Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 40

Morgunblaðið - 16.02.2000, Page 40
^40 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Umönnun geðsjúkra „HEYR ísrael! Drottinn er vor Guð, hann einn er Drottinn! Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum“. Þessi orð flmmtu Mósebókar las geð- læknirinn Viktor Frankl af snjáðum miða í fangabúðum nasista á sínum tíma. Þau höfðu mikil áhrif á líf hans. Þið kannist við þau sem fyrri hluta tvíþætta kærleiksboð- orðsins um að elska Guð og náungann. Viktor Frankl á óvenjulega sögu að baki. Hann starfaði sem prófess- or við læknadeild Vínarháskóla og kenndi jafnframt þá sálfræði, sem hann er höfundur að, við Alþjóðahá- skólann í Bandaríkjunum og nefnist tilverusálarfræði (logotherapy). Viktor Frankl var fangi í Auschwitz og öðrum fangabúðum nasista í þrjú ár. Þegar hann öðlaðist frelsið á ný komst hann að raun um að fjöl- 3" skylda hans hafði öll verið þurrkuð út í stríðinu. Hann stóð frammi fyr- ir því að lifa lífi sínu í hatri eða þeim kærleika sem verður öðrum að liði. Hann valdi seinni kostinn. í bókum sínum talar Frankl um nýja meinsemd sem hrjáir heiminn. Hún er fólgin í áhugaleysi manna og skorti á frumkvæði í lífínu. Hvað eftir annað leitar fólk, sem fínnst lífíð ekki hafa neinn tilgang, til lækna, presta og sál- fræðinga. Viktor Frankl kallar þessa meinsemd tómarúmið í tilverunni (the exist- ential vaccuum). Sem dæmi um hve þessi tilfinning er al- geng bendir hann á niðurstöður könnunar, sem gerð var bæði í Austurríki og Banda- ríkjunum. 40% stúd- enta við háskólann í Vín, sem sóttu fyri1-- lestra Frankl, könnuð- ust við þessa tilgangs- leysistilfínningu, en aftur á móti 81% þeirra nema sem sóttu fyrirlestra hans í Bandaríkjunum. Frankl telur að þetta tómarúm hafí að einhverju leyti skapast um leið og iðnþróun fleygði fram. Menn njóta ekki sama tilfinningalegs ör- yggis og áður. Hann bendir einnig á að hefðin eða arfleifðin, sem hafði áhrif á líf fólks áður, hafí það ekki í sama mæli nú. Enda eiga menn í erfiðleikum með að taka ákvörðun um líf sitt og að hverju beri að stefna og hvað þeir vilji hafast að. Rótleysi tímans er staðreynd, menn skynja ekki hvar ræturnar liggja og hver sú arfleifð er sem þeim ber að vernda. Spurningin um gildi og tilgang lífsins skiptir alla miklu máli. Fagnaðarerindinu er ætlað að glæða lífið tilgangi og fyllingu. En menn hafa oft daufheyrst við því. Sem læknir reyndi Frankl að ná því fram sem sjúklingurinn þráir í raun Geðsjúkir Stefnum við hraðbyri á það stig, spyr Ólafur Oddur Jónsson, að verða fangar í eigin vel- ferð og gleyma okkar minnsta bróður? og veru. Allir hafa þörf fyrir heil- brigða sjálfsvitund og gera sér grein fyrir þeim tilgangi og þeim markmiðum sem vert er að keppa að í lífinu. Allt þetta snertir trúar- vitund og líf mannsins. Trúin er lífs- afstaða sem skapar lífsfyllingu og tilgangur er mönnum jafn nauðsyn- legur og þyngdarlögmálið. Hann tekur mörg dæmi um þetta í bókum sínum. Hann segir að tilgangur með lífínu geti meira að segja lengt líf manna, eins og Goethe. Hann vann að því undir lok ævi sinnar að ljúka síðari hluta leikritsins Faust. Því verki lauk hann í janúar 1832 og tveimur mánuðum síðar dó hann. Það að vinna að verkinu gaf lífi hans gildi og varð til þess að lengja líf hans. Lífið öðlast þannig gildi, ef við gefum af okkur og sköpum eitthvað. Kristinn maður er samverkamað- ur Guðs og er ætlað að taka þátt í sí- stæðri sköpun hans. Sköpuninni er ekki lokið, hún heldur stöðugt áfram. Viktor