Morgunblaðið - 04.03.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.03.2000, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lífsgæði fatlaðra metin með staðlaðri aðferð Morgunblaðið/Ásdís Greint var frá rannsóknum á viðhorfum fatlaðra til lífsgæða. RANNSÓKN á lífsgæðum fatlaðra var kynnt í gær á fundi á vegum svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra á Reykjanesi. Almar Halldórs- son, sem hefur meistaragráðu í rannsóknarsálarfræði, kynnti rann- sóknina sem hann segir vera ákveðna aðferð til að meta viðhorf fatlaðra og þorskaheftra til lífs- gæða. Fundinn sátu fulltrúar frá hags- munaaðilum fatlaðra, Öryrkja- bandalaginu og fleiri, starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fat- laðra og frá félagsmálaráðuneytinu. Aðdragandi rannsóknarinnar var meðal annars sá að eftir ítarlega út- tekt á starfsemi svæðisskrifstofunn- ar á Reykjanesi kom í ljós að hlut- lausa og haldbæra aðferð vantaði til að meta ánægju þeirra sem leita til skrifstofunnar með þjónustuna. Almar sagði í viðtali við Morgun- blaðið að rannsóknin byggðist á bandarískri aðferð, sem þróuð hefur verið í háskólanum í Illinois, lífs- gæðakvarðanum, sem hannaður var í þeim tilgangi að meta lífsgæði fatl- aðs fólks með skerta greind. Er not- uð stöðluð viðtalsaðferð sem tekur mið af persónulegu mati viðkomandi á högum sínum. Spurt er um samfé- lagsþjónustu og nánasta umhverfi, persónulega hagi, svo sem um vini, tómstundir og síðan atvinnu og starfsumhverfi. Hann segir að ekki sé til aðferð hjá þjónustufyrirtækj- unum í einkageiranum sem nota megi til að meta lífsgæði fatlaðra þar sem gæðaeftirlit í þjónustu við þá sé háð ákveðnum forsendum og takmörkunum. Úrtakið var 75 einstaklingar, valdir voru af handahófi, sem bjuggu ýmist á stofnun, sambýlum eða þjónustuíbúð eða á eigin vegum. Almar kveðst telja aðferðina áreið- anlega til mats á aðstæðum og við- horfum fatlaðra á eigin lífsstíl og viðhorfum þeirra til þjónustu svæð- isskrifstofunnar. Segir hann þarna komna áreiðanlega aðferð sem nýst geti þjónustustofnunum til að fatl- aðir geti metið þessi gæði út frá eig- in sjónarhóli, íslenska útgáfa mats- kerfisins sé sambærileg þeirri upprunalegu. Reglugerð um sameiningu sjúkra- húsanna í Reykjavfk gefín út Nafnið verður Landspítali há- skólasjúkrahús ÁKVEÐIÐ hefur verið að sjúkrahúsin í Reykjavík verði sameinuð undir nafninu Land- spítali, háskólasjúkrahús, sam- kvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um sameiningu Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, en reglugerðin var gefin út í gær. Samþykkt var í stjórn spítal- ans að mæla með þessu nafni við heilbrigðisráðherra á fundi hennar á miðvikudaginn var, en þar var jafnframt ákveðið að nota merki Sjúkrahúss Reykja- víkur til að auðkenna spítalann. Starfsemin á mörgum stöðum í frétt frá spítalanum segir að starfsemin verði á mörgum stöðum og gert sé ráð fyrir að nöfn staða haldi sér, svo sem Landakot, Gunnarsholt, Vífils- staðir og Arnarholt. í því sam- bandi verði til dæmis talað um Landspítala Landakoti. Stærsta fyrirtæki landsins með fimm þús. starfsmenn Þá kemur fram að Landspít- ali, háskólasjúkrahús sé stærsta fyrirtæki landsins með um fimm þúsund starfsmenn. Hann þjóni öllum landsmönnum, en tvær stærstu starfseiningarnar séu Landspítali Hringbraut og Landspítali Fossvogi. Þannig verði hætt að