Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 28

Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bréfarekkinn Úr vinnustofunni Skáphurðin Meistari blekking- arinnar Enginn veit hvaðan hann kom fram á sjón- arsviðið, frægasta málverkið hans er af bakhlið málverks og eftir hátind sem hirð- málari danskra kónga hvarf hann aftur inn í myrkur sögunnar. Freysteinn Jóhannsson fór 1 National Gallery í London og skoðaði málverk eftir Cornelius Gijsbrechts, sem lagði metnað sinn í að blekkja áhorfandann. LISTIN að blekkja áhorfand- ann, þótt ekki væri nema andartak, til að halda sig horfa á raunverulega hluti en ekki málverk, kallast upp á frönsku Trompe-Ioeil, að blekkja augað, og er það dregið af málverki Frakkans Louis-Léopold Boilly (1761-1845 ), sem hann sýndi í París 1800 og kallaði „Un trompe Ioel“. Málverkið var af teikningum og skissum listamannsins, í stafla innan við brotinn glugga. Svo vel tókst hon- um upp, að það varð að setja handrið fyrir framan myndina til að verja hana ágangi fólks, sem vildi fletta bunkanum! En í sýningarskrá, sem Olaf Koester, aðalsafnvörður ríkislista- safnsins í Kaupmannahöfn, er höf- undur að, er blekkingarlistin rakin lengra aftur en til Boilly. Par er vitnað til frásagnar rómverska rit- höfundarins Pliny af samkeppni, sem fram fór á síðari helmingi fímmtu aldar fyrir Krist. Par áttust við tveir grískir snillingar; Zeuxix og Parrhasion. Zeuxix málaði vín- berjaklasa, sem voru svo raunveru- legir, að fuglar komu og gogguðu í berin. En Parrhasion bætti um bet- ur og málaði tjald svo raunverulegt, að þegar Zeuxix kom, bað hann Parrhasion að draga tjaldið frá mál- verkinu svo hann mætti berja það augum! Elzta blekkingaverkið, sem varð- veitzt hefur, er frá 1504, eftir Jacopo déBarbari og sýnir akurhænu, stál- hanzka og ör hanga á vegg. Öld yngra er verk George Flegel af blóm- um og ávöxtum í skáp. En byr undir báða vængi fékk þessi tegund kyrra- lífsmynda í Hollandi á 17ndu öld og fóru þar fremstir í flokki tveir af læri- sveinum Rembrandts; Carel Fabrit- ius og Samuel van Hoogstraaten. Hirðmálari í Kaupmannahðfn Cornelius Gijsbrechts birtist á sjónarsviðinu á sjötta/sjöunda áratug 17ndu aldarinnar. Hann er eins kon- ar huldumaður listasögunnar, því þótt hann þyki nú með þeim allra fremstu í að beita blekkingunni, hef- ur hann ekki átt upp á pallborð sam- tímans og því vitum við fátt um hann. Hans er ekki getið í neinu og því vit- um við hvorki hvenær hann fæddist né hvar, en getum er að því leitt, að það hafi verið í Antwerpen um 1620. Um skólagöngu hans er heldur ekk- ertvitað. Verkin, sem halda nafni hans á lofti, málaði hann flest í Kaupmanna- höfn á árunum 1668-72. Þangað kom hann frá Þýzkalandi, en menn lesa það úr málverkum hans, að þangað hafi hann farið um 1660 og þá meðal annars dvalið í Regensburg og Ham- borg, þaðan sem Friðrik VIII kvaddi hann til höfuðborgar Danaveldis. Þar dvaldi hann í fjögur ár; fyrst með Friðriki VIII, sem ríkti 1648-70, og svo með eftirmanni hans á konungs- stóli; Kristjáni V, sem ríkti 1670-99. Friðrik konungur var áhugamaður um vísindi og safnari af guðs náð, einkum á bækur og málverk. Hann hófst handa um að byggja yfir söfn sín, en það kom í hlut eftirmanns hans að klára þá byggingu, sem nú hýsir þjóðskjalasafn Dana. Dönsku konungamir gerðu vel við Gijsbrechts. Fyrsta sönnunin um veru hans við dönsku hirðina er stórt málverk frá 1668 af vinnustofuvegg og tvö önnur frá sama ári af bréfa- rekkum. Málverkin merkti Gijs- brechts „málari í Kaupmannahöfn" og það var ekki fyrr en tveimur árum síður að hann skreytti sig með titli hirðmálarans. Síðasta málverkið sem Gijsbrechts málaði í Danmörku er merkt 1672 og síðasta greiðsla til hans úr konunglegu fjárhirzlunni fór fram 1. apríl 1672. Frá Danmörku lá leið Cornelius Gijsbrechts til Svíþjóðar, þar sem hann dvaldi í Stokkhólmi í tvö ár. Til er kvittun hans fyrir greiðslu fyrir málverk, dagsett 4. apríl 1674, en ár- ið eftir virðist hann hafa snúið aftur til Þýzkalands og þá til Breslau, sem nú er Wroclaw í Póllandi. I Varsjá er til málverk eftir hann frá 1675, þar sem m.a. má sjá bréf, stílað til hans það ár í Breslau. Þetta er síðasta verk hans, sem þekkt er, og ekkert er vitað um hann eftir það. Cornelius Gijsbrechts hvarf jafnsporlaust út af sviðinu og hann kom inn á það 15 ár- um áður. Nú eru