Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 17 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Bjami Skúlason frá Selfossi og KA-maðurinn Vernharð Þorleifsson háðu harða baráttu á júdómótinu þar sem keppendur þurftu að sækja af fullum þunga frá upphafi til enda. Svo fðr að lokum að Bjarni hafði bet- ur og fagnaði sigri í þyngri flokknum en Armenningurinn Vignir Stefánsson sigraði í léttari flokknum. Vörðu titla sína í líkamsrækt FJÖLMARGIR gestir lögðu leið sina í íþróttahöllina á Akureyri sl. föstudag og laugardag en þar var boðið upp á ýmislegt fyrir áhuga- fólk um líkamsrækt og iþróttir. Hápunkturinn var Islandsmeistara- mótið í „Fitness“ þar sem mættu til Ieiks 12 konur og 30 karlar en þau Gunnar Már Sigfússon og Guðrún Gísladóttir vörðu bæði titla sína frá síðasta móti. Einnig var haldið bikarmót í þol- fimi, þar sem Halldór B. Jóhanns- son fór með sigur af hólmi en að- eins þrír keppendur mættu til leiks, tveir í karlaflokki og ein stúlka. Á laugardag var opið hús í Höll- inni, þar sem ýmis fyrirtæki kynntu starfsemi sína og það sem þau hafa upp á að bjóða. Haldið var nýstár- legt júdómót, þar sem margir af bestu júdómönnum landsins tókust á og boðið var upp á blóðþrýstings- og fitumælingar. Þá sameinuðust þrjár líkams- ræktarstöðvar í bænum, Líkams- ræktarstöðin Bjargi, Vaxtarræktin og World Class, um að standa fyrir fjölmennasta spinningtíma sem haldinn hefur verið hér á landi. Alls tóku um 50 manns þátt í tímanum og var tekið hressilega á hjólunum í um eina klukkustund. Þá sýndu nemar í Förðunarskóla Akureyrar andlits- og líkamsmálun. Bókmennta- kvöld í Deiglunni FIMMTA bókmenntakvöldið í samstarfi Gilfélagsins og Sigur- hæða, Húss skáldsins, verður í Deiglunni í kvöld, fimmtudaginn 27. apríl kl. 20.30. Þessi kvöld hafa átt miklum vinsældum að fagna en þar hafa akureyrsk skáld kom- ið fram og lesið úr verkum sínum og þýðingum. Nú er komið að kvöldi sem hef- ur sérstaka yfirskrift; Til fram- andi landa, dagskrá um líf og ljóð Stephans G. Stephanssonar í um- sjón Margrétar Björgvinsdóttur og Þórarins Hjartarsonar. Upp- lesarar auk þeirra verða Jón Laxdal og Rúnar Sigþórsson. Stephan G. fluttist tæplega tví- tugur frá Islandi til Vesturheims. I dagskránni verður rakin þroska- saga Stephans og rætt um lífs- skoðun hans eins og hún birtist í Ijóðum hans, bréfum og ritgerð- um. Að vanda er aðgangur ókeyp- is og allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Karlakór Eyjafjarðar Tvær söngskemmt- anir um KARLAKÓR Eyjafjarðar verður með söngskemmtanir í Glerárkirkju, föstudaginn 28. apríl kl. 20.30 og á sama tíma í Freyvangi í Eyjafjarðar- sveit laugardaginn 29. apríl nk. Á efnisskránni eru bæði frum- flutningur og gamlir slagarar. Kór- inn hefur haft þá stefnu að vera með létt og nýstárleg lög og verður sá háttur hafður á að þessu sinni. helgina Fjölmargir úr röðum kórfélaga synga einsöng og þá var kórinn svo heppinn að fá Kristjönu Amgríms- dóttur til að syngja með kórnum. Píanóleikari verður Daníel Þor- steinsson en aðrir hljóðfæraleikarar eru Birgir Karlsson, Eiríkur Bóas- son og Rafn Sveinsson. Stjórnandi Karlakórs Eyjafjarðar er Bjöm Leifsson. Morgunblaðið/Kristján Um 50 manns tóku þátt í „spinning“-tíma í Iþróttahöllinni á laugardag og tóku hressilega á. Morgunblaðið/Kristján Snjómokstur í Víkurskarði FJÖLMARGIR landsmenn vom á faraldsfæti um páskahelgina og ófá- ir leituðu til íjalla. Nokkuð er um að fólk bregði sér með vélsleða, skíði eða venjulega sleða á Víkurskarðið þar sem jafnan er n;egur snjór. Á páskadag var þar fólk að leika sér í snjónum þrátt fyr- ir töluverða ofankomu en það lét það lítið á sig fá. Þar era engar skíðalyftur og því kom sér vel að hafa vélsleða til að draga þessa hefð- bundnu sleða. Jón Gunnar Trausta- son og fjölskylda vora á Víkurskarð- inu ásamt fleira fólki en böm hans, þau Karen og Anton, höfðu meiri áhuga á að moka snjónum upp í föt- ur en að renna sér á sleðum. SÝNINGARSKRÁ f tengslum við vöru- og þjónustusýninguna í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 12.-14. maí nk. gefur Morgunblaðið út sérstaka sýningarskrá. Skránni verður dreift til allra áskrifenda Morgunblaðsins frá Hvammstanga og austur á Egilsstaði. Þá verður Morgunblaðinu ásamt sýningarskránni dreift inn á öll heimili á Akureyri föstudaginn 12. maí nk. Sérblað Morgunblaðsins Daglegt líf verður þennan dag helgað fjölbreyttu mannlffi á Akureyri með margvíslegum viðtölum og greinum. DREIFT Á SÝNINGUNNI Skránni verður einnig dreift á sýningarsvæðinu en gert er ráð fyrir 8.000-10.000 gestir komi á sýninguna. HAFÐU SAMBAND! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar auglýsingadeildar Morgunblaðsins í síma 569 1111. Einnig verða sölufulltrúar á skrifstofu Morgunblaðsins á Akureyri í Kaupvangsstræti 1 dagana 2.-3- maí nk. í síma 461 1600. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 fímmtudaginn 4. maí. PnpnUaHft AUGLÝSINGAPEILD Slmi 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.