Morgunblaðið - 04.03.2000, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Fulltrúi foreldra í fræðsluráði segir Reykja-
víkurborg brjóta grunnskólalög
Vetrarfrí skerða
lögboðna kennslu
Reykjavík
FRÆÐSLURÁÐ Reykjavík-
ur frestaði á síðasta fundi sín-
um til næsta mánudags að
taka afstöðu til tillögu áheym-
arfulltrúa foreldra um að end-
urskoða skóladagatöl og fella
niður vetrarfrí þar sem það á
við svo að fjöldi kennsludaga í
ár nái lágmarki grunnskóla-
laganna. Vetrarfrí grunn-
skólabama í borginni hefst
einmitt á mánudag, daginn
sem fræðsluráð tekur málið
fyrir.
Óskar ísfeld Sigurðsson,
formaður SAMFOKS og
áheymarfulltrúi í fræðsluráði,
bar fram tillögu á fundi ráðsins
21. febrúar sl. þar sem lagt er
til að skólastjómm borgarinn-
ar verði sent bréf frá fræðslu-
ráði þar sem fram komi að
lágmarksfjöldi kennsludaga
samkvæmt grunnskólalögum
sé 170. Samkvæmt úrskurði
menntamálaráðuneytisins séu
starfsdagar kennara og foreld-
raviðtalsdagar ekki kennslu-
dagar. Fræðsluráð beini því til
skólastjóra að þeir endurskoði
skóladagatöl í þessu ljósi og
felli niður vetrarírí þar sem
það á við svo fjöldi kennslu-
daga verði ekki minni en 170.
Afgreiðslu málsins var frestað
til næsta fundar, sem eins og
fyrr segir verður haldinn á
mánudag, daginn sem flestir
skólamir hefja vetrarfrí.
Óskar ísfeld sagði í samtali
við Morgunblaðið að tilefni til-
lögunnar hafi verið að undan-
farin ár hafi böm í gmnnskól-
um borgarinnar ekki fengið
þann lágmarksfjölda kennslu-
daga sem gmnnskólalögin
kveða á um. Skólaárið er sam-
kvæmt lögum tíminn .frá 1.
september til 1. júní og á þeim
tíma eigi börnin minnst að fá
170 kennsludaga. Að meðaltali
séu 175 virkir dagar í skólaári
en þetta árið séu þeir 178.
Engu að síður fái flestir nem-
endur aðeins 168 kennsludaga
þetta árið, vegna fimm starfs-
daga kennara, tveggja daga
fyrir foreldrafundi og, frá og
með þessum vetri, þriggja
daga vetrarfrís.
Oskar segist telja að vetrar-
fríið sé til komið vegna kjara-
samninga kennara við borg-
ina.
„Lögin setja þennan ramma
utan um skólastarfið og
fræðsluyfirvöld og fræðsluráð
bera ábyrgð á að eftir þessu sé
farið,“ segir Óskar. „Skóla-
menn em sammála um að
stutt skólaár hér á landi komi
niður á námsárangri bamanna
okkar og það em til rannsókn-
ir sem sýna fylgni milli lengd-
ar skólaárs og námsárangurs.
í ár var möguleiki til að vera
með lengra skólaár en vana-
lega vegna þess hvemig alm-
anaksárið raðast upp en í stað-
inn fyrir að nýta sér það grípa
menn til þess að gefa aukafrí."
Óskar sagði að fyrir lægju
úrskurðir menntamálaráðu-
neytisins um að starfsdagar og
foreldraviðtalsdagar teljist
ekki til kennsludaga og eigi því
ekki að teljast með kennslu-
dögunum 170. „Þrátt fyrir það
fara menn svona að ráði sínu,“
sagði Óskar.
Vinnan taki mið
af lögunum
„Við blöndum okkur ekki
inn í hvemig samið er við
starfsfólk um greiðslu fyrir
vinnuna en vinnan hlýtur af
taka mið af þeim lögum sem
gilda. Mér skilst að kennarar
hafi bent á að þessi staða gæti
komið upp en það sem að okk-
ur snýr er að bömin okkar fái
þá lágmarkskennslu sem lögin
tryggja þeim,“ sagði Óskar.
