Morgunblaðið - 16.02.2000, Side 30

Morgunblaðið - 16.02.2000, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fjölbreytt dag- skrá Gerðu- bergs og M-2000 MENNINGARMIÐSTÖÐIN Gerðuberg stendur fyrir fjölda við- burða á árinu í samvinnu við Reykja- vík, menningarborg Evrópu árið 2000. Nú þegar hafa þar verið haldnir tónleikar þar sem flutt voru einsöngslög ef'tii' Sveinbjöm Svein- björnsson en samtímis kom út geisladiskur með lögunum í flutningi söngvar- anna Signýjar Sæmundsdóttur og Bergþórs Pálssonar við píanó- undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Níu myndir frá hverri hinna níu menningarborga Evrópu I Gerðubergi stendur nú yfir yfir- litssýning á verkum myndlistarkon- unnar Önnu Líndal en sýningin var sett upp í tengslum við Sjónþing Önnu sem þar var háð um síðustu helgi. I júní nk. verður tékkneska lista- konan Hana Jakrlova-Kirkpatrick, gestur Gerðubergs, en þá verður opnuð ljósmyndasýning hennar, þar sem gefur að líta níu myndir frá hverri hinna níu menningarborga Evrópu. Hún hefur ferðast til allra borganna og tekið myndir en í kynningu frá Gerðubergi segir að Hana minni á að þó að Evrópulönd- in eigi margt sameiginlegt þá sé mikilvægt að þau haldi í sérkenni sín. Hún vinni bæði með jöfnuð og mismun manna og hve umburðar- lagsstarfinu. lyndi þeirra á milli skipti miklu máli. Bananaopnari og laukgleraugu Samnorræna hönnunarsýn- ingin Fantasi Design verður opnuð í Gerðubergi 1. setember í haust en þar má sjá hönn- un bama og unglinga frá öllum Norðurlandaþjóðun- um. Sýningin hefst í Kalmar í Sví- þjóð í apríl og verður á ferð um Norðurlöndin á menningarárinu. Meðal forvitnilegra hluta sem þar verða til sýnis má nefna gripi á borð við Bakteríusímann frá Danmörku, Ferðastólinn frá Finnlandi, Banana- opnarann frá Svíþjóð og Laukgler- augun frá íslandi. A haustdögum hefst í Gerðubergi samvinnuverkefni Félags- og þjón- ustumiðstöðva aldraðra í Reykjavík, Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og félagsstarfs Menningarmiðstöðvar- innar Gerðubergs, undir yfirskrift- inni Kynslóðirnar mætast. Frá miðj- um september munu börn úr Ölduselsskóla koma í heimsókn í fé- lagsstarfið í Gerðubergi í hverri viku og taka þátt í verkefnum með öldr- uðum í vinnustofum. Leiðbeinendur félagsstarfsins verða til stuðnings og markmið félagsstarfsins og námskrá skólans höfð að leiðarljósi. Laugar- daginn 25. nóvember verður svo opið hús með fjölbreyttri dagskrá í fé- Nokkrir fulltrúar Heimskórs æskunnar. Heimskór æsk- unnar til Spánar sumarið 2000 I SUMAR mun Heimskór æskunn- ar hittast á Spáni 15. júlí og æfa í Altea í tvær vikur. Síðan mun kór- inn verða á tónleikaferðalagi í bækur Ljóðasvig 1 er eftir Stefán J. Fjólan, en Stefán hefur sent frá sér nokkrar Ijóða- bækur á undan- förnum árum. Ljóðasvig er 176 síður og geymir fjölda ljóða. Ljóðin sem yfirleitt eru stutt eru þéttprentuð. Stefán J. Fjólan yrkir um lífið og dauðann, hversdagslífið, tunguna og atvinnulífið og margt annað og er ádeilugjam í mörgum ljóða sinna. Höfundur er útgefandi. aðrar tvær vikur á Spáni og