Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útivist- arsvæði skipulagt í Esjuhlíðum SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur og landbúnaðarráðuneytið undirrita í dag samning um að félag- ið hafi framvegis umsjón og eftirlit með ríkisjörðunum Kollafirði og Mógilsá. Mun félagið hefja þar skóg- rækt og uppbyggingu á fjölbreyttu útivistarsvæði. Skipulagsvinnan er þegar hafin en svæðið allt er um þús- und hektarar. Forsvarsmenn Skógræktarfélags- ins kalla svæðið „Esjuhlíðar“, en svæðið hefur verið vinsælt útivistar- svæði. Talsverð skógrækt hefur ver- ið á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og hefur hópur sem kallar sig „Esjuvini" unnið að stígagerð og landbótum og heldur því áfram. Auk þess mun Skógrækt- arfélag Reykjavíkur hafa samstarf við Skógræktarfélag Kjalarnes- hrepps sem er einn af frumherjum skógræktar í Esjuhlíðum. ■ Uppbygging/38-39 ----------------- Opinn háskóli Um 400 hafa þegar skráð sig SÍMAKERFI Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands annaði vart eftirspurn í gær, þegar tæp- lega 400 manns skráðu sig í opinn háskóla á fyrsta degi skráningar. Að sögn Margrétar S. Björns- dóttur, framkvæmdastjóra sam- skipta- og þróunarsviðs Háskólans, er verið að skrá á 14 námskeið þessa dagana og var mestur áhugi á námskeiðunum „Heimspeki hversdagsleikans“ og „Sálfræði daglegs lífs“ en það eru fyrstu námskeiðin og hefjast þau dagana 1. og 2. maí nk. „Það er ekki fullt á námskeiðin ennþá,“ sagði Margrét. „Við viss- um að þessi viðfangsefni sem við völdum væru mjög vinsæl þannig að gert er ráð fyrir kennslustofum sem taka 100-120 manns. Það er því ennþá hægt að komast að en þó gæti verið að námskeiðin sem hefj- ast í næstu viku séu um það bil að fyllast." Ekki verður skráð á þau 17 nám- skeið sem ætluð eru börnum og unglingum fyrr en 22.-26. maí nk. ------♦-♦-♦------ Náðu þriðja sæti í dansi Blackpool. Morgunbladið. ÞORLEIFUR Einarsson og Ásta Bjarnadóttir urðu í gær í þriðja sæti í pasodoble í alþjóðlegu danskeppn- inni sem fram fer í Blaekpool. Þau kepptu í flokki ellefu ára og yngri, en sjötíu pör tóku þátt í keppninni í þeim aldursflokki. ÍÞRÓTTAMEIÐSL selja ekki ein- ungis strik í reikninginn hjá þeim sem hafa atvinnu sína af íþrótta- iðkun. Aðrar fræknar hetjur verða einnig fyrir skakkaföllum sem hafa áhrif á störf þeirra eins og kom bersýnilega í Ijós í gær þegar Alþingi tók til starfa á ný eftir páskahlé. Sökum íþróttameiðsla mun Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, nefnilega ekki á næstunni geta staðið í ræðustól þegar hann tekur til máls við um- ræður í þinginu og hefur hann því fengið nýtt sæti í þingsalnum. Sett- ur hefur verið hljóðncmi við sætið svo að hann geti talað úr sæti sínu þegar hann kveður sér hljóðs. Ekki eru mörg fordæmi fyrir því að slíkur viðbúnaður reynist nauð- synlegur á Alþingi, að sögn Helga Bernódussonar aðstoðarskrifstofu- stjóra Alþingis. Hljóðnematenging var sett upp við sæti Ástu B. Þor- steinsdóttur heitinnar haustið 1998 en ekki reyndi á notkun hennar þá og þarf að fara aftur til ársins 1978 til að finna dæmi þess að þingmenn tækju til máls úr þingsæti. Bar þá svo við að kjörtímabilin 1976-77 og 1977-78 hafði Jóhanni Hafstein og Magnúsi Kjartanssyni verið sér- úthlutað sætum vegna lasleika og töluðu þeir þaðan. Fram yfir miðja öld töluðu þingmenn reyndar ávallt standandi úr sæti sínu en sú regla var sett árið 1952 að þing- menn skyldu mæla úr ræðustól. ■ Ekki heilbrigðisvottorð/10 Afengis- magn mælt við Bláa lónið FYRIR dyrum stendur að bjóða þeim gestum Bláa lónsins sem á þurfa að halda upp á þann kost að blása í áfengismæli til að kanna áfengismagn í blóðinu. Yrði þetta gert með öryggi gestanna í huga, að sögn Ónnu G. Sverrisdóttur, rekstrarstjóra ferðaþjónustu Bláa lónsins. Fyrir