Morgunblaðið - 04.03.2000, Page 22

Morgunblaðið - 04.03.2000, Page 22
22 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ GRANDI hf. wSjkáí^ Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur (JflflpfDI 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 3.665 3.604 +1,7% Rekstrargjöld 2.805 2.593 +8,2% Afskriftir 506 408 +24,0% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 262 -203 Tekju- og eiqnarskattar -90 Hagnaður án áhrifa hlutdeildarfél. 526 400 +31,5% Áhrif hlutdeildarfélaga 182 3 +5967% Hagnaður ársins 708 403 +75,7% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 9.944 8.208 +21,2% Eigið fé 4.069 3.372 +20,7% Skuldir 5.875 4.836 +21,5% Skuidir og eigið fé samtals 9.944 8.208 +21,2% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 20% 13,3% Eiginfjárhlutfall 41% 41% Veltufjárhlutfall Milljónir króna 0,77 1,22 Veltufé frá rekstri 615 793 -22,4% Hagnaður Granda 708 milljónir Afkoma Oliuverslunar Islands á árinu 1999 Hagnaður af reglulegri starfsemi jókst um 63% pRfj Olíuverzlun íslands m. 1111 H Úr reikningum ársins 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Skattar 8.597 8.005 151 52 158 7.241 6.768 144 -37 86 +19% +18% +5% +84% Hagnaður af reglulegri starfsemi Söluhagnaður Áhrif hlutdeildarfélaga 335 O 3 206 74 2 +83% +50% Hagnaður ársins 338 282 +20% Efnahagsreikningur 31. des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 7.268 5.857 +24% Eigið fé 2.915 2.505 +16% Skuldir og hlutdeild minnihl. 4.353 3.352 +30% Skuldir og eigið fé samtals 7.268 5.857 +24% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 13,5% 12,6% Eiginfjárhlutfall 40% 43% Veltufjárhlutfall 1,4 1,2 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 429 337 +27% HAGNAÐUR Granda hf. á árinu 1999 nam 708 milljónum króna, sem er 76% aukning frá árinu áður en þá nam hagnaðurinn 403 millj- ónum króna. Er þetta mesti hagn- aður Granda frá upphafi. Hagnað- ur samstæðunnar án áhrifa frá hlutdeildarfélögum var 526 milljón- ir króna en var 400 milljónir króna árið 1998. Rekstrartekjur sam- stæðunnar námu 3.665 milljónum króna borið saman við 3.604 millj- ónir króna árið áður og er það aukning um 1,7%. Veltufé frá rekstri dróst saman um 22,4%, fór úr 793 milljónum króna í 615 millj- ónir króna. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda, segir af- komuna bærilega og að hagnaður- inn samanstandi af nokkrum mismunandi þáttum. „Reksturinn var meira og minna í samræmi við áform ársins, þó svo að aflinn hafi verið nokkuð minni í árslok en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar skiluðu fjárfestingar félagsins í hlutabréfum annarra fé- laga á undanförnum árum heldur meiri tekjum en gert var ráð fyrir eða rúmum 180 milljónum og er það mjög ánægjulegt. Mestu mun- aði þar um afkomu Pormóðs ramma - Sæbergs hf., Bakkavarar hf. og Deris í Chile. Loks skilaði sala hlutabréfa í Ár- nesi hf. tæpum 200 milljóna króna hagnaði og er sá hagnaður reiknað- ur til fjáreignatekna," segir Brynj- ólfur. Hann segir afla ársins hafa verið svipaðan og árið áður en gengi ís- lensku krónunnar hafi haft þau áhrif að verð afurða lækkaði til Evrópu. Þetta hafi þýtt minni tekjur til félagsins en á móti komi minni fjármagnskostnaður þar sem lán félagsins séu í sömu mynt og afurðirnar eru seldar í. Þessi tekju- samdráttur skýrir, að sögn Brynj- ólfs, samdrátt á veltufé frá rekstri. Hvað varðar horfurnar á yfir- standandi ári segir Brynjólfur þær vera sæmilegar. „Miðað við það að stofnarnir haldi sér eins og allt bendir til, þá eigum við ekki von á því að afla- samsetning breytist mikið á þessu ári. Nú, veiði á uppsjávarfiski hef- ur byrjað ágætlega á nótaskipum okkar og í ár er í fyrsta skipti rekin á okkar vegum fiskimjölsverk- smiðja í Þorlákshöfn, sem er viðbót við starfsemina. Þá gerum við okk- ur vonir um að hlutdeildarfélögin standi sig jafnvel á þessu ári og skili til félagsins ámóta upphæð og árið 1999. Við teljum því að árið 2000 verði okkur farsælt," segir Brynjólfur Bjarnason. Esther