Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.02.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. PEBRÚAR 2000 55 FÓLK f FRÉTTUM Myrkrahöfðinginn á hvíta tjaldið í New York Leikur Hilmis Snæs vekur athygli Kvikmyndin Myrkrahöfðinginn var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín um helgina. Rósa Erlingsdóttir fór á frumsýningu, átti stutt spjall við Hrafn og frétti af samning- um við dreifíngarfyrirtæki í New York. UMMÆLI Hrafns Gunnlaugssonar á blaðamannafundinum á Berlinale, um að kvikmynd hans, Myrkrahöfð- inginn, hefði ekki orðið að veruleika fyrir tilstuðlan Kvikmyndasjóðs ís- lands heldur erlendra aðila hafa vakið tölu- verða athygli, einkum í ljósi þess að myndin var styrkt af sjóðnum. Myndin var unnin í sam- vinnu íslenskra, þýskra og sænskra aðila. Hrafn minnti viðstadda blaða- menn á að Myrkrahöfð- inginn er fjórða mynd hans sem sýnd er í Pan- orama-flokki hátíðar- innar í Berlín, en að engin þeirra hefði orðið að veruleika án erlends fjármagns. Þessum orð- um var einna helst beint til Svíans Bo Jonson, sem hefur átt sinn hlut í nær öllum myndum Hrafns og er einn þriggja handi'itshöfunda Myrkrahöfðingj- ans. Aðspurður hvort ekki stæði til að gera mynd nær samtímanum sagði Hrafn að nýlegu handriti hans hafi marg- sinnis verið hafnað af Kvikmyndasjóði ís- lands. Blaðamannafundur- inn hófst með spurningu stjómandans, sem greinilega hafði ekki séð myndina, en er einkar laginn við að kitla hlát- urtaugar viðstaddra. Hann spurði Hrafn hvort þama væri á ferð- inni íslenskur „spagettí- vestri“. Hrafn sagði fá- ein atriði minna á góðan vestra, einna helst mætti nefna hversu vel aðalleikurunum gekk að ríða hesti við mjög erfiðar aðstæður. íslenskur veðurofsi væri einnig umgjörð sem ekki liggur almennt á lausu fyrir kvikmyndagerðarmenn. „Að fram- kalla slíkt veður kostar milljónir í Hollywood,“ sagði Hrafn. Veðrið, sem Islendingar eiga oft erfitt með að sætta sig við, er sem sagt guðs- gjöf fyrii' íslenska kvikmyndagerð- armenn. Leikkonan Alexandra Rapaport vakti athygli, sökum þess að hún lærði íslensku fyrir hlutverk sitt í Myrkrahöfðingjanum. En hún þurfti ekki aðeins að læra íslensku heldur líka sitja hest í brjáluðu roki, snjó- komu og nístandi kulda. Hún sagðist oft hafa verið að því komin að gefast upp og hringt grátandi í kærastann sinn úrvinda af þreytu. Eftir á er hún þó hæstánægð með myndina og sagði vinnu sína vera dýrmæta reynslu. Hilmir Snær, sem hefur verið lof- aður mest allra leikara myndarinn- ar, bæði á íslandi og hér á hátíðinni, sagði að hlutverk hans og myndin í heild sinni hefði verið mikil áskorun fyrir sig í Ijósi þess að hann hafi fram að því aðallega fengist við sviðsleik. Illa var mætt á blaðamannafund- inn og sýninguna fyrir blaðamenn, sem skýrir litla umfjöllun í þýskum fjölmiðlum. A laugardagskvöldið var myndin sýnd fyrir nær fullum sal í Hrafn Gunnlaugsson Leikkonan Gwyneth Paltrow heilsar Hilnii Snæ Guðnasyni leikara en hann hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í Myrkrahöfðingjan- um á kvikmyndahátíðinni. Zoo-Palast sem áður var aðalsýning- arsalur Berlinale-hátíðarinnar og á sunnudag var vel mætt á myndina. Þýskir bíógestir sem blaðamaður náði tali af voru almennt hrifnir af myndinni. Einna helst varð þeim tíð- rætt um leik