Morgunblaðið - 04.03.2000, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN
INGOLFSSON
+ Jón Ingólfsson
fæddist í
Reykjavík 23. sept-
ember 1934. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 24.
febrúar siðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Bergþóra Jóhanns-
dóttir, f. 23. nóv.
1906, d. 13. apríl
1983, og Ingólfur
_ Guðmundsson, f. 21.
rjúní 1899 í Laxholti,
d. 8. janúar 1985.
Bergþóra giftist síð-
ar Jóni Ingimundar-
syni Stefánssyni, f. 12. maí 1904,
d. 6. júní 1969.
Systkini Jóns sammæðra eru:
Sigríður Jónsdóttir, f. 23. október
1938, d. 11. júlí 1947, Siguijón
Jónsson, f. 3. ágúst 1940, d. 15.
janúar 1973, Jóni'na Jónsdóttir, f.
2. febrúar 1943, og Bergþóra
Jónsdóttir, f. 28. september 1945.
Hinn 31. desember 1953 kvænt-
ist Jón eftirlifandi
eiginkonu sinni Hall-
dóru Sigríði Hall-
bergsdóttur, f. 11.
desember 1932. For-
eldrar hennar voru
Þuríður Sigurðar-
dóttir, f. 22.5. 1909,
d. 6.4. 1998, og Hall-
berg Halldórsson, f.
4.5. 1910, d. 24.9.
1982. Börn Jóns og
Halldóru eru: Þuríð-
ur, f. 12.9. 1952, maki
Jóel Þór Andersen, f.
6.9. 1950, Bergþóra,
f. 24.8. 1953, maki
Óskar Óskarsson, f. 18.9. 1950,
Stella, f. 31.7. 1955, d. 24.1. 1998,
maki Benóný F. Færseth, f. 17.2.
1955, d. 31.3. 1999, Hallbjörg, f.
24.8. 1956, maki Róbert Gislason,
f. 8.11. 1955, og Berglind, f. 4.1.
1964, maki Steinar P. Jónsson, f.
20.11. 1957.
Jón ólst upp á Kárastöðum í
Borgarfirði hjá frænda sínum Al-
Það segir í laginu „Söknuður":
„Eitt sinn verða allir menn að deyja“,
Jí" En þegar ástvinur deyr erum við
ailtaf jafn óviðbúin, sorgin og sökn-
uðurinn yfmþyrmandi. I dag kveð ég
tengdafoður minn, Jón Ingólfsson,
sem alltaf gat gert gott úr öllu og hik-
aði ekki við að gera að gamni sínu við
hvern sem var.
Mín fyrstu kynni af þér voru þau,
að best væri að koma ekki nálægt
Reykholtinu, því þú ætlaðir að vera
með haglabyssu og skjóta á þennan
peyja sem væri að sldla dótturinni
heim svona seint á kvölin. Þessvegna
g^ilaði ég henni heim, fyrstu mánuð-
ina, alltaf við raftækjaverslun Har-
aldar, en ég komst líka fljótt að því að
þetta væri allt í gamni gert og þannig
hefur þú alltaf verið og þannig mun
ég alltaf minnast þín, fyrir léttleika
og gamansemi sem hefur alltaf verið
þitt aðalsmerki.
Eg veit að þú lætur ekki þitt eftir
liggja, að gera þeim sem taka á móti
þér, vistina skemmtilega, enda birti
til í veðri um leið og þú kvaddir þenn-
an heim og þá vissi ég að þú hefðir
látið eitthvað flakka.
Margar skemmtilegar og góðar
minningar koma upp í hugann, en ég
vil fyrst og fremst með þessum orð-
um kveðja þig og þakka fyrir sam-
fylgdina og fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir okkar fjölskyldu.
Allar yndislegu minningamar
geymum við í hjarta okkar.
Guð geymi þig og þína.
Elsku Dóra tengdamamma, Guð
blessi þig og styrki.
Kær kveðja
Óskar.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR B. SIGURÐSSON,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði
# þriðjudaginn 29. febrúar sl., verður jarðsung-
inn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. mars
kl. 16.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja
minnast hans, eru beðnir að láta líknar-
stofnanir njóta þess.
Mildrid Sigurðsson,
Frank Guðmundsson,
Gunnar Guðmundsson, Jenný Guðmundsdóttir,
Reynir Guðmundsson, Bryndís Gunnarsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Randý Guðmundsdóttir, Jóhann Dagur Svansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
*
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar elskulegrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
RANNVEIGAR STEINUNNAR ÞÓRSDÓTTUR,
Litlu-Hámundarstöðum,
Árskógsströnd.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Guðmundsson,
Hólmfríður Ósk Jónsdóttir, Ólafur Snæbjörn Bjarnason,
Sólveig Olga Jónsdóttir, Bjarni Jónas Jónsson,
Kristín Erna Jónsdóttir, Óli Jón Hermannsson,
Ingi Steinn Jónsson,
Valdimar Þór Jónsson,
Guðmundur Geir Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
y og systkini.
w
berti og eiginkonu hans Guðrúnu
en flyst til Vestmannaeyja 1951,
þá 17 ára gamall.
