Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Segir Austurleið beina starfs- mönnum í önnur félög Átta Sleipnis- menn starfa hjá Austurleið að þá stefnu að beina nýjum starfs- mönnum í önnur félög og þeir hefðu farið eftir þeim ráðleggingum til að fá vinnuna. Þessir nýju starfsmenn væru flestir í almennum verkalýðsfé- lögum á Suðurlandi. Einn væri þó í Félagi matreiðslumanna. Guðni sagði að sumir þeirra manna sem væru að keyra á vegum Austur- leiðar þessa dagana væru menn sem væru í fullu starfi annars staðar og væru að vinna hjá fyrirtækinu í sínu sumarfríi. Þetta væru starfandi kenn- arar, mjólkurbílstjóri og póstbílstjóri. Þessir menn keyrðu nú á vegum fyr- irtækisins á grundvelli lögbannsúr- skurðar sýslumanns. „Það fer fyrir brjóstið á manni að vera í föstu starfi hjá þessu rútufyrir- tæki og svo koma aðrir lausráðnir menn og sinna okkar störfum meðan við erum í verkfalli," sagði Guðni. Leiðir Iagðar niður Ómar Óskarsson, framkvæmda- stjóri Austurleiðar, segir ekki rétt að lögbann hafi fengist á þeim forsend- um að engir Sleipnismenn vinni hjá fyrirtækinu. Þeir séu átta talsins, en leiðh* þeÚTa hafi verið lagðar niður meðan á verkfallinu standi. Alls starfi ríflega þijátíu bflstjórar hjá Austur- leiðum og þeir sem ekki séu í verkfalii stai'fi áfram. Keflavík. Morgunblaðið. RÓLEGT var við Leifsstöð í gær þrátt fyrir verkfall bifreiðastjóra í Slcipni. Flestir farþegar sem komu til landsins komust leiðar sinnar en þó ekki án tafa þar sem akstur flugrútunnar liggur niðri í verkfali- inu. Þetta þýðir verktíð hjá leigu- bflstjórum á svæðinu og þeim tókst lengi vel þótt ótrúlegt megi virðast að sinna eftirspurninni. Nokkuð var um að Ieigubflar úr Reykjavík kæmu til að fá sneið af kökunni og voru þeir allir skrifaðir niður af starfsmanni leigubflastöðvanna í Reykjanesbæ. Verkfallsverðir í Sleipni voru einnig á svæðinu og stöðvuðu nokkrar rútur þar sem þeir töldu að um verkfallsbrot væri að ræða og hleyptu þeim hvergi fyrr en réttir eigendur komu og tóku við stýrinu. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli var kölluð til vegna aðgerða verk- fallsvarða Sleipnis og tók hún niður nöfn þeirra en aðhafðist ekki frek- ar. Leigubfll frá Leifsstöð til Morgunblaðið/Björn Blöndal Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tekur niður nöfn verkfallsvarða Sleipnis og meints verkfallsbrjóts. Verkfall Sleipnis veldur töfum hjá ferða- mönnum ÁTTA félagsmenn í Bifreiðastjórafé- laginu Sleipni eru í stai’fi hjá Áustur- leið, en fyrirtækið fékk úrskurðað lögbann á verkfallsaðgerðir félagsins í síðustu viku. Guðni Sveinn Theó- dórsson, bifreiðastjóri hjá Austurleið, sem er einn þeirra, segir að verkfallið hafi engin áhrif á starfsemi Austur- leiðar þrátt fyrir að nokkrir starfs- menn fyrirtækisins séu í verkfalii. I Morgunblaðinu í gær kom fram að sýslumaður hefði fallist á lögbanns- kröfti Austurleiðar þar sem engir Sleipnismenn væru í stöi-fum hjá fyr- ii-tækinu. Guðni sagði að þetta væri ekki alls kostar rétt. Hann væri ásamt nokkrum öðrum starfsmönnum Aust- urleiðai’ í Sleipni. Sér þætti sérkenni- legt að vera í verkfalli en að verkfallið hefði engin áhrif á starfsemi fyrirtæk- isins sem hann starfaði hjá. Hann sagðist ekki geta túlkað þetta á annan hátt en að verið væri að ganga í störf sín og félaga sinna í verkfallinu. Sleipnismönnum fækkað Guðni sagði að félagsmönnum í Sleipni sem störfuðu hjá Austurleið hefði verið að fækka á seinni árum. í stað Sleipnismanna, sem hefðu starf- að hjá iyrirtækinu og hefðu hætt, hefðu verið ráðnir menn í öðrum stéttarfélögum. Svo virtist sem for- svarsmenn Austurfeiðar hefðu mark- Hreinsunar- átak í sveitum Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þau ákváðu að slá saman í bfl til Reykjavíkur og í ljós kom að öll ætluðu til Landmannalauga. Georg Jander frá Bandaríkjunum, sem er á miðri myndinni, sagðist vera að koma til landsins í þriðja sinn. Stúlkurnar tvær til vinstri eru frá Hong