Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 33

Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. PEBRÚAR 2000 33 im yfírstjórn deilda Morgunblaðið/Júlíus íar á milli lækninga og hjúkrunar. mar yfirlýsingu læknafélag- anna um samningaferli Landspítalans og Sjúkrahúss Keykjavíkur sé hvatt til þess að ekki verði gripið til aðgerða sem líklegar séu til að valda afturför eða ólgu og sundurþykkju meðal þeirra er málið varðar mest. Segh- hjúkrunar- ráðið að með yfirlýsing- unni um að afnema beri tvískiptingu faglegrar stjórnunar hafi stjórnir læknafélaganna sjálfar fallið í þessa gryfju. Deildarstjórar og sviðsstjóri á skurðlækn- ingasviði Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa einnig sent frá sér ályktun um yfirlýsingu læknafélaganna, þar sem tekið er undir orð hjúkrunarráðs, en auk þess segja þeir: „Hjúkrunar- fræðingar hafa ætíð litið á lækna sem sína nánustu samstarfsmenn og eru því furðu lostnir yfir skilnings- leysi þeiiTa á störfum hjúkrunar- fræðinga. Afstaða þessi (þ.e. að vilja afnema faglega tvískiptingu) virðist einkennileg og ekki annað að sjá en læknar ofmeti sig hvað varðar þekk- ingu og hæfileika til að stjórna hjúkrunarþættinum." í engum takti við raunveruleikann Hjúkrunarstjórnendur öldrunar- þjónustu lýsa furðu sinni á fornal- darlegum skoðunum stjórna lækna- félaganna um faglega yfirstjórn heilbrigðisþjónustunnar. Að þeirra mati eru þessar skoðanir í engum takti við raunveruleikann og stuðla að frekari afturför. Árétta hjúkrunarstjórnendur öldr- unarþjónustu að hjúkrunarfræðing- ar axli fyllilega faglega og rekstrar- lega ábyrgð á hjúkrunarþjónustunni. „Engin rök styðja að sú ábyrgð sé látin af hendi og kemur það því ekki til álita,“ segir í ályktun hjúkrunar- stjórnenda öldrunarþjónustu. björn isson Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Stefánsddttir, yfírmaður upplýsingadeildar Norðurlandaráðs. Norræn samvinna gæðastimpill Sigrún Stefánsdóttir tók nýlega við starfí yf- irmanns upplýsingadeildar Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaup- mannahöfn. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við hana um starfíð og sýn hennar á fjölmiðlun. AÐ ER máttlaust að gefa út fréttabréf einu sinni í viku,“ segh' Sigrún Stefánsdóttir, þegar hún ræðir endur- skipulagningu fréttamiðlunar Norður- landaráðs og Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Hlutirnir gerast ekki síðui' hratt þar en annars staðar og ekki hægt að miðla þeim með miklum töfum að mati Sigrúnar. Þetta er að- eins dæmi um eitt þeirra viðfangsefna, sem koma inn á borð Sigrúnar eftir að hún tók við stöðu yfírmanns upplýs- ingadeilai' ráðsins og nefndarinnar í haust. Áður var um tvær deildir að ræða, en eftir að skrifstofa Norðuriandaráðs var flutt frá Stokkhólmi til Kaup- mannahafnar, þai' sem hún deilir vist- arverum í Store Strandstræde, steinsnar frá Nýhöfninni, með skrif- stofu Norrænu ráðherranefndarinnar hefur markvisst verið unnið að sam- hæfingu skrifstofanna. Það kemur í hlut Sigrúnar að bræða upplýsinga- deildfrnar saman. Hitt aðalverkefnið er sjálf fréttamiðlunin og þar er heimasíðan eðlilega miðlæg. Sigrún hefur búið í Danmörku í 2'Æ ár, flutti til Árósa haustið 1997 til að taka við forstöðu Norrænu blaða- mannamiðstöðvarinnar þar. Það þótti vísast ýmsum þetta voguð ákvörðun, þar sem Sigrún hafði trygga stöðu heima, kenndi fjölmiðlun við Háskóla Islands. „En ég ætlaði mér ekki að verða amma alfra blaðamanna á Is- landi,“ segir hún með bros á vör og þegar stefndi í það fannst henni tími til kominn að breyta til. Staðan í Árósum fannst Sigrúnu óskastaða og segist hafa notið starfs- ins, eftfr að hafa verið firna