Jón stundaði vélskólanám á ár-
unum 1953-54 og nám í Stýri-
mannaskólanum árið 1956. Hann
stundaði sjóinn bæði sem háseti,
stýrimaður og skipstjóri og rak
eigin útgerð með Metuna VE
1967-1972.
Jón og Dóra hófu búskap í
Mandal hjá Beggu, mömmu Jóns,
en bjuggu síðar á Brekastíg í
stuttan tíma uns þau festu kaup á
Reykholti við Urðarveg 17. Þau
höfðu nýflutt sig um set í nýlegra
og stærra húsnæði á Bakkastíg
þegar Heimaeyjargosið hófst
1973, bjuggu í Hafnarfirði á gos-
tímanum, en fluttust síðan aftur
til Eyja 1974, þar sem Jón festi
kaup á vörubíl og hóf akstur við
hreinsun á vikri. Áður en Jón fór
að vinna við vikurhreinsun vann
hann með bunustokksliðinu, eins
og það var kallað, við kælingu á
hrauninu.
Jón réð sig sem vörubflstjóra
til Isfélags Vestmannaeyja hf. ár-
ið 1984 og vann þar til æviloka.
Utför Jóns fer fram frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast og kveðja pabba minn. Ég
mun seint gleyma þeim tíma er ég sat
hjá þér í veikindum þínum og þeini
baráttu sem þú áttir í, þú sem ætlaðir
að ferðast svo mikið með mömmu og
njóta elliáranna með henni, af hverju
ert þú kallaður burt frá okkur og
færð ekki að njóta elliáranna eins og
þú hlakkaðir mikið til þess?
Elsku pabbi minn, ég vona að þú
hafír fundið frið og hafir hitt Stellu
systur og getir rætt við Binna um allt
sem ykkur var svo kært.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
söknuði og bið góðan Guð að varð-
veita þig. Elsku mamma, Guð veri
með þér.
Þín dóttir
Bergþóra (Begga).
Elsku afí minn. Það er svo sárt að
vita til þess að þú sért farinn frá okk-
ur. Enn eitt áfallið í fjölskyldunni.
Þetta er bara ekki sanngjarnt.
Þegar þú og amma komuð hingað
til Reykjavíkur í janúar til þess að
fara með þig í allsherjar rannsóknir
hvarflaði ekki að mér að þú ættir
svona stutt eftir. Þetta var erfið vika
að bíða eftir niðurstöðum, og þá sér-
staklega fyrir þig og ömmu.
Þegar ég kom til þín á spítalann
sagðir þú við mig að j)að væri ekkert
hægt að gera meir. Ég átti mjög erf-
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tældfæri
I m blómaverkstæði I
| Binna^ |
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
simi 551 9090.
itt með mig en þú varst fljótur að
snúa umræðunni upp í léttari nótur.
Það er eitt af því sem lýsir þér svo
vel, afí minn. Það var alltaf svo stutt í
brosið og grínið hjá þér. Það var svo
gaman að sögunum þínum sem þú
sagðir okkur alltaf þegar þið amma
komuð frá Kanarí eða öðru útlandi.
Þú sýndir okkur myndirnar og
kryddaðir aðeins sögurnar sem voru
bara betri fyrir vikið. Þú varst alltaf
svo ljúfur og góður við okkur barna-
börnin. Dæmi um það er þegar þú
náðir alltaf í pening úr skyrtuvasan-
um þínum og gafst okkur krökkunum
og sagðir okkur að kaupa eitthvað
gott fyrir þetta. Svo fengum við alltaf
harðfisk hjá þér með miklu smjöri.
Síldin fannst mér ekki eins góð að
smakka. En hún var í miklu upp-
áhaldi hjá þér. Það var lfka alveg frá-
bært þegar við fengum að fara bíltúr
með þér á stóra vörubílnum þínum.
Litla ættarmótið sem þær Dísa og
Gunna stóðu fyrir síðasta sumar er
ógleymanlegt. Þetta var svo gaman
fyrir okkur öll að hittast.
Elsku Jón afi. Það eru til svo
margar góðar minningar um þig sem
ég geymi og þetta er bara stutt brot
af því. Takk fyrir mig. Megi góður
Guð geyma þig.
Elsku amma, mamma, Þurý, Halla
og Berglind. Megi Guð styrkja ykkur
í þessum sorgum.
Jóna Dóra.