Oskar sagði að langt væri
síðan fræðsluráði var gerð
grein f yrir að þessi staða
kynni að koma upp því
foreldraráð hefðu bent á þetta
í umsögnum sínum um skóla-
dagatöl.
Bærinn og hestamenn
í framkvæmdum
Morgunblaðið/Ásdís
Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri og Sveinn Skúla-
on og Ársæll Hafsteinsson, frá hestamannafélaginu
Andvara, undirrituðu samninga um samvinnu vegna
svæðisins við Kjdavelli í gær.
Gardabær
GARÐABÆR mun næstu
fimm ár leggja fram 9,6
m.kr. að núvirði til upp-
byggingar á félagssvæði
hestamannafélagsins And-
vara á Kjóavöllum og um
2 m.kr. vegna endurbóta
reiðvega á svæðinu næstu
tvö árin.
Bærinn og Andvari
undirrituðu í gær samn-
inga um þetta efni.
„Það er skilningur aðila
samnings þessa, að í
framangreindar fram-
kvæmdir sé ráðist til efl-
ingar hestaíþróttinni í
Garðabæ og að sem flest-
um bæjarbúum gefist þar
með kostur á þátttöku í
þeirri fþróttagrein án
óhóflegrar gjaldtöku. Sér-
staklega eru aðilar
áhugasamir um að efla
áhuga æsku bæjarins á
hestaíþróttinni og að
Hestamannafélagið And-
vari standi fyrir reiðnám-
skeiðum unglinga f sam-
vinnu við bæjarfélagið,"
segir í 5. grein samnings-
ins um uppbyggingu
mannvirkja og rekstur
svæðisins á KjóavöIIum.
I samningnum er fjallað
um uppbyggingu keppnis-
valla, áhorfendasvæðis og
gerða samkvæmt skipu-
lagsteikningu. Bærinn
leggur fé til framkvæmda
við nýjan keppnisvöll,
áhorfendasvæði, reið-
gerði, hringgerði og gerði
og aðstöðu við félags-
heimili.
Kostnaður við fram-
kvæmdirnar er áætlaður
14 milljónir króna og
greiðir Garðabær að há-
marki 9,8 m.kr. en And-
vari 4,2 m.kr.
Næstu þrjú ár greiðir
bærinn 1,8 m.kr. árlega
og árin 2003 og 2004 2,2
m.kr. árlega vegna samn-
ingsins og eru greiðslur
bundnar vísitölu neyslu-
verðs miðað við janúar sl.
Hestamannafélagið ber
fulla ábyrgð á fram-
kvæindum og áskilur bær-
inn sér rétt til að fresta
greiðslum þyki kostnaðar-
áætlunum og verklýsing-
um áfátt. Jafnframt fylg-
ist bærinn með
kostnaðarþáttum og
verða greiðslur úr bæjar-
sjóði ekki meiri en 70% af
sannanlegum fram-
kvæmdakostnaði hverju
sinni.
Jafnframt sömdu aðil-
arnir um að félagið tæki
að sér sorphirðu á svæð-
inu en bærinn annist við-
hald, lýsingu og snjó-
mokstur gatna og
reiðstíga á félagssvæðinu
á Kjóavöllum.
Vímuefnanotkun 10. bekkinga í Kópavogi könnuð
Minni hassneysla en drykkja
á börum áhyggjuefni
Seltjarnar-
nes
Göng undir
Öskjuhlíð
og Kópavog
Vatnsmýrin
GÖNG undir Öskjuhlíðina og
Kópavoginn eru lausnir, sem
Orri Gunnarsson, nemi í um-
hverfis- og byggingaverk-
fræði við Háskóla Islands,
bendir á í verkefni, sem hann
vann um skipulag byggðar í
Vatnsmýrinni.
Verkefnið, sem fjallað var
um í Morgunblaðinu í gær,
gerir ráð fyrir rúmlega 20
þúsund manna byggð í Vatns-
mýrinni. Til þess að anna
aukinni umferð frá svæðinu
gerir Orri ráð fyrir að fjölga
stofnbrautum úr einni í þrjár.
Braut yfir Skerjafjörð?