einmana fyrst. „Eg á stóra fjölskyldu heima og marga vini,“ bætir hún við og nefnir að það sé stundum eins og fólk á íslandi haldi að síminn virki bara aðra leiðina. Fólk gleymi að hringja. En eftir að hafa horfst í augu við það einn daginn á göngutúr að hún sæi alls ekki eftir umskiptunum fór allt að ganga betur. Einmitt þegar Sigrún var farin að festa rætur í Árósum var hún hvött til að sækja um stöðuna í Kaupmanna- höfn. Þó hún sæi eftir Árósum, bæði starfinu og umhverfinu sem hún var fai'in að kunna vel lét hún slag standa. „Svona tækifæri kemur bara einu sinni,“ segir hún og það greip hún. Nú er hún rétt að verða búin að koma sér fyrir í nýju húsi á Friðriks- bergi eftir að hafa búið á hóteli fyrstu þrjá mánuðina. Hún gætti þess að hafa húsið í göngufæri við vinnuna, segist dæmigerður fslendingur, sem ekki geti lært á lestar og önnur almenn- ingsfarartæki og heldur ekki geta van- ist því að hjóla. Klukkutíma göngutúr í og úr vinnu hentar henni hins vegar vel. „Eg verð örugglega alsæl í Kaup- mannahöfn eftfr árið og er strax farin að hlakka til vorsins." Netmiðlun kemur ekki í stað prentaðs máls Athyglin á upplýsingaskrifstofunni beinist þessa dagana mjög að frétta- miðlun. Þar hefur verið gefið út frétta- blað sjö sinnum á ári, Politik i Norden, en verðm- nú breytt í tímarit, sem kemur út fjórum sinnum á ári. í hverju hefti verður tekið fyrir eitthvert eitt efni. Fyrsta tölublaðið er á næsta leiti og efni þess verður nýnasismi. „Þetta er timarit fyrir alla, sem hafa áhuga á norrænum málefnum, fyrir stjórnmálamenn, embættismenn og almenning. Þetta fyrsta hefti verður til dæmis gagnlegt fyrir skóla, því það er lítið til aðgengilegt skólakrökkum um þetta ákveðna efni,“ segir Sigrún. Svo miðast miðlunin einnig við aðra fjölmiðla. „Við viljum gjarnan þjóna fjölmiðlum, koma af stað umræðum og taka þátt í þeim.“ Heimasíða eða prentað mál er eitt þeirra atriða, sem Sigrún heflir þurft að taka tillit til undanfarið. Áður var sent út fréttabréf einu sinni í viku, en það álítur Sigrún vera heldur máttlitla fréttamiðlun. Þess í stað er áherslan lögð á að senda daglega út fréttir á heimsíðunni, www.norden.org. „Áður en ég tók við störfum hér hafði verið rætt um hvort flytja ætti alla fréttamiðlun á Netið eða vera áfram með einhverja útgáfustarfsemi á pappír. Því er ég eindregið hlynnt, því það eru alls ekki allir á Netinu," segir Sigrún. „Við stefnum hins vegar að því að gera heimasíðuna ferskari og eins að vera með meira af þýddu efni.' Finnar sjá um að þýða allt efni á finnsku, en það þyrfti að þýða meira á íslensku," segir Sigrún. „Eins vildi ég sjá meira af efni á ensku. Eftir að nor- rænu sendiráðin eru öll komin undir sama þak í Berlín þá berst meira af fyrirspurnum þaðan, svo meira efni á þýsku væri æskilegt, að ógleymdri rússnesku." Onnur miðlun er Sigrúnu einnig of- arlega í huga og það er miðlun milli norrænu stofnananna innbyrðis og aukin samskipti þeirra við Store Strandstræde. „Mér fannst ég ein- angruð í Árósum, því þótt ég væri að vinna við norræna stofnun vissi ég lítið af öðrum stofnunum og skrifstofunum hér. Þessu vil ég breyta.“ Norðurlöndin eru fimm, ekki þijú En hvað er það sem Norðurlandar- áð og Norræna ráðherranefndin vilja miðla umheiminum um norrænt sam- starf? „Mér finnst þetta samstarf ótrúlega merkilegt og vil gjaman sýna um- heiminum í hverju það felst. Sjálf hef ég notið góðs af því, því sem stelpa fékk ég styrk frá Norrænu félögunum fyrir tilstilli Ivars Eskelands, fyrsta framkvæmdastjóra Norræna hússins, til að fara á blaðamannaskóla í Noregi. Það var mjög erfitt að komast inn, en það var kvóti fyrir nemendur frá öðr- um Norðurlöndum og ég komst á ís- lenska kvótanum. Að þessu hef ég búið alla ævi og það hefur verið grunnurinn að trú minni á norrænt samstarf. Norrænt samstarf er gæðastimpill. Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fann ég vel hvað það þótti merkilegt að koma frá Norðurlöndunum. Þar voru marg- fr, sem litu til okkar á Norðurlöndum sem fyrirmyndar. Og samstarfið er enn mikilvægara úr því löndin hafa farið ólíkar leiðfr gagnvart Evrópu- samstarfinu og NATO. Saman getum við miklu meira en hvert í sínu lagi.“ Að hvaða leyti er norræn samvinna íslendingum mikilvæg? „Við fáum ótrúlega mikið fyrir pen- ingana, sem við leggjum til norrænnar samvinnu, til dæmis ýmis skipti eins og nemendaskipti og starfsskipti, þýð- ingar á bókmenntum, framlög Nor- ræna menningarmálasjóðsins til ým- issa verkefna og möguleika á samskiptum fólks á mörgum sviðum. Norrænu félögin bjóða upp á marg- háttuð tækifæri til samskipta. Svo má segja að samstarfið hafi neytt stjóm- málamenn og fleiri til að liðka dönsk- una sína eða önnur norræn mál. Fyrir Islendinga eins og aðra, sem ekki búa alveg í miðborg Kaupmanna- hafnar er samstarfið mikilvægt. Eg vona að ég geti dregið íslendinga bet- ur með því það vill oft gleymast að Norðurlöndin eru ekki bara þrjú. Það er ekki af því að hinar þjóðirnar vilji ekki hafa okkur með, heldur af því að það er oft dýrt og svo er tungumálið ákveðin hindrun. En það ríkir sannarlega ekki áhuga- leysi um ísland. Meðan ég var á blaða- mannamiðstöðinni voram við með nokkurra daga ráðstefnu í Reykholti, sem við höfðum búist við að kæmu kannski tuttugu manns á. Þátttakend- urnir vora 90. Fólk sækist eftir að koma til íslands ef við nennum að láta á okkur bera.“ Nú hefurðu reynslu af að vinna bæði með Islendingum og öðram Norður- landabúum. Hvað segir sú reynsla þér? „Mér finnst spennandi að vinna með fólki með ólíkar vinnuhefðir og mis- munandi tungumál eins og er hér í húsinu. Almennt finnst mér litið upp til íslendinga fyrir vinnusemi. Við er- um alin upp við að vinna og gera hlut- ina. Ekkert verk er of ómerkilegt fyrir okkur og við eram laus við vinn- uhroka. En við eram líka vön því að vilja sjá úrangur strax og vinna í skorpum. Það er ögran að vinna með fólki, sem hugsar öðravísi." fslensk fjölmiðlun: Staðnað fréttamat Nú hefurðu unnið við og kennt fjölmiðlun. Hvemig koma íslenskir fjölmiðlar þér fyrir sjónir miðað við það sem þú sérð fyrir þér í Danmörku og apnars staðar á Norðurlöndunum? „Áherslurnar í fréttamennskunni eru gjörólíkar. Við eram of föst í gömlu fréttamati. Það er ekkert fréttir á Islandi nema þær snúist um fisk, efnahagsmál og heimsmálin. Síðast- nefndu málin og áhugi á þeim er reyndar mun meiri á íslandi en hér og það er jákvætt. En ef við tökum innlenda efnið þá er efni, sem heima þætti mjúk mál, stór- fréttir hér. Efni, sem snerta venjulegt fólk. Fréttir, sem snerta fólk, félagsleg mál, era aldrei efni í stórfréttir heima, bara mál frá Alþingi, útgerðinni og fréttir um efnahagsmál. Þetta finnst mér staðnað fréttamat. Eg er alveg viss um að áhorf, hlustun og blaðalest- ur myndi aukast ef íslenskir fjölmiðlar þyrðu að taka mjúku málin meira fyr- ir. Annað, sem hefur komið mér á óvart er hvað það er mikill kjaramun- ur á íslensku og öðra norrænu fjöl- miðlafólki, ekki aðeins hvað laun varð- ar, heldur vinnuálag. Það setur auðvitað sitt mark á vinnubrögðin. Þeir hafa oft einfaldlega ekki tíma til að athuga málið. Um daginn var ég á Islandi og tók ung fréttakona við mig viðtal. Hún þurfti að flýta sér því hún átti eftir að útbúa fimm sjónvarpsfréttfr íyrir kvöldið. Hvar i heiminum þekktist þetta? Þetta er auðvitað hreint krafta- verk að þetta skuli hægt en það kemur niður á vinnunni.