Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 22

Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 veðríð Nú getur þú fylgst með veðrinu á mbl.is mbl.is ÞITT FE HVAR SEM ÞU ERT Veistu ekki hvaðan á þig stendur URVERINU Neraendur úr Seljaskóla skoða fjörudýr í smásjá í Sædýrasafninu í Höfnum á Reykjanesi. Fjölbreytt verkefni í Sædýrasafninu Eigum varahluti í bremsukerfi flestra bifreiða °8 naust Sfmi 535 9000 Stofnanir og fyrirtæki styrkja náttúrufræðinám í grunnskólum Meyvant Þórólfsson, kennsluráð- gjafi við Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur, stóð að verkefnasmíðinni, ásamt fjórum kennurum og einum líffræð- ingi, en Meyvant hefur sinnt verk- efnum undanfarin ár sem miða að því að efla náttúrufræðikennslu samkvæmt nýrri aðalnámskrá. Hann segir að í aðalnámskrá sé ein- mitt lögð rík áhersla á að nemendur fari á vettvang og kynnist náttúr- unni að eigin raun og námið tengist þannig merkingarbærum og áhuga- verðum verkefnum sem fela í sér at- huganir, úrvinnslu og túlkun niður- staðna. Meyvant segir val á verkefnum sem nemendumir leysa í Sædýra- safninu í Höfnum fara eftir aldri nemendanna og þeim áherslum sem teknar eru hverju sinni. „Sumir fjalla eingöngu um fiska, aðrir um sjávarútveg, enn aðrir um lífríki fjörunnar eða sjávarföll og eitt verk- efnið gengur út á veðurmælingar. Verkefnin eru ákaflega fjölbreytt, meðal annars eru gerðar tilraunir með fallhraða hluta í vatni, saman- burð á söltu og fersku vatni, hvernig lífverur skipta um lit í umhverfinu og hvernig lögun fiska skiptir máli. Reyndar finnst mér vanta fleiri verkefni um sjávarútveginn sjálfan, svo sem veiðarfæri, veiðiaðferðir, afla og fiskvinnslu, en það stendur til að bæta úr því.“ Góð aðstaða Meyvant segir að í Sædýrasafninu í Höfnum sé fyrirtaksaðstaða fyrir verkefnavinnu af þessu tagi. „Þar er góð kennslustofa og við höfum notið aðstoðar Hafrannsóknastofnunar við kennsluna. í kennslustofunni er hægt að kryfja fisk og skoða til dæmis fjörulífverumar í smásjá. Ennfremur era settar niður krabba- gildmr við bryggjuna sem nemend- umir geta vitjað um. Aðstaðan í Sædýrasafninu er einstök hérlendis, því þar em allir helstu nytjafiskar við Islandsstrendur og þar fá böm einstakt tækifæri til að kynnast lif- andi fiskum og fylgjast með atferli þeirra við sem náttúrulegastar að- stæður. Þar er líka að finna mikið af fjömdýmm sem börnin fá að gera tilraunir með og rannsaka. Á safninu er líkan af fuglabjargi með upp- stoppuðum fuglum og nokkur verk- efni tengjast því á beinan hátt. Okk- ur þykir einnig staðsetningin vera stór kostur því að Reykjanesskaginn er eins og sniðinn fyrir kennslu af þessu tagi. Þar er að finna eldstöðv- ar og hraun og á leiðinni suður eftir fá nemendurnir meðal annars verk- efni sem tengjast jarðfræðilegu útliti og þróun landsins." Leita eftir samstarfi við fleiri aðila Alls fóra nemendur úr fimm grannskólum í Sædýrasafnið í Höfn- um á síðastliðinni vorönn í tengslum við verkefnið, samtals um 180 nem- endur á aldrinum 10-12 ára. Að sögn Meyvants var um tilraunaverkefni að ræða en stefnt er að því að halda verkefninu áfram í haust. Það sé hinsvegar nokkuð háð fjármagni. „Náttúrafræðinám er einfaldlega þess eðlis að það útheimtir hlutfalls- lega meiri kostnað en aðrar náms- greinar. Þetta er þekkt bæði hér á landi sem í nágrannalöndum okkar. Til að koma til móts við nýjar áhersl- ur á sviði náttúruvísindanáms þarf meira fé en raun ber vitni, jafnt hér sem annars staðar. Enda hefur kom- ið í ljós að unglingar þekkja ekki þær fisktegundir í sundur í sínu raun- vemlega umhverfi, sem við borðum hvað mest af hér á íslandi. Náttúmf- ræði kallar á verklegar æfingar á vettvangi og kennarar vildu gjarnan fara fleiri slíkar ferðir. En vandinn er sá að kostnaðurinn við vettvangs- ferðir af þessu tagi er of mikill fyrir grunnskólana. Ein ferð með 50 krakka kostar um 20 þúsund krónur og ég vænti þess að leitað verði eftir áframhaldandi samstarfi við þá aðila sem styrktu okkur í vor en einnig að fá aðra til liðs við okkur, einkum stofnanir og fyrirtæki sem eiga hagsmuna að gæta á þessu sviði. Er- lendis em dæmi þess að fyrirtæki og einstaklingar styrki vettvangsferðir grannskólanema með beinum hætti og ég tel slíkt eðlilegt ef það reynist vera beggja hagur; hagur rann- sóknastofnana og atvinnufyrirtækja sé sá að þau kynni starfsemi sína og veki athygli á störfum sem þar eru unnin,“ segir Meyvant. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavík- ur hefur í vor átt samstarf við stofn- anir og fyrirtæki um tilraun til að efla verklegt náttúmfræðinám í grunnskóla. Að verkefninu komu, auk Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur, Hafrannsóknastofnunin, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Hóp- ferðamiðstöðin og Sædýrasafnið í Höfnum. Hafa SH og Hópferðamið- stöðin styrkt ferðir nemenda af miðstigi úr nokkrum skólum Reykjavíkur suður í Hafnir til að vinna þar verkefni er snerta öll helstu svið náttúmvísinda sam- kvæmt nýrri aðalnámskrá. Sérfræð- ingur frá Hafrannsóknastofnun, Agnar Steinarsson, hefur komið með og veitt faglega ráðgjöf og leiðbein- ingar. Hópur kennara og annarra sér- fræðinga hefur unnið allmikið verk- efnasafn sem kennarar skólanna geta valið úr til að vinna á Sædýra- safninu í Höfnum á Reykjanesi. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem tengjast flokkun, lífsferlum og at- ferli fiska og fjörulífvera og um- hverfi þeirra, greiningu og rannsókn á bjargfuglum, jarðfræði Reykja- ness, eðlisfræði o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.