Morgunblaðið - 04.03.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tölvunefnd óskar eftir upplýsingum um meðferð og öryggi
upplýsinga um barnaverndarmál
Jafnvel viðkvæmari gögn
en heilsufarsupplýsingar
TÖLVUNEFND hefur ákveðið að eigin fi’um-
kvæði að taka til athugunar hvernig meðferð og
öryggi upplýsinga sem aflað er við meðferð barna-
verndarmála er háttað.
Páll Hreinsson, formaður tölvunefndar, sagði í
gær að ekkert ákveðið tilfelli hefði leitt til þess að
ákveðið var að athuga hvemig þessi gögn eru
geymd.
„Þetta eru jafn viðkvæmar upplýsingar og
heilsufarsupplýsingar, ef ekki viðkvæmari," sagði
hann. „Af þeim sökum er rétt að huga að þessu
sviði.“
Tölvunefnd sendi barnaverndamefnd bréf 28.
febrúar þar sem farið er fram á að látnar verði af
hendi upplýsingar um meðferð gagna í barna-
verndai-málum. Þar er þess óskað að upplýst verði
hvort persónuuplýsingar, sem varða störf barna-
verndarnefndar séu geymdar í traustum, læstum
hirslum.
Beðið er um að upplýst verði hvar gögnin séu
geymd og hvort aðrir starfsmenn en starfsmenn
og fulltrúar barnavemdarnefndar hafi aðgang að
því herbergi þar sem þau séu geymd.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort
þeirri reglu sé ávallt fylgt að geyma gögn þeirra
mála, sem verið sé að vinna með, í læstri hirslu
yfír nótt.
Að síðustu er þess óskað að haft verði samband
við þá, sem setið hafí í barnaverndamefnd síðast-
liðin tvö kjörtímabil, og kannað hvort einhver
gögn, sem hafí að geyma persónuupplýsingar og
varði störf barnaverndarnefndar, hafi fyrir mis-
tök orðið eftir í þeirra vörslum þegar þeir hættu
störfum í nefndinni. Komi slíkt í ljós beri barna-
vemdarnefnd að taka slík gögn í sínar vörslur.
Nefndin biður í bréfinu um að upplýsingar um nið-
urstöður þessarar könnunar berist fyrir 25. mars.
I fréttatilkynningu tölvunefndar kemur fram að
hún sæki umboð til þess að í lögum um skráningu
og meðferð persónupplýsinga kveði á um, að
nefndin hafi eftirlit með framkvæmd þeima, en
markmið laganna sé að tryggja mönnum vernd
gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einka-
málefni þeirra, sem varðveittar em eða skráðar
hafa verið með kerfisbundnum hætti.
Allt á
hvolfi
Þ AÐ viðraði vel til skíðaferða á
suðvesturhominu í gær og brugðu
margir sér í Bláfjöll og léku listir
sínar, bæði á skíðum og snjóbrett-
um. í Bláfjöllum var lítill sera eng-
inn vindur og bjart yfír, en frekar
kaltílofti.
Margir nutu veðurblíðunnar og
hefur örugglega verið stór-
skemmtilegt að steypa sér svona
niður gilið, taka nokkur heljar-
stökk á leiðinni og sjá heiminn á
hvolfi til tilbreytingar.
Spáð hlýnandi veðri
Fremur kalt var á öllu landinu í
gær en spáð er hlýnandi veðri um
allt I; n íd ásamt hægri vaxandi sunn-
anátt. í dag er gert ráð fyrir stöku
éljum norðanlands en slyddu og
rigningu vestan- og suðvestan-
lands. Á höfuðborgarsvæðinu má
búast við eins til fimm stiga hita í
dag og suðvestan 13 til 18 m/s.
Morgunblaðið/Golli
Ein milljón
til Mósambík
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi í
gærmorgun að veita eina milljón
króna til hjálparstarfs í Mósambík
þar sem tugir þúsunda manna eru
enn í lífshættu eftir flóð á sunnudag.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í gær að í upphafi þeirra
hörmunga, sem dunið hafa yfir í
Mósambík, hefði Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands ákveðið í samvinnu
við utanríkisráðuneytið að verja
nokkru fé til hjálparstarfs.
„Nú þegar hefur verið varið um 1,7
milljónum króna til þessa starfs á
þeirra vegum,“ sagði hann. „Rflás-
stjórnin ákvað [í gærmorgun] að
bæta við einni milljón, sem við mun-
um leggja fram í peningum."
Fengur hefur þegar
bjargað nokkrum
Rannsóknaskipið Fengur var sent
af stað á miðvikudag frá Maputo, höf-
uðborg Mósambík, til að aðstoða við
björgunarstarf og sagði Halldór að
nú þegar hefði hann bjargað fólki,
sem hefði verið sótt á litlum sex og
hálfs metra báti, sem notaður hefur
verið til rækjurannsókna á grunn-
sævi.
„Jafnframt fór Fengur með hjálp-
artæki, þar á meðal rafstöðvar, til
Xai-Xai,“ sagði hann. „Hann mun
verða notaður til hjálparstarfs
áfram.“
Talið er að enn séu þúsundir
manna fastar í trjám og á húsþökum
eftir að akrar og bújarðir í kringum
borgirnar Xai-Xai og Chokwe fóru á
kaf í flóðum á sunnudag. Þá eru um
hundrað þúsund manns á hæðum,
sem standa upp úr vatninu, og eru án
matar, læknisaðstoðar og ferskvatns.