Baleareyjum. Stjórnendur kórsins í sumar verða Peter Erdei frá Ungverjalandi og Paul Smith frá Bandaríkjunum. Kórfélagar verða sjálfir að bera kostnað af ferðinni milli heimalands og Alicante á Spáni. íslenskum kórsöngvurum á aldrinum 17-26 ára gefst kostur á að þreyta inntökupróf í kórinn í byrjun mars. Þorgerður Ingólfs- dóttir kórstjdri veitir nánari upp- lýsingar. Heimskór æskunnar (World Youth Choir) var stofnaður árið 1989. Kórinn hefur starfað einn mánuð á hverju sumri og alltaf á ólíkum stöðum í heiminum. Kórfé- lagar eru 96 talsins á aldrinum 17-26 ára og eru valdir úr hópi þúsunda umsækjenda hvaðanæva úr heiminum. Þeir þurfa að hafa mjög góða kunnáttu i nótnalestri og raddbeitingu ásamt reynslu í kórsöng og kórstarfi. Nokkrir ís- lenskir kórsöngvarar hafa við góðan orðstír sungið með Heims- kór æskunnar. Nýiar Stefán J. Fjólan Úr gamanleiknum Spanskflugan sem Leikdeild UMF Biskupstungna frumsýnir í Aratungu á föstudag. Spanskflugan í Aratungu LEIKDEILD Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir gaman- leikinn Spanskfluguna í Aratungu föstudaginn 18. febrúar kl. 21. Höfundar Spanskflugunnar eru þýskir leikarar, Arnold og Bach. Þeir félagar voru afkastamiklir og leikrit þeirra þekkt víða um heim, en hraði og léttleiki eru ein- kennandi fyrir stíl þeirra. Spansk- flugan mun vera fyrsta leikritið eft- ir Arnold og Bach, sem sýnt var hér á landi og hefur hún verið sýnd víða um land. Höfundarnir lýsa þeim sem sigla undir fölsku flaggi, eru með nefið niðri í annarra manna högum og halda á lofti slúðursög- um, til þess að beina athyglinni frá sjálfum sér. Leikstjóri er Björn Gunnlaugs- son, aðstoðarleikstjóri í Þjóðleik- húsinu. Björn er nýfluttur heim til íslands eftir langa dvöl erlendis, síðastliðin fimm ár bjó hann í Lon- don og starfaði við leikhús vítt og breitt um Bretland. Hann lærði leikstjórn í Bandaríkjunum og Bretlandi, en leikhúsfræði í Sví- þjóð. Á undan sýningum verður boðið upp sérstakan leikhúsmatseðil í Aratungu með léttum réttum. Sýningar verða alls 11. Önnur sýning verður sunnudaginn 20. febrúar, þriðja sýning miðvikudag- inn 23. febrúar, fjórða sýning föstu- daginn 25. febrúar. ---------------- Sýningu lýkur Gallerí Sævars Karls SÝNINGU Önnu Líndal í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti lýkur á morgun, fimmtudag. Rodin áflóa- markaði Fort Myere, Flórída. Reuters. JOAN Comey-Smith á Flórída datt heldur betur í lukkupott- inn þegar hún keypti teikningu eftir franska myndhöggvarann Auguste Rodin á flóamarkaði á 140 krónur. Teikninguna, sem er af dans- ara, keypti Comey-Smith fyrir einu og hálfu ári. Myndin er gerð með vatnslitum og bleki og var hún í gömlum og slitnum ramma, en merkt A. Rodin. Comey-Smith kvaðst þó hafa haft uppi efasemdir um upp- runa verksins í íyrstu - að það væri raunverulega teikning eft- ir Rodin. Fyrir 140 krónur hafi verðið hins vegar verið of gott til að kaupa myndina ekki. Sterk saga af hetju KVIKMYIVDIR L a u g a r á s b í ó THE INSIDER ★ ★★% Leikstjóri: Michael Mann. Handrit: Mann og Eric Roth eftir blaðagrein Marie