Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 19 LANDIÐ Skessuhorn fyrirtæki ársins í Borgarbyggð Morgunblaðið/Theodór Þau tóku við viðurkenningunum. Frá vinstri: Oddný Þórunn Bragadótt- ir, eigandi Kristý sf., Magnús Magnússon, framkvæmdastjóri Skessu- horns ehf., Runólfur Ágústsson, rektor Samvinnuháskólans, og Þór Oddsson, apótekari og eigandi Borgarlyfja. Listgripurinn sem Skessu- horn hlaut er hannaður og smíðaður hjá Kristý sf. í Borgarnesi. Borgarnesi - Atvinnumálanefnd Borgarbyggðar valdi margmiðlun- arfyrirtækið Skessuhorn ehf. fyrir- tæki ársins 1999 í Borgarbyggð í síðustu viku. Einnig hlutu fyritæk- in Kristý sf. og Borgarlyf sérstak- ar viðurkenningar. Þá var Sam- vinnuháskólinn á Bifröst valinn sem stofnun áratugarins. Þetta er í þriðja sinn sem valið er fyrirtæki ársins í Borgarbyggð. Við athöfnina, sem fram fór í Samvinnuháskólanum á Bifröst í Norðurárdal, sagði Ingimundur Grétarsson, formaður Atvinnumál- anefndar Borgarbyggðar, að margmiðlunar- og fjölmiðlunarfyr- irtækið Skessuhorn ehf. hlyti út- nefninguna fyrir þann kjark og það áræði sem „Skessuhornsmenn" hefðu sýnt á liðnum árum og einn- ig fælist 1 valinu hvatning til frek- ari landvinninga fyrirtækisins á næstu árum. „Þetta er fyrirtæki sem hefur vaxið með ofurhraða í okkar sam- félagi og skapað sér gott orð vítt og breitt um landið. Þegar fyrir- tækið var stofnað fyrir tveimur ár- um störfuðu þar tveir menn, en í dag starfa þar tólf manns. Þá hef- ur velta fyrirtækisins og umsvif aukist stórkostlega," sagði Ingi- mundur. í þakkarávarpi sínu sagði Magn- ús Magnússon, framkvæmdastjóri Skessuhorns ehf., að fyrirtækið ætlaði sér enn stærri hluti í fram- tíðinni. Möguleikarnir væru gríð- arlegir á því sviði sem fyrirtækið starfaði á og því gætu þeir „Skessuhornsmenn" litið björtum augum til framtíðarinnar. Gjafavöruversluninni Kristý sf. var veitt viðurkenning fyrir áræði, nýsköpun og listræna hönnun. Sagði Ingimundur að fyrirtækið léti ekki mikið yfir sér en það leyndi á sér við nánari skoðun. Þegar inn væri komið væri um gjafavöruverslun að ræða en baka- til væri listasmiðja þar sem fram- leiddar væru handunnar gjafavör- ur af miklu listfengi. Fyrirtækið væri í eigin innflutningi auk versl- unar og listiðju og um þrjú til fjög- ur ársstörf væri að ræða þegar allt væri til tekið. Um fyrirtækið Borgarlyf sagði Ingimundur að með tilkomu Hval- fjarðarganga hefði verslunar- og þjónustusvæðið færst nær og á sama tíma hefði samkeppnin harðnað á lyfjamarkaðnum. En fyrirtækinu hefði þrátt fyrir það tekist að vera með lægsta lyfjaverð á Vesturlandi. Þannig hefði fyrir- tækið sýnt að það sé fyllilega sam- keppnisfært við höfuðborgarsvæð- ið varðandi lyfjaverð og þjónustu. Stofnun áratugarins Stofnun áratugarins var valin Samvinnuháskólinn á Bifröst. Sagði Ingimundur að það væri gíf- urlega mikilvægt fyrir byggðarlag- ið að hafa háskólastofnun sem Samvinnuháskólann innan sinna vébanda. Sjá mætti víða jákvæð merki þess að hafa slíka stofnun innan héraðs. Fengi Samvinnuhá- skólinn viðurkenninguna fyrir framsækna uppbyggingu og bylt- ingarkenndar nýjungar í skóla- starfi á síðasta áratug. Veitti Runólfur Agústsson rekt- or viðurkenningunni móttöku og sagði m.a. í þakkarávarpi sínu að þessi viðurkenning væri sérstak- lega kærkomin vegna þess að hún sýndi að það sem verið væri að gera á Bifröst væri virkilega vel metið. Einnig væri það mjög ánægjulegt að sjá árangur af skólastarfinu speglast í þessum fyrirtækjum sem væru að spretta upp, eins og Skessuhorn, og þann- ig kæmi í ljós að það sem verið væri að kenna skilaði sér út í at- vinnulífíð með beinum hætti. ER EITT AF MÖRGU SEM SKILUR SONATA FRÁ KEPPINAUTUNUM ...1.948.000 Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 5751280 Staðalbúnaður: Skynvædd sjálfskipting (HIVEC) sem iagarsig að aðstæðum og þínu aksturslagi, 2.01136 hestafla vél, TCS spólvörn og stöðugleikastýring, ABS hemlalæsivörn, 4 liknarbelgir, hæðarstillanleg öryggisbelti, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, hljómflutningskerfi með 6 hátölurum, stillanlegir höfuðpúðar, rafknúnir hliðarspeglar, litað gler, rafknúnar rúður, samlitir stuðarar, innbyggt barnasæti með 4 punkta öryggisbelti og margt margt fleira. HYunnni mein§föllu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.