nota nafnið Sjúkrahús Reykjavíkur. „Hlutverk Landspítala, há- skólasjúkrahúss er að veita sjúklingum góða þjónustu, heil- brigðisstéttum menntun og að stunda vísinda- og rannsókna- störf. Náin tengsl eru við Há- skóla íslands og fleiri mennta- stofnanir. Árlega njóta um 500 nemendur kennslu á spítalan- um,“ segir ennfremur. Aðalfundur Þormóðs ramma - Sæbergs haldinn í Ólafsfírði Morgunblaðið/Helgi Jónsson Róbert Guðfinnsson framkvæmdasljóri á aðalfundi Þormóðs ramma - Sæbergs sem haldinn var í Ólafsfirði. 474 milljóna króna hagnaður AÐALFUNDUR útgerðarfyrir- tækisins Þormóðs ramma Sæbergs hf. var haldinn í félags- heimilinu Tjamarborg í Ólafsfirði í gær, föstudag. Hagnaður fyrirtæk- Forsætis- ráðherra til Kanada DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra heldur áleiðis til Ottawa í Kanada þriðjudaginn 4. aprfl nk. í for sinni mun forsætisráðherra eiga fund með forsætisráðherra Kanada, Jean Chrétien, og vera við- staddur upphaf hátíðarhalda í tilefni landafunda £ Museum of Civilization 6. apríl nk. Auk þess mun ráðherra taka þátt í fundi íslensk-ameríska verslunarráðsins um viðskipti land- anna. isins á árinu 1999 nam 474 milljón- um króna, en var 200 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starf- semi nam 455 milljónum. Rekstrar- tekjur námu 4.626 miljónum saman- borið við 3.800 milljónir árið áður. Rekstrarárið einkenndist af góðu gengi flakafrystitogara félagsins annars vegar og hins vegar sam- drætti og erfiðleikum í rækju- vinnslu og rækjuútgerð. Fjárfestingar í aflaheimildum, varanlegum rekstrarfjármunum og öðrum félögum einkenndu einnig árið. Árnes hf. í Þórlákshöfn var sameinað Þormóði ramma Sæbergi hf. á árinu, en tap varð af reglulegri starfsemi í Þorlákshöfn. Á síðasta ári unnu um 276 manns að meðaltali hjá Þormóði ramma - Sæbergi hf. Reiknað er með að rekstri fyrirtækisins á yfirstand- andi ári verði hagað með svipuðu sniði og verið hefur. Stjórn félags- ins hefur gert það að tillögu sinni að greiddur verði 8% arður á árinu 2000. Formaður Eflingar leggur áherslu á breytingar í skattamálum Þörf á lægra skattþrepi fyrir láglaunafólk HALLDÓR Björnsson, formaður Eflingar, sagði á fundi Flóabanda- lagsins sl. fimmtudag að nauðsynlegt væri að taka upp annað skattþrep fyrir fólk sem er á lægstu laununum. Sú gagnrýni sem verkalýðshreyfing- in hefði sett fram á núverandi tekju- skattskerfi miðaði fyrst og fremst að ósanngjarnri skattlagningu á tekjur láglaunafólks og til framtíðar yrði henni tæpast mætt nema með öðru og lægra skattþrepi. Halldór sagði að á fundi formanna landssambanda ASÍ í siðasta mánuði hefði verið rætt um að ekki væri hægt að ljúka samningum nema að ríkisstjómin kæmi á móts við sjónar- mið verkalýðshreyfingarinnar með breytingum á tekjuskatti. Hann sagði brýnt að stjómvöld legðu fram tillögur í þessum efnum sem allra fyrst því annars væri hætt við að við- ræður um gerð nýs kjarasamnings drægjust á langinn. Halldór sagði á fundinum að Flóa- bandalagið hefði lagt áherslu á að vanda allan undirbúning samninga. Lagðir hefðu verið fram vandaðir út- reikningar á kostnaði við kröfugerð- ina. Niðurstaða þeirra eru að kostn- aður við kröfugerð Flóabandalagsins sé 7,51% og 6,74% fyrir vinnumar- kaðinn í heild. Þessir útreikningar byggjast á því aðrir launþegar semji um sömu hækkanir og Flóabanda- lagið. Halldór sagði að sú launastefna