Frankl heldur því fram að Ólafur Oddur Jónsson mestu skipti að skynja tilgang með lífinu, fremur en að reyna að kom- ast hjá allri þjáningu eða leita eftir sem mestri ánægju. Frankl hefur helgað líf sitt því göfuga verkefni að hjálpa öðrum í þeirra andlegu neyð. Hann talar af reynslu og í Auschwitz voru líkurn- ar á því að hann lifði af einn á móti tuttugu. Þegar Frankl var tekinn höndum hafði hann meðferðis handrit að bók sem hann hugðist ljúka við. Sú bók var inngangur að kenningum hans. En allt var þetta tekið frá honum og það var honum verulegt áfall að sjá af þessu hugðarefni sínu eða „and- lega barni“, eins og hann orðaði það. Líf hans virtist gjörsamlega hafa misst tilgang sinn. En hann fékk fljótlega svör við spurningum sínum. Fangabúningur hans var af manni sem þegar hafði verið sendur í gasklefann. í vasan- um fann hann blað, sem rifið hafði verið úr hebreskri bænabók. Þessi snjáði snepill hafði að geyma bæn- ina Shema Israel, sem ég gat um í upphafi. Þau urðu Frankl hvatning um að segja já við lífinu þrátt fyrir allt sem hann hafði orðið að ganga í gegnum og þótt þjáningin biði hans og jafnvel dauðinn. Upp frá þeirri stundu leitaðist hann við að muna hugsanir sínar í fangelsinu í stað þess að festa þær á blað. Frankl talar einnig um trúar- reynslu sína. Hann segir: „Ef mað- urinn á að trúa á Guð, þá verður náð Guðs að koma honum til hjálpar.“ Náð Guðs skapar trúna í lífi manna og hjálpar þeim að taka ákvörðun um líf sitt. Hann segir að læknisfræðin stefni að góðri heilsu mannsins, en markmið trúai'innar sé aftur á móti hjálpræði Guðs. En hann telur að trúin geti einnig skapað andlegt jafnvægi og gert menn heilbrigða. Frankl segir að læknismeðferð hans hafi oft orðið til þess að ljúka upp augum manna fyrir trúnni á Guð, enda þótt það sé ekki hlutverk læknisins í sjálfu sér. Að baki öllu sem Frankl skrifar má skynja djúpa trúarvitund og hann hefur átt stór- an þátt í að skapa jákvæða afstöðu til lífsins hjá skjólstæðingum sínum. Frankl sá menn í fangabúðunum sem höguðu sér eins og svín og aðra sem voru dýrlingum líkir. Þessi öfl eru bæði til staðar í manninum. Hvort þeirra hann eflir með sér er fremur háð ákvörðun hans en ekki ytri skilyrðum. Frankl tókst, þrátt fyrir allar raunir, að lifa lífi sínu í kærleika en ekki hatri. Þegar hann losnaði úr fangelsinu hjálpaði hann samfanga sínum einnig til þess, þrátt fyrir allt sem þeir höfðu mátt líða í samein- ingu. Þegar við hugleiðum líf Viktors Frankl koma í hugann orð hinnar helgu bókar: „Komið þér hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýst- uð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fang- elsi var ég og þér komuð til mín“ ... „Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Er eitthvað hér á ferð sem ís- lendingar þurfa að hugleiða og taka afstöðu til í sambandi við umönnun geðsjúkra eða stefnum við hraðbyri á það stig að verða fangar í eigin velferð og gleyma okkar minnsta bróður? - Svari hver fyrir sig. Höfundur er prestur. Flytjum Reykjavíkurflugvöll með hraðlest til Kópavogs TVÖFÖLDUN Reykjanesbrautarinn- ar hefur verið mikið baráttumál mörg und- anfarin ár, og ekki að ástæðulausu þar sem hér er mikið þjóðþrifa- mál á ferðinni, sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess að eina undan- ’ komuleið okkar ein- angruðu íslendinga til umheimsins (og írá) liggur eftir þessari braut, þ.e.a.s. til Leifs- stöðvar að sjálfsögðu. Annað baráttumál og alls ekki minna hef- ur ekki síður verið áberandi í umfjöllun og fjölmiðlum undanfarin