Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilur um starfslok formanns VMSI „Einskis nýt valdabarátta“ , Morgunblaðið/Ásdís Huld Magnúsdóttir, formaður Islandsdeildar Amnesty International og Jóhanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmdastjóri kynntu f gær ársskýrslu samtakanna. Alþjóðasamfélagið bregst of seint við EINSKIS nýt valdabarátta er farin að setja allt of sterkan svip á starf- semi verkalýðshreyfingarinnar. Petta er mat Jóhannesar Ragnarssonar, formanns Verkalýðsfélags Snæfells- bæjar, sem telur að allt of h'tið sé hug- að að hinum almenna félagsmanni. Jóhannes telur aðförina að Bimi Grétari Sveinssyni, sem hann kallar svo, vera aðför að íslenskri verkalýðs- hreyfingu. Fullti-úar fjölmargra fé- laga af landsbyggðinni hafi á dögun- um komið suður til Reykjavíkur á framkvæmdastjómarfund án þess að nokkuð hafi komið þar fram. Strax eftir fundinn hafi meirihlutinn hins vegar kynnt starfslok formannsins. „Það er greinilegt að þessi svokall- aði meirihluti sér ekki ástæðu til að virða rétt kjörinna fulltrúa. Þess vegna finnst okkur sem við höfum verið höfð að ffflum," segir Jóhannes. Hann telur engan vafa leika á að starfslok Bjöms Grétars séu tilkomin vegna óánægju félaga á höfuðborgar- svæðinu með kjaraviðræður í vor. Þar hafi stóru félögin komið saman undan merkjum Flóabandalagsins - greini- lega í þeim tilgangi að klekkja á ein- hverjum. „Við formenn landsbyggðarfélaga munum ekki sitja undfr slíkum vinnu- brögðum og notum sumarið tU að ræða saman um þá stöðu sem komin er upp,“ sagði Jóhannes ennfremur. Aðspurður hvort uppi á borðum sé endanlegur klofningur verkalýðsfé- laga á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar, sagði hann: „Það er auðvitað engin óskastaða. Neyðist menn hins vegar tU þess verður svo að vera, enda virð- ast ákveðnir aðUar hafa stefnt að þeirri stöðu allan tímann.“ Því er við að bæta að Samstaða, stéttarfélag á Blönduósi, mótmælir því að starfsmenn stéttarfélaga og landssambanda þeirra eigi að búa við önnur skUyrði við starfslok en þeir sjálfir hafa séð sér fært að semja um fyrir sitt fólk á almennum vinnumark- aði og því komi starfslokasamningur ekki tU greina fyrir Björn Grétar Sveinsson. Þetta kemur fram í álykt- un stjómar Samstöðu sem samþykkt var sl. þriðjudag. í ályktuninni segir að skoðun Sam- stöðu sé að Bjöm Grétar sé réttkjör- inn formaður VMSÍ og að fram- kvæmdastjóm sambandsins hafi engan lagalegan rétt til að gera starfslokasamning hvað varðar störf hans sem formanns sambandsins. ÍSLANDSDEILD mannréttinda- samtakanna Amnesty Internation- al hefur að undanförnu safnað undirskriftum til að vekja athygli á mannréttindabrotum í Saudi- Ai-abíu og til að hvetja ríkisstjórn- ir og fyrirtæki til að stöðva við- skipti með demanta frá vissum svæðum í Sierra-Leone, en ágóð- inn af demantaviðskiptunum er notaður til vopnakaupa. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty, segir ástand mannrétt- inda í Saudi-Arabíu vera hroða- legt. „Þar er ekki réttur til að stofna verkalýðsfélög, stjórnmála- flokkar eru bannaðir, dómstólar eru ekki óháðir og pyntingar eru daglegt brauð. Hýðingar eru al- geng refsing og limir eru gjarnan höggnir af fólki. Amnesty hefur staðfestar heimildir um að í fyrra hafi verið 103 aftökur í Saudi- Arabíu sem er mikið því í landinu búa aðeins um 19 milljónir,“ segir Jóhanna. „Við erum mjög ósátt við það hvernig alþjóðasamfélagið lætur mannréttindabrot viðgangast og gerir ekkert í málunum fyrr en allt er komið í óefni,“ segir Jóhanna. Amnesty hafi séð fyrir marga at- burði, t.d. í Kosovo, Búrúndí og Austur-Tímor og varað