kemur, að hennar sögn, að fólk undir áhrifum áfengis sem vill baða sig í lóninu sé ósátt við að vera vísað frá sökum áfengisdrykkju. Með tilkomu áfengismælanna gefst þessum sömu gestum hins vegar kostur á að blása í mæli sem sýnir fram á hvort viðkomandi er baðfær eða ekki. Anna leggur áherslu á að með þessu sé fyrst og fremst verið að hugsa um öryggi gest- anna. Ekki sé æskilegt að vera undir áhrifum í lóninu þar sem hitinn frá því getur aukið áhrifin og jafnvel valdið yfirliði. Hún segir að ætlunin sé að hefja til- raunir með mælana þegar nær dregur vori og í framhaldi af því verði kannað hvort ástæða þyki til að bjóða upp á blástur í áfengismæli að staðaldri. Aðspurð segir Anna að eini áfengi drykkurinn sem heimilt er að selja gestum sem eru úti í lóninu sé hinn svonefndi „Bláa lóns-kokkteill“ en að sögn Önnu er sá drykkur afar veikur. Fjölsótt um páska Að sögn Önnu koma um eitt til tvö þúsund manns í Bláa lón- ið um hveija helgi en um páska- helgina, eða frá fimmtudegi til og með mánudegi, fóru rúmlega ellefu þúsund manns í Bláa lón- ið. Séu þeir einnig taldir með sem komu einungis til að litast um í Bláa lóninu; fara á kaffihús eða fá sér að borða, heimsóttu um tólf þúsund manns Bláa lón- ið um páskahátíðina. Morgunblaðið/Sverrir Ávarpar þingið sitjandi vegna íþróttameiðsla Hjartavernd hefur eignast 200.000 hluti í deCODE Markaðsverðmæti hlutafjár- ins 560-620 milljónir kr. Langur samninga- fundur flugvirkja SAMNINGANEFNDIR flugyirkja hjá Flugleiðum og vinnuveitenda sátu á löngum fundi hjá ríkissátta- semjara í gær. Fundurinn hófst í gærmorgun og stóð fram yfir mið- nætti. Samningamenn farmanna og vinnuveitenda funduðu einnig hjá ríkissáttasemjara í gær og er ann- ar fundur boðaður í dag. Samninganefndir ýmissa fleiri verkalýðsfélaga og vinnuveitenda funda í húsnæði ríkissáttasemjara í dag. SAMTÖKIN Hjartavernd eignuðust 200.000 hluti í deCODE genetics, móðurfélagi Islenskrar erfðagrein- ingar, á seinasta ári. Að sögn Gunn- ars Sigurðssonar, formanns Hjarta- verndar, er hlutabréfaeignin til komin vegna samstarfssamnings Hjartaverndar og ÍE um rannsóknir sem gerður vai- fyi-ir tveimur árum. Samkvæmt ársreikningi Hjarta- vemdar fyrir árið 1999 er hluta- bréfaeign Hjartaverndar í deCODE færð í efnahagsreikningi á upphaf- legu kaupverði að fjárhæð 5.892.000 kr. Ef miðað er við viðskipti með hlutabréf félagsins sem átt hafa sér stað hér innanlands að undanfömu, skv. upplýsingum sem fengust á verðbréfamarkaði í gær, hefur kaup- og sölugengi bréfa í deCODE verið á bilinu 38-42 dollarar á hlut. Sam- kvæmt því má áætla að markaðsvirði hlutabréfaeignar Hjartavemdar í deCODE sé á bilinu 562 til 620 millj- ónir íslenskra króna. Áætlað hefur verið að það útboðsgengi sem boðið verður þegar félagið verður skráð á Nasdaq verði í kringum 25 dollarar á hlut. Samkvæmt þeirri viðmiðun er markaðsverðmæti hlutbréfa Hjarta- verndar í deCODE um 370 milljónir króna. Ekki komið til tals að selja Aðspurður hvort til tals hefði korn- ið að selja eignarhluti í deCODE tij að afla fjár fyrir samtökin sagði Gunnar að það stæði ekki til. „Það l hefur ekki komið neitt til umræðu á 1 þessu stigi,“ sagði hann. „Við vitum ekkert í hvaða formi þessi bréf verða metin þegar upp er staðið. Þetta var aðeins hluti af þeim samstarfssamningi sem gerður var.‘ Sérblöð í dag 35i>a» Morgunbiaðinu ídagfylgir tíma- ritið 24-7. Útgefandi: Alltafehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson Með Morgun- blaðlnu í dag er droift blaði frá Ferðaþjónustu Akureyrar, „Handverk og ferðaþjónusta - Laugardals- höllfn 28. apríl tll 1. maí“. Fer Sigurður í KR? /C1 •••••••••••••••••••####### Stórþjóðirnar sluppu. /C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.ls mmm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.