Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Deilur blossa upp meðal samstarfsmanna Hugos Chavez, forseta Venesúela Ásakanir um víðtæka fj ár- málaspillingu Caracas. AP. Reuters Hugo Chavez, forseti Venesúela, fagnar átta ára afmæli valdaránstil- raunar sinnar á útifundi í Caracas fyrir skömmu. MISKLÍÐ er komin upp milli Hug- os Chavez, forseta Venesúela, og fyrrverandi yfirmanns leyniþjón- ustunnar, Jesus Urdanetas. Hinn síðarnefndi sagði í liðinni viku í auglýsingu, sem hann birti í dag- blöðum, að fyrirtækjum í eigu öfl- ugra stuðningsmanna forsetans hefði verið hyglað í útboðum á verkefnum fyrir ríkið. Þrír fyrrver- andi herforingjar og gamlir stuðn- ingsmenn forsetans segja að hætta sé á að stjórn Chavez svíki fyrirheit um að gerbylta samfélaginu. Tobias Carrero, sem lengi hefur stutt Chavez með fé og veitt honum pólitíska ráðgjöf, sagði um helgina að ásakanirnar væru liður í herferð sem hefði að markmiði að grafa undan „friðsamlegri byltingu" for- setans. Hann sagði að andstæðing- arnir beittu aðferðum hryðjuverka- manna, væru vel skipulagðir og vel fjáðir. Nefnir 46 dæmi Áðurnefndur Urdaneta nefndi 46 dæmi um meinta fjármálaspillingu stjórnvalda og hefur kært málin til ríkissaksóknara. Segir hann meðal annars að tryggingafyrirtæki hafi fengið þjónustusamninga með óeðlilegum hætti, einnig hafi fyrir- tæki sem Carrero á hlut í fengið einkaleyfi á að prenta nýja stjórn- arskrá í milljón eintökum. Carrero segir að um fullkomlega heiðarleg útboð hafi verið að ræða. Einnig hefur Urdaneta sakað for- setann um að hindra að yfirvöld gætu rannsakað bækistöð stjórn- málasamtaka Chavez, Hreyfingu fimmta lýðveldisins. Grunur lék á að þar væru geymd vopn sem Chav- ez notaði í uppreisn sem hann stóð fyrir árið 1992. Forsetinn tjáði sig í fyrsta sinn um öll þessi mál í sjónvarpsávarpi sl. föstudag, sagði að um ósannindi væri að ræða en allar ásakanirnar yrðu rannsakaðar. Takist Urdaneta að sanna mál sitt yrði um mikið áfall að ræða fyr- ir forsetann vegna þess að barátta gegn spillingu var eitt helsta kosn- ingamál hans er hann náði kjöri ár- ið 1998. Fátækt er mikil í Venes- úela þrátt fyrir geysimiklar olíulindir og er spillingu einkum kennt um. Svo mildl er heiftin orðin vegna spillingarinnar að tveir stjórnmála- flokkar, sem skiptu með sér völdum i landinu í um 40 ár, hafa hrunið og má heita að engin virk stjórnar- andstaða sé í landinu. Klofningur vegna meintrar spillingar í röðum stjórnarsinna gæti breytt stöðunni, að sögn stjórnmálaskýrenda og gef- ið andstöðuöflum byr í seglin. Chavez var áður foringi í hernum og hefur verið sakaður um að bera litla virðingu fyrir lýðræði. Þrír fyrrverandi liðsmenn hans í valda- ránstilraun hersins 1992 eru ósáttir við stefnu hans núna og segja að ekki fari fram nein lýðræðisleg um- ræða um stjórnarstefnuna í flokki forsetans. „Forsetinn er umkringdur þjón- um sem einfaldlega lúta höfði og segja „Já, herra“,“ sagði einn þeirra, Yoel Acosta Chimos, fyrr- verandi ofursti, í samtali við dag- blaðið E1 Nacional á sunnudag. Mario Ivan Carratu Molina, fyrr- verandi flotaforingi, kom þáverandi forseta, Carlos Andres Perez, í ör- uggt skjól er Chavez og menn hans reyndu að ræna völdum 1992. Mol- ina segir að innanbúðardeilurnar séu upphafið að endinum á stjórn- artíð Chavez. Fréttaskýrandi á dagblaði sagði að forsetinn ætti um tvo kosti að velja, höggva af hægri höndina eða þá vinstri. Blásýrumengunin í Mið-Evrópu Undir- búa mál- sókn Belgrad, Búdapest. Heuters, AFP. UMHVERFISRÁÐHERRA Serbíu, Branislav Blazic, sagði í gær, að magn blásýru sem streymdi í Dóná á sunnudag hefði á tímabili verið 130 sinnum yfir leyfilegum mörkum. Hann sagði jafnframt að höfða ætti mál gegn eigendum gullnámu í Rúmeníu, þaðan sem blásýra lak í eina af þverám Dónár, Tisza, um síðustu mánaðamót. Lífríki Tisza hefur orðið fyrir gífurlegum skaða af völdum mengunarinnar og er talið að um 80% af öllum lííverum árinn- ar hafi drepist. Serbneski um- hverfisráðherrann sagði hins- vegar, að mjög hefði dregið úr mengun í Dóná, sem er stærsta fallvatn Evrópu. Ungversk stjómvöld óskuðu í gær eftir alþjóðlegri aðstoð við að glíma við afleiðingar meng- unarslyssins, bæði efnahagsleg- ar og umhverfislegar. Ungveij- ar hafa einnig, líkt og Serbar, sagt, að þeir hafi í hyggju að stefna því fyrirtæki sem ber ábyrgð á mengunarslysinu og séu að kanna möguieika í því sambandi. Fyrirtækið, sem not- ar blásýru til að vinna gull úr bergi, er að hálfu í eigu ástr- alska námafyrirtækisins Esm- eralda Exploration Ltd. Framleitt fyrir framtíöina - fæst í dag. Að aftan og framan, frá byrjun til enda. Beovision 1 fæst núna í 6 fallegum litum með einstakri mattri áferð sem þekur alla fleti. Beovision 1 - ný upplifun í sjónvarpi. Beovision 1 með standi frá: 185.400,- BANG & OLUFSEN Síðumúli 21. Reykjavík. Sími. 581 1100 t j L I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.