Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Danska konan Bettina Aller skaut hvítabjörn í sjálfsvörn Aldrei verið eins hrædd á ævinni Reuters Hvítabirnir hafa nú með stuttu millibili nálgast tvo norðurpólsleið- angra svo freklega að grípa hefur þurft til vopna. Myndin er tckin af hvítabjörnum í Manitoba í Kanada í október 1999. ENN berast fréttir af hvítabjarn- arárásum á norðurpólsfara. I fyrradag var það danski pólfa- rinn Bettina Aller, sem neyddist til að skjóta hvítabjörn á fjögurra metra færi. Hún reyndi að fæla björninn burt með því að skjóta viðvörunarskoti að honum með merkjabyssu og garga á hann, en án árangurs. Björninn nálgaðist Bettinu engu að síður þrátt fyrir varnarráðstafanir hennar og neyddist hún því til að drepa hann þegar hann átti ijóra metra ófarna að henni. Bettina Aller er 37 ára gömul, tveggja barna móðir og hefur verið í eina viku á ferðalagi sínu áleiðis til norðurpólsins. Hún er einsömul á ferðalagi sínu og ætl- ar sér að verða fyrsta konan sem gengur á norðurpólinn án stuðn- ings. Hún lagði af stað frá Sí- beríu, þar sem meira er af hvíta- björnum en við Ellesmerey í Kanada, þaðan sem Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarna- son fara 10. mars. Til gamans má geta þess að norski pólfarinn Borge Ousland, sem var hér á landi fyrir skömmu og fór í Land- mannalaugar með Haraldi og Ingþóri, var ráðgjafi Bettinu við undirbúninginn að ferð hennar. Fetaði í fótspor Bettinu Sænska blaðið Aftonbladet segir svo frá að hvítabjörninn hafi verið stór og hafi fetað í fót- spor Bettinu, sem beið hans skjálfandi af hræðslu. Eftir að hafa skotið viðvörunarskotinu með merkjabyssunni, án þess að björninn hörfaði, skaut hún björninn með þeim afleiðingum að hann nam staðar. Bettina skaut síðan öðru skoti (þriðja skotinu alls) og banaði birninum. Ekki er þess getið hvort hún hafi dregið fram annað vopn fyrir síð- ari skotin tvö og virðist hún því hafa drepið björninn með merkjabyssunni. Blaðið segir Bettinu aldrei hafa verið eins hrædda á ævi sinni og hefur eftir henni m.a. þau orð að hún beri óttablandna virðingu fyrir hinum stóru bjarndýrum þar sem hún dvelji í ríki þeirra og því hafi reynst erf- itt að drepa björninn. Siðastliðin 30 ár hefur verið í gildi áætlun um verndun og veiði hvítabjarna, þar sem fullrúar Danmerkur fyrir Grænland, Rússlands, Bandaríkjanna, Nor- egs og Kanada taka sameiginleg- ar ákvarðanir um meðferð hvíta- bjarnarins í víðu samhengi. Hér á landi hefur hvitabjörninn verið friðaður siðan 1994, þó með und- antekningum. Stærsta rándýr heims I bókinni Villt fslensk spendýr í ritstjórn Páls Hersteinssonar og Guttorms Sigbjarnasonar er grein um hvítabirni eftir Ævar Petersen og Þóri Haraldsson. Þar segir að hvítabjörninn sé stærsta rándýr heims og verði á fjórða metra á lengd og allt að 800 kg að þyngd. Þeir geta orðið allt að 30 ára gamlir en komast sjaldan yfir tvítugt. Heimkynni þeirra eru á norðurhjara verald- ar allan jarðarhringinn. Hvítabirnir lifa aðallega á sel- um og sækja helst út á landfastan ís, sérstaklega þar sem mikið er um vakir. Þeir hafa komið til íslands með hafis á liðnum öldum og eru ýms- ar heimildir til um komu þeirra. f grein Ævars og Þóris kemur fram að vitað sé a.m.k. um rúm- lega 500 hvítabirni sem hafa komið til landsins. „Aðeins fáir þeirra hvítabjarna sem hafa ver- ið felldir hafa varðveist," segir í greininni. „Hér á landi er vitað um sex uppstoppuð dýr á opin- berum stöðum. Sá elsti var felld- ur í Grímsey árið 1969 og er varðveittur í Safnahúsinu á Húsavík. Árið 1974 var hvíta- björn drepinn í Fljótavík á Vest- fjörðum og er nú uppsettur í Náttúrugripasafni Selfoss. Grunnskólinn í Ólafsfirði státar af þriðja dýrinu sem skotið var á Grímseyjarsundi árið 1975.