Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnaðarheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Allar mæður vel- komnar með lítil börn sín. Sam- verustund eldri borgara hefst í dag kl. 12 með helgistund í kirkj- unni. Þorri kvaddur, þorramatur o.fl. stundinni lýkur kl. 14. TTT- starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Unglingastarf kl. 19.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Biblíulestur kl. 20 í umsjá sr. Sig- urðar Pálssonar.. Náttsöngur kl. 21. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Langholts- kirkja er opin til bænagjörðar í há- deginu. Samvera eldri borgara kl. 13-15. Samveran hefst í kirkjunni með helgistund. Síðan verður spilað að venju, lesin framhaldsaga og mál- að á dúka og keramik. Kaffiveit- ingar eru fram bornar kl. 15. Verð veitinga er 300 krónur. Yfir borð- um er upplestur og söngstund á léttu nótunum. Eldri borgarar í Langholtssöfnuði eru hvattir til að koma. Bænargjörð kl. 18. Laugarneskirkja.. Kirkjuprakk- arar kl. 14.30. Starf fyrir 6-9 ára börn. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Fermingartími kl. 19.15. Unglingakvöld kl. 20 í samvinnu við Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómaval. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Örn Bárður Jónson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11- 12 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra. Opið hús í dag kl. 13.30- 16. Handavinna og spil. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digra- neskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgi- stund í Gerðubergi á fimmtudög- um kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðar- stund í hádegi ki. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverð- ur. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyr- ir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgn- ar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tek- ið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Ilafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur máls- verður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl.13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opn- uð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvera í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir ald- urshópar. Alfa-námskeið hefst í Kirkjulundi kl. 19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknar- prestur. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Fermingarfræðsla kl. 14.40, 15.40 og 16.40. Fermingarbörn mæti klár í sína tíma. Gestur frá Afríku í heimsókn. Kl. 20 opið hús ungl- inga í KFUM & K-húsinu. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bænastund kl. 18. KEFAS. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakka- klúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulest- ur. Allir hjartanlega velkomnir. Njarðvíkurkirkja, Innri-Njarð- vík. Foreldramorgunn í dag kl. 10. Boðunarkirkjan. I kvöld kl. 10 verður fimmti hluti námskeiðs um Obinberunarbók Jóhannesar á sjónvarpsstöðinni Omega og FM 107 í beinni útsendingu. Leiðbein- andi er dr. Steinþór Þórðarson prestur Boðunarkirkjunnar. Efni kvöldsins er - okkar himnesku heimkynni. Á morgun, fimmtudag, verður dr. Steinþór með hugleið- ingu á Hljóðnemanum Fm 107 kl. 15. Fyrirlestur um eflingu náms og kennslu í skólum fjölmenningarsamfélags DR. DIANNE L. Ferguson, prófessor við University of Or- egon, heldur opinberan fyrir- lestur á vegum Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla Islands miðvikudaginn 16. febr- úar næstkomandi kl. 16.15. Fyr- irlesturinn ber yfirskriftina Efl- ing náms og kennslu í skólum fjölmenningarsamfélags. í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir rannsókn á þróunar- starfi í 52 skólum í fimm stór- borgum Bandaríkjanna (inner city schools) þar sem saman fer menningarlegur og efnahags- legur margbreytileiki. Fjallað verður um breytingar á starfs- háttum skólanna sem miða að því að gera alla nemendur full- gilda þátttakendur í skólastarf- inu. Tekin verða dæmi um hvað hefur reynst vel og hvernig brugðist hefur verið við því sem miður hefur farið. Dr. Dianne L. Ferguson er þekkt bæði