Morgunblaðið - 15.06.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Ísland á Netinu Nýverið var Vestfjarða-
vefurinn tekinn í gagnið. Sigríður Dögg
Auðunsdóttir segir þar að fínna
aðgengilegar upplýsingar og fróðleik.
Oþrjótandi
upplýsingabrunnur
estfjarðavefurinn nefnist
^ / viðamikill vestfu’skur
^ / ferðaþjónustu- og
m/ menningarvefur sem
nýlega var tekinn í
gagnið á Netinu undir slóðinni
www.akademia.is/vestfirdir.
A honum er að fínna gríðarlegt
magn upplýsinga og fróðleiks fyrir
þá sem stefna að ferðalagi um fjórð-
unginn og aðra áhugamenn um úti-
vist, menningararf og mannlíf í fjórð-
ungnum.
Hann er sérstaklega vel af hendi
leystur og til mikils sóma fjTÚ’ ferða-
þjónustu á Vestfjörðum sem hefur
verið á mikilli uppleið undanfarin ár.
A hluta vefjarins er lifandi fróðleikur
sem er uppfærður reglulega, nýjustu
fréttir úr ferðageiranum, upplýsing-
ar um afþreyingu og uppákomur sem
eru á döfínni, auk smásýninga og um-
fjöllunar um menningu og listir.
Athyglisvert atburðadagatal
fyrir hverja sýslu
Vefurinn er fjórskiptur eftir sýslu-
merkjunum gömlu, en auk þess er
sérstakur kafli um Homstrandir og
Jökulfirði.
Innan hverrar sýslu er að finna
upplýsingar um alla ferðaþjónustu-
aðila, kauptún og sveitarfélög. Einn-
ig er margvíslegur fróðleikur um at-
hyglisverða staði, höfðingja og skáld,
kirkjur og minjar, gönguleiðir og úti-
vist.
Vestfjarðavefurinn er sérstaklega
aðgengilegur og auðvelt er að ferð-
ast um hann. Upplýsingar eru stutt-
ar og hnitmiðaðar og mikið er um
tengla, sem auðvelda notendum að fá
nánari upplýsingar um tiltekið efni.
Undir hverri sýslu má fínna at-
hyglisvert atburðadagatal þar sem
eru dagsettir fjölmargir atburðir
sem eiga sér stað í Isafjarðarsýslum.
Ferðafólki er því gert mjög auðvelt
að fylgjast með hvers konar skipu-
lögðum uppákomum í fjórðungnum.
Sýnishorn af munn-
menntum fyrri tíma
Vestfjarðavefurinn er samstarfs-
verkefni Atvinnuþróunarfélags
Vestfjai’ða hf. og Sögusmiðjunnar,
fyrirtækis sem sérhæfir sig í verk-
efnum á sviði menningartengdrar
ferðaþjónustu, þjóðfræði og sögu.
Vefurinn hefur jafnframt að
geyma fjöldann allan af þjóðsögum
sem tengjast fjórðungnum og einnig
frásagnir af vættum og vofum sem
fjallað er um í þjóðsögum frá Vest-
fjörðum og býður því upp á einstakt
tækifæri til þess að nálgast á að-
gengilegan hátt sýnishorn af þessum
munnmenntum fyrri tíma.
Hið eina sem ef til vill vantar á
þennan vandaða og gríðarstóra upp-
lýsingavef, eru kort af svæðinu, sem
auðveldar ferðafólki til muna að
skipuleggja för sína um fjórðunginn.
Ennfremur má benda á að vefur-
inn er eingöngu á íslensku, en sökum
magns upplýsinga sem á honum má
finna, væri það að öllum líkindum
óskaplegt verk að færa hann yfir á
fleiri tungumál. Það væri samt sem
áður fjöður í hatt íslenskrar ferða-
þjónustu að gera útlendingum kleift
að nálgast þvílíkar upplýsingar sem
hér má finna og fræðast þannig um
menningu og sögu þessa landshluta
áður en hann er sóttur heim.