“ Fjórði björninn er í Varmahlíð í Skagafirði, sem drepinn var í Fljótum árið 1988, sá fimmti, af erlendum uppruna, í Náttúr- ugripasafni Dalvíkur. Sjötta dýr- ið er húnn, sem er í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Greinin var birt í áðurnefndri bók, sem kom út árið 1993 og er því a.m.k. ótalinn uppstoppaður hvítabjörn í versluninni Nanoq í Kringlunni, sem sjálfsagt er að geta í þessari upptalningu. Heimilt að skjóta alla hvíta- birni á færi fram eftir öldinni Samkvæmt veiðitilskipun frá árinu 1847 var heimilt að skjóta alla hvítabirni á færi innan ís- lensks lögsagnarumdæmis. Með setningu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum spendýrum, sem sett voru árið 1994, var hins vegar kveðið á um friðun hvíta- bjarna. 116. grein laganna segir að þó megi fella hvítabjörn, sem gengið hefur á land og fólki eða búfénaði stafar hætta af honum. Þar segir einnig að gangi hvíta- björn á land þar sem fólki eða bú- fénaði erekki talin stafa bráð hætta af er umhverfisráðherra heimilt að fela veiðstjóraembætt- inu að fanga björninn og flytja hann á stað þar sem ekki stafar hætta af honum. Hagfræðingur LÍÚ vill skýringar á hærra olíuverði á fslandi en í nágrannalöndum Yfír tveg’gja milljarða hækkun fyrir útgerðina VERÐ á gasolíu til fiskiskipa hefur hækkað hérlendis á rúmu ári um 66% og þýðir það yfir tveggja millj- arða króna útgjaldaaukningu, að því er Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, tjáði Morgun- blaðinu. Hann segir lítrann vera fjórum til fimm krónum dýrari hér- lendis en í mörgum nágrannalönd- Andlát SIGRÍÐUR ÞÓRA GESTSDÓTTIR SIGRÍÐUR Þóra Gestsdóttir fyrrver- andi flugfreyja lést í gær á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á 74. al- dursári. Sigríður Þóra fædd- ist í Reykjavík hinn 30. júní árið 1926. Foreldr- ar hennar voru Gestur Pálsson, lögfræðingur og leikari, og Dóra Þór- arinsdóttir húsfreyja. Sigríður Þóra ólst upp í Reykjavík og stundaði nám í Verzlunarskóla íslands í tvö ár. Rúm- lega tvítug hélt hún til Bandaríkj- anna þar sem hún stundaði nám við New Jersey College for Women en einnig vann hún hjá sendiráðsritara fslendinga í Bandaríkjunum. Sigríður Þóra hóf að starfa sem flugfreyja hjá Loftleið- um árið 1947 og var þar ílugfreyja númer tvö. Árið 1949 byrjaði hún að vinna á skrifstofu Loftleiða en þremur árum síðar hóf hún hins vegar aftur störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum og sinnti því starfi til 1958. Þá .tók hún að starfa hjá söluskrifstofu Loft- leiða, seinna Flugleiða, og vann þar til ársins 1996 er hún fór á eftir- laun. Sigríður Þóra lætur eftir sig eigin- mann, Guðgeir Þórarinsson klæð- skera og uppkomna dóttur, Dóru Guðrúnu Kristinsdóttur. Dóra Guð- rún er fædd árið 1951 og á fjögur böm. um. „Viðmiðunarverð gasolíu sem við fylgjumst með náði ákveðnu lág- marki í desember 1998 og var þá 100 dollarar fyrir tonnið,“ segir Sveinn Hjörtur. „Það var hagstætt verð en síðan hefur það farið hækkandi og var komið í 200 dollara um síðustu áramót og hækkar enn.“ Sveinn segir olíuverð á erlendum markaði hafa afgerandi áhrif á verð- þróun innanlands. „En við erum jafnframt með dýrt olíudreifingar- kerfi. Við höfum aldrei fengið al- mennilega skýringu á því hvernig stendur á því að olía þarf að vera dýrari hér til stórnotenda en í sam- bærilegum löndum og það er baga- legt,“ segir Sveinn Hjörtur og telur að hana þuríi útgerðarmenn að fá. Sveinn segir spuminguna þá hvað gerist næst en slík hækkun segi vemlega til sín. „Miðað við að árs- notkunin sé um 260 milljónir lítra þýðir hækkunin yfir tvo milljarða en þetta em ekki alveg nýjar tölur um notkun og Þjóðhagsstofnun telur þessa hækkun vera um 2,5 milljarða áári.