Morgunblaðið - 04.03.2000, Page 24

Morgunblaðið - 04.03.2000, Page 24
24 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Haukur Þór Hauksson á aðalfundi Samtaka verslunarinnar/FIS Telur breytinga þörf hjá Samkeppnisstofnun HAUKUR Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar/Félags ís- lenskra stórkaupmanna, FÍS, gerði það m.a. að tillögu sinni að Alþingi Islendinga setti á fót sérstaka þing- nefnd um Evrópumál, í ræðu sinni á aðalfund samtakanna sem haldinn var í gær. Hann sagði einnig að það væru alvarleg tíðindi ef aðilar hér á landi héldu ekki vöku sinni um þróun mála í Brussel. Því hefðu Samtök verslunarinnar/ FÍS farið þess á leit að fá fyrr ráð- rúm til að til að gera athugasemdir við nýja löggjöf og reglur Evrópu- sambandsins, eða strax á því stigi þegar íslensk stjórnvöld koma að málum. „ísland er verslunarþjóð en ekki iðnríki. Afstaða okkar til Evrópusambandsins hefur ávallt tekið mið af þessari staðreynd," sagði Haukur. Haukur sagði ánnig að Samtök verslunarinnar/FÍS hefðu stutt heils hugar aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu á sínum tíma. „Nú eru það auk Islands Noregur og Liechtenstein sem standa ein eftir innan EES. Það er því ekki mikið eftir af þessum samningi sem á sín- um tíma var stærsti viðskiptasamn- ingurinn sem ESB hafði nokkurn tímann gert. Starfsfólk sendiráðs ís- lands í Brussel telur sig merkja | vaxandi tómlæti Evrópusambands- ins gagnvart EES ríkjunum. Það eru alvarleg tíðindi," sagði Haukur I máli sínu vék Haukur einnig að verðlagsmálum, en nýverið hefðu orðið miklar umræður í blöðum og víða um þróun verðlags á nauðsynja- vöru. „Umræðurnar einar og sér voru með miklum ólíkindum og væru ágætt rannsóknarefni út af fyrir ; sig,“ sagði Haukur. Hann sagði einn- ig að í umræðunni hefði komið fram að nauðsynlegt væri fyrir Hagstof- una að reikna neysluvísitölu heild- söluverðs. Haukur sagði að samtökin tækju undir þessi sjónarmið og blésu á þær fullyrðingar að slíkt væri illfram- kvæmanlegt, en í dag væru starfandi tvær dreifingarmiðstöðvar með neysluvöru sem seldu á stærstan hluta markaðarins. „Það er því hægðarleikur fyrh’ Hagstofuna að hefja nú þegar útreikning á þessari vísitölu,“ sagði Haukur. Þróun í miðbænum veldur áhyggjum Haukur Þór vék einnig að sam- keppnismálum og sagði það skoðun Samtaka verslunarinnar/FÍS að herða þyrfti reglur samkeppnislaga sérstaklega að því er varðaði sam- runa fyrirtækja og markaðsyfirráð. „Samkeppnisyfirvöld hafa ekki haft neina burði til að grípa inn í þar sem á þarf að halda. Nú er staðan sú hér á landi að þau fyrirtæki sem skilgreind eru sem markaðsráðandi, þ.e. stóru fyrirtækin, mega kaupa og yfirtaka keppinauta án þess að það kalli á að- gerðir samkeppnisyfirvalda. Hins vegar gilda ekki sömu reglur um minni fyrirtæki. Með öðrum orðum þá má Landssíminn kaupa Tal en Tal ekki Landssímann. Eða, annað dæmi, Eimskip má kaupa Samskip en Samskip ekki Eimskip. Hér hefur eitthvað alvarlega gengið úrskeiðis," sagði Haukur. Hann sagði það skoð- un samtakanna að gjörbreyta þyrfti stofnuninni m.a. í mannahaldi og stjómun, og þyrfti að laða að stofn- uninni sérmenntaðan starfskraft og sækja reynslu og starfsþjálfun til annarra Evrópulanda. Haukur sagði einnig að þróun mið- borgar Reykjavíkur ylli mönnum áhyggjum. „Samtökin hafa eftir megni stutt kaupmenn í miðbænum í baráttu gegn aðgerðum borgaryfir- 1 valda eins og lokun Hafnarstrætis í austur sem stórskaðaði verslun í þeirri götu og fyrirhugaðar stór- hækkanir stöðumælagjalda. Þegar verslun hopar í miðbænum taka við klámbúllur og hætta á eiturlyfja- starfsemi, vændi og öðrum ósóma eykst. Blómleg verslun í miðbæ er sómi hverrar höfuðborgar. Samtökin hvetja borgaryfirvöld til að taka höndum saman við kaupmenn og fjárfesta til að reisa miðbæ Reykja- i víkur aftur til vegs og virðingar," sagði Haukur einnig. Vilja halda sambandi við bíl- eigandann allan eignartímann Þorgeir Ibsen Þorgeirsson, að- stoðarforstjóri neytendaþjónustu um Netið hjá Ford-bílaverksmiðjun- um í Bandaríkjunum, var heiðurs- gestur fundarins, og sagði hann m.a. að fyrir nokkrum árum hefðu margir í Bandaríkjunum talið að ekki yrði mikið um hagnýtingu rafrænna við- skipta um Netið t.d. á sviði bíla og ol- íu, en reyndin hefði orðið önnur. Kannanir hefðu sýnt að árið 1999 hefðu 36% bílkaupenda þar í landi notað Netið á einhvern hátt í kaup- unum, og væri talið að talan yrði 50- 60% á þessu ári. „Flestir ætla að nota vefinn í framtíðinni. Það er stórkost- legt að sjá hversu mikil breyting hef- j ur orðið á þess á þremur til fjórum árum,“ sagði Þorgeir. Hann sagði að afleiðingin af upp- lýsingaleit á Netinu væri oft sú að viðskiptavinirnir vissu oft meira um bílana og þau tilboð sem í boði væru en starfsmenn bílaumboðanna, og að neytendur í bílaviðskiptum gerðu nú ráð fyrir því að geta haft beint sam- band við framleiðandann, en sagði jafnframt að umboðsaðilar myndu áfram gegna mikilvægu hlutverki. Þorgeir sagði það vera álit manna j að í Evrópu yrði helsti vaxtarbrodd- ur Netsins á næstu árum. Árið 1998 Gjaldeyrismarkaður á Netinu Á Gjaldeyrismarkaði F&M á Netinu er hægt að: ■ Eiga milliliöalaus viðskipti á tilboösmarkaði með erlenda gjaldmiðla. Fylgjast með rauntímaupplýsingum um gengi gjaldmiðla. Framkvæma greiningu á þróun gjaldmiðla og mæla áhættu, hvort sem er fyrir einstakar myntir, erlenda krossa eða myntkörfur. Fylgjast með fréttum frá VÞÍ, viðskiptavef mbl.is eða frá fréttaveitu F&M. Framkvæma millifærslur, skoða stöðu reikninga, fá yfirlit yfir viðskipti, o.s.frv. F&M Islandsbanki - F y r i r t æ k i & m a r k a ð i r www.isbank.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.