Morgunblaðið - 16.02.2000, Side 20

Morgunblaðið - 16.02.2000, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 Norður- ál tekur tilboði A Istaks FORSVARSMENN Norðuráls ákváðu í gær að taka tilboði ístaks í byggingu kerskála vegna stækkunar álversins á Gnmdartanga upp í 90.000 tonn. Tilboð ístaks hljóðar upp á rúm- lega 800 milljónir króna og tekur til jarðvegsframkvæmda og byggingar kerskálans, án tæknibúnaðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Bygging kerskála er einn liður í stækkun álvers Norðuráls, en einn sá stærsti að sögn Bjöms Högdahl, for- stjóra Norðuráls. Áætlað fjármagn til stækkunarinnar eru tæpir 5 milljarð- ar íslenskra króna, að hans sögn. ístak var lægstbjóðandi, að sögn Bjöms og lýsir hann ánægju með að eitt stærsta einstaka verkið í væntan- legri stækkun álversins, verði í hönd- um íslensks verktaka. „íslensk verk- takafyrirtæki hafa sannað samkeppnishæfni sína og samstarfið við þau í fyrsta áfanga álversins tókst með miklum ágætum,“ segir Bjöm. Hann gerir ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist á næstunni, að fengnum tilskildum leyfum opinberra aðila. Upphaflega var áætlað að fram- kvæmdum lykd í apríl á næsta ári en að sögn Bjöms lítur út fyrir að verk- lok tefjist fram á mitt sumar. MEÐ því að skerpa á gagnsæi og varanleika leikreglna og stjórnar- fars á Islandi, mætti auka erlenda fjárfestingu um 40% en mestir möguleikar á að laða að erlent fjár- magn era á hátæknisviðinu. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri skýrslu Verslunarráðs sem lögð verður fram á Viðskiptaþingi 2000 í dag. Á þinginu verður fjallað um at- vinnulíf framtíðarinnar með það að markmiði að Island geti alltaf staðið meðal þeirra tíu þjóða í heiminum sem bjóða upp á bestu lífskjör. Guðjón Rúnarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands, hafði umsjón með starfi vinnuhóps sem fjallaði um alþjóð- lega samkeppni og samskipti og samantekt skýrslu um það efni. Skýrsluhöfundar telja þörf á hugar- farsbreytingu hvað varðar aðkomu erlendra fjárfesta að atvinnulífi á Islandi, þar sem hérlend stjórnvöld hafi sýnt litla velþóknun á fjárfest- ingu útlendinga í atvinnulífinu, ef frá er skilin stóriðja. Talið er að er- lendar fjárfestingar verði sífellt mikilvægari þáttur í hagvexti ein- stakra ríkja, að þvi er fram kemur í skýrslunni. í skýrslu Verslunarráðs er vísað til skýrslu sem gefin var út af rann- sókna- og þróunardeild Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO) á síð- asta ári. Þar kemur fram að gagnsæi og varanleiki leikreglna og stjórnar- fars í hverju landi séu þættir sem verða seint ofmetnir í þessu sam- bandi. Um er að ræða þætti eins og skýrleika viðskipta- og efnahags- stefnu stjórnvalda og þeirra reglna sem settar era. Jafnframt sé mikil- vægt að þær stofnanir sem settar era á stofn til að framfylgja reglu- num, svo sem skatt- og samkeppnis- yfirvöld, séu skilvirkar og að eðlilegt samræmi sé í ákvörðunum þeirra. Danmörk, Noregur og Finnland eru á meðal tíu efstu þjóða heimsins á lista yfir þau ríki sem best standa að þessu leyti. I skýrslu WTO kemur fram að við að færast upp um eitt sæti á listanum með því að skerpa enn frekar á gagnsæi gildandi