Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sýning í Sam- laginu, Listhúsi Leikur með línu og spor LEIKUR með línu og spor er yfírskrift sýningar sem þau Karl Guðmundsson og Rósa Kristín Júlíusdóttir opna í Samlaginu, Listhúsi á sunnu- dag, 18. júní, kl. 14. Karl Guðmundsson (Kalli) hefur verið nemandi Rósu Kristínar í Myndlistarskólan- um á Akureyri síðustu fimm ár. Síðastliðið sumar ákváðu þau að vinna saman að list- sköpun á vinnustofu Rósu Kristínar og er sýningin nú af- rakstur af þeirri samvinnu. Verkin á sýningunni eru bæði einstaklingsverk og verk sem þau Kalli og Rósa unnu saman á þann hátt að Kalli málaði á efni og Rósa tók síð- an við og gerði úr vattteppi. Einstaklingsverk Kalla á sýn- ingunni eru málverk, teikning- ar og gráfíkmyndir og tvö af máluðu vattteppunum eru verk Rósu Kristínar sem hún hefur unnið undir áhrifum frá Kalla. Sýningin verður opin í þrjár vikur, en Samlagið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, við kerið á Norður- garði, rétt áður en framkvæmdir hófust og eins og sjá má var grjót sett ofan á það til að halda því föstu í norðanáhlaupi. Framkvæmdir hafnar við Morgunblaðið/Helgi Jónsson Framkvæmdir eru hafnar við viðgerð á Norðurgarði og er vonast til að þeim ljúki í sumar. Norðurgarð í Olafsfírði Betri ÓlafsQörður. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við Norðurgarð hafnarinnar í Ólafs- fírði og er áætlað að kostnaður nemi um 52 milijónum króna auk viðbótar- kostnaðar vegna framkvæmda við áð verja kerið. Vbnast er til að þessu verkefni ljúki í sumar. I norðaustan óveðri sem gerði hér í Ólafsfirði dagana 15. og 16. janúar 1999 varð mikið tjón á Norðurgarðin- um svokallaða. Unnið hafði verið að styrkingu grjótvarna á garðinum ’96 og ’97. Þá var unnið fyrii- alls 16 millj- ónir og grjót sett utan á garðinn allt fram á enda. Vitað var að styrkja og öruggari höfn þyrfti endann sérstaklega, bæði tU að verja hann ölduálagi og tU að draga úr botnrofi sem hefur átt sér stað. í því sambandi var t.d. steypt undir fremsta kerið fyrir 9 árum þar sem grafið hafði frá því að framan. Vonast til að sogið minnki ,Á hafnaáætlun fyrir árin 1999- 2002, sem samþykkt var á Alþingi í fyrravetur var gert ráð fyrir fram- lwæmd að upphæð 71 mkr árið 2002. Vegna skemmdanna sem urðu á endakeri garðsins vai- rokið til að fá framkvæmdum við Norðurgarðinn flýtt eins og mögulegt væri. Það gekk eftir að við máttum fara í verkið, en þó með þeim skilmálum að Hafnar- samlagið yrði að bera allan fjár- magnskostnað vegna fjármögnunar framkvæmdanna uns framlög kæmu á fjárlögum sem væntanlega verður 2002. Þessi fjármagnskostnaður er ekki styrkhæfur. Hönnun verksins tók nokkurn tíma og komu fram 4 til- lögur að lausnum. Sú lausn sem varð fyrir valinu gengur út á að rekið verð- ur niður stálþil framan við kerið, og endinn lengdm- um 10 metra tU norð- vesturs, í sömu stefnu og hann liggur nú. Við þetta er vonast til að sogið minnki í höfninni og þar verði rneiri friður. Vonast til að fram- kvæmdum Ijúki í sumar Eftir að þetta lá íyrir var farið í að panta efni í þilið erlendis frá, og tók það sinn tíma að fá það heim. Allt sldl- aði sér þó, og var komið hér heim í byrjun ágústmánaðar. Þá fyrst var hægt að fara í útboð á verkinu, og voru þau útboð opnuð 10. ágúst. Var þá orðið það áliðið að mönnum leist ekki á að fara í framkvæmdir fyrir opnu hafi svo seint, þegar alfra veðra var von. Var því ráðist í bráðabirgða- viðgerð sl. haust með það fyrir augum að lokaviðgerð færi fram nú í vor eða sumar. Gengið var til samninga við Gáma- og tækjaleigu Austurlands tU að framkvæma verkið, en þeir voru lægtsbjóðendur miðað við þann val- kost að vinna verkið með þessum hætti. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður kr. 52 milljónir, og til við- bótar kemur kostnaður vegna vamar á kerinu sem framkvæmd var í fyrra- haust, og fólust í því að þekjan var brotin upp og fyllt upp með grjóti. Ennfremur var grjót sett í keðjum utan á kerið tU móts við sprunguna til að verja það frekari áföllum af ágangi sjávar. „Við vonum að þessum fram- kvæmdum ljúki vel og farsællega nú í sumar, og að höfnin verði enn betri og öruggari fyrfr þá er hana nota,“ segir Ásgefr Logi Ásgeirsson bæjarstjóri. Morgunblaðið/Helgi Jónsson GO-KART-mót í A miðbæ Olafsfjarðar Ólafsfirði. Morgunblaðið. GO-KART-mót var haldið í miðbæ Ólafsfjarðar síðastliðinn sunnudag, en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert. Hugmyndir Vélsleðaklúbbs Olafsfjarðar og annarra áhugasamra manna hér fyrir norðan ganga hins vegar út á það að Ólafsfjörður verði eins konar mekka bflamanna, ekki síður en vélsleðamanna. AUs tóku tuttugu manns, flestir eða ellefu frá Reykjavík, tíu frá Akureyri og einn Ólafsfirðingur, þátt í þessu móti, sem hófst kl. eitt og stóð í fjóra tíma. Mótið fór þannig fram að fyrst var brautin opnuð til æfingaaksturs, síð- an hófst tímataka þar sem hver kepp- andi fékk að fara 8 hringi til að ná besta tíma og var uppröðun á ráslínu eftir niðurstöðu tímatökunnar. Eknir voru fjórir riðlar, 15 hringir hver, en í undanúrslitum og úrslitum voru ekn- ir 20 hringir. Viðar Helgason frá Reykjavík stóð uppi sem sigurvegari. Annar var Guð- bergur Guðbergsson, Akureyri, og þriðji Alexander Kárason, Akureyri. Mikið gekk á meðan á þessu stóð. Fjöldi manns fylgdist með og ekki bara heimafólk, heldur kom fólk víða að. Veður var gott, þó fremur kalt. En aðstandendur mótsins voru mjög ánægðir með allt, aðstöðuna, veðrið og hvemig til tókst. Toyota flytur í nýtt sölu- húsnæði á Akureyri TOYOTA á Akur- eyri á morgun taka formlega í notkun nýtt hús og athafnasvæði á Baldursnesi 1. Það sem hæst ber í hönnun þessa nýja svæðis er að spor- öskjulaga útlínur Toyota-merkisins voru hafðar að leiðarljósi við hönnunina. Lóðin er því nákvæm eftirmynd merkis- ins og í húsinu eru hlutar þess enn- fremur dregnir fram með bogalög- uðum veggjum. Arkitekt hússins er Fanney Hauksdóttir hjá Arki- tekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri, en Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf., kom einnig að hönnun lóðar- innar á frumstigi. Að sögn Hauks Ármannssonar, framkvæmdastjóra Toyota á Akur- eyri, var löngu orðið tímabært að endurnýja húsakost fyrirtækisins. Það hafi verið afar mikilvægt að Á þessari loftmynd má sjá hvernig útlínur lóðarinnar mynda hið sporöskjulaga merki Toyota-fyrirtækisins. Morgunblaðið/Rúnar Pór Haukur Ármannson, framkvæmdastjóri Toyota á Akureyri og Fanney Hauksdótt- ir, arkitekt hússins. geta frá fyrstu hönnun fellt húsið að þeirri starfsemi sem þar eigi að fara fram, í stað þess að þurfa að gera breytingar á gömlu húsnæði. Nýja húsið er ekki einungis bíla- sala heldur rúmar það einnig alla þjónustu bílaumboðsins. Þarna verður því sala nýrra og notaðra bíla, ásamt verkstæði og vara- hlutasölu. Nýju bílarnir verða sýndir inn- andyra, en salurinn rúmar 14 bíla. Handan sýningarsalarins er verk- stæðið. Utan dyra er hins vegar pláss fyrir allt að 140 notaða bfla sem raðað verður upp á stæðum meðfram hinum sporöskjulaga út- línum. Eins og áður segir verður húsið formlega vígt 16. júní en á laugar- deginum, 17. júní, verður þar sann- kölluð þjóðhátíðarstemmning, að sögn Hauks. Þar verður opið hús og boðið upp á ýmiss konar skemmtan á meðan gestir geta skoðað húsið. Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.