Auk Miklubrautarinnar,
gerir hann ráð fyrir stofn-
braut úr Vatnsmýrinni og að
Breiðholtsbraut, en hún
myndi liggja í göngum undir
Öskjuhlíð og Kópavog og
kæmi í staðinn fyrir braut í
gegnum Fossvogsdal. Þá ger-
ir hann einnig ráð fyrir þeim
möguleika að gera braut frá
Vatnsmýrinni, sem lægi yfir
Skerjafjörð og út á Álftanes,
en tengdist síðan Hafnar-
fjarðarvegi.
Stofnbrautirnar
mynda möskva
Samkvæmt verkefni Orra,
verður gatnakerfi Vatnsmýr-
arinnar í samræmi við gatna-
kerfi miðborgarinnar. Það
liggur að miðbænum og tekur
við umferðarflæði þaðan og
veitir auk þess mótflæði og
gegnumstreymi til annarra
hverfa.
Stofnbrautimar mynda
möskva, sem skapa stofn-
brautanet.
Tengibrautir og safngötur
miðla umferð í hverfið innan
möskvanna, en þar taka
húsagötu við. Húsagöturnar
eru sveigðar eða hlykkjaðar
og tengjast á fleiri stöðum til
þess að hægja á umferð svo
það borgi sig frekar að aka
eftir stofnbrautum en að
stytta sér leið í gegnum
hverfið.
Kópavogur
DAGLEGAR reykingar
nemenda í 10. bekk í grunn-
skólum Kópavogs hafa stað-
ið í stað síðastliðin þrjú ár
og hassreykingar meðal
þeirra hafa minnkað. Áber-
andi er hve hátt hlutfall
unglinganna drekkur áfengi
í heimahúsum og einnig hve
hátt hlutfall þeirra sem hafa
neytt fíkniefna fá efnin hjá
eldri vinum eða jafnöldrum.
Þá er áberandi hve hátt
hlutfall 10. bekkinga drekk-
ur áfengi á börum í Kópa-
vogi.
Þetta kemur m.a. fram í
niðurstöðum rannsókna á
vímuefnaneyslu nemenda í
10. bekk árin 1997 til 1999,
sem Rannsóknir og greining
ehf. gerði fyrir íþrótta- og
tómstundaráð Kópavogs.
Langflestir þeirra 228 10.
bekkinga í Kópavogi sem
spurðir voru í fyrra, eða
83%, höfðu einhvern tímann
notað áfengi það ár og 39%
þeirra höfðu orðið drukknir
síðastliðna 30 daga fyrir síð-
ustu könnunina, sem gerð
var í mars 1999.
Á landsvísu var áberandi
hversu mikið hassneysla
dróst saman meðal 10. bekk-
inga milli áranna 1998 og
1999 eftir verulega aukningu
undanfarinn áratug. Hlutfall
nemenda í 10. bekk um land
allt, sem hafði prófað hass
jókst úr 4% árið 1989 í 17%
árið 1998. Ári síðar lækkaði
hlutfallið niður í 15%. Svipuð
þróun átti sér stað í Kópa-
vogi. Árið 1998 sögðust tæp-
lega 19% nemenda hafa
prófað hass en 16% í fyrra. í
Reykjavík var hlutfallið 20%
á sama tíma.
8% stráka í 10. bekk
reyktu hass þrisvar
eða oftar
í ljós kom að 8% stráka í
10. bekk í grunnskólum
Kópavogs höfðu reykt hass
þrisvar sinnum eða oftar ár-
ið 1999 og 7% stelpna. Sam-
bærilegar tölur eru í hærri í
Reykjavík, einkum meðal
stráka. Þar höfðu 15% reykt
hass þrisvar eða oftar í fyrra
og 9% stelpna.
Minna en hálft prósent 10.
bekkinga í Kópavogi sagðist
hafa prófað e-töfluna í fyrra
og tæplega 2% amfetamín.
Til samanburðar sögðust 5%
10. bekkinga í Reykjavík
hafa prófað amfetamín og
1,5% e-töfluna.