reglna og stjórnarhátta megi ríki gera ráð fyrir 40% aukningu á er- lendri fjárfestingu í landinu. Skýrsluhöfundar telja mesta möguleika fyrir ísland á að laða að erlent fjármagn, á hátæknisviðinu, þar séu arðsemimöguleikar mun meiri en t.d. í sjávarútvegi eða VIÐSKIPTI Rafræn skráning verð- bréfa hefst í byrjun apríl RÁÐGERT er að rafræn eignar- skráning verðbréfa hefjist hér á landi í byrjun aprílmánaðar. Þetta kom fram á fundi sem Verðbréfa- skráning íslands efndi til í gær, til kynningar á fyrirhugaðri skráning- arstarfsemi sinni. Eins og fram hefur komið er loka- prófun á kerfi Verðbréfaskráningar í þann mund að hefjast. Á fimmtu- dag verður flokkur þriggja mánaða ríkisvíxla gefinn út sem rafbréf í kerfinu, en samhliða verður haldið utan um pappírsútgáfu á sama flokki ríkisvíxla. Er þetta síðasta stig undirbúnings fyrir eiginlega rafræna skráningu. Fram kom í máli Einars Sigur- jónssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaskráningar, að þegar gengið hefði verið úr skugga um að lokaprófun hefði tekist yrðu verð- bréf tekin til skráningar eftir teg- undum. Væntanlega yrðu þá fyrst skráð rafrænt skuldabréf og víxlar, en síðar hlutabréf. „Eldri útgáfur skuldabréfa þurfa ekki á innköllun að halda, svo skráning þeirra getur hafist fyrr. Sama á við um hlutabréf sem ekki hafa þegar verið gefin út á pappírsformi." Áð sögn Einars mun tilkoma raf- rænu skráningarinnar hafa að meg- instefnu þrenns konar áhrif á verð- bréfamarkaðnum. „Aukið öryggi verður í viðskiptum, vörslu og með- höndlun með verðbréf. Þetta er Morgunblaöiö/Halldór Kolbeins Forsvarsmenn Verðbréfaskráningar fslands kynntu í gær fyrirhugaða skráningu rafrænna verðbréfa. reyndin í öðram löndum sem gengið hafa í gegnum þetta ferli. í annan stað mun hagræði aukast og til- kostnaður í viðskiptum á íslenskum verðbréfamarkaði lækka. í dag hef- ur öll meðhöndlun pappírsverðbréfa gríðarlegan kostnað í för með sér. Þriðja atriðið, sem skiptir einna mestu máli, er að skráningin mun leiða til betri samkeppnisstöðu og aukinna erlendra fjárfestinga í ís- lenskum verðbréfum." Tengingar við eriendar verð- bréf amiðstöðvar fyrirsjáanlegar Á fundinum vora forsvarsmenn Verðbréfaskráningar spurðir um tengingu fyrirtækisins við erlendar verðbréfamiðstöðvar. Sögðust þeir sjá fyrir sér að af því gæti orðið þeg- ar skráningarstarfsemin hæfist og þegar Verðbréfaþing íslands hefði tengst erlendri kauphöll eða kaup- höllum, eins og fyrirhugað væri. Verðbréfaskráning gekk í byrjun síðasta árs til samstarfs við kanad- íska fyrirtækið EFA software Ltd., en það hefur í a.m.k. tíu ár framleitt kerfi fyrir verðbréfamiðstöðvar. „Kerfi fyrirtækisins þjóna verð- bréfamiðstöðvum í um tíu löndum í heiminum. Öll þessi lönd, þ.m.t. ís- land, fylgja með í þeirri þróun sem verður á kerfinu,11 segir Einar. Fram kom að nú er vinna við setningu reglna Verðbréfaskrán- ingar og reglugerða á lokastigi. Sama er að segja um vinnu við gerð ferlilýsinga, vegna breytinga á til- högun viðskipta með rafræn verð- bréf, og tengingar Verðbréfaskrán- ingar við alla aðila á markaðinum. „Á næstu vikum, áður en útgáfa rafbréfa hefst, mun Verðbréfa- skráning kynna starfsemi sína opin- berlega, m.a. með