Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 6

Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugleiðir fengu í gær B757-þotu í leiguflugsverkefni Ætla að bæta nýtingu á fjárfestingu og mannafla Morgunblaðið/Golli Sigþór Einarsson er hér við nýju leiguþotuna sem merkt hefur verið „Icelandair Holidays11 og máluð í litum Flugleiða. FLUGLEIÐIR hafa tekið á leigu B757-200ER-þotu til þriggja og hálfs árs og verður hún eingöngu notuð í leiguflug. Er þetta áttunda 757-þota félagsins og í lok mars bæt- ist sú níunda við þegar Flugleiðir fá afhenta nýja 757-200-þotu frá Boeing-verksmiðjunum. Sigþór Einarsson, forstöðumaður viðskiptadeildar, segir að með þessu sé verið að fá betri nýtingu á fjár- festingu og mannafla fyrirtækisins. „Við erum líka að feta okkur inn á leiguflugsmarkaðinn aftur, en fyrir- tækið hefur einkum sinnt farþega- og fraktflugi og má þvi segja að hér séum við að taka upp þriðja starfssv- iðið, leiguílug fyrir íslenska sem er- lenda aðila. Haldið verður sérstak- lega utan um rekstur þotunnar í reikningum félagsins og er henni ætlað að skila framlegð upp í annan kostnað hjá félaginu,“ sagði Sigþór í samtali við Morgunblaðið. fslenskir flugmenn í erlendu verkefnunum Þotan var áður í eigu þýska leigu- flugfélagsins Condor en Flugleiðir leigja hana af bandarísku kaupleigu- fyrirtæki. Vélin var máluð í Eind- hoven í Hollandi í litum Flugleiða en sérstaklega merkt „Icelandair Holi- days“ og með því undirstrikað að hún sinni eingöngu leiguflugi. Hún ber einkennisstafina TF FIW og var smíðuð árið 1990. Þotan kom til landsins í gær og heldur í fyrstu ferðina um næstu helgi, til Rómar. Flugstjóri á heim- leiðinni var Harald Snæhólm og flugmaður Snæbjörn Jónsson. Þot- an mun sinna leiguflugi fyrir Úrval- Útsýn en Flugleiðir hafa einnig gert samning við Condor um að annast flug á ákveðnum leiðum þess og munu flugmenn Flugleiða annast það „Samningurinn við Condor gild- ir í tvö til þrjú ár vegna verkefna frá apríl til október. Verður vélinni þá flogið frá Dusseldorf og Frankfurt til sólarlanda á fimmtudögum til sunnudaga. Hún kemur til Islands á sunnudagskvöldum og flýgur milli Islands og annarra landa til fimmtu- dagsmorguns þegar hún fer aftur til Condor," segir Sigþór. „Stefna Flugleiða síðustu árin hefur verið markviss endurnýjun allra þátta rekstrarins. A þessum tíma hefur félagið einbeitt sér að því að byggja hratt upp nýtt og öflugt leiðakerfi og tekið í notkun nýjan flugflota. Leiðakerfið hefur nú náð ákveðinni lágmarksstærð og nú er tækifæri til þess að nýta þekkingu, fjárfestingú og mannafla fyrirtækis- ins til að sækja fram á nýjum svið- um. Sóknin á fraktmarkaðinn und- anfarið og nú á leiguflugsmarkaðinn eru góð dæmi um það hvernig við getum nýtt á breiðari grundvelli þekkingu og fjárfestingu félagsins í flugrekstri. Með því að halda sérstaklega utan um kostnað og tekjur af þessari vél erum við að fylgja þeirri stefnu að afmarka skýrt rekstrarábyrgð á hin- um mismunandi sviðum fyrirtækis- ins án þess að um það verði stofnuð sérstök rekstrareining að sinni,“ segir Sigþór ennfremur. Sigþór seg- ir síðan hugmyndina að útvega verk- efni frá öðrum ferðaskrifstofum eða flugfélögum fyrir vélina og er nú verið að kanna nokkur hugsanleg verkefni fyrir næsta vetur. Kveðst hann ekki óttast verkefnaskort. Vélin verður