Morgunblaðið - 15.06.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 15.06.2000, Qupperneq 72
72 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Söguráðstefna í Viðey EFTIR kaþólska biskupsmessu, sem hefst kl. 14 í Viðeyjarkirkju nk. sunnudag, 18. júní, verður ráðstefna í Viðeyjarstofu. Efni hennar verður tvíþætt. Bróðir Aidan Bellenger, munkur í Benediktsklaustrinu, Downside Abbey, í nánd við Bath á Suður-Englandi flytur þá erindi um starf Benediktsreglunnar á miðöld- um. Síðan talar sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla, um litúrgíu miðalda og syngur tón- dæmi móti fjórum öðrum ágætum söngmönnum. Yfirskrift erindis hans er Heyr himna smiður. Hug- leiðingar um helgihald kristinnar kirkju á fyrstu öldum eftir kristni- töku á Islandi. Þar verður m.a. fjall- að um þessi atriði: Mótun messusiða og helgihalds um árið 1000. Messuna á Þingvöllum sumarið 1000. Stað- festing kristins helgihalds á bisk- upsstólunum og í klaustrunum með stofnun erkibiskupsstóls í Niðarósi. Sérleik íslenskra aðstæðna. Helgi- hald og trúrækni á Sturlungaöld. Daglegt líf í Viðeyjarklaustri. Eftir bæði erindin verða leyfðar spurningar og umræður. Ráðstefnu- stjóri verður Ólafur H. Torfason rit- höfundur. Ráðstefnan er haldin í tengslum við sýninguna Klaustur á Islandi, sem var opnuð í Viðeyjarskóla um síðustu helgi. Hún er haldin í sam- vinnu kaþólsku kirkjunnar og stað- arhaldarans í Viðey. Aðstandendur hennar telja, að hún muni skapa mönnum bæði ánægju og aukinn fróðleik. Onnur skógarganga sumarsins SKÓGARGANGA verður á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fimmtudaginn 15. júní. Þessi ganga er hluti af fræðslusamstarfi skó- græktarfélaganna og Búnaðarbank- ans og er ræktunaráhugafólk hvatt til þess að mæta. Upphaf göngunnar er við Bungu, þar sem Bláfjallavegur liggur yfir Undirhlíðar. Verður lagt af stað kl. 20.30. Til að komast þang- að er ekinn Krísuvíkurvegur út frá Reykjanesbraut og síðan ekinn Blá- fjallavegur. Gangan er um Stóra- Skógahvamm undir leiðsögn Péturs Sigurðssonar og Svans Pálssonar. Þar er vaxinn fallegur skógur sem er afar áhugavert að skoða. Rútuferð verður frá húsi Ferða- félagsins, Mörkinni 6, og fer hún klukkan 20. Þjóðmenningarhúsið opið 17. júní ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ við Hverfisgötu verður opið á þjóðhátíð- ardaginn 17. júní frá kl. 11 til 17. Veitingastofan í húsinu og verslunin eru einnig opnar á sama tíma. I Þjóðmenningarhúsinu eru menningarsögulegar sýningar um íslenska bókmenningu, gömul Islan- dskort, ríkismerki og opinberan gjaldmiðil. Þá er þjóðfundarbókin frá 1851 til sýnis í húsinu. I fúndar- stofum hússins, sem opnað verður þennan dag, eru sýningar um Jón Sigurðsson forseta, Hannes Haf- stein ráðheiTa og íslenska tónlist og leiklist. Á efstu hæð hússins er enn- fremur viðamikil sýning um sigling- ar og landafundi Islendinga á miðöldum. Sýning um áhrif kristni á íslenskt þjóðlíf í þúsund ár verður opnuð almenningi sunnudaginn 18. júní. Er hún samstarfsverkefni kristnihátíðarnefndar, Þjóðskjala- safns Islands og Þjóðmenningar- hússins. Þjóðmenningarhúsið er op- ið alla daga frá kl. 11 til 17. ■■■ ■ W W 17. juni Tilboð Bjóðum 15% afslátt af öllum vörum Sendum í póstkröfu rp rp ^Úv®f?;unj Ioppskórinn loppskórính JL Veltusundi, JL Suðurlandsbraut 54 sími 552 1212 Suðurlandsbraut 54 (í Bláa húsinu móti Subway), sími 533 3109 Dýrahald urstræti eða Lækjartorg