“ Af hverju láta íslenskir fjölmiðla- menn bjóða sér þetta? „Ég veit það ekki, kannski af því okkur er í blóð borið að vinna mikið. Islenskh' íjölmiðlar eru ekki heldur fjársterkir yfirleitt. En þetta er líka spurning um afstöðu til starfsmanna og starfsmannahalds. Einn yfii-maður minn sagði oft að nýir vendir sópuðu best. Ég trúi orðið æ minna á þetta. Það þarf bæði ungt fólk og eldra og reynt fólk á fjölmiðla. Ungt fólk, sem er að hasla sér völl, gerir ekki miklar kröfur, en það endist líka illa og gefst að lokum upp. Það hefur í för með sér að fólk með reynslu og þekkingu hrekst á brott. Þetta er slæmt því í fjölmiðlun þarf breiddina. Bæði þá, sem þekkja sög- una og ungt fólk, sem sér hlutina ferskum augum. Það vantar fram- gangskerfi á fjölmiðlana, þar sem fólki er umbunað. Ekki endilega með titl- um, heldur með minna vinnuálagi. Hjá danska útvarpinu er allt í lagi að vera 55 ára. Hjá okkur hrökklast fólk úr staifi löngu fyrr. Með þessu móti er líka alltaf verið að finna upp hjólið, til dæmis í þátta- gerð. Mér finnst það einfaldlega dóna- skapur við áhorfendur að láta unga og óreynda þáttagerðarmenn gera þætti, sem era sendir út á besta útsendingar- tíma. Ekki af því ungt fólk eigi ekki að fá að spreyta sig, heldur af því það gleymist að nýta reynslu. Ég er ekki að tala um að fólk eigi að finna sér bás um tvítugt og sitja þar að eilífu. Auðvitað á fólk að skipta um starf og umhverfi. Það er þroskandi, en reynsla á ekki að fara til spillis, hvorki í fjölmiðlun né annars staðar.“ Samspil Netsins og dagblaðanna Það er ákaft rætt hvort Netið muni koma í stað dagblaða. Hver er þín skoðun á því? „Ég hef trú á að Netið og blöðin styrki hvert annað og er ekki trúuð á að prentað mál hverfi. Alla vega vona ég að svo verði ekki. Með Netinu næst til fleiri, en ég held ekki að Netið drepi blöðin eða öfugt. Mér finnst gott að fá Morgunblaðið á Netinu, en vil samt heldur fá Moggann í plasti og geta tek- ið hann með mér í rúmið. Hér innan húss hef ég barist hart fyrir blaðaútgáfu, ekki bara Netút- gáfu, því það er bara ákveðinn hópur og manngerðir, sem era á Netinu. Stór % hópur notar það aldrei, þótt íslending- ar séu vel settir hvað varðar aðgengi að Netinu. Ég hef haft mikil samskipti við Eystrasaltslöndin og veit að þar er staðan allt önnur. Við getum ekki gleymt prentaða efninu, þótt Netið sé spennandi viðbót og gaman að geta komið fréttunum strax áleiðis. Það era æ fleiri sem heimsækja heimasíðuna okkar. Árið 1998 komu 6-10 þúsund á mánuði á heimasíðuna okkar, nú eru þeir um 30 þúsund. Þeirra á meðal era margir frá Norðurlöndum eða af norrænum ætt- um í Bandaríkjunum.“ Sérðu fyrir þér að Netútgáfa dag- blaðanna breyti þróun prentuðu blað- anna? „Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði, en get ímyndað mér að blöðin muni gefa meira pláss fyrir lengri greinar og skoðanaskipti í prentútgáf- um, en styttri fréttir fái forgang á Net- inu. Ég get ekki séð að fólk lesi langar gi’einar á Netinu. I blöðunum er rými fyrir dýpri umfjöllun." Nú ertu ekki lengur við fréttaútveg- un, heldur miðlun. Saknarðu þess að vinna ekki lengur efni sjálf? „Jú, mér finnst enn skrýtið að vera ekki að skrifa eða framleiða efni. I starfinu í Árósum ferðaðist ég mikið og sá fyrir mér ótal efni, sem gaman » hefði verið að taka fyrir. í byrjun tók ég myndir, en svo hætti ég því, þar sem ég hafði auðvitað engin tækifæri til að koma þeim frá mér. Það er enn svolítið kvalafullt að vera ekki að sem fréttamaður. En líf mitt hefur þróast svo skrýtilega að það er best að segja sem minnst um hvar ég á eftir að lenda.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.