Morgunblaðið - 16.02.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 16.02.2000, Síða 36
-36 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ekkert peningavit Hvortsem við erum ekki mönnum sinn- andi yfir náttúruspjöllunum eða gráti nœryfirþví að vatn skuli renna án þess að það sé virkjað hljóta allir að vera sammála um að ekki eigi að virkja hara tilþess að virkja. FJÖLÞJÓÐLEG risa- fyrirtæki sem teygja anga sín um allan heim, Ford, Volks- wagen, Shell, Exxon og hvað þau nú heita, voru einu sinni kölluð auðhringir, þeir voru vondir og orsök margra mein- semda. Enginn skyldi halda að fjölþjóðarisarnir séu einhver góð- gerðasamtök og þeir hafa oft mis- beitt valdi sínu. En stórfyrirtækin flytja oft nýja tækniþekkingu til bláfátækra samfélaga og það sem meira er: Þótt siðferðið í athafna- semi þeirra sé oft vafasamt er fjarstæða að segja að þau hirði aldrei neitt um slík gildi. Þau verða einfaldlega að hirða um þau vegna þess að flest eiga þessi fyrir- tæki höfuðból sín í ríku lönd- VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson unum þar sem þessi sömu gildi eru í hávegum höfð, a.m.k. í orði. Og þar er ekki aðeins réttarríki og lýðræði heldur fullt af einstakl- ingum, samtökum og fjölmiðlum sem fyrr en síðar vekja athygli al- mennings á óhreina tauinu, jafn- vel þótt reynt sé að fela það. Það er því bæði gott og slæmt í senn að eiga samstarf við erlenda risa. Ymislegt ætti að mæla með því að við vinnum með Norsk Hydro sem er jötunn úr Dofra- fjöllum og því skyldur okkur, hann getur ekki verið jafn ill- skeyttur og sumir frændur hans. Norðmenn eru reyndar sagðir harðir í öllum viðskiptum en líka gætnir og heiðarlegir. Vissulega stálu þeir Leifí en kannski gleymdum við að merkja hann nógu vel. En sjálft hjálpræðið kemur ekki frá Norsk Hydro og ef við förum flatt á þeim viðskiptum get- um við sjálfum okkur um kennt. Venjulegum, heimatilbúnum rök- leysum og þjóðlegum skorti á pen- ingaviti. Var ekki pláss fyrir það í skipum forfeðranna, varð það eftir í fjörunni? Það er alveg makalaust að hægt sé enn einu sinni að flækja umræður hér á landi um mikilvæg mál með einhverjum þykjustuleik og hártogunum. Þessi dæmalausi skollaleikur um stærð væntanlegs álvers á Reyðarfirði er stjóm- völdum til vansa. Það er óþarfi að * þvarga fram og aftur um það hvort verið eigi að vera 120 þús- und tonn eða 480 þúsund tonn. „Það er öllum ljóst að menn ætla að stækka álverið þegar fram líða stundir en það era engar skuld- bindingar af nokkm-s hálfu í þeim efnum,“ er haft eftir þáverandi iðnaðarráðherra, Finni Ingólfs- syni, á gamlársdag hér í blaðinu. Þetta er nógu skýrt til að enginn ætti að þurfa að mistúlka orðin, stefnt er að stóra álveri, halinn skrítni um „engar skuldbinding- ar“ skiptir engu máli. Hvers vegna stækka verið? Vegna þess að þá fyrst verður það verulega hagkvæmt, segja Norð- menn, ef það verður ekki nema 120 þúsund tonn rétt stendur það undir sér. Og væri eitthvert vit í að hella sér út í svona umdeildar framkvæmdir með það að mark- miði að reisa verksmiðju sem varla slefast yfir núllið? Hvers konar dæmalaust ráðslag væri það? Alver á Reyðarfirði merkir því að virkja verður einnig við Kára- hnjúka nema óvænt komi í Ijós að hægt verði að nýta jarðvarma í stað stóra draumanna norðan jökla. Fuliyrðingar um annað era ekkert nema látalæti sem ætlað er að rugla fólk í ríminu, sefa þá sem era hikandi. En það er annað sem er með öllu