu fyrir stúdenta í húsnæði IE. Þá hefur HÍ forkaupsrétt að mannvirkinu komi til sölu síðar meir. Samkomulagið, undirrituðu þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Páll Skúlason, rektor HI, og Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, í Ráð- húsi Reykjavíkur. Öll kváðust þau ánægð með samkomulagið og sögðu þau tvö fyrstnefndu það mikinn feng fyrir Háskóla Islands að fá fyrirtæki eins og Islenska erfðagreiningu inn á háskólasvæðið. Til að mynda sagði Páll þetta bjóða upp á spennandi möguleika fyrir vísindamenn og stúdenta við HI. Þá sagði Kári það að sama skapi akk fyrir ÍE að flytj- ast í námunda við Háskóla íslands. Það gæti skapað einhvers konar samruna milli þeirra sem störfuðu að þekkingarsköpun í samfélaginu. „Allir þeir aðilar sem að þessu samkomulagi koma telja mikinn feng að því að Háskóli íslands tengist nánar þeim vaxtarbroddum í ís- lensku samfélagi sem fást við þekk- ingarsköpun og hátækniiðnað," sagði Ingibjörg Sólrún m.a. og Páll tók í sama streng. „Ég tel það mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga að allir sem koma að þekkingarsköpun og þekkingarleit vinni náið saman,“ sagði þann og bætti við að með starf- semi IE í Vatnsmýrinni yrði til mjög spennandi nábýli milli eins öflugasta þekkingarfyrirtækis landsins og þeii’rar starfsemi sem fram færi í Háskólanum. „Þetta gefur bæði vís- indamönnum Háskólans og stúdent- um ný og spennandi tækifæri og hlakka ég til þess að fá Islenska erfðagreiningu í nágrenni við okk- ur.“ Kári Stefánsson virtist einnig líta björtum augum til samstarfsins við HÍ. „Ég fæ ekki betur séð en að með því að flytja starfsemi okkar niður í Vatnsmýrina séum við raunverulega að sjá til þess að það verði einhvers konar samruni milli okkar og ann- arra þeirra sem eru að vinna að þekkingarsköpun á þessu stigi innan samfélagins," sagði hann og bætti við: „Og það er dálítið spennandi.“ Núverandi húsnæði ÍE of lítið Að sögn Kára er það húsnæði sem ÍE hefur nú yfir að ráða við Lyng- háls í Reykjavík að verða of lítið fyrir starfsemi fyrirtækisins og því hafl verið bi’ugðið á það ráð að Ieita að rýmri húsakynnum annars staðar. „Því miður er það of lítið húsnæðið sem við erum í núna en sömuleiðis krefjast þróunarmöguleikar starf- seminnar þess að við finnum stærra pláss,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær. I máli borgarstjóra kom fram að ráðast þyrfti í breytingu á núgild- andi deiliskipulagi í og við háskóla- svæðið til að samræma skipulag fyr- irhugaðrar lóðar IE við lóð háskólasvæðisins en í samkomulag- inu er gert ráð fyrir því að þeirri vinnu verði að fullu lokið innan þriggja mánaða. Þá er í samkomu- laginu gengið út frá því að IE reisi hús sitt á lóðinni innan tveggja ára frá því gengið hefur verið frá skipu- lagsbreytingunni og formleg úthlut- un hefur átt sér stað. Morgunblaðið/Arni Sæberg Samninginn undirrituðu Páll Skúlason háskólarektor (t.v.), Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir borgarstjóri og Kári Stefánsson, forsljóri íslenskrar erfðagreiningar. Gildistími samninga runninn út á almenna vinnumarkaðnum „Agætur gangur í þessu“ NOKKUR skriður er kominn á við- ræður um endurnýjun aðalkjara- samninga á almenna vinnumark- aðnum en forystumenn samtaka launþega og atvinnurekenda eru þó sammála um að ekki sé við því að búast að samningar náist á allra næstu dögum eða vikum. í gær, 15. febrúar, rann út gildistími kjara- samninga á almenna vinnumark- aðnum, sem gerðir voru á árinu 1997. Ákvæði samninganna munu þó gilda áfram þar til nýir kjara- samningar hafa náðst. Væntanlega einhverjar vikur þar til niðurstaða liggur fyrir Kjaraviðræður að undanförnu hafa að miklu leyti snúist um sér- mál einstakra félaga, sambanda og hópa. „I viðræðuáætlunum, sem geng- ið var frá í desember, var miðað við að þeim lyki með samningi fyrir þessi tímamót. Nú er orðið ljóst að það næst ekki og það eru væntan- lega einhverjar vikur þar til nið- urstaða liggur fyrir,“ sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins í gær. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði að viðræður væru víða í gangi og komnar á skrið en hvergi virtust samningar þó vera að fæð- ast. „Ég sé ekki að það gerist á næstu dögum,“ sagði hann. Aðspurður sagði Ari Edwald að menn væru ekki að fyllast svartsýni þó hægt hefði gengið. „Þetta fór seinna í gang eftir ára- mótin en maður vonaðist eftir en ég tel að það hafi verið ágætur gangur í þessu síðustu tvær til þrjár vikurnar. Það er sá andi í við- ræðunum að ég held að flestir geri sér vonir um að við náum niður- stöðu án átaka innan ekki of langs tíma,“ segir Ari Edwald. Þórhildur Þorleifsdóttir leikhiisstjóri dregur umsokn sína til baka Segir óheilindi ein- kenna ráðningarferlið ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir, leik- hússtjóri Borgarleikhússins, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ráðn- ingar leikhússtjóra, en reiknað er með að leikhúsráð gangi frá henni nk. föstudag. „Ég undirrituð hef ákveðið að draga til baka umsókn mína um starf leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur en því starfi hef ég gegnt í fjögur ár. Það er ekki ofmælt að þegar ég tók við var leikhússtarfið í molum. Fjárhagslega, listrænt og félags- lega blöstu við rjúkandi rústir. Að- sókn var í lágmarki og skuldir skiptu tugum milljóna. Þessi fjögur ár sem ég hef gegnt starfi leikhús- stjóra LR hef ég lagt höfuðáherslu á að hopa hvergi. Fjögur ár eru ekki langur tími og hefði þurft önnur fjögur til þess að sækja fram af full- um þunga. Nú þegar hefur náðst listrænn árangur, misjafn eins og alltaf í skapandi starfi en þegar best lætur hafa unnist listrænir sigrar. í leikhúsi eru tvennar vístöðvar, listrænar og fjárhagslegar. Best er auðvitað að vinna sigur á báðum en aldrei má tapa á báðum. Fjárhags- lega hefur það gerst á undanförnu fjögurra ára tímabili að skuldasöfn- un hefur breyst í rekstur í járnum. Það er nú allt og sumt þrátt fyrir að í fyrra hafi verið slegin öll met í að- sókn, ekki bara í sögu Borgarleik- hússins heldur á hvaða mælikvarða sem lagður er til grundvallar. Þó er best að segja hverja sögu eins og hún er. Fjárhagsstaðan er ekki góð í dag, en ég mun grípa til allra þeirra ráðstafana sem unnt er og ég fæ fulltingi til í leikhúsráði (sem í samræmi við lög LR samþykkti bæði verkefnaval og fjárhagsáætlun leikhússtjóra) til að rétta af kúrsinn áður en starfstíma mínum lýkur 1. september nk. Að sjálfsögðu hefði ég ekki skirrst við að grípa til nauð- synlegra ráðstafana á næsta leikári og standa með því móti við þá stað- föstu ætlun mína og yfirlýsingar um að skila ekki verra búi en ég tók við. En nú hafa mál skipast þannig að ég get að öllum líkindum ekki staðið við þetta - til þess vinnst ekki tími. Það er semsé orðið ljóst að ill- mögulegt er að reka atvinnuleik- hússtarfsemi í Borgarleikhúsinu með núverandi framlagi opinberra aðila. Það má ekkert út af bera. En það er annað og verra: Það er vand- séð hvernig hægt er að reka at- vinnuleikhús í Borgarleikhúsi leng- ur undir stjórnarforræði Leikfélags Reykjavíkur. í leikhúsráði LR eiga sæti fimm menn. Leikhússtjóri (sem er í sjálfu sér óeðlilegt þar sem hann þarf að bera allar meiri háttar ákvarðanir undir leikhúsráð- ið), fulltrúi