Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 17

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 17 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Bjami Skúlason frá Selfossi og KA-maðurinn Vernharð Þorleifsson háðu harða baráttu á júdómótinu þar sem keppendur þurftu að sækja af fullum þunga frá upphafi til enda. Svo fðr að lokum að Bjarni hafði bet- ur og fagnaði sigri í þyngri flokknum en Armenningurinn Vignir Stefánsson sigraði í léttari flokknum. Vörðu titla sína í líkamsrækt FJÖLMARGIR gestir lögðu leið sina í íþróttahöllina á Akureyri sl. föstudag og laugardag en þar var boðið upp á ýmislegt fyrir áhuga- fólk um líkamsrækt og iþróttir. Hápunkturinn var Islandsmeistara- mótið í „Fitness“ þar sem mættu til Ieiks 12 konur og 30 karlar en þau Gunnar Már Sigfússon og Guðrún Gísladóttir vörðu bæði titla sína frá síðasta móti. Einnig var haldið bikarmót í þol- fimi, þar sem Halldór B. Jóhanns- son fór með sigur af hólmi en að- eins þrír keppendur mættu til leiks, tveir í karlaflokki og ein stúlka. Á laugardag var opið hús í Höll- inni, þar sem ýmis fyrirtæki kynntu starfsemi sína og það sem þau hafa upp á að bjóða. Haldið var nýstár- legt júdómót, þar sem margir af bestu júdómönnum landsins tókust á og boðið var upp á blóðþrýstings- og fitumælingar. Þá sameinuðust þrjár líkams- ræktarstöðvar í bænum, Líkams- ræktarstöðin Bjargi, Vaxtarræktin og World Class, um að standa fyrir fjölmennasta spinningtíma sem haldinn hefur verið hér á landi. Alls tóku um 50 manns þátt í tímanum og var tekið hressilega á hjólunum í um eina klukkustund. Þá sýndu nemar í Förðunarskóla Akureyrar andlits- og líkamsmálun. Bókmennta- kvöld í Deiglunni FIMMTA bókmenntakvöldið í samstarfi Gilfélagsins og Sigur- hæða, Húss skáldsins, verður í Deiglunni í kvöld, fimmtudaginn 27. apríl kl. 20.30. Þessi kvöld hafa átt miklum vinsældum að fagna en þar hafa akureyrsk skáld kom- ið fram og lesið úr verkum sínum og þýðingum. Nú er komið að kvöldi sem hef- ur sérstaka yfirskrift; Til fram- andi landa, dagskrá um líf og ljóð Stephans G. Stephanssonar í um- sjón Margrétar Björgvinsdóttur og Þórarins Hjartarsonar. Upp- lesarar auk þeirra verða Jón Laxdal og Rúnar Sigþórsson. Stephan G. fluttist tæplega tví- tugur frá Islandi til Vesturheims. I dagskránni verður rakin þroska- saga Stephans og rætt um lífs- skoðun hans eins og hún birtist í Ijóðum hans, bréfum og ritgerð- um. Að vanda er aðgangur ókeyp- is og allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Karlakór Eyjafjarðar Tvær söngskemmt- anir um KARLAKÓR Eyjafjarðar verður með söngskemmtanir í Glerárkirkju, föstudaginn 28. apríl kl. 20.30 og á sama tíma í Freyvangi í Eyjafjarðar- sveit laugardaginn 29. apríl nk. Á efnisskránni eru bæði frum- flutningur og gamlir slagarar. Kór- inn hefur haft þá stefnu að vera með létt og nýstárleg lög og verður sá háttur hafður á að þessu sinni. helgina Fjölmargir úr röðum kórfélaga synga einsöng og þá var kórinn svo heppinn að fá Kristjönu Amgríms- dóttur til að syngja með kórnum. Píanóleikari verður Daníel Þor- steinsson en aðrir hljóðfæraleikarar eru Birgir Karlsson, Eiríkur Bóas- son og Rafn Sveinsson. Stjórnandi Karlakórs Eyjafjarðar er Bjöm Leifsson. Morgunblaðið/Kristján Um 50 manns tóku þátt í „spinning“-tíma í Iþróttahöllinni á laugardag og tóku hressilega á. Morgunblaðið/Kristján Snjómokstur í Víkurskarði FJÖLMARGIR landsmenn vom á faraldsfæti um páskahelgina og ófá- ir leituðu til íjalla. Nokkuð er um að fólk bregði sér með vélsleða, skíði eða venjulega sleða á Víkurskarðið þar sem jafnan er n;egur snjór. Á páskadag var þar fólk að leika sér í snjónum þrátt fyr- ir töluverða ofankomu en það lét það lítið á sig fá. Þar era engar skíðalyftur og því kom sér vel að hafa vélsleða til að draga þessa hefð- bundnu sleða. Jón Gunnar Trausta- son og fjölskylda vora á Víkurskarð- inu ásamt fleira fólki en böm hans, þau Karen og Anton, höfðu meiri áhuga á að moka snjónum upp í föt- ur en að renna sér á sleðum. SÝNINGARSKRÁ f tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 12.-14. maí nk. gefur Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá. Skránni verður dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði. Þá verður Morgunblaðinu ásamt sýningarskránni dreift inn á öll heimili á Akureyri föstudaginn 12. maí nk. Sérblað Morgunblaðsins Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlffi á Akureyri með margvíslegum viðtölum og greinum. DREIFT Á SÝNINGUNNI Skránni verður einnig dreift á sýningarsvæðinu en gert er ráð fyrir 8.000-10.000 gestir komi á sýninguna. HAFÐU SAMBAND! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111. Einnig verða sölufulltrúar á skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri í Kaupvangsstræti 1 dagana 2.-3- maí nk. í síma 461 1600. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 fímmtudaginn 4. maí. PnpnUaHft AUGLÝSINGAPEILD Slmi 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.