með einu farrými og tekur 213 farþega, sem er um 25 far- þegum meira en 757-þotur Flug- leiða. Innrétting er sambærileg og í einni þotu Flugleiða af þessari gerð, m.a. er hún með sjónvarps- og tónl- istarkerfi. Flugleiðir eru nú með sjö 757-200- farþegaþotur í rekstri, eina 757- fraktvél, þrjár 737-400-farþegaþot- ur og eina 737-fraktvél. Þegar nýja þotan bætist í flotann í lok mars verður félagið með 13 þotur í rekstri. VMSÍ skipar að- gerðarhóp Látið reyna á vifja fé- laganna SAMNINGANEFND Verka- mannasambands íslands stofn- aði sérstakan aðgerðarhóp í síðustu viku sem er ætlað að gera tillögur um hvaða aðgerðir verður farið í ef ekki næst sam- komulag á milli VMSÍ/LI og Samtaka atvinnulífsins um kjarasamning. Stefnt er að því að aðgerðir hefjist ekki síðar en 10. mars hafi samningar ekki tekist. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir að ekk- ert sé að gerast í samningamál- um. I þessari viku verði reynt að koma hreyfingu á einhverja þætti málsins en síðan hljóti menn að fara að skoða það fyrir alvöru hvort ástæða sé til að veija meiri tíma í að „endur- taka sjálfa sig“. Hann segir að það verði látið reyna á það úti í félögunum hvort vilji sé til þess að fara í verkfoll en það séu félagsmenn sem taki ákvörðun um slíkt. Viðræður hafa að undan- fömu staðið um sérmál einstak- ra hópa innan VMSI. Þeim við- ræðum er enn ekki lokið, en búist er við að það skýrist fljót- lega hvort þær leiða til sam- komulags. Þá er órætt um sjálf- an launalið samninga. Starfsmannafélag Þjóðminjasafnsins ályktar um brottrekstur fjármálastjóra Skorar á þjóðminja- vörð að segja af sér STARFSMENN Þjóðminjasafns Islands hafa skorað á Þór Magnús- son, þjóðminjavörð, að segja af sér og gangast við ábyrgð sinni á fjár- málastjórn safnsins, úr því að ástand fjármála þyki gefa tilefni til að víkja fjármálastjóra safnsins fyrirvaralaust og án áminningar úr starfi. Þetta kemur fram í ályktun, sem samþykkt var á löngum fundi starfsmannafélagsins í gær, en hann var haldinn í tilefni af ákvörðun þjóðminjavarðar að víkja Hrafni Sigurðssyni, fjármálastjóra úr starfi. Ályktunin var samþykkt á fjölmennum fundi starfsmanna með 20 atkvæðum gegn þremur en tveir sátu hjá. Uppsögnin ber vitni um „bráðræði og örvæntingu" Áskorun sína byggja starfsmenn á því að samkvæmt stjórnskipulagi safnsins eigi þjóðminjavörður að hafa „forystu um gerð fjárhags- áætlunar“ og að hann beri „ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við þann ramma sem áætlanir setji.ins segir að öll yfirstjórn safnsins, þ.e. þjóðminjavörður og framkvæmda- ráð sem í sitja minjastjóri og safn- stjóri auk fjármálastjóra, hafi um margra mánaða skeið haft vitn- eskju um að ekki yrði staðið við fjárhagsáætlun safnsins fyrir árið 1999, enda taki framkvæmdaráðið ákvarðanir um fjármál þess. Þjóðminjavörður hafi, öðrum frem- ur, átt að vita hvert stefndi, enda beri hann ábyrgð á fjármálastjórn safnsins skv. 6. gr. reglugerðar um þjóðminjavörslu nr. 334/1998. Þá telur starfsmannafélagið að formaður Þjóðminjaráðs, sem einn- ig er formaður bygg- ingarnefndar safnsins, beri mikla ábyrgð á því hvernig fjármálum þess er komið, sbr. 5. og 6. grein fyrr- greindrar reglugerðar um þjóðminjavörslu. í ályktuninni segir að fjárhagsvandi safns- ins virðist fyrst og fremst vera orðinn til vegna kostnaðar