vegna slagsmála og róna. Er ekki eitthvað hægt að gera? Elísabet. Kjúklingar og svið ÞAÐ er alltaf verið að tala um það að maður fái eitrun af kjúklingum, en það er hvergi hægt að fá vel sviðin kindasvið, hvað þá sviða- sultu með kindabragði. Inga. Tjáningarfrelsi NOKKRAR línur vegna kærumáls á hendur Sjón- varpstöðinni Omega og gestum hennar. Eftir því sem ég kemst næst er deilt meðal annars um orðið „kynvilla", hvort leyfilegt sé að láta sér það um munn fara eða ekki. Nú er það svo að Omega- menn byggja dagskrá sína og boðun á Ritningunni og þeim orðum sem þar er að finna. í Biblíuþýðingu frá 1981 er ekki annað orð að finna sem nýyrðið samkynhneigð stendur fyrir. Það má því teljast mjög hæpið að banna notkun orða og hug- taka sem í Ritningunni standa og hefur verið grundvöllur boðunar ís- lensku þjóðkirkjunnar og áhrifavaldur vestrænnar menningar öldum saman. Því síður er viðeigandi að hafa í hótunum við menn sem ræða, og leggja út af efni textans og bera saman við þá þjóðfélagsstrauma, sem við búum við í dag. Það er von mín að tjáningar- frelsið verði áfram í heiðri haft í þessu landi. Finnbogi. Tapað/fundid Svört og hvít úlpa fannst SVÖRT og hvít úlpa fannst um hvítasunnuhelgina í garði sem liggur að Voga- skóla. Upplýsingar í síma 553-3352 eftirkl. 18. Rautt telpnahjól tap- aðist frá Álftamýri RAUTT Pro-Style telpna- hjól tapaðist frá Álftamýri um síðustu mánaðamót. Þetta er mikill missir fyrir sex ára stúlku. Ef einhver hefur orðið var við hjólið er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við Lindu ísíma 864-3756. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óheppni ELÍN hafði samband við Velvakanda og var frekar óhress. Hún hafði farið á tónleikana hjá Elton John og borgaði 6.600 kr. fyrir miðann, síðan var fullt af fólki hleypt inn frítt. í febr- úar keypti hún ferð til og útlanda og greiddi fullt verð fyrir, en núna var ver- ið að selja þessar ferðir með talsverðum afslætti. Eldri borgara á málþing ELDRI borgarar, er ekki kominn tími til að þið komið fram á málþingi og tjáið ykkur um ykkar líf? Um daginn var verið að ræða í þættinum Samfélagið í nærmynd í Ríkisútvarpinu við unga krakka um hvað mætti ganga langt í hinum ýmsu efnum. Það væri sér- staklega gaman að heyra í eldri borgurum, því þeir hafa lifað tímana tvenna. Guðmunda. Miðbærinn okkar ÉG get ekki orða bundist yfir því hvernig miðbærinn okkar er orðinn. Það er ekki hægt að ganga Aust- Norskur skógar- kettlingur óskast ÓSKA eftir norskum skóg- arkettlingi gefins. Má vera blendingur. Upplýsingar í síma 692-0122. Grænn páfagaukur fannst GRÆNUM páfagauk var bjargað undan sex köttum á Grundarstíg mánudaginn 12. júní sl. Hann er mjög spakur. Upplýsingar í síma 895-9434. Mjása er týnd KISAN okkar hún Mjása týndist 8. júnl sl. frá Laug- arnesveginum. Mjása er gul, svört og hvit. Ef ein- hver kannast við að hafa séð hana lífs eða liðna, vinsamlegast hringið í síma 581-1227. Morgunblaðið/Ómar Vinkonumar í leikskólanum Sæborg; Hekla, Halla Marta og Freyja blása sápukúlur. Víkverji skrifar... VÍKVERJI frétti af konu sem er nýkomin heim frá Danmörku þar sem hún sat ráðstefnu. Konan sagði að í ferðinni hefði hún áttað sig á hve mikill munur væri á af- stöðu íslendinga og Dana til reyk- inga. Danir reyktu ekki aðeins mikið heldur við öll tækifæri. Ráðstefnan var haldin í skólahúsnæði og þótti Dönunum ekkert sjálfsagðara en að reykja í kennslustofunum og