þekkt um 70 verk eftír Gijsbrechts og er obbinn af þeim í Kaupmannahöfn og þar langflest í Ríkislistasafninu. Á sýningunni í London, sem stendur til 1. maí, eru 23 verk og er þetta í fyrsta skipti, sem þau eru sýnd utan Danmerkur Bak báðum inegin Þótt Gijsbrechts hafi fyrst og fremst málað til að blekkja augað, bjó móralskur meistari á bak við blekkinguna. Fallvaltleiki tilverunn- ar skín víða í gegn um verk hans. Það elzta er kyrralífsmynd merkt 1657 með táknum hverfulleika lífsins; hauskúpu, krýndri kornöxum, blóm- um í vasa og bréfi á dúk, og þetta myndefni gengur aftur í yngri verk- um hans. Frál662-63 má segja að GJjsbrecht hafi sérhæft sig í blekk- ingarmyndum með bréfarekkum og skáphurðum ogúrvinnustofunni, svo dæmi séu tekin af sýningunni í Nat- ional Gallery. Bréfarekkamir eru slungin fyrir- bæri. Rauðir borðar strengdir þvers og kruss á töflu og halda alls konar hlutum, skjölum, sum þeirra með heimilisfangi málarans sjálfs, kon- ungstilskipunum, almanökum, blöð- um, nótnabókum, skærum, greiðum og meira að segja byssu. Tjald er svo bundið upp á aðra hlið líkt og visun til tjaldsins hans Parrhasion. Það er margt að skoða í þessum myndum, en það eru líka þessi gömlu skilirí, sem koma upp um málverkið. Eins er það með skáphurðirnar. Nútímamað- ur lætur varla blekkjast; til þess er myndefnið of mikið barn síns tíma. Og einhvem veginn er það svo, að þótt Gijsbrechts hafi haft full vald á útliti hlutanna, er eins og sálina vanti. En gefi maður sig ímyndunar- aflinu á vald og líti myndimar í réttu ljósi, þá liggur listfengi hans sem málari blekkingarinnar í augum uppi. Þetta sést bezt á málverkinu af bakhlið málverksins. Uppi á hillu stendur það upp að vegg og af því við höfum ekkert annað við að styðjast, föllum við fyrir blekkingunni og vilj- um snúa því við. Jafnvel naglamir, sem bogna að bakinu sýnast raun- veralegir! Það hlýtur að hafa verið gaman hjá málaranum, þegar hans konunglega hátign, Friðrik VIII, féll í sömu gryfju og Zeuxix forðum og hann gat kallað; Bak báðum megin! Nokkrar myndanna era af vinnu- stofu málarans. Þetta era vegghlutar, þar sem hanga málverk og fleiri hlutir, svo sem penslar og litaspjöld. Sum málverkin í mál- verkunum blekkja taf- arlaust, einkum þau, þar sem eitt homið hefur losnað frá rammanum. Tæting- urinn í striganum er svo ekta! Eða viðurinn 1 veggjunum! Og í einu horninu eru málara- trönur með kyrralífs- mynd af ávöxtum og undir snýr önnur mynd að vegg. Og lita- spjald málarans svo lifandi að helzt bíður maður eftir því að málningin dropi niður á gólfið. En allt er þetta blekking, þegar nær dregur. Málning á spýtu! Áhrifavaldur fram á okkar daga Olaf Koester segir í sýningar- skránni, að þótt fátt sé vitað af ævi Comelius Gijsbrechts, sé meira á hreinu um listamannsframlag hans og áhrif til seinni tíma. Á Kaup- mannahafnaráranum málaði hann stærri og efnismeiri blekkingar en áður þekktust og hann braut upp á djörfum nýjungum, eins og bakhlið málverksins er gott dæmi um. Verk hans höfðu varanleg áhrif á aðra listamenn og arf hans má t.d. rekja í amerískri list frá nítjándu öld fram á okkar daga. Einn áhrifamesti undanfari Corn- elius Gijsbrechts var landi hans Samuel van Hoogstraten. Eitt af hans verkum er til sýnis annars stað- ar í National Gallery og það er vel þess virði að leita það uppi, enda ligg- ur leiðin fram hjá mörgum stórbrotn- um listaverkum. Verk Hoogstraten er gægjuverk af innviðum hollenzks húss og talið það bezta af sex slíkum, sem varðveitzt hafa frá 17ndu öld. Þetta er kassi og þegar kíkt er í göt á göflunum, má sjá inn í herbergi og um gáttir til annarra vistarvera. Ein hlið kassans er opin og fellur ljós þar inn, en á hinum hliðunum era myndir af listelskunni, peningaástinni og framagleðinni. Á lokinu er svo mynd af Venus og Kúpid í rúminu og auð- vitað þarf að líta hana undir sérstöku sjónarhorni til þess að sjá verkið allt. Það er gaman að gefa sig blekking- unni á vald. En það verð ég að segja, að það var gott að koma aftur út á Trafalgartorg og fá hlutina á hreint, fólkið lifandi, dúfumar fljúgandi og bílarnir á ferð. Ég hefði svo getað svarið það, að á neðanjarðarstöðinni mætti ég leikaranum, sem fer með hlutverk Richard, eiginmanns Hyacinth Bucket í Sókn í stöðut- ákn... Eða var það kannski ekki hann?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.