Hilmis Snæs sem flestir töldu bera af leik annarra. Eins tal- aði fólk mikið um hvað íslensk nátt- úrufegurð væri áhrifamikil í mynd- inni og einn bíógestur sagði að leikarar þyrftu góða leikstjórn til að persónusköpunin léti ekki í minni pokann fyr- ir slíkri leikmynd. Frá Berlín til New York Á hátíðinni náðust samningar við banda- ríska umboðsskrifstofu sem greiða vill götu Myrkrahöfðingjans á hvíta tjaldið í Bandaríkj- unum. Samningar náð- ust við dreifingarfyrir- tækið „Zeitgeist Films“ um að hefja sýningar á myndinni í New York eftir fáeina mánuði, að öllum líkindum á kom- andi hausti. Fulltrúar skrifstofunnar, Nancy Gerstman og Emily Russo, sögðust sann- færðar um að myndin ætti fullt erindi við bandaríska bíógesti. Fyrst og fremst vakti titill myndarinnar áhuga þeirra og olli því að þær fóru að sjá myndina sem þeim fannst í alla staði mjög áhrifarík. Að- spurðar hvað hafi haft mest áhrif á þær nefna þær fallega myndatöku, svartan húmor í bland við mikil tilfinningaleg átök pg ógleymanlega náttúrufeg- urð. „í Bandaríkjunum hafa margir áhuga á öllu því sem viðkemur göldr- um. Myndin segir löngu liðna sögu á mjög áhrifaríkan máta. Við sögu- þráðinn fléttast þættir trúarlegs eðl- is sem enn eiga fullt erindi við áhorf- endur nú. Þó margar bandarískar myndir hafi teldð á mjög skyldu efni er Myrkrahöfðinginn engri annarri lík,“ sögðu þær að lokum. Kvikmyndahátíðin í Berlín Grease-aðdáandi númer 1 STRÍÐSMYNDIN Þrír kóngar eða „Three Kings“ er um margt óvenju- leg sem verður að teljast óvenjulegt þegar stríðsmyndir eru annars veg- ar. I myndinni, sem fjallar um Persaflóastríðið, er mikið gert úr hverju byssuskoti, bandaríski fán- inn fær heldur háðulega útreið og sett er spurningarmerki við það hvemig Bandaríkjamenn stóðu að stríðinu. Ein af hinum ólíklegu heljum sem kynntar eru til leiks í upphafi myndarinnar er rapparinn Ice Cube, sem gert hefur nokkuð af þvf að spreyta sig á hvíta Ijaldinu. Hann heilsar blaðamanni kumpán- lega þegar fundum þeirra ber sam- an á Hótel Kempinski í Berlín og segist aðspurður hafa langað til að leika í stríðsmynd frá því hann var krakki enda haldi hann mikið upp á myndir á borð Apocalypse Now, Full Metal Jacket og Platoon. - Hver var afstaða þín til Persa- flóastríðsins á sínum tírna? „Eg fylgdist ekki náið með þessu stríði vegna þess að sonur minn fæddist í febrúar árið 1991. Öll at- hygli mín beindist að honum. Ég kveikti kannski á sjónvarpinu öðru hvom til að horfa á myndir úr stríð- inu en annars hafði ég litla vitn- eskju um það.“ - Breyttist það við að leika í myndinni? „Já, það opnaði augu mín fyrir því hvað gerist í raun í stríði. Maður horfir kannski á skotbardaga í sjónvarpinu en maður fær aldrei tækifæri til að ræða við þolcndurna. Það var rnjög lærdómsríkt að hlusta á íraska hermenn, sem vom ráð- gjafar við gerð myndarinnar, tala um reynslu sfna af strfðinu og Sadd- am Hussein. Einn þeirra ráfaði um eyðimörkina í sex daga og íraskur hermaður, sem gerðist liðhlaupi, sparkaði annað augað úr honum. Það rann upp fyrir mér að fólk Rapparinn Ice Cube leikur í myndinni Þrem- ur kóngum sem frumsýnd verður hér- lendis á föstudag. Pétur Blöndal talaði við hann um rapp og kvikmyndir. hafði þjáðst 1 þessu stríði og ég fór að velta fyrir mér hver ávinningur- inn hefði verið. Það er synd að fólk skuli enn þann dag í dag eiga um sárt að binda vegna Persaflóastríðs- ins.