útgáfu bæklings, auglýsingum í fjölmiðlum og greina- skrifum. Því á ekkert að fara á milli mála þegar starfsemin fer af stað út á hvað hún gengur,“ segir Einar Sigurjónsson. Hann sagði aðspurður að uppgjör viðskipta með verðbréf myndi eftir breytinguna taka í mesta lagi einn dag. Ef viðskiptin færu fram í gegn- um kerfi Verðbréfaþings, færi upp- gjörið fram daginn eftir, en ef við- skiptin færu fram utanþings, gæti uppgjör farið fram þá þegar. Alþjóðleg samkeppni og samskipti rædd í skýrslu Verslunarráðs íslands til Viðskiptaþings 2000 Nauðsynlegt að auka er- lenda fj árfestingu á Islandi Viðskiptaþing 2000 verður haldið í dag. Þar verður m.a. löffð fram Skýrsla Verslunar- ráðs Islands sem ber titilinn „Atvinnulíf -----------------7-----------------------7— framtíðarinnar - Island meðal tíu bestu“. I skýrslunni er m.a. rætt um erlenda fjárfest- ingu á íslandi, nauðsyn nýsköpunar og vax- andi þrýsting á tengsl Islands við evruna. ferðaþjónustu. Þeir telja miður að ekki sé meira um fjárfestingu er- lendra aðila á Islandi en raun ber vitni. Bent er á að gildandi reglur um eignarskatta á hlutabréf hafa orðið til ess að hérlend fyrirtæki hafa kosið að flytja starfsemi sína eða hluta hennar erlendis og t.d. far- ið þá leið að stofna eignarhaldsfélag um reksturinn á íslandi í ríki sem býður upp á hagstæð skattaskilyrði fyrir slík félög. Skýrsluhöfundar benda einnig á að skortur á hag- stæðum skattareglum í tengslum við kaupréttarsamninga við starfs- menn, dragi úr áhuga útlendinga á fjárfestingum hérlendis. írland er nefnt sem dæmi um ríki sem hefur skapað kjöraðstæður til stofnunar verðmætaaukandi fyrir- tækja eins og hátæknifyrirtækja. Liechtenstein er einnig nefnt, en at- vinnulíf þar í landi er byggt á hag- stæðu lagaumhverfi fyrir fjármála- stofnanir sem þjónusta erlenda fjárfesta. Óbein fjárfesting erlendra aðila í íslensku atvinnulífi er einnig gerð að umtalsefni í skýrslu Verslunarráðs, þ.e. fjárfesting á skuldabréfamark- aði. „Þar ætti ísland að eiga ágæt sóknarfæri þar sem lánshæfismat landsins bæði frá Moodýs og Stand- ard&Poor er hátt,“ segir í skýrsl- unni. Óbein fjárfesting felst einnig í samstarfsverkefnum (e. joint vent- ures) þar sem tvö eða fleiri fyrirtæki samnýta krafta sína í tengslum við tiltekið verk. Hlutfall þeirra er enn mun lægra hér á landi en í sam- keppnislöndunum, að því er fram kemur í skýrslunni. Bent er á að einn af mikilvægari þáttum slíks samstarfs sé sú tækniþekking og reynsla sem hið erlenda fyrirtæki flytur með sér til landsins. Skýrslu- höfundar telja Ijóst að miklir mögu- leikar séu fyrir hendi á þessu sviði hérlendis og þá jafnt innbyrðis með- al innlendra fyrirtækja, sem í sam- starfi við erlend fyrirtæki. Stöðugleiki í efnahagslíf inu forsenda samkeppnishæfni Ætli ísland að standa meðal þeirra tíu þjóða í heiminum sem bjóða upp á best lífskjör, þýðir það að atvinnulífið allt verður að vera svo vel rekið að fyrirtækin standist almennt samanburð við fyrirtæki þeirra þjóða sem einnig eru í þess- um hópi, að því er fram kemur í skýrslu Verslunarráðs. Þar segir að það sé viðvarandi viðfangsefni að halda samkeppnishæfni í rekstri ís- lenskra fyrirtækja í fremstu röð. „Islenskt atvinnulíf