Kong og parið til hægri frá Frakklandi. LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur nú sett af stað verkefnið „Feg- urri sveitir 2000“ sem er ætlað að að- stoða bændur og sveitarfélög víða Reykjavíkur, sem tekur fleiri en 5 farþega, kostar um 8 til 9 þúsund krónur og til að fá ferð í bæinn neit- aði einn leigubflstjórinn að aka far- þegum sem vildu komast til Kefla- víkur. Erlendu ferðamennirnir tóku rútuleysinu með jafnaðargeði. Flestir létu sig hafa það að taka leigubfl en aðrir slógu sér saman um bfl þar sem þeim fannst verðið í hærri kantinum. Frestaði að úr- skurða um lögbann SYSLUMAÐURINN í Reykjavík frestaði því í gær að afgreiða lög- bannskröfur frá rútubflafyrirtækj- unum Allra handa og Austurleið á verkfallsaðgerðir Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði að lög- maður Sleipnis hefði lagt fram greinargerð um kröfuna og sýslu- maður hefði talið eðlilegt að skoða hana áður en hann kvæði upp úrskurð. um land við að hefja hreinsunarátak í sveitum landsins í sumar. I fréttatflkynningu frá verkefnis- stjóra átaksins segir að fallegar sveitir og snyrtilegir bæir skipti máli fyrir markaðssetningu landbúnaðar- afurða. En þrátt fyrir að víða megi finna vel hirta bæi og blómlegar sveitir sé of algengt að umgengni sé áfátt til sveita. Útihús í niðurníðslu, brotajárnshaugar bak við húshól og plastdrasl á girðingum er meðal þess sem stingur í augun. Oft ráði tíma- eða peningaleysi því að ekki er ráðist í úrbætur en með samstilltu átaki ráðuneytisins megi ráða bót á því, segir í fréttatilkynningunni. Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt Jafnt fyrir byrjendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. • 3.000 litmyndir og skýringarteikningar. Sannköliuð alfræði garðeigandans {) FORLAGIÐ Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 YR skoðar að greiða full laun í fæðingarorlofi MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segir að VR ætli að skoða hvort sjúkrasjóður félagsins getur haldið áfram að greiða félagsmönnum laun í fæðingarorlofi eftir að nýju lögin um fæðingarorlof hafa tekið gildi þannig að félagsmenn fái 100% laun greidd í fæðingarorlofi. Fyrir skömmu rýmk- aði sjóðurinn reglur um greiðslur launa í fæðingarorlofi. Stjóm sjúkrasjóðs VR ákvað á síð- asta ári að greiða félagsmönnum í fæðingarorlofi styrk sem nemur 80% launa. Breytíngin tók gildi 1. apríl 1999 og greiddi sjóðurinn á heilu ári 73 milljónir í fæðingarstyrk til 380 fé- lagsmanna. Magnús sagði að félags- menn hefðu sýnt þessari nýjung mik- inn áhuga og fleiri hefðu notfært sér þennan kost en reiknað hefði verið með í upphafi. Þorri þeirra sem nýttu sér þetta var konur. Nokkrir sjúkrasjóðir annan'a stéttarfélaga greiða fæðingarstyrk, en hann er þó óverulegur í saman- burði við stuðning VR enda er sjóður VR mun öflugri en flestir aðrir sjúkrasjóðir. Reglur sjóðsins rýmkaðar á þessu ári Stjóm sjúkrasjóðsins samþykkti á fundi nýverið að breyta starfsreglum sjóðsins á þann veg að tfl að öðlast rétt til 80% launa í fæðingarorlofi verði félagsmaður að hafa haft 12 mánaða samfellda aðfld að sjóðnum í stað 24 mánaða eins og áður var gerð krafa um. Þeir sem hafa haft 11 mán- aða samfellda aðild að sjóðnum eiga rétt á 70% af launum, þeir sem hafa haft 10 mánaða samfellda aðild að sjóðnum eiga rétt á 60% af launum o.s.frv. Viðkomandi þarf eftir sem áð- ur að uppfylla almenn skilyrði Sjúkrasjóðsins. Magnús sagði að þessi breyting gilti til næstu áramóta þegar nýju lögin um fæðingaroriof taka gildi, en samkvæmt þeim tekur ríkisvaldið að sér að greiða foreldrum 80% launa í fæðingarorlofi. Magnús sagði ekki ákveðið hvernig stuðningi sjúkrasjóðs VR yrði háttað eftir að lögin hafa öðlast gildi, en hann sagði vel hugsanlegt að sjóðurinn greiddi þau 20% sem upp á vantar þannig að félagsmenn VR fengju full laun í fæð- ingarorlofi. Það væri a.m.k. ákveðið að skoða þessa hugmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.