Brenner. Aðalhlutverk: Russell Crowe, A1 Pacino, Diane Venora, Debi Mazar og Christo- pher Plummer. Touchstone Pictures 1999. THE Insider er margslungin kvikmynd um eitt stærsta réttar- mál í bandarískri sögu, um græðgi og sjálfsupphafningu, um pólitík. En það sem mér fannst skemmti- legast við þessa mynd var mann- legi þátturinn. Sagan af hetjunni. Mér finnst svo frábærar svona hetjusögur þar sem venjulegt fólk stendur upp á móti öllu og öllum til að tryggja það að sannleikurinn og réttlætið nái fram að ganga. I þessari sannsögulegu mynd er sagt frá Jeffrey Wigand, vísinda- manni hjá tóbaksfyrirtæki sem, eftir að hafa verið rekinn fyrir samstarfsörðugleika, hættir á að fara í fangelsi og að konan fari frá honum með börnin til að segja frá því í fréttaþættinum 60 mínútur að sígarettuframleiðendur sætu á upplýsingum um skaðsemi tóbaks og settu vísvitandi aukaefni í síg- arettur til að gera þær ávanabind- andi. Russell Crowe leikur dr. Wigand svo vel, á svo hógværan, áhrifarík- an og sannfærandi hátt að mér leið nákvæmlega eins og honum og var við það að fá taugaáfall í sætinu mínu. Ég hef enga trú á því að þessi mynd hefði verið nærri því jafnsterk ef svo góðra leikara hefði ekki notið við því spennan og krafturinn liggur í sálarlífi pers- ónanna en ekki þétt skipaðri at- burðarrás, og það gerir myndina enn áhugaverðari. A1 Pacino stendur sig ekki síður með ágætum í hlutverki Lowells Bergman, fréttastjórans sem fær Wigand til að segja frá, og það er gaman að sjá hann í hlutverki „venjulegs" náunga. Christopher Plummer leikur skemmtilega hinn sjálfsánægða Mike Wallace, og til- breyting að sjá þennan virtúósa í góðri mynd. Debi Mazar, sem ávallt leikur glyðru, fær hér al- varlegt en lítið hlutverk sem gefur nýja sýn á þessa leikkonu. Diane Venora hefur ekki verið áberandi í gegnum tíðina, en alltaf traust, og hún er mjög sannfærandi sem eig- inkona Wigands sem líður varla betur en honum á þessum harka- lega vendipunkti í lífi þein-a. Fyrri helming myndarinnar er einblínt á Jeffrey, sálarkreppu hans, valkreppu og vandasömu að- stöðu. í seinni helmingnum er síð- an einblínt á pólitískari og siðferð- islegri hlið málsins; það að einn virtasti fréttaþáttur í heimi hafi ætlað að láta peninga ráða því hvort þeir sýndu eitt af mikilvæg- ari fréttaskoti aldarinnar eða ekki. Maður vill auðvitað að þar sigri réttlætið, en saknar samt Jeffreys sem maður var búinn að fá svo mikla samúð með, og er algjörlega orðinn „okkar maður“. Hvernig hans mál eru gerð upp í lokin er hálfendasleppt, og fyst höfundarn- ir voru að dramatísera myndina fyrir hvíta tjaldið hefði mátt hnýta betur um hnútana hans Jeffreys. Kvikmyndatakan öll er mjög í ætt við heimildamyndatöku og myndavélin sífellt á hreyfingu. Mér fannst það allt í lagi, en stöð- ug nærmynd af öllum persónunum fannst mér öllu óþægilegri. Áreitn- in verður enn meiri fyrir vikið og það er vart á það bætandi í þessari sterku mynd sem plantar hnút í magann á manni sem ekki losnar um fyrr en þremur tímum seinna. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.