óskiljanlegt. Hvernig er hægt að hundsa þau rök sem hafa verið sett fram um að virkjunin muni ekki bera sig? Tveir hagfræðingar, þeii- Sigurð- ur Jóhannsson og Guðmundur Ól- afsson, hafa bent á að eigi virkj- unin að sýna hagnað þurfi orku- verðið að vera svo hátt, 20 mills á kílóvattstund, að engar líkur era á að framleiðslan í álverinu verði samkeppnishæf á alþjóðamörkuð- um. A mannamáli heitir þetta að landsmenn þurfi að niðurgreiða orkuverðið til að hægt verði að reka álverið. Hvort sem við eram ekki mönnum sinnandi yfir nátt- úraspjöllunum eða gráti nær yfir því að vatn skuli renna án þess að það sé virkjað hljóta allir að vera sammála um að ekki eigi að virkja bara til þess að virkja. Við viljum hagnast á bramboltinu. Norsk Hydi’o ætlar sér ekki að eiga nema ef til vill 20% í væntan- legu álveri sem fyrirtæki í al- menningseigu eins og Lands- bankinn munu samt vilja festa fé sitt í. Peningana okkar. Lífeyris- sjóðirnir munu sumir vera að velta fyrir sér að taka þátt í ævin- týrinu. Talsmaður norska risans, Thomas Knutzen, útskýrði fyrir okkur öllum að Norsk Hydro „teldi sig hreinlega ekki hafa fjár- hagslega burði til að eiga miklu stærri hlut“ svo að vitnað sé í fréttii'. Hreinn hagnaður stórfyrirtæk- isins var í fyrra um 3,1 milljarður norskra króna. í okkar krónum eru þetta um 28 þúsund milljónir króna! Fátækt er auðvitað svolítið afstætt hugtak en ekki benda töl- urnar til þess að orkurisinn sé á vonarvöl. Okkur er sagt að ál- bræðslan á Reyðarfirði muni verða ekki aðeins lyftistöng fyrir byggðir á Austurlandi heldur líka arðvænlegt fyrirtæki sem óhætt sé að gera eina af undirstöðum líf- eyrisgreiðslna landsmanna. Hvers vegna ætla þá norsku frændumir okkar ekki að leggja meira fé í samstarfið? Við getum endalaust deilt um einhveija þætti í arðsemisút- reikningum hagfræðinganna tveggja annars vegar og hins veg- ar skýringar Landsvirkjunar sem segir að víst verði orkuverðið svo hátt að virkjunin beri sig. En framlag Norsk Hydro í prósent- um er ekki eitthvað sem við þurf- um að rífast um, þar er um að ræða staðreyndir. Þeir ætla ekki að gera meira en dýfa tánni í vatnið. Þar til betri skýring fæst verð- um við að giska á að þeim finnist að um hálfgert fjárhættuspil sé að ræða og því best að sýna var- kárni. Nema þeir hafi ekkert pen- ingavit og þá er þetta risi á brauð- fótum. UMRÆÐAN Lífskjörin ráðast af gj aldey ristekj unum UMRÆÐUR um at- vinnulífið hafa fallið í skrítnar skorður upp á síðkastið og era satt að segja orðnay að hálf- gerðu stagli. í fjölmiðl- um era þeir háværast- ir, sem virðast ganga út frá því sem gefnu, að það sé sama, _ hvaða tækifæram við íslend- ingar köstum á glæ. Eftir sem áður bjóð- ist okkur næg störf, sem dugi til þess, að við getum haldið uppi lífs- kjöram öllum til handa, sem séu ekki lakari en best gerist erlendis. Þó á það að vera okkur í fersku minni, að í lok síðasta áratugar féll atvinnu- stigið, svo að lífskjör versnuðu frá ári til árs og atvinnuleysi varð veru- legt. Því olli ekki síst það að gjald- eyiistekjurnar höfðu dregist saman. Útgerðin var á fallanda fæti og kom fyrir lítið, þótt ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar dældi gjafafé út um landið. Þessi gamla hrollvekja er að líða úr minni manna og kynslóð að vaxa upp í landinu, sem ekki veit, hvað verðbólga er. Lífskjör era betri en nokkru sinni. Afrakstur þjóðarbús- ins hefur aldrei verið meiri. Nýjar gáttir eru óðum að