“ - Hvort leggurðu meira upp úr tóniistinni eða leiklistinni? „Leiklistin mætir afgangi," svar- ar hann án þess að hugsa sig um. „Ekki það að ég taki hana ekki al- varlega heldur nýt ég meira frelsis þegar ég bý til rappplötur og get gert það upp á eigin spýtur. Ég bíð hins vegar þangað til rétta hand- ritið berst mér áður en ég tek að mér hlutverk í kvikmynd." - Svo leikstýrðirðu kvikmynd. Er það eitthvað sem þú getur hugsað þér að endurtaka? „Ójá, ég myndi svo sannarlega grípa tækifærið aftur. Player’s Club var erfið viðfangs vegna þess að fjármagn var af skornum skammti. Eg hlakka til að gera kvikmynd án þess að þurfa að hafa pen- ingaáhyggjur á hveijum degi.“ - Kemur Persaflóastríðið fyrir á næstu rapppiötu? „Nei,“ svarar hann og hlær. „Það eru eiginlega dálítið gömul tiðindi þegar kemur að því að gefa út plötu. Það er í lagi að gera kvik- inynd vegna þess að það hafa engar góðar kvikmyndir verið gerðar um það. Næsta plata kemur út í mars og þar fitja ég upp á ýmsum nýjung- um sem ég hef aldrei áður lagt í. Ef til vill hef ég ekki áður verið tilbúinn. Ég henti öllu gömlu efni í ruslið, stormaði inn upp- tökuverið og reyndi bara að skemmta mér.“ - Þetta Ice í Ice Cube vakti forvitni mína. Ertu kannski nefndur eftir íslandi? „Nei, eldri bróðir minn kallaði mig þetta,“ svarar hann og hlær. „Ég reyndi alltaf að tala við kærusturnar hans þegar þær komu í heimsókn og hann sagði við mig: Þú ert ekki svona svalur. Hættu að tala við kærusturnar mfnar. Svo fór hann að kalla mig Ice Cube og það bara festist við mig. Ég hef því verið kallaður þetta allt frá því ég var ell- efu ára. Eg hef hins vegar ekki enn komið til Islands en hlakka til þess.“ - Hvenær byrjaðirðu í rappinu? „Ætliþað hafi ekki verið 1984,“ svarar hann. „Við byrjuðum á þessu í hverfinu og héldum að þetta væri bara fyrir okkur. Við vissum ekki að við myndum ná svona langt og að allur heimurinn legði við hlustir." - Hefurðu ekki Ijarlægst dálít.ið þennan veruleika? „Jú, en ég passa mig á að um- gangast fólk sem heldur mér í jarð- sambandi. Það getur ekki rappað eins vel og ég. En stundum kemur það til mín með hugmyndir eða gef- ur mér hugmyndir með því að veita mér innsýn í sinn veruleika. Ég reyni að umgangast venjulegt fólk sem er ekki ríkt eða frægt. Það heldur mér í jafnvægi og veitir mér innblástur." - Hvað dró þig að kvikmyndum? „Ég hef alltaf verið aðdáandi. Al- veg síðan ég var krakki hef ég stundað kvikmyndahúsin og stund- um horfði ég fimm til sex sinnum á sömu myndina." - Eins og hvaða mynd? „Ég kann eiginlega ekki við að segja það,“ svararhann og verður vandræðalegur. „Ég horfði á Grease - sjö sinnum. Það var það eina sem var sýnt í kvikmyndahúsunum í hálft ár. Grease. Jæja, förum á Grease. Og svo aftur. Og aftur...“ - Hvenær kom að því aðþú fengir sjálfur hlutverk? „John Singleton uppgötvaði mig og sagði: „Þú ert alveg til- valinn!" Ég hafði aldrei áður leikið í kvikmynd og spurði: „Af hverju ég?“ Hann svaraði: „Það sést á plötunum þínum.“ Þessu tönnlaðist hann á í tvö ár á meðan hann útvegaði fjár- magn í myndina. Og ég er honum þakklátur því hann kynnti mig fyrir nýrri veröld."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.