Ekki er hægt að neyta flóðavatnsins
vegna þess að í því eru hræ af naut-
gripum og villtum dýrum og úrgang-
ur, sem veldur hættu á kóleru.
Mikil áhersla var lögð á að hraða
hjálparstarfi í gær vegna þess að
undan ströndum Mósambík er hvirf-
ilbylur, sem óttast er að fari yfir
flóðasvæðin. Notaðar eru bæði þyrl-
ur og bátar til að bjarga fólki.
Halldór sagði að þessir atburðir
þýddu að endurskoða þyrfti hjálpar-
starf í slands í Mósambík: „Þær áætl-
anir, sem Þróunarsamvinnustofnun
hefur haft, munu að sjálfsögðu rask-
ast vegna þessara hræðilegu at-
burða. Við höfum einnig gert ráð fyr-
ir því í okkar áætlunum að auka
starfið í Mósambík á næstu árum
þannig að við eigum eftir að vinna í
landinu í langan tíma.“
Þróunarsamvinnustofnun íslands
(ÞSSÍ) hefur starfað í Mósambík
undanfarin fjögur ár, einkum að
fiskirannsóknum og hefur Fengur
hefur verið í Mósambík í þrjú ár.
Fyrsti íslenski
diplómatinn í Afríku
Hann kvaðst ekki vita hvaða afleið-
ingar flóðin hefðu fyrir það starf, sem
þegar hefði verið unnið í landinu, en
það hefði verið ætlunin að stofna sér-
staka skrifstofu í Maputo á næsta ári.
„Við höfum þegar fengið inni í
norska og danska sendiráðinu þar og
höfum ætlað okkur að það verði
fyrsti íslenski diplómatinn í Afríku,
sem tekur þar til starfa.“
Trygg-
ingafélög-
in vara við
vatnstjóni
TRYGGINGAFÉLÖGIN hvetja
íbúðareigendur til að moka snjó af
svölum og tryggja að niðurfóll séu op-
in. Spáð er hlýindum um helgina og er
talin veruleg hætta á vatnstjóni af
þeim sökum. Fyrirsjáanlegt vatns-
tjón er ekki bótaskylt.
Hugi Hreiðarsson, kynningarfull-
trúi hjá Sjóvá-Almennum, sagði að
um daginn þegar hlýnaði í veðri hefðu
allmai-gir haft samband við tjónavakt
fyrirtækisins og tilkynnt vatnstjón.
Ékki væri hins vegar um bótaskylt
tjón að ræða. Sú almenna regla gilti
að tjón sem hægt væri að sjá fyrir
væri ekki bætt. íbúðareigendur hefðu
tækifæri til að moka snjó í burtu og
huga að niðurföllum og koma þannig í
veg fyrir tjón. Tjón vegna asahláku
þar sem holræsakerfi sveitarfélaga
hefði ekki undan væri hins vegar
bótaskylt.
Hugi sagði að það væru mörg ár
síðan svo mikfll snjór hefði safnast
fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
gerði það að verkum að hætta á vatns-
tjóni væri nú meiri en oftast áður.
Fólk þyrfti sérstaklega að huga að því
að moka snjó af svölum. Einnig þyrfti
að huga að kjöllurum og bakgörðum
og tryggja að niðurföll væru opin.
Þiðnar fyrst við húsvegg
Hreinn Úlfarsson, starfsmaður í
tjónadeild VÍS, sagði að hætta væri á
umtalsverðu tjóni þegar hlýnaði í
veðri. Mörg ár væru síðan svo mikill
snjór hefði fallið á höfuðborgarsvæð-
inu og raunar víðar um land. Mikfll
snjór væri á húsaþökum og á svölum.
Tjónahætta stafaði af þessu þegar
snjórinn tæki að þiðna. Hreinn sagði
mikflvægt að fólk mokaði rás í snjóinn
á svölum og við húsveggi þannig að
snjórinn ætti greiða leið frá húsinu,
en safnaðist ekki í tjamir. Fólk þyrfti
að átta sig á að snjórinn bráðnaði
fyrst upp við húsveggi og leitaði inn í
hús ef hann ætti ekki aðra leið. Hann
sagði að fólk gæti opnað stífluð niður-
fóll með því að hella heitu vatni í þau
og setja síðan salt í kringum þau.
Hreinn sagði, eins og Hugi, að
vatnstjón væru almennt ekki tjóna-
skyld. Fólk yrði því sjálft að vera á
varðbergi gagnvart þessari hættu.
Hætt við leka
við plötuskil
Bjami Jónsson, starfsmaður í
tjónadeild Tryggingamiðstöðvarinn-
ar, sagði að oft gæti orðið talsvert
mikið tjón þegar vatn læki inn í hús-
næði. Mest hætta stafaði af leka frá
svölum og kjöllurum. Hann benti sér-
staklega á að þegar vatn safnaðist
fyrir á svölum gæti það gerst að vatn
læki inn um spmngur á plötuskflum
og læki síðan niður í næstu íbúð. Slflct
tjón gæti verið erfitt að laga því að yf-
irleitt væri talsvert vatn komið inn í
spmnguna þegar lekinn uppgötvað-
ist. Þetta tjón, eins og annað vatns-
tjón af völdum snjóbráðnunar, væri
ekki bótaskylt. Það væri því brýnt að
fólk hugaði að því að moka snjó í
burtu og gera rásir í snjóinn þannig
að vatn kæmist burt frá húsveggjum.
öð í dag
i'llM
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Arnar beint í byrjunarlið
Stoke / B1
»•••••••••••••••••••••••••••••••
Vala hársbreidd frá Norður-
landameti / B3