Mig langar til þess að minnast
hans Jóns afa eins og við barnabörn-
in vorum vön að kalla hann. Ein af
mínum fyrstu kynnum af afa voru
þegar ég u.þ.b. átta ára var í einni af
mínum ófáu heimsóknum úti á
Hamri. Afi náði að lokka mig inn í
herbergi til sín og spurði mig hvort
ég ætti kærustu. Ég svaraði feimnis-
lega og hálf skömmustulega nei.
Þetta myndi hann afi þinn aldrei láta
spyrjast út sagðir þú og dróst fimm
hundruð kall upp úr skyrtunni og
sagðir að ég yrði að kaupa eitthvað
handa kærustunni en ég fengi ekki
peninginn fyrr en ég væri búinn að
segja þér hvað það yrði. Eftir dálitla
stund sagði ég með svo lágum rómi
að ég held að þú hafir ekki heyrt það:
Ég ætla að kaupa eina rós. Já, sagðir
þú, alveg eins og hann afi þinn hefði
gert.
Seinna á unglingsárunum frétti ég
svo að þú hefðir stundað þessa iðju
við nánast öll barnabörnin. Þú varst
alltaf að gefa okkur eitthvað. Það
sem gerði þig sérstakan, afi minn,
var að þú gast alltaf séð spaugilegu
hliðina á öllu saman. Ég man þegar
við sátum inni í stofu úti á Hamri og
vorum að horfa á fréttir, við hlógum
að þessum vitleysis stjórnmálamönn-
um. Við vissum lausnina á öllum
vandamálunum. Þau eru ófá skiptin
að mér sé líkt við þig í vaxtarlagi og
hugsun og það er eitt það besta hrós
sem ég hef fengið.
Ég vil þakka þér, afi minn, fyrir
allt sem þú og amma hafið gert fyrir
m ^
Groðrarstöðin ^ WJ
mtcm*
Hús blómanna
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
BÁRU EYFJÖRÐ JÓNSDÓTTUR,
Ásgarði,
Grenivík.
Þórhildur Ingólfsdóttir,
Elísa Ingólfsdóttir,
Heimir Ingólfsson,
Jóhann Ingólfsson,
Jón Stefán Ingólfsson,
Áskell Bjarnason,
Ásgeir Kristinsson,
Sigríður Sverrisdóttir,
Guðný Sverrisdóttir,
Jórlaug Daðadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
mig og bíllinn reyndist mér írábær-
lega.
Elsku amma, dætur og nánustu,
megi guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Elsku afi, sjáumst síðar.
Þinn
Sigþór.
Okkur langar til að kveðja afa okk-
ar Jón Ingólfsson með nokkrum orð-
um.
Þetta líf getur verið svo óréttlátt,
afi, þú sem varst ekki nema 65 ára
gamall og þið amma ættuð einmitt
núna að fara að hafa það gott og taka
því rólega, bæði búin að vinna alla
ykkar tíð, ala upp fimm dætur og
eignast 17 bamabörn auk fimm
barnabarnabama. En þá greindist
þú með þennan illvíga sjúkdóm sem
sigraði þig, ekki nema rétt um mán-
uði eftir að hann greindist.
Það var alltaf mjög gaman að
koma á Dverghamarinn til ykkar
ömmu, þú varst með eindæmum orð-
heppinn í tilsvömm og ekki vantaði
brandarana, þú varst ekki lengi að
sjá spaugilegu hliðina á öllum málum.
Sögurnar þínar munu aldrei vera
sagðar skemmtilegri en þegar þú
sagðir þær, hvort sem þær voru
sannar eða vel kryddaðar. Ef eitt-
hvert okkar var að fara í ferðalag
varstu alltaf kominn með kortið upp
á borð og sýndir okkur leiðina, hvert
best væri að fara og einnig ef þú viss-
ir um skemmtilega staði sagðir þú
okkur frá þeim. Þá bar hugurinn
mann oft hálfa leið.
Það var alltaf gaman að tala við
þig, þú gast haldið uppi samræðum
við börn, unglinga og gamalmenni og
aldrei var hægt að láta sér leiðast í
návist þinni. Eins og gengur og ger-
ist kom nýtt fólk inní fjölskylduna og
tókst þú öllum alltaf jafnvel og lést
öllum geðjast að þér. Það var alltaf
svo gaman að skemmta sér með ykk-
ur ömmu, þið voruð bæði hrókar alls
fagnaðar.
Elsku afi, minningin um þig mun
lifa í hjörtum okkar allra um aldur og
ævi og munum við segja yngri kyns-
lóð frá því hvað þau hafi átt góðan og
skemmtilegan afa. Elsku amma, Guð
varðveiti þig á þessum erfiðu tímum.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þórdís, Halldór Jón og
Emil Marteinn.
Kæri vinur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er Ijós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Öllum ástvinum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð geymi og blessi minningu
þína, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigríður og Björgvin
Magnússon.
omra
4IÖTÍL ÍOÍC
MÍIflUMHT (flft
Upplýsingar í s: 5511247