Finnbogadóttir hjá greiningardeild Kaupþings segir afkomu Granda að mörgu leyti ágæta og að heildarniðurstaðan sé vissulega betri en spár markaðar- ins gerðu ráð fyrir. „Það sem kemur á óvart er að hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði dregst saman. Fram- legðin er einnig að minnka, úr 24,3% í 23%. Þá koma fjármagnsl- iðirriir ekkert sérlega vel út ef frá er talinn söluhagnaður hlutabréfa. Afkoman af reglulegri starfsemi er því heldur lakari en menn bjuggust við og það sést greinilega á þvi að veltufé frá rekstri dróst töluvert saman á milli ára. Jákvæðu hlið- arnar eru hlutdeildarfélögin, þau eru að gera mun betur en almennt var búist við,“ segir Esther. Verð á hlutabréfum félagsins tel- ur hún nokkuð hátt en segist samt sem áður þeirrar skoðunar að þau séu góður fjárfestingarkostur þeg- ar til lengri tíma er litið. TAP af reglulegri starfsemi Haraldar Böðvarssonar hf. á árinu 1999 nam 214 milijónum króna, en hagnaður varð af reglulegri starfsemi árið á undan, upp á 212 milljónir. Hagnaður tímabilsins var 116 milljónir kr., borið saman við 270 milljónir kr. árið 1998. Rekstrartekjur félagsins nettó lækkuðu úr 4.035 milljónum í 3.388 milljónir milli ára. Þá jukust skuldir þess og námu í árslok 5.033 milljón- um, til móts við 3.586 milljónir árið 1998. Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvarsson- ar, segir afkomuna ekki vera viðun- andi fyrir félagið. Ein meginástæða hinnar slöku afkomu sé sú að loðnuafli á sumar- og haustvertíð hafi brugðist nær algjörlega, auk þess sem afurða- verð á mjöli og lýsi hafi verið í lág- marki. Þá hafi afkoma landfrystingar verið óviðunandi, en rekstur bolfisk- vinnslu á sjó aftur á móti verið í góðu horfi. Hann segir félagið hafa unnið að ýmsum vöruþróunarverkefnum sem myndað hafi kostnað en séu enn ekki farin að skila íramlegð. Þar beri hæst rekstur loðnuþurrkunarverksmiðju í Sandgerði. Mikil verðlækkun á mörk- uðum í Japan fyrir þurrkaða loðnu á árinu 1999 haíl einnig haft veruleg áhrif á afkomu þessarar vinnsluein- ingar. OLÍUVERSLUN íslands hf„ OHs, hagnaðist um 338 milljónir króna ár- ið 1999, en hagnaður ársins á undan nam 282 milljónum króna og var aukning hagnaðar 20%. Velta félags- ins nam 8.597 milljónum króna og jókst um 19%. Rekstrargjöld jukust hins vegar um 18% og námu 8.005 milljónum króna. Hagnaður félags- ins fyrir skatta jókst úr 292 milljón- um króna í 493 milljónir, eða um 69%. Hagnaður af reglulegri starf- semi jókst hins vegar um 63% milli áranna 1998 og 1999 og var 335 millj- ónir króna á síðasta ári. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, segir í samtali við Morgunblaðið að helstu ástæður betri afkomu félags- ins séu veruleg aukning á sölu á ýms- um þjónustuvörum, bæði á bensín- stöðvum og á fyrirtækjamarkaði. „Auk þess varð nokkur magnaukn- ing á sölu eldsneytis á seinasta ári, en hún nam tæpum 3% sem er tölu- vert mikið á eldsneytismarkaði. Aukningin varð helst í ÓB-sjálfsaf- greiðslustöðvum sem notið hafa vax- andi vinsælda, og í gasolíu til fiski- skipa,“ segir Einar. I tilkynningu frá Olís kemur einnig fram að hækkun eldsneytisverðs á heimsmarkaði hafi haft áhrif á rekstrartekjur til hækk- unar. I ársreikningi kemur fram að við- snúningur varð í fjármunatekjum/ fjármagnsgjöldum, og námu tekjur í fyrra 52 milljónum króna í stað 37 milljóna króna gjalda árið 1998. Að- spurður um þetta atriði segir Einar að það hafi verið áframhaldandi góð- ur árangur í fjárstýringu félagsins, en aukin áhersla hefur verið á þann þátt á undanfömum tveimur árum. „Þess utan var verulegur gengis- hagnaður.