opnast til annarra landa. En auðvitað verður efnahags- gátan ekki ráðin í eitt skipti fyrir öll. Vegna fámennis okkar og lítils heimamarkaðar verðum við stöðugt að fylgjast með gjaldeyrisstöðunni eins og góður skipstjóri fylgist með loftvoginni. Þetta vitum við öll: Við getum aldrei haft betri lífskjör til langframa en_ gjaldeyrisöflunin stendur undir. Eg ætla að víkja að fjórum málefnum sem hafa verið í umræðunni að undanförnu: 1. A sl. ári vora erlendir ferða- menn 260 þúsund talsins. Gjaldeyr- istekjur af flugi og ferðaþjónustu fóru yfir 28 milljarða kr. Lykillinn að þessum ótrúlega árangri var nýtt leiðakerfi Flugleiða, sem hefur sann- að ágæti sitt og gert fyrirtækjum í ferðaþjónustu fært að starfa árið um kring með góðum árangri og batn- andi. Auðvitað munar einnig um flugfélagið Atlanta en vöxtur þess hefur verið ævintýri líkastur. 2. Komið hefur á daginn að ís- lensk erfðagreining á ekki upp á pallborðið hjá mörgum. Sumir þeirra era læknar. Svo eru líka til læknar, sem telja, að gagnagrunnur- inn geti orðið þarft tæki og nauðsyn- legt, til að skilja orsakir sjúkdóma og leita leiða til að lækna þá. Þetta skil ég vel. Á hinn bóginn skil ég alls ekki, hvernig það getur orðið sjúkl- ingum eða fólki almennt hættulegt, að sjúkraskýrslum sé haldið til haga undir dulnefni, svo að ekki sé hægt að rekja þær aftur til einstakra kvenna eða karla. Og þó svo væri! Það mætti segja mér, að læknar komist í hvaða sjúkraskýrslu, sem þeim sýnist, ef þeir bera sig eftir henni. Svo er náttúrlega sú hlið á þessu máli, að Islensk erfðagreining hefur gefið fjölda vel menntaðara Islend- inga tækifæri til að snúa heim til starfa, sem era krefjandi og hæfa menntun þeiiTa. Fyrirtækið hyggst bjóða upp á störf utan Reykjavíkur og gagna- grannurinn á að geta nýst okkur til að draga úr kostnaði við heil- brigðisþjónustu, þó svo að hverjum einstökum sjúklingi verði_ betur sinnt en áður. Islensk erfðagreining mun afla þjóðfélaginu veralegs gjaldeyris í framtíð- inni. Gáttaþefur er spaugilegt nafn á jólasveini, sem var fljótur að renna á lyktina, þar sem krásir vora skildar eftir á glámbekk. Nú síðast heyrðum við það í fréttum, að tveir þjóðkunnir menn byðust til þess fyrir hæfilega þóknun, að taka fé fyrir hvert nafn, sem skráð yrði í gagnagranninn hjá Islenskri erfða- Byggðamál Þá máttu kommarnir ekki heyra minnst á Búrfellsvirkjun og álver við Straumsvík fremur en Vinstri grænir á stór- iðju nú, segir Halldór Blöndal. Það leynir sér ekki að hjartalagið er hið sama. greiningu. Hugmyndin er sennilega sú, að skammt sé í það, að við Islend- ingar getum allir sem einn lifað á því að skiptast á pappír. Staðið í mála- ferlum og skipst á pappír. 3. Við Islendingar höfum vitað það lengi og af reynslu í þriðjung aldar, að við getum ekki aflað okkur nægi- legra gjaldeyristekna nema með virkjun fallvatna. Það var einmitt það, sem kom okkur í koll fyrir rúm- um áratug, að okkur hafði ekki tekist að semja um nýtt stóriðjufyrirtæki, fyrr en Finnur Ingólfsson varð iðn- aðarráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Þá komst skriður á þau mál. Síðan hafa lífskjörin verið að batna og hagur þjóðaiinnar að vænkast. Nú er virkjun á Austur- landi framundan með álveri við Reyðarfjörð. Það er heldur ekki að sökum að spyrja að sagan frá 7. ára- tugnum endurtekur sig. Þá máttu kommarnir ekki heyra minnst á Búr- fellsvirkjun og álver við Straumsvík fremur en Vinstri grænir á stóriðju