sem Flóabandalagið hefði lagt fram myndi hrynja ef aðrir hópar væm fyrirfram ákveðnir í að sækja meira. Sú hefði orðið raunin síðast. Á síð- ustu þremur áram hefðu laun félags- manna í Eflingu sem vinna á spítöl- unum hækkað um 18% á meðan sumar heilbrigðisstéttir hefðu fengið um 40% hækkun. Halldór sagði að það væri sitt mat að þrennt gæti orðið til þess að við- ræður við Samtök atvinnulífsins strönduðu. í fyrsta lagi gæti orðið viðræðuslit vegna ágreinings um launalið. í öðru lagi gæti ági-einingur um tryggingar komið £ veg fyrh' samkomulag og £ þriðja lagi gæti rík- isstjórnin spillt fyrir viðræðum ef hún hafnaði óskum um breytingar á skattalögum. Fáir greiða í séreignasjóði Fram kom i máli Halldórs á fund- inum að af 46 milljarða lífeyriseign £ lífeyrissjóðnum Framsýn væra ein- ungis 20 milljónir í séreignarsjóðum. Fólk hefði þv£ almennt ekki nýtt sér rétt sinn til að leggja 2% iðgjald í séreignasjóð. Hvetja þyrfti fólk til að nýta sér þennan kost með þvf að vinnuveitendur legðu fram 2% ið- gjald á móti. Likur væra á að sam- komulag tækist um það við vinnu- veitendur. Rannsakar eiturefni og úrfellingu í gjosku Heklu SÆNSKI jarðvisindamaðurinn Paul Frogner hefur átt láni að fagna i sinu starfi þvi þegar sá fyrir endann á störfum hans hér á landi, sem var rannsókn á eiturefnum og úrfellingu þeirra úr ösku úr Heklugosinu 1970, hófst nýtt Heklugos. Frogner er styrkþegi Norrænu eldfjallastöðvar- innar. Hann kom hingað til lands sl. sumar og hefur starfað að rannsókn- unum með Níelsi Óskarssyni hjá Norrænu eldfjallastöðinni og Sigurði R. Gíslasyni hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Það náðist tal af Frogner þar sem hann var á vettvangi í hlíð- um Heklu í gær. „Ég er að leita að eiturefnum í gjóskunni, eins og t.d. kobalti, kopar og sinki. Einnig skoðum við önnur efni eins og flúor, klór og ál sem í miklu magni getur haft eitrunar- áhrif. Við erum að skoða gjósku úr núverandi Heklugosi og berum hana saman við gjósku úr gosinu 1970. Heklugosið nú var alveg ófyrirséð og kom mér sannarlega skemmtilega á óvart. Það gefur rannsóknarverkefni mínu meira vægi,“ segir Frogner. Hann segir að mikið magn áls, sinks og kopars hafi mælst í gjósku úr Heklugosinu 1970 en niðurstöður mælinga í gjósku úr núverandi gosi liggi ekki fyrir. Sigurður R. Gíslason segir að rannsóknin beinist að því hvaða efni losni snarlega frá eldfjallaösku. Hann segir að rannsóknin sé áhuga- verð annars vegar í ljósi eituráhrif- anna sem geti stafað frá öskunni og hins vegar vegna þess að mörg þess- ara efna geti virkað eins og áburður fari styrkur þeirra ekki upp fyrir eitranaráhrif. Frogner hefur, í um- sjón Sigurðar og Níelsar Óskarsson- ar, rannsakað gjósku sem var safnað í Heklugosinu 1970 norður í landi sem aldrei hafði komist í snertingu við vatn. Athugað er hvaða efni losna auðveldlega frá gjóskunni um leið og hún kemst í samband við vatn. Frogner var að vinna að þessu í vet- ur og var að ljúka rannsóknunum þegar Hekla byrjaði að gjósa. Frogner og Níels söfnuðu sömuleiðis gjósku á íyrstu klukkutímum goss- ins fyrir norðan Búrfell og nú er ver- ið að frostþurrka gjóskuna og hún rannsökuð á sama hátt og gjóskan frá 1970. „Við eram að reyna að skilgreina nákvæmlega hve hratt efnin losna og í hve miklu rnagni," segir Sigurður. R. Gíslason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.