ár og sérstaklega nú síð- ustu 2-3 árin, þ.e.a.s. flutningur Reykjavíkurflugvallar burt frá mið- bæ Reykjavíkur, sem er eins og flest sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. fólk veit löngu orðið tímabært, svo að vægt sé til orða tekið, með þeirri slysahættu og hávaðamengun sem staðsetning vallarins hefur í för með sér, fyr- ir utan gíslatöku á langbestu byggingar- lóðum borgarinnar, sem völlurinn hefur haldið í áratugi með staðsetningu sinni. Greinarhöfundur sér fyrir sér að þar mætti skipuleggja nýjan og glæsilegan miðbæ Reykjavíkur þar sem gamli miðbærinn myndi sóma sér vel ósnertur við hlið- ina á þeim nýja. En ástæðan fyrir því að undirrit- aður nefnir hér þessi tvö mál saman er sú að ef Reykjavíkurflugvöllur væri fluttur til Keflavíkurflugvallar væri hægt að sameina lausn beggja þessara mála með þriðja málinu sem væri hraðlest á milli Keflavíkurflug- vallar og höfuðborgarsvæðisins. Hugmyndin um hraðlest á milli þess- ara svæða er reyndar ekki ný af nál- inni og hefur skotið upp kollinum stöku sinnum á undanfornum árum en jafnan þótt of dýr framkvæmd ein og sér, en með þessari framkvæmd sér greinarhöfundur fram á einstakt tækifæri til mikils spamaðar og hag- Bragi Þór Bragason Bylting ¥ Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIR0C byggingaplatan er fyrir veggí, loft og gólf. VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIR0C byggingapiatan er umhverfisvæn. VIR0C byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. _ Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm ÞÞ &co LeitlA upplýslnga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚU 79 S: 553 l«401 568 «100 Samgöngur Hægt er að sameina lausn beggja þessara mála með þriðja málinu, segír Bragí Þór Braga- son, sem væri hraðlest á milli Keflavíkurflugvall- ar og höfuðborgar- svæðisins. ræðingar. Ef lestarsporin væru lögð samhliða breikkun Reykjanesbraut- arinnar ætti umtalsverður sparnað- ur að nást þar sem tækjakostur og mannskapur væri samnýttur við báðar þessar framkvæmdir, jafnvel þótt skilið væri á milli í endurfjár- mögnun framkvæmdanna, þ.e.a.s. vegatollur fyrir Reykjanesbrautina og lestargjöld fyrir lestina, en miðað við stóraukinn ferðamannafjölda bæði innanlands og sérstaklega til og frá landinu væri yfirgnæfandi möguleiki á því að lestarfram- kvæmdin ein og sér gæti endurfjár- magnað báðar þessar framkvæmdir þannig að vegatolla væri ekki þörf fyrir breikkun Reykjanesbrautar- innar. í dag mætti mjög hóflega reikna með að um 700.000 farþegar myndu borga fram og til baka með slíkri lest árlega og þá reiknar greinarhöfun- dur aðeins með erlendum og inn- lendum ferðamönnum en ekki fólki sem sökum vinnu eða annarra er- indagjörða væri að ferðast á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðis- ins, sem er þó ótrúlega stór hópur. Ef miðaverð í slíka lest væri t.d. 1.000 kr. aðra leið og 2.000 kr. fram og til baka væri gróflega hægt að reikna með yfir l!/z milljarðs króna inntekt á ári á slíkri framkvæmd, og þó minna væri. Greinarhöfundur getur ekki annað séð en að hér væri hið all-myndarlegasta fyrirtæki á „ferðinni“ og vill í því sambandi minna á hvað svartsjýnustu menn sögðu um Hvalfjarðargöngin á sín- um tíma sem eru núna að borga sig upp á met-tíma. En þá myndi væntanlega vakna spurningin um hvar endastöð hrað- lestarinnar frá Keflavík ætti að vera - eða „fluglestarinnar" eins og mætti kalla hana. Og í beinu framhaldi af þeirri spurningu finnst greinarhöf- undi að eðlilegasta spurningin væri að