“ Hvað varðar aðra viðburði sein- asta árs nefnir Einar einnig sérstak- lega að markaðsverðmæti Olís hafi hækkað um 80% á árinu, eða úr 3.350 Haraldur segir að aðrar tekjur í rekstrarreikningi, sem nemi 346 milljónum króna, skýrist af söluhagn- aði félagsins. Þar hafi sala hlutabréfa mikið vægi, einkum sala félagsins á bréfum í SH. Að sögn Haraldar voru helstu ástæður skuldaaukningar fé- lagsins endurnýjun á skipaflotanum. Haraldur gerir ráð íyrir að rekstur- inn á þessi ári verði betri en rekstur- inn í fyrra. „Veiðar og vinnsla á loðnu hafa gengið vel það sem af er vertíð- inni, en afurðaverð eru þó enn lágt. Við höfum þegar náð betri árangri í rekstri bolfiskvinnslunnar í landi með nýrri vinnslulínu í fiystihúsi fyrirtæk- isins og nýjum áherslum í afurðavali. Við gerum einnig ráð fyrir því að rekstur bolfiskvinnslu á sjó verði áfram viðunandi.“ Hlutabréf í félaginu lækkuðu um 1%, úr 5,10 í 5,05, í rúmlega 14 millj- óna króna viðskiptum á Verðbréfa- þingi Islands í gær. Magnús Karlsson, sérfræðingur hjá Viðskiptastofu Landsbanka ís- lands á Akureyri, segir ársuppgjör Haraldar Böðvarssonar hf. vera slakt. „Hagnaður fyrir afskriftir lækkar um 463 milljónir króna á milli ára og tap af reglulegri starfsemi er 214 milljón- ir. Niðurstaða rekstraireikningsins er hins vegar jákvæð um 116 m.kr. vegna annarra tekna. Veltufé frá rekstri er 53 milljónir, sem er einung- milljónum króna í 6.030 milljónir. Um það ár sem hafið er segir hann að hjá félaginu séu menn bjartsýnir. „Við teljum að sú enduruppbygging sem unnið hefur verið að hjá félaginu á seinustu 3-4 árum, sem nú er nán- ast lokið, muni gefa okkur tækifæri til frekari hagræðingar í rekstrin- um,“ segir Einar. Guðni Hafsteinsson, verðbréfa- miðlari hjá Fjárvangi hf„ segir að rekstrarafkoman hjá Olís hafi staðið undir þeim væntingum sem Fjárvan- gur gerði til félagsins. „Félagið eyk- ur hagnað af reglulegri starfsemi eftir skatt um 129 mkr. og veltufé frá is tíundi hluti þess sem var árið á und- an.“ Hann segir að Ijóst sé að minni loðnuveiði og lækkandi verð á mjöli og lýsi hafi mikil áhrif á afkomu fé- lagsins. Einnig það, að félagið sé ekki að nýta bolfiskkvóta sinn nógu vel en hagstæð skilyrði í veiðum og vinnslu bolfisks hefðu átt að vega að ein- hverju leyti upp slæma afkomu í upp- sjávardeildinni. „Félagið hefur nú brugðist við þessu með því að kaupa frystitoga- rann Helgu Maríu og endumýja vinnslulínu í landi og ég tel að þær að- gerðir eigi að leiða til betri afkomu í bolfiski." rekstri um rúmar 90 mkr. Þá er tæp- lega 90 mkr. viðsnúningur í fjár- magnsliðum sem rekja má til sterkr- ar krónu, vaxtakostnaðar og gengishagnaðar. Verðlagning á bréfum félagsins á síðustu misseram ber merki þess að töluverðar væntingar voru gerðar til uppgjörsins, sem það stendur undir. Að teknu tilliti kennitalna geta fjár- festar samt ekki vænst skammtíma- gróða af fjárfestingu í Olís, en til lengri tíma litið teljum við Olís, eins og hin Olíufélögin, vera ágæta fjár- festingarkosti án umtalsverðrar áhættu," segir Guðni Hafsteinsson. Miklar fjárfestingar á árinu leiða til þess að afskriftimar aukast um tæp 20% en þessar fjárfestingar eru ekki famar að skiia sér að fullu inn í rekst- urinn, að sögn Magnúsar. Hann telur að framlegð félagsins þurfi að aukast mikið til að standa undir fjárfesting- unum, en stór hluti þeirra séu upp- sjávarveiðiskip sem koma inn í rekst- urinn á erfiðum tíma. Þau skip muni þó nýtast félaginu vel við öflun veiðir- eynslu í kolmunna sem ætti að styrkja rekstur félagsins til lengri tíma. Aðalfundur Haraldar Böðvarsson- ar verður haldinn 6. apríl nk. Stjóm félagsins mun leggja þar til að greidd- ur verði 6% arður til hluthafa. Afkoma Haraldar Böðvarssonar hf ■ versnar frá fyrra ári Tap af reglu- legri starfsemi 214 milljónir Haraldur Böðvarsson Hf, ^SmT | Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármagnsliðir nettó 3.388 3.120 445 35 4.035 3.304 372 131 -16% -6% +20% -73% Hagnaður/tap af reglul. starfsemi Aðrar tekjur og gjöld Áhrif hlutdeildarfélaga -214 346 -16 212 79 -21 +338% -24% Hagnaður ársins 116 270 -57% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 8.123 6.398 +27% Eigið fé 2.870 2.777 +3% Skuldir 5.033 3.586 +40% Skuldir og eigið fé samtals 8.123 6.398 +27% Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir kr. 53 553 -90% Eiginfjárhlutfall 35,3% 43,4% Veltufjárhlutfall 1,38 2,24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.