í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum vettvangi fyrir rannsóknir sínar á skólastarfi í fjölmenningarsamfélögum. Hún hefur m.a. ritað um kennsluaðferðir sem miða að námi við hæfi hvers og eins í mikið getublönduðum hópum. Dianne er einnig þekkt fyrir framlag sitt á sviði fötlunar- fræða og eigindlegrar aðferða- fræði. Dianne hefur áður komið hingað til lands, m.a. sem Ful- bright-prófessor við Kennara- háskóla íslands og hefur hún haldið námskeið og fyrirlestra hér á landi. Síðast kom hún árið 1994 á alþjóðlega ráðstefnu „Eitt samfélag fyrir alla“ og fjallaði þá um skóla án aðgrein- ingar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-201 í aðal- byggingu Kennaraháskóla Is- lands við Stakkahlíð. ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Færum styttuna MIKIÐ er gaman þegar ný listaverk bætast okkur landsmönnum. Fagurt dæmi þar um er glugginn í turninum á Hallgríms- kirkju sem Leifur Breið- fjörð skapaði af sinni al- kunnu list og smekkvísi. En nýtur hann sín nógu vel? Hvaðan sést hann t.d.? Hann bæri vel fyrir sjónir þegar gengið er upp Skóla- vörðustíginn, ef blessaður hann Leifur heppni hefði ekki verið settur þarna nið- ur (að því leyti er hann mjög óheppinn), en hann skyggir alveg á gluggann. Skólavörðustígurinn er orðin listagata og það væri punkturinn yfir i-ið að sjá gluggann í Hallgrímskirkju í allri sinni litadýrð loka sjónhringnum efst á holt- inu. Væri ekki hægt að færa styttuna af Leifi og finna henni stað annars staðar - ég leyfi mér að benda á svæðið við Þjóðar- bókhlöðuna, en þar er sannarlega umhverfi við hæfi. Gaman væri að fá undir- tektir við þessari uppá- stungu. Dagbjört Þórðardóttir. Friður óbyggðanna EG GAT nú ekki annað en brosað þegar ég las það sem 240626-4059 skrifar til mín sunnudaginn 13. febr- úar. Fyrst segir þessi pers- óna að ég hafi talað um skrílslæti ungmenna. Það er ekki rétt. Ég talaði um fólk almennt. Þeir sem full- orðnir eru ráfa hér oft um stræti og torg gargandi og vælandi um nætur. Gæti verið að viðkomandi og gamla fólkið sem hann talar um heyri þetta og haldi að þetta séu kettir. Heyrnin minnkar oft með aldrinum. Ég ráðstafa ekki öðru fólki en það væri kannski ráð að gefa því litla sæta kisu því eldra fólk er oft einmana. Ég hef talað við margt fólk undanfarið sem býr í hinum ýmsu hverfum borgarinnar og það hefur ekki orðið vart við neina ketti á nóttunni. Það segir að það sé einung- is fáir, feitir og bústnir heimiliskettir sem séu úti að viðra sig. Ég er þessu sammála. Ég fer vítt og breitt um borgina og verð ekki vör við neitt óeðlilegt. Rök þeirra sem sífellt eru kvartandi og kveinandi undan köttum eru að kettir geri stykkin sín hvar sem er. Veit fólk ekki hvað það er að vera kattþrifinn. Kettir eru nefnilega ansi penir með sig. Svo talar þetta fólk um að kettir fari inn um glugga og fleira og fleira. En ég spyr: Er það ekki hrætt við mýs og rott- ur? Það er vitað mál að kettir halda þeim í hæfi- legri fjarlægð. Þessi pers- óna er óánægð með kast- ljósið í sjónvarpinu og sagði fjóra kattavini vera saman- komna. Ég horfði á þennan þátt og var umræðan bæði málefnaleg og sanngjörn að mestu leyti. Þeim, sem mæla á móti köttum, er óskaplega illa við að við sem erum dýravinir tölum fyrir málleysingjana þegar að þeim er ráðist. Þetta fólk vill flestu ráða og nöldrar yfir hinu og þessu. Ef það eru ekki kettir þá væri það bara eitthvað annað. Mig langar að sjá hér mennska borg sem menn og dýr geta hfað í í sátt og samlyndi. Svo kemur rúsínan í pylsu- endanum: Þessi persóna segir það þjóðráð að ég og Illugi fórum að stunda kattahald úti í náttúrunni. Ég vil benda þessari pers- ónu og hinum sem eru svona ósköp hræddir við ketti að það væri gott ráð fyrir það að fara upp í óbyggðir og anda að sér fjallaloftinu heilnæma. Það myndi slappa af og ekkert mundi ónáða það nema ef vera kynni ef fugl vogaði sér að fljúga yfir og stykkin hans lentu á óheppilegum stað. Sigrún. Lýst eftir Epson- deildinni í GÆR, sunnudaginn 13. febrúar, var einn leikur í Nissan-deildinni í hand- bolta og var honum lýst á Rás 2 en í Epson-deildinni var heil umferð. Engin lýs- ing eða umfjöllun var á Bylgjunni fyrr en í