var lít- ið gert með kvartanir þeirra sem ekki reyktu. Skólastjórinn danski yppti aðeins öxlum þó íslendingar og Svíar kvörtuðu undan reyknum og vondri lykt sem honum fylgdi. Það var litið á það sem sjálfsögð réttindi reykingamannsins að reykja hvar sem hann vildi. Þessi afstaða Dana til reykinga kemur annars vel fram í þeim ágætu dönsku sjónvarpsþáttum Taxa, en um 90% af persónum í þáttunum reykja. Sérstaklega er áberandi að konur í þáttunum eru duglegar við að reykja. Víkverji nefnir þetta vegna þess að sem betur fer hefur sú þróun orðið á seinni árum að reykingar hafa minnkað mikið í bandarískum bíómyndum, en óum- deilt er að kvikmyndir hafa áhrif á afstöðu fólks til reykinga. XXX FYRIR nokkrum dögum var heimarafstöð á bænum Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum tengd raforkukerfinu í tilraunaskyni. Bændur hafa á seinni árum fengið aukinn áhuga á að nýta sér þann möguleika að smíða litlar rafstöðvar til að framleiða rafmagn og selja raforkufyrirtækjum það rafmagn sem er umfram heimanotkun. Vík- verji sá fyrir nokkra heimildarmynd á sjónvarstöðinni Discovery um vindrafstöðvar í Hollandi, en stór hluti þeirra er reistur af bændum. I þættinum kom fram að kostnaður við að reisa eina vindrafstöð er um 60 milljónir íslenskra króna og fá hollensku bændurnir um 30 milljóna króna ríkisstyrk til að byggja raf- stöðvarnar. Þetta er því ótvírætt hagkvæmur kostur sem gefur bændunum auk þess stöðugar tekjrn- til viðbótar tekjum af hefð- bundnum búskap. Hitt er svo annað mál að mikil og vaxandi andstaða er í Hollandi við vindrafstöðvar vegna þess að sjónmengun þykir vera af þeim og eins fylgir þeim stöðugur hávaði. XXX LÍKLEGA eru unglingar einn stærsti og dyggasti hópurinn sem notfærir sér þjónustu strætis- vagna. Víkverja finnst hins vegar stundum skorta á að þeim sé sýnd nægileg virðing. Fyrir skömmu frétti Víkveiji af atviki sem átti sér stað í strætó. Unglingur kom inn í vagninn og greiddi fargjaldið með því að hella úr fullum lófa af smá- peningum í boxið sem tekur við pen- ingum og farmiðum. Víkveiji hefur sjálfur oft gert þetta enda hefur hann litið svo á að bílstjórar hafi ekki tíma eða kæri sig ekki um að telja sjálfir fargjaldið til að fullvissa sig um að ekki sé vangreitt. Þessi bílstjóri brást hins vegar mjög hart við og skammaði unglinginn með miklum látum. Einum farþega of- bauð framkoma vagnstjórans og benti honum á að hann sjálfur hefði margoft greitt fargjaldið með sama hætti án þess að hafa mátt þola svona meðferð af hálfu vagnstjóra. Þetta er auðvitað fullkomlega rétt ábending hjá farþeganum. Allir far- þegar eiga rétt á að komið sé fram við þá á jafnréttisgrundvelli burtséð frá aldri. Ef SVR hefur markað þá stefnu að vagnstjórar eigi að telja alla peninga sem greiddir eru fyrir fargjaldið er nauðsynlegt að það sé tekið fram í öllum vögnum svo far- þegum komi ekki á óvart kröfur sem til þeirra eru gerðar. XXX AÐ er án efa erfitt að gefa út svo viðamikið verk sem síma- skrána án þess að villur slæðist með. í landsbyggðarhluta síma- skrárinnar er gerð tilraun til að auð- velda fólki að finna nöfn bæjarfé- laga. í efnisyfírliti era bæjarfélög á Norðurlandi vestra merkt með grænum lit, en bæjarfélög á Norð- urlandi eystra með fjólubláum lit. Á bókarkili hefur þessi skipting hins vegar snúist við. Norðurland vestra er fjólublátt og Norðurland eystra er grænt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.