Nuddpottar
Fullbúnir acryl nuddpottar
Vatnsnudd, hreinsitæki, ozintor, Ijós,
höfuöpúöar, trégrind, full einangraöir meö
einangruöu loki. Uppsettir í sýningarsal okkar
OPK) ÖLLKVÖLDTILKL 21
JlfÍk METRO
Skeifan 7 • Simi S25 0800
Tónlistarsafnið á Bíldudal opnað 17. júní
Margt að sjá á Melód-
íum minninganna
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Tónlistarsafnið Melódíur minninganna er heimilislegt og alíslenskt
safn, sem verður opnað á Bfldudal á sjálfan lýðveldisdaginn.
ÞAÐ ER hætt við að margir þeirra
sem leggja leið sína vestur í Bfldudal
í sumar fái svohtinn fiðiing í fæturna
og jafnvel nokkur fiðrildi í magann
þegar þeir skoða tónlistarsafnið
„Melódíur minninganna". Safnið
verður opnað á þjóðhátíðardaginn
17. júní n.k. og verður þar stiklað á
stóru í tónlistarsögu landans.
En hingað tfl hafa menn ekki bein-
línis tengt Bfldudal við rokk og ról,
eða hvað?
„Nei, kannski ekki,“ viðurkennir
Jón Kr. Ólafsson, söngvari og eig-
andi safnsins, „en þá er bara tíma-
bært er breyta því. Hver segir að
það þurfi allt að gerast annað hvort í
Reykjavík eða á Akureyri?" spyr
hann en fær engin svör.
„Fyrir mann eins og mig sem er
búinn að starfa sem söngvari nánast
frá barnsaldri lá þetta nokkuð beint
við. í gegnum tíðina hef ég eignast
fjöldann allan af hljómplötum og
munum sem tengjast íslenskri tón-
listarsögu og svona safn er kærkom-
ið tækifæri til að heiðra minningu
horfinna hstamanna og halda merki
þeirra sem enn eru í fullu fjöri hátt á
lofti. En þrátt fyrir að sýningin sé yf-
irgripsmikil, spanni allt frá Pétri
Jónssyni óperusöngvara til Milljóna-
mæringanna, þá er óhætt að segja að
þorri munanna sé frá sjötta og
sjöunda áratugnum. Þá var „mitt
fólk“ upp á sitt besta,“ bætir hann
við og hlær. „Safnið tileinka ég líka
mörgu af því dásamlega fólki sem ég
hef kynnst í gegnum tónlistina.
Nægir hér að nefna listamenn eins
og Hauk Morthens, Sigfús Halldórs-
son, Jón Sigurðsson, Svanhildi Jak-
obsdóttur, Olaf Gauk, systkinin Ellý
og Vilhjálm Vilhjálmsböm, Svavar
Gests, Ragnar Bjamason, Helenu
Eyjólfsdóttur, bræðuma Ingimar og
Finn Eydal, Onnu Vilhjálms og Örv-
ar Kristjánsson.“
Pallíettur og popptónlist
Tónhstarsafnið á Bíldudal byggist
að mestu á innrömmuðum hljómplöt-
um, plötuumslögum, myndum og
munum sem áður voru í eigu lands-
þekkra listamanna. „Ég fékk m.a. að
láni óviðjafnanlegt „palhettudress"
sem ein af okkar skærustu stjörnum
skartaði hér í eina tíð,“ segir Jón Kr.
leyndardómsfullur á svip. „Það var
Anna Mjöll Ólafsdóttir sem treysti
mér fyrir þessum búningi en hann
var áður í eigu Hallbjargar Bjarna-
dóttur,“ bætir hann við.
„Svo færði eiginkona Hauks heit-
ins Morthens mér gamlan rauðan
hljómsveitarjakka af honum, sem
mér þykir mikill fengur að. Raggi
Bjama gaf mér líka glæsilegan hvít-
an jakka sem hann tróð oft upp í og
svo luma ég á hálstaui frá fjölmörg-
um íslenskum stjömum. Það segir
sig sjálft að allar svona gjafir em
ómetanlegar fyrir safn sem þetta,
setur punktinn yfir I-ið,“
En hvað með Helenu-stokkinn,
hefur Jón Kr. ekki náð að næla í
hann?