verður að njóta nútímalegrar löggjafar þannig að hin lagalega umgjörð íslensks at- vinnulífs stuðli að samkeppnishæfi þess,“ segir í skýrslunni og enn- fremur að ljóst sé að samkeppnis- hæfi fyrirtækja verði ekki byggð upp nema stöðugleiki ríki í efna- hagslífinu. Bent er á að íslenskum fyrirtækjum hafi gengið vel á und- anförnum árum og ekki ástæða til að ætla annað en að sú þróun haldi áfram ef þeim er skapað hagstætt umhverfi til að starfa í. Bent er á eitt svið þar sem íslendingar hafa staðið að baki flestum samkeppnislöndum sínum og aukinn kraft þurfi að setja í, þ.e. markaðssetningu og sölu á þeirri vöra og þjónustu sem sköpuð er hér á landi. Einkaleyfaumsóknir mun færri hér á landi í skýrslunni kemur fram að tak- mörkuð hefð sé fyrir rannsónar- og þróunarvinnu hérlendis og framlag hins opinbera til rannsókna á Islandi sé mun lægra en almennt þekkist í iðnríkjum heimsins. Framlög frá fyrirtækjum virðast vera að aukast, að því er fram kemur í skýrslunni en um 60% þess fjármagns sem lagt er í rannsókna- og þróunarstarf hér- lendis kemur frá opinberum aðilum og um 40% frá fyrirtækjum. Útgjöld íslenskra fyrirtækja til rannsókna og þróunar sem hlutfall af lands- framleiðslu var 0,6% á árinu 1997 en þetta hlutfall var 2% í Bandaríkjun- um, Japan, Sviss og Finnlandi og 2,7% í Svíþjóð. Að mati skýrsluhöfunda segir það sína sögu um stöðu rannsókna- og þróunarstarfsemi hérlendis að um- sóknir um einkaleyfi á íslandi nema aðeins um 10% af því sem gerist meðal þeirra þjóða sem við beram okkur oftast saman við. Hlutfallið þegar borin era saman útgefin einkaleyfi, er enn lægra, eða rúm- lega 3%. Ástæðan fyrir þessu er m.a. talin sú að aðstoð opinberra aðila við það hvernig skuli bera sig að við að sækja um slík leyfi og fá skráningu, sé af mög skornum skammti en ekki sú að dýrara eða tafsamara sé að verða sér úti um einkaleyfi hér á landi en annars staðar. í skýrslunni segir að Ijóst sé að ef ísland ætli ekki að dragast enn frekar aftur úr í uppbyggingu samkeppnishæfs at- vinnulífs þurfi að efla rannsókna- og vísindastarf veralega. Bent er á að hlutdeild hátæknigreina í fram- leiðslu landsins var aðeins 1,3% á íslandi 1997, samanborið við t.d. 46,5% á Irlandi. Auk þess hefur framleiðni hér á landi verið mun lægri en í samkeppnislöndunum og hver vinnustund á íslandi á árinu 1998 skapaði t.d. 65% af því sem hún gaf af sér í Lúxemborg og 75% ef borið er saman við Frakkland. Nauðsynnýsköpunar Ný heimsmynd þar sem upplýs- ingatækni hefur brotið niður hefð- bundin landamæri og gerir heiminn að einu þekkingarþjóðfélagi, skapar að mati skýrsluhöfunda ýmsa mögu- leika fyrir nýsköpunarstarf fyrir- tækja. „Brýnt er að stjórnvöld skapi þann jarðveg sem nauðsynlegur er til að nýta þetta samkeppnisforskot sem skyldi, meðal annars með því að tryggja virka samkeppni á fjar- skiptamarkaði þannig að kostnaður fyrirtækjanna við að nýta sér hina nýju tækni sé samkeppnishæfur við það besta sem gerist erlendis. Þá er einnig mikilvægt að nægjanlegt framboð sé af menntuðu fólki til að vinna við hátæknigreinarnar," segir í skýrslunni og bent er á að ekki sé hægt að sætta sig við að hlutfall há- i !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.