“ Sveinn rifjaði upp að fyrir fjómm áram, í október 1996, hafi verðið ver- ið í hámarki sem var 232 dollarar en síðan lækkaði það nokkuð hratt. Sveinn sagði útgerðir gera sér far um að kaupa olíu erlendis hvenær sem færi gæfist enda væri verðið þar töluvert lægra. „Verðið var um 5 krónum lægra í Bremerhaven eftir tölum sem ég hef nýlega fengið þar sem olían kostaði 14,50 kr. en hér er verðið 19,60,“ sagði Sveinn og sagði einnig skorta nokkuð á að gæði væm svipuð hérlendis. Hlutfall olíu- kostnaðar 6-12% Hlutfall olíukostnaðar er nokkuð mismunandi eftir stærð fiskiskipa og hvaða veiðarfæri em notuð en Sveinn segir það vera á bilinu 6 til 12%, hæst hjá togurum. Olíuverðið er einn af fjómm stærstu kostnaðar- póstunum í útgerðinni. Aflahlutur skipshafnar er að nokkru leyti tengdur olíuverði hverju sinni og segir Sveinn sjómenn taka ákveðna áhættu með útgerðunum, þeir njóti lækkunar en taki jafnframt ákveðna áhættu vegna olíuhækkana. Segir Sveinn skiptaprósentuna hafa lækk- að, hún sé nú í 71% en geti lægst orð- ið 70% ef frekari olíuverðshækkun verður, eftir það taki útgerðin alveg á sig hækkunina. „Tekjur útgerðar og tekjur sjó- manna minnka því í hlutfalli við hækkun olíuverðs sem gerir sóknina dýrari og leiðir til verri afkomu." Veitir 2 milljónir til þjónustu prests í London RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gærmorgun að veita tvær milljónir króna til þjónustu prests við sendiráð íslands í London á þessu ári og fól Tryggingastofnun ríkásins sömuleiðis að fjármagna 1,5 milljón króna sem þá vantar til þess að unnt verði að halda uppi óbreyttri þjónustu sendiráðsprestsins á árinu. í minnisblaði sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra lagði fram á ríkis- stjórnarfundinum kemur m.a. fram að embættismenn sendiráðs íslands í London kveði að það vanti um 3,5 milljónir króna á þessu ári til að unnt verði að halda uppi óbreyttri þjónustu sendiráðsprests en auk sjúklinga hefur hann þjónað þörfum fjölda námsmanna í London og ann- ars staðar í Englandi. Auð auki sinn- ir hann Islendingum sem lenda í vanda, sérstaklega vegna afbrota og fangelsisvistar. Þá gegni hann margháttaðri þjónustu við íslend- inga sem eigi leið um London eða dveljast þar um lengri eða skemmri tíma. Gerð verði tillaga um framtíðarþjónustu Auk þessa samþykkti ríkisstjórn- in að setja á stofn starfshóp aðstoð- armanns utanríkismálaráðherra og fjármálaráðherra undir forystu að- stoðarmanns heilbrigðisráðherra í þeim tilgangi að gera tillögu til rík- isstjórnarinnar um framtíðarfyrir- komulag prestsþjónustu við íslend- inga á erlendri gmnd. Sérstaklega verði skoðað hvort rétt kunni að vera að fella þess þjónustu undir ut- anríkisráðuneyti með tilliti til þess að þeir sem þessum störfum gegni þurfi að njóta diplómatískrar stöðu á erlendri grand. ------------------ Látnir og alvarlega slasaðir í umferðinni Hlutfallið álíka hátt og í Bretlandi SAMKVÆMT tölum sem liggja fyrir um fjölda banaslysa í umferðinni hérlendis frá 1994 til 1999 hafa 18 : manns að meðaltali látist í umferðinni j árlega, eða um 0,006% landsmanna. Um 200 manns slasast alvarlega á ári hveiju eða um 0,07% landsmanna. í Bretlandi er hlutfallið svipað og vilja stjómvöld þar draga úr umferð- arslysum um 40% næstu 10 árin. Ár- lega látast 3.500 manns í umferðinni þar og 40 þúsund slasast alvarlega. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hefur sagt að ríkisstjómin ætl- ; ist til þess að yfirvöld í borgum og j bæjum lækki hámarkshraða. Þá á að | þyngja refsingar vegna hraðaksturs og veita aukið fé til samgöngumála. Stefnt að 20% fækkun slysa hérlendis Samkvæmt áætlun sem samþykkt var á Aíþingi 1996 og gildir til 2001 er : markmiðið að fækka alvarlegum um- ferðarslysum hérlendis um a.m.k. 20% fyrir árslok. Stefnt er að því að j færri en 200 slasist alvarlega eða lát- ist árlega fyrir árslok árið 2000. Fram hefur komið fyrr á þessu ári að rannsóknamefnd umferðarslysa telji í nýlegri skýrslu, að auka eigi eft- irlit lögreglu með umferðarlagabrot- um. Það er einnig álit nefndarinnar að huga eigi að því hvort ekki sé rétt að herða viðurlög og refsingar við urm ferðarlagabrotum. Innan skamms á að halda ráðstefnu um álit nefndar- innar og aðrar niðurstöður úr skýrslu . hennar sem Sólveig Pétursdóttir, j dómsmálaráðherra, kynnti á ríkis- i stjómarfundi í lok desember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.