„Nei,“ svarar hann, „ekki enn þá.
Ég á líka mjög erfitt með að biðja
fólk um svona hluti. En auðvitað
væri Helenustokkurinn algjör
himnasending, sem og „bjútíbox"
söngkvennanna og eitthvað af
skrautlegu skartgripunum sem þær
báru gjarnan þegar þær stigu á
svið,“ segir hann.
„Synir Svavars Gests, Máni og
Nökkvi, hafa reynst mér afar vel
hvað þetta snertir. Þeir gáfu mér
helling af gömlum nótum; auglýs-
ingu frá 1946 um dansleik þar sem
hljómsveit Bjarna Böðvarssonar lék
fyrir dansi og „orginal“ teikningu
Halldórs Péturssonar af Guðmundi
Jónssyni og Guðrúnu Á. Símonar. Sú
teikning var einu sinni notuð á plötu-
umslag,“ upplýsir hann. „Reyndai’ er
eitt hornið hér á safninu nokkurs
konar minningarsafn um Svavar
Gests. Hann var fyrstur til að koma
rödd minni „á plast“ og fyrir það er
ég honum ævinlega þakklátur. Ég á
honum og Jónatani Garðarssyni
óskaplega mikið að þakka - að
ógleymdum Hauki Morthens, sem
var eiginlega eins og faðir minn í
þessum „bransa“.“
Barnastjörnur í
baðherberginu
Að sögn Jóns Kr. Ólafssonar er
tónlistarsafnið „Melódíur minning-
anna“ heimilislegt og alíslenskt safn.
„Ég á þá einu ósk að fólki líði vel
þegar það röltir hér um og rifjar upp
gamlar minningar," segir hann. „Ég
reyni að setja þetta upp bæði skipu-
lega og skemmtilega. Við innganginn
er ég t.a.m. með sérstaka sjómanna-
uppsetningu; nokkurs konar „Óska-
lög sjómanna“ og á baðherberginu er
bamadeildin; bræðumir Karíus og
Baktus, Hanna Valdís og fleiri barn-
astjörnur.“
Tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar
verður opnað klukkan 14 á þjóðhátíð-
ardaginn og fram til 1. október verð-
ur það opið frá klukkan 13 til 18 alla
virka daga og eftir samkomulagi á
öðram tímum.
„Opnunarathöfnin verður afar lát-
laus fullyi-ðir Jón Kr., „engin hvít-
vínsmelódía; jarðarber og slaufur.
Hveijir koma veit ég ekki en er samt
að vonast til að ein vinkona mín kom-
ist hingað vestur þennan dag. Það er
eiginkona Hauks heitins Morthens.
Mér þætti óskaplega gott að hafa
hana við hlið mér þegar ég opna
safnið sem ber sama heiti og síðasti
geisladiskur Hauks; „Melódíur
minninganna“,“ sagði söngvarinn og
framkvöðullinn Jón Kr. Olafsson að
lokum.
Tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafs-
sonar „Melódíur mlnning-
anna“ ertil húsa í Reynimel,
Tjamarbraut 5 á Bíldudal. Frá
17. júnítil 1. októberverður
safnið opið frá 13-18 alla virka
daga og eftir samkomulagi um
helgar.
Vika í
Barcelona
5. júlí
frá kr.
Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast þessari heillandi
borg sem er tvímælalaust ein mest spennandi borg Evrópu í dag.
Nú getur þú tryggt þér gistingu og sæti til Barcelona á frábærum
kjörum. Þú bókar núna og tryggir þér sæti og gistingu, og 4
dögum fyrir brottfor hringjum við í þig og segjum þér hvar þú
gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
Verð kr.
34.955
Verð m.v. hjón með bam 2-11 ára,
5. júlí, flug og hótel.
Síðustu
11 sætin
Verð kr.
39.990
Vcrö m.v. 2 i hcrbcrgi. flug, gisting,
skattar, 5. júli.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000, www.heimsferdir.is