Morgunblaðið - 16.02.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 16.02.2000, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Nemendur FSU sem lögðu lokahönd á sviðið fyrir söngvakeppnina Söngvakeppni Fjölbraut; skóla Suðurlands í kvöl Selfossi - Nemendur Fjölbrauta- skóla Suðurlands halda söngva- keppni sína í kvöld klukkan 20.00 í fokheldum menningarsal Hótels Selfoss. Þessi keppni er jafnan mjög litrík og skemmtileg, enda byggir skólinn á góðri tónlistar- og söng- hefð. Tuttugu og þrjú söngatriði eru skráð til keppninnar en sigur- vegarinn verður fulltrúi skólans í söngvakeppni framhaldsskólanna. Nemendur hafa unnið við það undanfarna daga að skreyta bíó- salinn og gera klárt fyrir skemmt- unina, sem væntanlega verður fjöl- sótt. Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Eigendur Deloitte & Touche ásamt starfsfólki skrifstofunnar. Deloitte & Touche í Stykkishólmi Stykkishólmi - Endurskoðunarfyr- irtækið Deloitte & Touche opnaði föstudaginn 11. febrúar skrifstofu í Stykkishólmi. Bæjarbúum var þá boðið að skoða nýju húsakynnin, kynnast þjónustu fyrirtækisins og þiggja veitingar. Fyrirtækið mun veita bókhalds- þjónustu, endurskoðun og ráðgjöf bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Engin bókhaldsþjónusta hefur verið í bænum í nokkurn tíma og því er þörf að fá hana aftur. Endurskoð- unarskrifstofan er með starfsemi í Grundarfírði og Snæfellsbæ. Jónas Gestur Jónasson hefur verið ráðinn til að veita skrifstofunum á Snæfells- nesi forstöðu. Tvö stöðugildi verða á skrifstofunni til að byrja með. Stein- ar Gunnarsson rekstrarfræðingur hefur verið ráðinn til starfa og með honum Ingunn Alda Gissurardóttir. Jónas Gestur segir að með þessu vilji Deloitte & Touche veita bæjar- búum góða þjónustu. Mörg fyrir- tæki í bænum hafa verið í viðskipt- um og með opnun skrifstofunnar verður þjónustan nær. Deloitte & Touche hefur stækkað mjög mikið. Á síðasta ári sameinuðust þrjú end- urskoðunarfyrirtæki undir einu nafn. Gullborg YE 38 varð- veitt til framtíðar Von kaupenda að skipið verði vísir að sjóminjasafni Vestmannaeyjum - Sl. fimmtudag var gengið frá sölu á hinu fræga happafleyi Gullborgu VE 38. Vest- mannaeyjahöfn, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og fleiri styrktarað- ilar stafkirkjusvæðis keyptu skipið. Hugmyndin er að koma Gullborgu fyrir við syðri hafnargarðinn í Vest- mannaeyjahöfn, gegnt stafkirkjunni sem þar er í byggingu og er þjóðar- gjöf Norðmanna til íslendinga í til- efni af 1000 ára kristniafmæli þjóð- arinnar. Gullborg VE 38 er eitt kunnasta fiskiskip íslenska fiskveiðiflotans, margrómað happa- og gæfufley, Hinn kunni aflamaður Binni í Gröf var lengst skipstjóri á skipinu, eða frá árinu 1952 er hann ásamt Einari Sigurðssyni keypti skipið til Vest- mannaeyja. Árið 1973 keyptu synir Binna, þeir Friðrik og Benóný, Gull- borgina og hafa gert hana út síðan. Gullborginni hefur alla tíð verið vel við haldið og árið 1990 fékk skipið sérstaka viðurkenningu frá Siglinga- málastofnun fyrir góða umhirðu og öryggisbúnað. I Gullborgu er trú- lega elsta aðalvél fiskiskipaflotans, Mannheim 1959 390 hesta. Það er von kaupenda að Gullborgin geti orðið vísir að sjávarútvegssafni, enda er saga skipsins óvenju glæsi- leg, auk þess sem Gullborgin er gott vitni um skipakost frá miðri síðustu öld. Það fór því vel á að undirrita kaup- samninginn í lúkarnum á Gullborg- inni, létt var yfir mönnum og flugu margar góðar sögurnar. Gullborgin verður afhent 1. júní og stafkirkjan verður afhent 30. júlí. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Gullborg VE 38, eitt kunnasta fiskiskip íslenska fiskveiðiflotans. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Samningurinn undirritaður í lúkarnum á Gullborginni. Frá vinstri eru bræðurnir Friðrik og Benóný Benónýssynir - synir Binna í Gröf - eig- endur Gullborgar og lengsttil hægri Jóhann Pétursson, lögfræðingur. Sýningin Hláturgas á Akranesi FARANDSÝNINGIN Hláturgas verður sett upp á tíu sjúkrahúsum víðsvegar um landið á árinu 2000 í boði lyfjafyrirtækisins Glaxo Wellcome á Islandi. Annar áfangi sýningarinnar verður opnaður á Sjúkrahúsi Akra- ness föstudaginn 18. febrúar kl. 15. Á sýningunni er að finna fjölda skopteikninga eftir bæði innlenda og erlenda höfunda, en af íslensk- um teiknurum má nefna Þorra Hringsson, Hallgrím Helgason, Brian Pilkington, Gísla Ástþórsson og Halldór Baldursson. Efnið er ýmist gamalt eða unnið sérstaklega fyrir Hláturgasið. Jafnframt hefur verið gefin út 80 síðna bók með skopteikningum, bröndurum, íslensku rímnaskopi og spaugilegum læknaskýrslum sem dreift verður ókeypis á við- komandi sjúkrahúsum. Skúlptúrar í vetrarsól Egilsstaðir - Nemendur í níunda bekk Egilsstaðaskóla brugðu sér úr kennslutíma og út í vetrarsólina til þess að vinna verkefni í mynd- mennt. Snjóhvítt hráefnið lá í breiðu og stórum sköflum allt um kring. Krakkarnir tóku til hendinni og flest myndverkin tengdust á ein- hvern hátt mannslíkamanum. Það var augljóst að mannslík- aminn og leyndardómar hans vöktu mestan áhuga nemenda Egilsstaða- skóla við sköpun á skúlptúrum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Kaffíð slökkti eld- inn í Mettubúð TALSVERÐAR skemmdir urðu af völdum sóts og reyks þegar eldur kom upp í matvöruversluninni Mettubúð á Bíldudal í fyrrinótt. Eld- minn kviknaði í rafmagnstengi sem var undir hillu. Ofan á hillunni var kaffipoki og náði eldurinn að brenna gat á pokann þannig að kaffið féll nið- ur á eldinn og slökkti hann. Betur fór því en á horfðist að sögn Jóns Þórðar- sonar, eiganda Mettubúðar, sem kom að búðinni fullri af reyk í gærmorgun. Jón sagði að mikið verk væri fram- undan að þrífa verslunina, en sót og reykur fóru um alla búðina. Hann sagði að mála þyrfti húsið að innan og tæma allar vörur úr hillum. Hann kvaðst vona að hann gæti opnað verslunina aftur strax eftir helgina. Jón sagði að þó tjónið væri tilfinn- anlegt gæti hann þakkað kaffipokan- um að ekki fór verr. I staðinn fyrir að koma að búðinni í björtu báli mætti honum lykt af brenndu kaffi. /-----------------------------------------v Grenibyggð 9, Mosfellsbæ. Stórglæsilegt 138 fm par- hús, auk 18 fm risherbergis og 26 fm bílskúrs. Fjögur rúmgóð svefnherbergi. Mjög vandað og glæsilegt hús, með fallegum garði. Ahv. 6,5 millj. Húsbréf. Leirutangi 17b, Mosfellsbæ. Glæsilegt 92,5 fm parhús með ca 20 fm risherbergi. Þrjú svefnherbergi, góð stofa, fallegur garður með garðhýsi. Fasteignaland, Ármúla 20, sími 568 3040. <________________________________* Presturinn og tilveran Grundarfirði - í Grundarfírði hefur hópur foreldra um árabil staðið fyr- ir öflugu forvamarstarfi fyrir ungl- inga. Hópurinn kallar sig Tilveru og hefur hlotið talsverða athygli fyrir vandað og árangursríkt starf. Haldnir eru reglulega fræðslufun- dir um margvísleg efni fyrir ungl- ingana og eru fyrirlesarar bæði heimamenn og aðkomumenn. Á myndinni er sóknarpresturinn, sr. Karl Matthíasson, að fræða ung- mennin um sorg og tilfínningaleg viðbrögð við henni. Kom hann víða við og vitnaði m.a. í fornsögurnar í máli sínu til skýringar. Ungl- ingarnir hlustuðu með athygli og Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon greinilegt var að efnið höfðaði til gera unglingana hæfari til að tak- þeirra. Þessi fundur er liður í ast á við það sem uppá kann að skipulegri viðleitni foreldra til að koma í mannlegri tilveru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.