Morgunblaðið - 04.03.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.03.2000, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000________________________ FRÉTTIR Stjórnendur Landspítala háskólasjúkrahúss Vilji til að koma til móts við sjúkraliða TÆPLEGA helmingur sjúkraliða hefur nú sagt upp störfum á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og Ríkisspítölun- um. í frétt frá Landspítala, háskóla- sjúkrahúsi segir að ljóst sé að uppsagnir þessa hóps komi illa niður á starfseminni, en stjórnendur sjúkrahússins séu þrátt fyrir upp- sagnimar tilbúnir að halda áfram að- leggja sig fram um að finna leiðir innan ramma gildandi kjarasamn- ings tO að koma til móts við sjúkra- liða. Af 146 sjúkraliðum í settum stöðu- gildum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa hafa 70 sagt upp störfum og á Ríkisspítölunum hafa 109 af 215 sett- um stöðugildum sagt upp störfum. í frétt frá Landspítala, háskóla- sjúkrahúsi, segir að kjarasamningur hafi verið gerður milli Sjúkraliðafé- lags íslands og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs haustið 1997, með gildistíma til og með 31. október 2000. Töldu aðra hafa borið meira úr býtum „í þeim kjarasamningi var kveðið á um heldur meiri launahækkanir en til annaira hópa heilbrigðisstarfs- manna. A móti kom, að ekki var sam- ið um að sjúkraliðar færu inn í nýtt launakerfi, eins og flest önnur stétt- arfélög sjúkrahúsanna höfðu samið um. Á síðari hluta samningstímabils- ins fór að bera á óánægju sjúkraliða með samning sinn, enda töldu þeir aðra hafa borið meira út býtum með nýja launakerfinu. Af þessum sökum sneru sjúkraliðar sér tO stjórnenda sjúkrahúsanna í Reykjavík og báðu um að leitað yrði leiða til að bæta launakjörin. Með viðræðum við full- trúa starfsmanna og forsvarsmenn stéttarfélags sjúkraliða var reynt að mæta sjónarmiðum þeirra, innan ramma gildandi kjarasamnings. Þeim kjarasamningi hafa sjúkrahús- in fylgt í einu og öOu og hefur því ekki verið andmælt af hálfu sjúkra- liða.“ Jafnframt kemur fram að Ijóst sé að uppsagnir þessa hóps koma illa niður á starfsemi hins nýja Land- spítala, háskólasjúkrahúss. „Stjórn- endur sjúkrahúsanna og fulltrúar sjúkraliða hafa lagt sig fram við að finna leiðir, innan ramma gildandi kjarasamnings, til að koma til móts við sjúkraliða. Því starfi eru stjóm- endur Landspítala, háskólasjúkra- húss tilbúnir að halda áfram, þrátt fyrir uppsagnirnar,“ segir einnig. Hlutur ríkisins í Int- ís boðinn í einu lagi RÚMLEGA 20% hlutur ríkisins í netþjónustufyrirtækinu Internet á Islandi, Intís, verður auglýstur á næstunni. Íslandssími hefur nýverið keypt 70% hlut í Intís, sem einkum var í eigu Kögunar hf. og Háskóla íslands og boðaði til hluthafafundar í framhaldi af kaupum á meirihlut- anum. Varð honum hins vegar frest- að að beiðni fulltrúa ríkisins þar sem ekki liggur fyrir formlegt samþykki fjármálaráðherra fyrir sölu á hlut Háskólans en gerður var fyrirvari um það í sölunni til Islandssíma. Guðmundur Ólason, fulltrúi fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að ráðgert sé að selja hlut rík- isins í einu lagi. Hlutafé Intís er 15 milljónir króna. Íslandssími hf. keypti í síðasta mánuði hluti Kögunar hf., sem var rúmlega 22%, Háskóla íslands, sem átti 27%, og nokkurra smærri hlut- hafa, alls 70% hlutafjár. Háskólinn seldi sinn hlut með íyrirvara um samþykki Alþingis sem fjármálaráð- herra getur heimilað samkvæmt ákvæðum fjárlaga. Boðað var til hluthafafundar mið- vikudaginn 22. febrúar síðastliðinn en honum frestað að beiðni fulltrúa ríkisins þar sem samþykki á sölu hlutar Háskólans liggur ekki fyrir. Sagði Guðmundur að eðldegt hefði þótt að samþykkið lægi formlega fyrir áður en Íslandssími tæki við hlut Háskólans í fyrirtækinu. Kvaðst hann gera ráð fyrir að það yrði veitt fljótlega og í framhaldi af því yrði hluthafafundiirinn haldinn. Þátttaka Háskóla íslands í Intís á sínum tíma var einkum gerð í því augnamiði að eiga eins konar sam- starfstæki um Netið við háskóla á Norðurlöndum og stuðla að þróun þess. Ætlun Háskólans er að nýta féð í annars konar uppbyggingu á samstarfi við erlenda háskóla. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var gengið um 20 og hlutur Háskólans því seldur á kringum 80 milljónir króna. Ríkissjóður á alls 20,3% hlut í In- tís, en þar af á Hafrannsóknastofn- un 6%. Aðrir hluthafar eiga minna. Guðmundur Ólason segir ætlunina að Ríkiskaup auglýsti um aðra helgi hlut ríkisins til sölu. Ráðgert er að selja hann í einu lagi og verður sett fram lágmarksverð. Allt um stofublóm innilurtir Ný og yfirgripsmikil bók um allt sem tengist stofu- blómum og innijurtum. Nauðsynleg handbók fyrir alla sem hafa gaman af blómum. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Djúpt niður á rólu Hrunamannahreppi - Þótt gaman sé að leika sér á sleða í þeim mikla snjó sem verið hefur á suðvestur- horni iandsins er líka gott að hugsa til vorsins og rólunnar sem kætir mörg börnin. Systkinin Hróðný og Björgvin Jónsbörn í Dalbæ í Hreppum verða áreiðanlega að bíða lengi eftir að rólan þeirra verði tilbúin til notkunar þar sem hún er á kafi í mannhæðarháum skafli. * Formannafundur VMSI og LI samþykkti að hefja undirbúning að verkfalli Félögin á landsbyggðinni boða verkfall 30. mars Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Ingvarsson, formaður aðgerðarnefndar (t.v.), og Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, kynntu niðurstöðu formannafundarins fyrir blaðamönnum í gær. FORMANNAFUNDUR Verka- mannasambandsins og Landssam- bands iðnverkafólks samþykkti í gær tillögu aðgerðahóps um boðun verkfalls 30. mars. Tillagan var samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Félögin hefja nú undirbúning að verkfallsboðun, en gert er ráð fyrir að atkvæði um tillöguna verði talin 21. mars. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, sagði að viðræður við vinnuveitendur hefðu litlu skilað og félögin ættu því ekki annars úr- kosta en að boða til verkfalls til að þrýsta á vinnuveitendur. Þegar við- ræðum var slitið hefðu vinnuveit- endur boðið 3,5% almenna launa- hækkun og dálitla viðbót fyrir fólkið á allra lægstu töxtunum. VMSÍ krefst þess að tekið verði upp nýtt taxtakerfi og að laun hækki um 15.000 krónur á mánuði. 39 félög greiða atkvæði Sigurður Ingvarsson, formaður aðgerðarhópsins, sagði að á síðustu 10 árum hefði atvinnulíf á lands- byggðinni verið byggt upp ekki síst fyrir tilverkan verkafólks, sem hefði haldið aftur af sér með kaup- kröfur. Tekist hefði að byggja upp atvinnufyrirtæki sem skiluðu nú miklum hagnaði sem allt þjóðfélag- ið nyti góðs af. Nú væri komið að því að verkafólk fengi að njóta árangursins. Um 18.000 launamenn eru í þeim 39 félögum Verkamannasam- bandsins og Landssambands iðn- verkafólks sem nú boða verkfall. Um 20% af félagsmönnum starfa hjá ríki og sveitarfélögum, en þeir koma ekki til með að taka þátt í verkfallinu. Komi til verkfalls nær það til verkafólks frá Akranesi að Keflavík. Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur taka ekki þátt í boðun verkfalls, en þau eru í svokölluðu Flóabandalagi. Björn Grétar sagði aðspurður að verkfallssj ó ðir stéttarfélaganna innan VMSI væru fjárvana. í þessu efni reyndi hins vegar fyrst og fremst á samstöðu félaganna. Upphaflega töluðu forystumenn VMSI um að boða verkfall um miðjan mánuðinn. Björn Grétar sagði að lögfræðingar hefðu ráðlagt félögunum að láta fjórar vikur líða frá því að kjaradeilunni var vísað til sáttasemjara þangað til verkfall hæfist. Félögin hefðu lagt áherslu á að ekki kæmu upp efasemdir um lögmæti verkfallsins. Þessi rúmi tími tryggði jafnframt að félögin hefðu nægan tíma til að láta greiða atkvæði um verkfall. Til að boðun verkfalls sé gild þurfa 20% félags- manna að greiða atkvæði, nema ef efnt er til póstatkvæðagreiðslu. Kæra Landssímans til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna „frímínútna“ Islandssíma Ekki stöðvun fyrr en úrskurður fæst PÓST- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að ekki væri ástæða til að taka ákvörðun til bráðabirgða vegna kæru Landssíma íslands á hendur íslan- dssíma vegna þess að ekki væri sýnt fram á að kæruaðili yrði fyrir fjár- tjóni þótt dráttur yrði á úrskurði. Landssíminn kærði á hlaupársdag vegna framboðs og kynningar ís- landssíma á símaþjónustu til útlanda, sem hefur verið markaðssett undir heitinu „Frímínútur", og skráningar viðskiptavina í þjónustuna. Landssíminn fór fram á að Íslandssíma yrði þegar í stað bannað að bjóða, skrá og taka við viðskipta- vinum í útlandaþjónustu með föstu forvali sem auglýst væri undir heit- inu „frímínútur". í kröfu Landssím- ans segir að samkvæmt fjarskipta- lögum skuli fyrirtæki sem veita almenna fjarskiptaþjónustu birta viðskiptaskilmála og gjaldskrá fyrir alla þjónustu sína og að gjöld skuli vera sundurliðuð svo notendur eigi þess kost að meta sjálfir hvaða þætti þjónustu þeir vilji kaupa. Íslandssími hafi enga gjaldskrá birt fyrir um- rædda þjónustu og því augljóslega gerst brotlegur við fjarskiptalög. I fréttatilkynningu Póst- og fjarskiptastofnunar segir að ekki hafi verið sýnt fram á fjártjón Lands- símans, enda sé ekki farið að veita viðkomandi þjónustu Islandssíma. Enn fremur muni Póst- og fjarskipt- astofnun í framhaldi af þessari ákvörðun taka málið til efnislegrar umfjöllunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.