Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lifi samkeppnin. alltað Russell síðermabolir 4.200 1.995 495 Bomsur 12.900 9.995 5.990 Bamafleece 2.990 1.950 995 Russell fleecepeysur 6.990 2.495 1.398 Bamaúlpur 8.900 4.450 1.995 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeifunni 19 - S. 5681717- afslattur öpiðídag rT1 fmkL 10-18 Ulpur Fleecefatnaður Bómullarfatnaður Barna-og fullorðinsstærðir Verðdæmi Verð Útsöluverð Lokaverð Skíðabrettaúlpur 22.400 9.950 4.480 Allar vetrarvömr á útsölu Fréttir á Netinu vfú mblús -At-L.TAf= e/TTH\SA£> /VÝTT Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar Ungt fólk sýni- legt í helgihaldi Halldór Elías Guðmundsson skulýðsdagur þjóðkirkjunnar er á morgun og verður hann haldinn hátíðlegur í flestum kirkjum landsins. Hall- dór Elías Guðmundsson er framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavík- urprófastsdæmum, hann var spurður hvernig æsk- ulýðsdagurinn væri hald- inn hátíðlegur. „Nú, eins og undanfar- in þrjú ár er stefnt að því að í hverri kirkju lands- ins sé dagskrá þar sem ungt fólk er sýnilegt sem þátttakendur. Er það gert með því að barna- og unglingakórar kirkn- anna syngja, ungt fólk í söfnuðunum er með kristilega leikþætti og ljóðalestur og í nokkrum kirkjum verður ungt fólk með myndlistarsýningar sem tengjast trúarlífi. Allt helgihald dagsins í kirkjum landsins miðast við að það sé sem aðgengilegast fyrir ungt fólk, sungnir verða léttari sálm- ar og sums staðar gospel-tónlist einnig. Með óvenjulegri viðburð- um þetta árið eru umræður ungs fólks í Neskirkju um trúarleg stef í tónlistarmynd- böndum. Einnig má nefna popp- djassmessu í Arbæjarkirkju og kirkjuvöku í Hallgrímskirkju.“ - Hvað lengi hefur þessi dag- ur verið haldinn hátíðlegur með þessum hætti? „Fyrsti sunnudagur í mars er tileinkaður ungu fólki i kirkjum mjög víða í heiminum. En það var með stofnun embættis æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar sem farið var að halda hátíðleg- an æskulýðsdag í kirkjum Is- lands fyrsta sunnudaginn í mars.“ - Er æskulýðsdagurinn einnig haldinn hátíðlegur í sveitum landsins? „Hann á að vera haldinn há- tíðlegur í kirkjum í öllum bæj- um landsins og í sumum sveit- um. Hver söfnuður um sig er sjálfstæð eining og af þeim sök- um er áherslan á daginn mis- munandi í hverjum söfnuði fyrir sig, en í öllum messum þennan sunnudag verður æskulýðsdags- ins minnst með einhverjum hætti.“ - Er æskuiýðsstarf kirkjunn- ar sýnilegt í messum í kirkjum í annan tíma? „ Það er mjög misjafnt, mjög víða er æskulýðsstarfið það sjálfstæður þáttur í starfi safn- aðarins að það tengist ekki með beinum hætti inn í sunnudags- helgihaldið. En takmark Æsku- lýðssambandsins er að virkja unga fólkið inn í helgihald sunnudagsins og jafnframt að gera sunnudagshelgihaldið þannig úr garði að það sé að- gengilegt ungu fólki.“ - Hefur Æskuiýðs- sambandið samstarf við söfnuði um kirkju- legt starf fyrir ungt fóik? „Hlutverk Æsku- lýðssambandsins er þjónusta við söfnuðina sem felst í námskeiðahaldi fyrir starfs- fólk, ráðgjöf um framkvæmd æskulýðsstarfs og undirbúning- ur og skipulagning sameigin- legra verkefna safnaðanna á sviði æskulýðsmála. Því felst starfið í mjög nánum samskipt- um við grunneiningu kii-kjunnar - söfnuðina. Önnur verkefni ► Halldór Elías Guðmundsson fæddist í Reykjavík 3. mars 1973. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik 1992 og BA-prófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1997. Hann hef- ur starfað á ýmsum stöðum skamman tíma með námi en fékk djáknavígslu hjá Þjóðkirkjunni 1997 og hefur síðan gegnt starfi framkvæmdastjóra Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Reykja- víkavíkurprófastsdæmum. Hall- dór er kvæntur Jennýju Brynjarsdóttur stærðfræðingi og nema í verkfræði og eiga þau eina dóttur. sambandsins felast í samskipt- um við æskulýðshreyfingar utan kirkjunnar í verkefnum sem ekki er hægt að vinna á safnað- argrunni. Gott dæmi um þetta er að við önnuðumst helgihald á landsmóti skáta sumarið 1999.“ - Á Æskulýðssambandið sam- skipti við erlend sambönd af sama tagi? „Já, Æskulýðssamband kirkjunnar er hluti af Sam- kirkjuráði ungs fólks í Evrópu, sem er samráðshreyfing flestra kirkjudeilda í 22 löndum Evrópu. Æskulýðssambandið tekur virkan þátt í starfi sam- bandsins og hefur á síðustu fjór- um árum tvívegis haldið ráð- stefnur eða málþing hér á landi auk þess sem á fjórða tug ung- menna hefur farið á ráðstefnur og málþing á þeirra vegum í Evrópu héðan.“ -Hver eru helstu baráttumál Æskulýðssambands þjóðkirkj- unnar hér? „Markmið starfsins er að gera ungt fólk meðvitað um sjálft sig og ákvarðanir sem það tekur í lífinu. Það er trú okkar að það verði best gert með virku trúar- lífi og virkum samskiptum við annað fólk. Við reynum að hvetja unglingana til að hugsa á gagnrýninn hátt um umhverfi sitt og spyrja sig mikilvægra spurninga um líf sitt og um- hverfi sitt.“ -Hvers vegna þarf djáknavígslu til þess að annast fram- kvæmdastjórn Æsku- lýðssam bandsins? „Djáknavígslan er ekki skilyrði en hluh'erk djákna í þjóðkirkjunni er að vera þjón- andi starfsmaður, áherslan í menntun minni er á hinum fé- lagslega þætti sem hentar vel í þetta starf. Með vígslu kirkjunnar er þjónustuhlutverk mitt staðfest af söfnuðum í Reykjavík og yfirstjórn kirkjunnar." Markmiðið að geraungtfólk meðvitandi um sjálft sig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.