Spurningalistar voru lagð-
ir fyrir nemendur í öllum 10.
bekkjum í grunnskólum á
landsins og þar af 228 10.
bekkinga í Kópavogi eins og
fyrr gat. Alls svöruðu 3.554
nemendur spurningunum og
var svarhlutfallið 89,6% af
öllum nemendum sem skráð-
ir voru í 10. bekk vorið 1999.
Fengu fíkniefnin
frá eldri vinum
og jafnöldrum
10. bekkingarnir voru m.a.
spurðir hvernig þeir urðu sé
úti um þau ólöglegu vímu:
efni sem þau prófuðu fyrst. í
þeim tilvikum sem spurning-
in átti við og þess skal getið
að hún átti ekki við um
82,3% svarenda, sögðust
4,1% hafa fengið efnin frá
eldri vini/vinkonu og 4,5%
frá jafnaldra. Aðrir svar-
möguleikar voru: deilt í hópi
(1,8%), gefið af eldra systk-
ini (0,9%), keypt af vini
(0,9%), keypt/gefið af kunn-
ingja (0,9%), gefið af for-
eldrum (0,0%), fann það
heima (0,9%) og gefið/keypt
af ókunnugum (0,5%).
Þá niðurstöðu að flestir
þeirra sem á annað borð
prófuðu vímuefni skyldu
segjast hafa fengið þau hjá
eldri vini/vinkonu og jafn-
aldra er fróðlegt að skoða í
samhengi við það sem Fjóla
Þorvaldsdóttir, sem situr í
stjórn Samkóps, Samtökum
foreldrafélaga og foreldra-
ráða í Kópavogi hefur að
segja. Hún hefur heimildir
fyrir því að nemendur í efstu
bekkjum grunnskóla, sem
sækjast eftir fíkniefnum,
kaupi þau á framhaldsskóla-
böllum.
Sækja mjög stíft í
framhaldsskólaböllin
„Krakkarnir í efstu bekkj-
um grunnskólanna í Kópa-
vogi sækja mjög stíft í fram-
haldsskólaböllin, sérstaklega
í böll Menntaskólans í Kópa-
vogi vegna þess að vinir
þeirra eru komnir í skól-
ann,“ segir Fjóla. „Á sama
hátt höfum við í foreldrarölt-
inu séð að nemendur í fyrsta
bekk MK sækja mjög mikið
í grunnskólana. Við höfum
einmitt verið í vandræðum
með það hvað nemendur í
fyrsta bekk MK hanga mikið
yfir grunnskólanemendun-
um. Við höfum reynt að
vinna á þessu vandamáli
með góðum árangri í vetur
með því að loka diskótekum
grunnskólanna klukkan 22 á
kvöldin og eftir það fær eng-
inn að fara út. Þannig er
komið í veg fyrir að nemend-
ur rápi út og inn og þeir sem
vilja vera á diskótekunum til
klukkan 23.30 eru því innan-
dyra. Við höfum því lokað á
það að krakkar séu hang-
andi reykjandi og drekkandi
fyrir utan skólana.“
Spurð um viðbrögð sín við
niðurstöðum rannsóknarinn-
ar segir Fjóla að svör 10.
bekkinganna við því hvar
þeir drekki áfengi, veki sér-
staka athygli sína. 48,7%
þeirra sem á annað borð
drekka, sögðust drekka í
heimahúsum annarra.
„Ég er ekki sátt við það
að tæplega 50% unglinganna
drekki í öðrum húsum. Mér
finnst hræðilegt að vita til
þess og langar því mikið að
sjá hvort foreldraröltið, eftir
að það hófst af fullum krafti
í Kópavogi, hafi fært drykkj-
una af götunum inn á heimili
okkar. Það hefur greinilega
náðst mikill árangur með
foreldraröltinu, því það er
frekar lágt hlutfall ungling-
anna sem dekkur á götum
úti (18,4%). Þetta segir mér
að foreldraröltið eitt og sér
dugar ekki. Við verðum að
gera stórátak á okkur sjálf-
um heima hjá okkur, enda á
forvarnarstarfið að byrja
þar. Ég er heldur ekki sátt
við það að 8,8% aðspurðra,
sem drekka segjast drekka á
börum í Kópavogi. Það er
5% meira en annars staðar á
landinu.“