við þeim en alþjóðasamfélagið hafi brugðist alltof seint við. Skjóta fífla- hausum VINIRNIR Davíð Örn Jónsson og Egill Egilsson voru í túninu austan við Vík í Mýrdal í góða veðrinu nú í vikunni að skjóta fíflahausum út í loftið þegar fréttaritari Morgun- blaðsins átti þar leið hjá. Á mynd- inni sést hvar einn fíflahausinn svíf- ur í loftinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rannsóknarátak á sumarexemi í hrossum hefst í haust rannsóknarátaksins er að skilgreina betur þá þætti sem stýra meingerð sjúkdómsins með því að rannsaka ónæmiskerfið, finna ónæmisvaka í flugunni, einangra þá og gen þeirra og þróa aðferðir til bólusetninga gegn ofnæminu. Unnið verðui- jöfn- um höndum að þróun DNA-bóluefna og próteinbóluefna og mun sú vinna öll fara fram á Keldum, rannsóknar- stöð Háskólans í meinafræðum. Að sögn Ingileifar Jónsdóttur ónæmis- fræðings, sem stýrði starfshópnum, verða jafnframt þróaðai- aðferðir til þess að meta ónæmissvör í hrossum og mun það hjálpa til við að byggja upp þekkingu og tækni á Keldum sem mun einnig nýtast við rannsókn- fr á smitsjúkdómum í hrossum og öðrum húsdýrum. Áætlað er að rannsóknarátakið standi í þrjú ár en að því loknu er meðal annars stefnt að því að DNA- bóluefni og próteinbóluefni hafi verið búin til og í framhaldinu verði metið hvort raunhæft sé að hefja víðtækar tilraunabólusetningar á hrossum. Heildarkostnaður við verkið er áætl- aður 82 milljónir króna en Fram- leiðnisjóður landbúnaðrins, Keldur og samstarfsaðilinn í Sviss leggja fram stærstan hlut þess fjár, auk þess sem Rannís styrkir verkefnið um 2,4 milljónir. RANNSÓKNARÁTAK á sumarex- emi í hrossum hefst í haust. Hópur sérfræðinga mun vinna að rannsókn- inni undir stjóm Sigurbjargar Þor- steinsdóttur ónæmisfræðings. Unnið verður í samstarfi við rannsóknarhóp í Sviss undir stjóm dr. Eliane Marti en hún hefur um nokkurt skeið unnið að rannsóknum á þessu sviði. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði í vor starfshóp sem skipu- leggja átti rannsóknarferli á sjúk- dómnum á sem allra stystum tíma og varð niðurstaða hópsins sú að rann- sóknarátaki sem þessu yrði ýtt úr vör. Á blaðamannafundi sem haldinn var að Keldum í gær sagði Guðni að mikilvægt væri að hinn íslenski vís- Með því að nýta sér þjónustu Heimiiislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útiánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. eetfM/k m HEIMILISLÍNAN ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki www.bi.ls indaheimur fylgdist með þessu stóra og umfangsmikla verkefni. „Mér var það mikið kappsmál að koma þessu máli áfram og ég vona að við séum að rata hér leið sem að-skilar okkur árangri,“ sagði Guðni. fff Sumarexem í hrossum er talið vera ofnæmi sem beinist gegn próteinum sem berast í hrossin við bit mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdóm- urinn er hverfandi á íslandi þar sem flugan lifir ekki hér en algengur í ís- Ienskum hrossum erlendis og veldur hann mikilli vanlíðan hjá hrossunum auk þess sem hann skapar vandamál við útflutning á hrossum. Markmið Brotist inn í bíla við sundstaði TALSVERT hefur borið á því að undanförnu að brotist hafi verið inn í bíla á bílastæðum við sundstaði í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar í Reykja- vík, hafa þjófarnir nýtt sér það að fólk flykkist nú í sund í góða veðrinu í höfuðborginni. Þjófarnir hafa látið til skar- ar skríða víðá um borgina en lögreglan brýnir fyiir almenn- ingi að skilja ekki eftir verð- mæti í bílum sínum, eða gæta þess annars að þau sjáist ekki. Hyggjast þróa bóluefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.