nú. Það leynir sér ekki að hjartalagið er hið sama. Hitt kom mér í opna skjöldu, að kratar skyldu leggjast gegn Eyja- bakkavirkjun, en það sýnir bara það sem marga hafði grunað, að það er öðruvísi fólk í Samfylkingunni en Al- þýðuílokknum. Margir era nú talsmenn þess að Halldór Blöndal Sorgar og samúðarmerki Borið við minningarathaíhir og jarðarfarir. Allur ágóði rennur tii líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. |j KRABBAMEINSSJÚK BÖRN <5lT hjálparstofnun KIRKJUNNAR Textilkjallarinn I Barónsstíg59 i k_551 3584 reynt sé að stöðva búsetuflutninga til Reykjavíkur. Þegar svo stendur í bólið þein’a. Með jarðgöngum til Fá- skrúðsfjarðar og síðar til Norðfjarð- ar er orðið svo skammt milli hinna gömlu sjávarplássa, að segja má að niðri á miðfjörðunum rísi 5 þúsund manna kaupstaður, þar sem menn geta sótt vinnu daglega, hvar sem þeir búa. Eins og Skalla-Grímur vilja Austfirðingar að fjárafli þeirra standi á mörgum fótum. Þeir sjá það fyrir sér, að álver verði, eins og sjáv- arútvegurinn, kjölfesta fyrir kaup- staðinn. Það býður upp á ný störf, að sumu leyti fyrir fólk með annars konar menntun og reynslu en fyrir er. Það kallar á ný þjónustufyrirtæki og skapar nýja atvinnumöguleika. Auðgar mannlífið á staðnum. Þetta er reynsla Akurnesinga. Svo megum við heldur ekki gleyma því, að sjó- menn endast ekki alla ævina til að vera á sjónum. Það kemur að því, að þeir þrá að vera með fjölskyldu sinni og fá vinnu í landi, án þess að flytjast suður. 4. Kísilgúrverksmiðjan við Mý- vatn er eitt þein-a fyrirtækja, sem um áratugi hefur aflað okkur mikils gjaldeyris. Það er forsendan fyiir þeh-ri byggð sem nú stendur í Mý- vatnssveit. Allan þennan tíma hafa náttúravísindamenn verið þar að störfum og allan þennan tíma hafa þeir verið að sýna fram á það, að verksmiðjan spillti vatninu og lífríki þess. Oftar en einu sinni þykist ég muna eftir því, að þeh- hafi sýnt fram á, að sérstaklega hafi flórgoðinn orð- ið fyrir barðinu á verksmiðjunni. Náttúrarannsóknastöðin við Mývatn á lögheimili í Skútustaðahreppi. Forstjóri hennar gengur til daglegra starfa í Reykjavík. Eg hef fundið, að Mývetningar telja, að það yrði styrk- ur fyrir forstjóra rannsóknastöðvar- innar að eiga þar fasta búsetu. Nú hefur skýrsla erlendra sérfræðinga leitt í ljós, að margt var ofsagt eða missagt af því, sem áður hafði verið sagt, um áhrif kísilgúrtökunnar úr Mývatni. Það hlýtur að verða okkur Islendingum umhugsunarefni. Á dögunum þótti það tilefni til um- ræðu utan dagskrár á Alþingi, að Akureyringar höfðu sýnt því áhuga, að höfuðstöðvar RARIK yrðu fluttar þangað. Þingmenn úr Reykjavík höfðu áhyggjur af því, hvað um þá yrði, sem unnið hefðu hjá RARIK í höfuðborginni. Það er ekkert óeðli- legt við það, þótt sennilega sé auð- veldara að fá vinnu þar við sitt hæfí en sums staðar annars staðar. Ýmsir vísindamenn í náttúrufræði hafa sýnt mikinn vilja til þess að loka Kís- iliðjunni og steypa undan Mývetn- ingum - svipta þá atvinnu sinni. Ein- hver húmoristi hefur búið til þá sögu, að einn vísindamannanna hafi haft samband við Kára Stefánsson og spurt hann, hvort hann gæti út- vegað Mývetningum vinnu. Eg hef vikið hér að fjóram málefn- um og fyrirtækjum, sem öll era gjaldeyrisskapandi og skapa vinnu utan höfuðborgarsvæðisins. I næstu grein mun ég gera sjávarútveginn að umtalsefni. Höfundur er forseti Alþingis. Greiðslukerfi banka KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.