borgarstjórans í Reykja- vík og þriggja manna stjórn Leikfé- lags Reykjavíkur. Eins og nú háttar til eru þessir þrír menn jafnframt starfsmenn LR. Eðli málsins sam- kvæmt eru þeir því í þeirri stöðu að taka mikilvægar ákvarðanir sem varða líf og starf þeirra sjálfra og allra samstarfsmanna. Vissulega er mönnum vorkunn að þurfa sífellt að taka ákvarðanir af þessu tagi. Þenn- an kaleik þarf að taka frá lista- mönnum og starfsmönnum með stofnun Borgarleikhúss. Ég lá ekki á þessari skoðun minni þegar ég fór í viðtal við hæstvirt leikhúsráð í kjölfar umsóknar minnar og hef reyndar lýst henni áður þar og á fé- lagsfundi Leikfélags Reykjavíkur. Það sem veldur því að ég dreg umsókn mína til baka eru þó fyrst og fremst þau sjeikspírsku óheilindi sem mér finnst einkenna allt þetta ferli. Þegar ákveðið er í leikhúsráði - að mér fjarstaddri auðvitað - að auglýsa stöðu leikhússtjóra er eftir- farandi bókun samþykkt: „Leikhús- ráð tekur skýrt fram að tillögu þá um að auglýsa starf leikhússtjóra LR laust til umsóknar ber ekki að skilja sem vantraust á núverandi leikhúsustjóra ÞÞ. Við ákvörðun um að auglýsa starfið var einkum litið til þess að nú er starf þjóðleikhús- stjóra ávallt auglýst við lok ráðning- artíma og hefur ekki komið í veg fyrir að sitjandi þjóðleikhússtjóri hafi sótt um það og fengið til nýs tímabils..." Því sá ég enga ástæðu til annars en að sækja um starfið og fylgja eftir uppbyggingarstarfi sem hafið var. Skömmu efth að auglýs- ingin birtist var haft eftir formanni LR Páli Baldvini Baldvinssyni í við- tali við Morgunblaðið að eðlilegt væri að skipta um leikhússtjóra án þess að með fylgdi nokkur gagnrýni á mín störf! Til að kóróna allt saman sækir hann svo sjálfur um stöðuna. Mér kæmi ekki á óvart þótt þetta inál hefði átt sér langan aðdraganda og verið vel undirbúið. Ég hirði ekki um að tíunda hér og nú á hverju ég byggi þá ályktun en mun gera það í fyllingu tímans. Hvað sem þessu líður: varafor- maðurinn, ágætur leikari í húsinu er tekinn við sæti formannsins og hefur tvö atkvæði þegar kemur að vali leikhússtjóra. Hann fær að mér skilst atkvæði leikhússtjórans sem tekur að sjálfsögðu ekki þátt í af- greiðslu málsins. Hinir leikfélags- mennirnir eru annars vegar gamal- reyndur leikari - sem hefur frá upphafi reynt að afstýra því vand- ræðaástandi sem nú hefur skapast og hins vegar einn af ljósamönnum hússins. Þessir ágætu menn hafa áþekkt vald til að velja leikhús- stjóra LR í Borgarleikhúsinu og menntamálaráðherra í skipan þjóð- leikhússtjóra. Er þetta eðlilegt eða verjandi? Samkvæmt lögum Leikfé- lags Reykjavíkur á að skipa nýjan leikhússtjóra fyrir 1. janúar. í dag er 15. febrúar og enn er ekki búið að því. Þessi bið er óskiljanleg og ban- væn. Enn einu sinni er búið að kljúfa Leikfélag Reykjavíkur í herðar niður og skapa andrúmsloft þar sem tortryggni og upplausn rík- ir og listrænt starf er að lamast. Það er algjörlega óásættanlegt að leikhúsráðsmenn haldi með þessum hætti - ekki aðeins leikhússtjóran- um - heldur Leikfélagi Reykjavík- ur, Borgarleikhúsinu og öllu starfí í gíslingu. Nú og í framtíð. Við þessar kringumstæður get ég ekki undir neinum kringumstæðum hugsað mér að gegna þessu starfi og á því byggist sú ákvörðun sem ég hef nú tekið. Ég vil þó ekki skilja við þetta mál án þess að þakka þeim fjölmörgu listamönnum og starfsmönnum öðr- um sem hafa staðið heilir við hlið mér þessi fjögur ár og ekki síður þann stuðning og hlýhug sem mér hefur verið sýndur í orði og verki þær átta vikur sem þessi darraðar- dans hefur staðið. Þórhildur Þorleifsdóttir sign.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.