sem hlaust af flutningi í önnur hús meðan á framkvæmdum stend- ur í safnhúsinu við Suðurgötu. Með það í huga telja starfsmenn það koma spánskt fyrir sjónir að þeim stjóm- anda safnsins, sem unnið hefur þarskemmst, eða í eitt ár, skuli kennt um hvernig komið er. Hefur skilning á ákvörðun um uppsögn fjármálastjórans „Með hliðsjón af framansögðu telur starfsmannafélagið órétt- mætt og ósanngjarnt að fjármála- stjórinn sé einn látinn sæta afleið- ingum af slæmri fjárhagsstöðu safnsins og mótmælir aðförinni að honum sem lítilmótlegri. Ákvörðun þjóðminjavarðar að segja fjármála- stjóranum upp á sama tíma og þjóðminjaráð hefur fjármál safns- ins til sérstakrar athugunar ber vitni um bráðræði og örvæntingu, því að upplýst er að fjármálastjóri hefur ekki brotið af sér í starfi,“ segir í ályktun starfsmannafélags- ins. Gunnar Jóhann Birgisson, for- maður þjóðminjaráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í þessu tilfelli hefði hann skilning á því að Þór Magnússon þjóðminja- vörður hefði ákveðið að segja fjármálastjóra safnsins upp. Þjóð- minjavörður hefði jafn- framt einn heimild til að ráða starfsmenn og segja þeim upp og að enginn annar hefði það vald, þ.m.t. þjóðminja- ráð. Hvað ályktun starfs- manna varðaði að öðru leyti, sagðist Gunnar Jóhann ekki geta haft áhrif á hvað þeir álykt- uðu og hvernig, en hann sagðist skilja vel, að menn væru með áhyggjur af rekstrarstöðu safns- ins. Hann sagði að þjóðminjaráð væri núna með fjármál safnsins til skoðunar ásamt fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu og að næstu dagar yrðu að leiða í ljós til hvaða aðgerða yrði gripið vegna slæmrar rekstrarstöðu safnsins. „Menn hafa áhyggjur af rekstri safnsins og jafnvel áhyggjur af því að rekstrarstaðan leiði til ein- hverra uppsagna og það kann að lita afstöðu manna að einhverju leyti. En tíminn verður að leiða í ljós til hvaða aðgerða verður grip- ið.“ Þór Magnússon sagðist ekkert hafa um málið að segja og að þau skrifuðu orð sem honum hefðu bor- ist í ályktuninni yrðu að standa án hans umsagnar. Þór Magnússon Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tvö hross drápust eftir ákeyrslu TVÖ hross drápust í gærmorgun þegar jeppabifreið var ekið inn í hrossahóp í Vestur-Eyjajallahreppi á móts við Holtshverfi. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli slapp ökumaður án meiðsla, en farið hefði getað verr ef um smærri bíl hefði verið að ræða, því jeppinn skemmdist talsvert mikið við áreksturinn. Lögreglan segir allt of algengt að hross, nautgripir og sauðfé gangi laust og öðru hverju verði óhöpp af þeim sökum og hvetur lögreglan menn til að hafa betri gætur á bú- peningi sínum. Morðmál tekið til frekari meðferðar RANNSÓKNADEILD lögreglunn- ar í Reykjavík hefur sent mál karl- manns á þrítugsaldri, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað áttræðri konu á heimili hennar í Espigerði í desemberbyrj- un, til frekari meðferðar hjá lög- fræðideild embættisins, sem mun að öllum líkindum senda það til emb- ættis ríkissaksóknara til ákærumeð- ferðar. Þaðan fer málið til meðferðar dómstóla. Maðurinn viðurkenndi við skýrslutöku fyrir dómi í desember að hafa verið valdur að láti konunnar og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn 5. desem- ber sl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.