Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 27 ERLENT AP Nokkuð hefur borið á mótmælum við fundarstað Sameinuðu þjóðanna í Bangkok en þau hafa verið friðsamleg. Kona úr hópi mótmælenda sýnir hér lögreglu tennur sínar. Varað við skipbroti hnattvæðingarinnar Bangkok. AP, AFP. HNATTVÆÐING efnahagslífsins mun rata í ógöngur fái hinir fátækari í heiminum ekki í ríkari mæli að njóta ávaxta hennar. Þessi viðvörun- arorð komu frá framkvæmdastjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), Juan Somavia, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun í heiminum, UNCTAD, í Taí- landi í gær. Somavia sagði að þær alþjóða- stofnanir sem stunduðu fjármála- umsýslu, s.s. Alþjóðabankinn og Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, yrðu að leggja meiri áherslu á að fjár- magn skapaði rauverulegan hagvöxt í ríkjum heimsins. Hann varaði við því að fólk myndi rísa upp gegn hinu opna hagkerfi ef það sæi engan ávinning af því að viðhalda slíku kerfi. Hnattvæðingin hefði lagt í rúst hefðbundinn iðnað og með því skap- að umframvinnuafl sem ekki nýttist í hátæknigreinum. Ennfremur réðst Somavia á þróuð ríki fyrir að halda því stöðugt fram að markaðurinn gæti leyst vandamál þróunarríkja, en neita á sama tíma þessum ríkjum um aðgang að mörkuðum sinum. Tillögur stranda á andstöðu Vesturlanda UNCTAD-ráðstefnan er nú haldin í tíunda sinn og að þessu sinni í Bangkok, höfuðborg Taflands. Full- trúar um 190 ríkja sækja ráðstefn- una og þar hafa þróunarlönd gagn- rýnt ríkari þjóðir harðlega fyrir að vilja ekki deila með sér ávöxtum hnattvæðingarinnar. Vonir voru bundnar við að ráðstefnan sam- þykkti tillögur um nýtt fyrirkomulag heimsviðskiptamála, sem ekki tókst að afgreiða á fundi Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Seattle í fyrra. Hermt er að vonirnar hafi strandað á andstöðu Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, sem vilji að málið verði afgreitt innan WTO. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, og Michel Camdessus, yfirmað- ur IMF, hafa á ráðstefnunni hvatt til þess að „gefið verði upp á nýtt“ þannig að fátækari ríki fái aukinn skerf af auðæfum heimsins. Mike More, forstöðumaður WTO, hefúr tekið í sama streng og lagt til að inn- flutningshindranir á framleiðsluvör- um 48 af fátækustu ríkjum jarðar- innar verði afnumdar. Clara Kringlunni, Sara Bankaslræti, Lyfja Lágniúla, Lyfja Setbergi, Lyfja Haniraborg, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáranum, Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, Gullbrá Nóatúni, Amaró, Akureyri, Apótek Keflavíkur. Nú einnig fyrir augu Ný lyfting - nýtt líf Estée Lauder kynnir Resilience Li ; L * ■*» * Eye Creme r lEgOEEtldWBMR MimaUVl Nú getur þú einnig fengið hið fræga Resilience Lift fyrir augu. Njóttu þess að horfa á færri línur, sléttara og fastmótaðra augnsvæði, geislandi af nýju lífi. Þetta léttkennda, afar virka augnkrem sér um það. Notaðu það ásamt Resilience Lift kremi fyrir andlit og háls frá Estée Lauder og þú getur glaðst yfir yngra og ferskara útliti. Resilience Lift Eye Creme 15 ml. kr. 3.315 Resilience Lift Face og Throat Creme 30 ml. kr. 4.050 og 50 ml. kr. 5.735 Resilience Lift Face and Throat Lotion 50 ml. kr. 5.735 Of auðveldur spurningaleikur Los Angeles. Reuters. BRESKT tryggingafélag sem vátryggir spurningaleikinn „Who Wants to Be a Million- aire“, eða Hver vill verða millj- ónamæringur, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ABC, leitar nú leiða til losna undan skuld- bindingum sinum þar sem spurningaleikurinn sé of auð- veldur. Yfirmenn ABC-stöðvarinnar hafa sagst ekki munu breyta neinu, en þátturinn nýtur gífur- legra vinsælda í Ameríku. Tryggingafélagið, Goshawk Syndicate, fór hins vegar í mál við stöðina fyrir breskum dóm- stólum í síðustu viku. Félagið yrði fyrir „óviðundandi tapi“ þar sem stjórnendur þáttarins neituðu að þyngja spurningar sfnar. 9:20 9:30 12:00 við upphaf nýrrar aldar Mæting - afhending fundargagna Iðnþing sett Haraldur Sumarliðason, formaður Upplýsingatækni- og þekkingariðnaður á íslandi Möguleikar við upphaf nýrrar aldar? Hreinn Jakobsson, forstjóri, Skýrr hf. Guðmundur Óskarsson, verkfr., Hugvit hf. Friðrik Sigurðsson, forstjóri, Tölvumyndir hf. Gunnar Ingimundarson, framkv.stj., Hugur hf. Gestir Iðnþings boðnir velkomnir Haraldur Sumarliðason, formaður Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins Margmiðlunarkynning á nokkrum verkefnum á vegum SI Ræða formanns SI, Haraldar Sumartiðasonar Ræða iðnaðarráðherra, Vatgerðar Sverrisdóttur Opnun vefs um iðnað fyrir ungt fólk - idhiatUriiá; Iðnaðarráðherra opnar vefinn formlega Notendur upplýsingatækninnar Hvemig nota iðnfyrirtækin upplýsingatæknina í sínu starfi? Ari Arnatds, forstj., Verk- og kerfisfræðistofan hf. Eysteinn Haraldsson, verkfr., íslenskir aðalverktakar hf. Magnús Ingi Stefánsson, forst.m. upptýsingasviðs, Mjólkursamsatan Ásgeir Ásgeirsson, forst.m. upplýsingatæknideildar, Marel hf. Guðbrandur Magnússon, framl.stj., Morgunbtaðið 16:00 Aðalfundarstörf 17:00 Þingslit <§)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.