sjálfsögðu, hvar er miðpunktur höfuðborgarsvæðisins? Þar sem Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst flugvöllur alls höfuðborgar- svæðisins, ekki bara fyrir Reykjavík, því eins og flestir vita er fólk sem kemur utan að landi ekki bara á leið inn í miðbæ Reykjavíkur, það er líka á leið til útlanda, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar, upp í Breið- holt o.s.frv. og þá liggur beinast fyrir að endastöðin ætti helst heima í eða í nálægð við Smárahvammsland Kópavogs þar sem hin eiginlega miðja höfuðborgarsvæðisins liggur í dag. Hugsanlega gæti endastöðin verið í Straumsvík við Hafnarfjörð en finnst greinarhöfundi það heldur síðri kostur. Vegalengd þessi sem um ræðir á milli Leifsstöðvar og t.d. Smára- hvammslandsins í Kópavogi er tæpir 45 km ef gert væri ráð fyrir að hrað- lest þessi ferðaðist með „aðeins“ 160-180 km á klst., sem þykir hægt fyrir margar slíkar lestir erlendis, tæki slík ferð aðeins um 18-20 mín- útur fyrir utan hugsanlegt stutt stopp í Keflavík. Ef lest þessi ferðað- ist á t.d. 200-250 km á klst, sem er mjög algengt erlendis, væri hér um að ræða aðeins um 12-15 mínútna ferð á milli þessara svæða. Greinarhöfundur getur vel skilið að fólk sem er að ferðast í flugi til og frá Reykjavík utan að landi nenni ekki að hökta þessa leið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur í fólksbíl- um eða rútum í allskonar veðnim eins og Reykjanesbrautin er í dag. En hvað myndi muna um 15-20 mín- útur hjá fólki sem er að ferðast landshlutanna á milli ef það gæti ferðast á öruggan hátt þessa leið og óháð veðri, ég bara spyr? Það eru sem betur fer ekki miklar líkur á því að við eigum eftir að fá brotlendingu af eins og einni Fokk- er-vél (eða stærri) í miðbæ Reykja- víkur, en þessi pínu möguleiki er samt of stór til þess að taka þá áhættu, því að allar líkur væru á því að fleiri myndu farast á jörðu niðri en í vélinni sjálfri í slíku stórslysi enda eru engir Fiat-bensíntankar í slíkum flugvélum. Reyndar eru þeir sem ættu að vera sem mest hræddir við slíkt slys einmitt starfsmenn AI- þingishússins við Austurvöll. Það er ekki annað hægt að sjá en að flugvél- arnar rétt sleiki toppinn á Alþingis- húsinu þegar þær koma inn til lend- ingar yfir miðbænum, og hvað ef t.d. öll ríkisstjórnin væri samankomin á röngum stað og röngum tíma í slíku tilfelli? Ríkisöryggismál? Of Iang- sóttar pælingar segja eflaust margii-, en engu að síður raunhæf lýsing á hættunni sem er fyrir hendi án þess að markmið undirritaðs með þessari grein sé að hræða alþingismenn og ráðherra út úr Alþingishúsinu. En það sem hugsanlega gæti hrætt meira ofangreinda starfsmenn Alþingis í þessu máli væru viðbrögð fyrirtækja sem sjá um fólksflutninga á milli þessara svæða í dag. Undirrit- aður hefur ekki gleymt þessum aðil- um og þeirra starfsfólki og myndi al- farið mæla með að í slíkri framkvæmd byðist viðkomandi fyr- irtækjum t.d. forkaupsréttur í því nýja fyrirtæki sem um væri að ræða og að starfsfólki þeirra væri að sjálf- sögðu boðnar forgangsráðningar til þess fyrirtækis sem eftir öllu að dæma þyrfti töluvert stærri starfs- mannahóp en ofangreind fyrirtæki hafa í dag og myndi þar með að öllum líkindum stuðla að meiri atvinnu frekar en atvinnuleysi eftir því sem hin öra þróun ferðamannaiðnaðarins hefur sýnt á undanförnum árum, enda veitir ekki af. Með síaukinni samkeppni þjóða á milli getum við því miður ekki endalaust bara stólað á þorskinn. Höfundur er sjálfstætt starfandi sölumaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.