fréttum kl. 22 en þá var maður búinn að heyra úrslitin á Rás 2. Er það stefna stjórn- ar KKI að loka fyrir alla al- menna umræðu og áhuga um íþróttina? Körfuknattleiksunnandi. Fyrirspurn til seðlabankastjóra ÉG ÆTLA að spyija hvaða menntun Finnur Ingólfs- son seðlabankastjóri hafi framyfir aðra til að fá þessa stöðu. Nú fær hann hærra kaup en sem ráðherra sem ég get ekki skilið. Ég hef verið með góða menntun og unnið alla ævi og fæ 75 þús- und krónur á mánuði í eftir- laun. Hvernig getur verið svona mikill munur á milli hans stöðu og lífeyrisþega í dag. Höfum við efni á því að hafa svona dýra starfs- menn í ríkisstjórninni? Hildegard Þörhallsson. GSM-sími í óskilum ERICSON gsm-sími fannst sl. laugardag síðdeg- is á Hringbraut v/Fram- nesveg. Upplýsingar í síma 551-8569. Kettlingar fást gefíns TVEIR sætir 8 vikna, kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 588-0262 og 695-1066. Morgunblaðið/Golli Vetur í Hafnarfirði Yíkveiji skrifar... VETRARRÍKI hefur ríkt um land allt undanfarna daga með stórviðri og ófærð. Margur hefur lent í töfum og erfiðleikum og nokk- uð verið um slys, kannski ekki mörg miðað við allar aðstæður, en einnig hörmuleg slys, umferðin virðist allt- af taka sinn toll. Ástæða er til að hrósa Veðurstof- unni íyrir aðvörun hennar síðdegis á föstudag þegar séð varð að hveiju stefndi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst var þó að margir voru staddir hér og þar við vinnu sína eða snúninga og að þeir myndu leggja mikla áherslu á að komast heim. Enda lentu margir í erfiðleikum og voru jafnvel marga tíma á leið heim, leið sem venjulega má fara á 10 til 20 mínútum. Hafa margir orðið að taka á þolinmæðinni og eflaust verið sjálfum sér gramir fyrir að ryðjast af stað á bílum sem kannski var vitað að kæmust ekki langt. Enda var það svo bæði á laug- ardagsmorgun og aðfaranótt mánu- dags að ruðningur tafðist vegna bíla sem yfirgefnir höfðu verið hér og þar um borgina og nágrenni. Þá finnst Víkveija ástæða til að hrósa fyrirtæki eins og Litlu kaffi- stofunni á Suðurlandsvegi, þessum áningarstað sem virðist ekki endi- lega bráðnauðsynlegur en kemur oft í góðar þarfir. Höfðu margir leitað þar skjóls þar sem eigendur voru boðnir og búnir til aðstoðar. Reynd- ar hefur Víkverji af og til á síðari ár- um komið þar við og notið þess að fá sér þar kakó með rjóma eða annað góðgæti og hefur eiginlega „upp- götvað" þennan merka stað á síðari árum. xxx MÖRG blöð og tímarit eru gefin út í landinu og hafa þau átt vel- gengni að fagna hvert á sínu sviði og ekki síður hvert á sínum stað. Vík- verji gerir landshlutablöðin að um- talsefni hér þar sem hann dáist mjög að þrautseigju þeirra sem stunda út- gáfii þeirra. Þetta eru að sönnu ekki voldugir fjölmiðlar en smá og kná blöð sem gaman er að líta í, enda reynir Víkverji að fylgjast með sem víðast um land og gerir sér far um að renna yfir þessi blöð þegar þau verða á vegi hans. Landshlutablöðin gegna mikil- vægu hlutverki í þjónustu við byggð- ina sína og veita íbúum margháttað- ar upplýsingar og nauðsynlegar fréttir. Þau hafa einnig ýtt við mönn- um varðandi ýmis þjóðþrifamál og kannski komið við kaunin og þá hef- ur reynt á að þau standi sig. Víkverji óskar þess að þessi mikil- vægu blöð lifi áfram til að geta gegnt hlutverki sínu í samfélaginu og er þess fullviss að þau geti staðið keik bæði í samkeppni og sérhæfingu við stærri fjölmiðla, bæði prent- og ljós- vakamiðla. xxx MIKILL áhugi virðist jafnan vera fyrir hvers konar tækni- nýjungum hjá okkur íslendingum. Við erum fljót að tileinka okkur fót- anuddtæki og gsm-síma og allt þar á milli og höfum ekki friðinn fyrr en við höfum þessar og aðrar bráðnauð- synlegar „græjur“ milli handanna. Er þetta ekki stundum nokkuð langt gengið? Nýjasta tæknin er WAP, það að geta lesið af Netinu með gsm- símanum. Hversu oft eða mikið þurfa menn að vera í slíku sérhæfðu sambandi? Er ekki nóg að líta á skjá- inn á vinnustaðnum eða heima við? Erum við að missa af tækifærum lífsins ef við fáum okkur ekki WAP eða SWAP eða SWATHC eða ISDN eða ATR eða AZT eða GT eða TUR- BO eða ...? Erum við nokkuð dálítið „kreisí"?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.